Ísafold


Ísafold - 05.09.1903, Qupperneq 1

Ísafold - 05.09.1903, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einn sinni eða tvisv. í viku. Verð 4rg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/j doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík langardaginn 5. september 1903 VXI. árg. JúiAÁidl jWa/UfOslíiv í. 0. 0. F. 85949. Augnlœkning ókeypis 1. og 3, þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spltalannm. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. K. F. XJ. M. Lestrar- og skrifstofa op- ín á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fnndir á hverjn föstudags- og snnnndagskveldi kl. 8'/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónnsta kl. 9 og kl. 0 á hverjum helgnm degi. Landalcotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- •endur kl. 10’/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag W. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlana. Ndttúrugripasafn, í Vestnrgötu 10, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. ■V* G-jalddagi blaðsins var 15. júlí. Jónas Helgason, organisti við dömkirkj- una i Reykjavik, andað- ist snögglega aðfaranótí 2. \). inán., af lijartaslagi. Helztu æfiatriða hans verður getið i næsta blaði. Erlend tíðindi. Khöfn 21. ág. 1903. Baikanskagaóeirðirnar. f>ar var frá horfið í síðustu fréttum, er rússneski ræðismaðurinn f Monastir var myrtur af völdum lögregluþjóns eins tyrknesks. J>egar er Rússakeis- ara barst sú fregn, brá bann skjótt við, sendi orð Tyrkjasoldáni, fyrir munn sendiherra síns í Miklagarði, og krafðist þess fastlega, að morðingjan- um yrði tafarlaust refsað með þyngstu hegningu, er lög leyfðu. Ollum þeim, er með einhverju móti hefðu verið við morð þetta riðnir, og þeim öðrum em- baettismönnum tyrkneskum, er sýnt hefðu BÍg í mótþróa gegn ræðismönn- um rússneskum, skyldi og þunglega refsað. Og til þess að sýna soldáni, að hér væri alvörumál á ferðum, sendi keisari 4 bryndreka úr flota sínum suður til Tyrklands. Við þessar orð- sendingar og svo flotasendinguna varð soldán lafhræddur og hefir nú gert að ▼ilja keisara í smáu sem stóru. Hefir morðinginn verið af lífi tekinn með mestu pyndingum, aðrir, sem við morð- ið voru riðnir, ýmist líflátnir eða varpað í dýflissu, en landshöfðinginn í Monastir rekinn frá embætti. En »ekki er ein báran stök« má segja um Tyrkjasoldán. »Makedónska uppreÍ8tin« vex með hverjum degi og grípur æ meir um sig. Uppreistar- mönnum, sem sett hafa sér það mark að vinna Makedónum fult frelsi, fer sí- fjölgandi. Hafa Tyrkir orðið að gera út ógrynni hers til að berja á upp- reistarmönnum, en þeir vinna Tyrkj- um mesta mein, fara brennandi og brælandi um sveitirnar, eyða heila bæi, sprengja hús í loft upp og brjóta niður brýr. Vindi þessu fram og Tyrkjum tekst eigi að bæla niður upp- reistina af eigin rammleik, er víst tal- ið, að stórveldin, einkum Rússland og Austurríki-Ungverjaland, skerist í leik- inn til að koma friði á, en ekkert er Tyrkjum ver við, en ef svo færi. Telja þeir þá víst, að Makedónía hrökkvi úr höndum sér, og ef svo yrði, muni Evrópuríki sitt á förum. Daglega berast fregnir um smáor- ustur og vopnaviðskifti milli uppreist- armanna og Tyrkja. En lítt er að henda reiður á fregnum þeim, og auk þess þýðingarlaust að romsa upp ótal ókunna orustustaði. Bera uppreistar- menn að vísu oftast lægra hlut, en fá þó unnið Tyrkjum ógagn talsvert í hvert skifti. Hinum nýja Serbakonungi semur eigi rétt vel við stórmennaflokk þann, er þátt átti í morði fyrirrennara hans. Konungsmorðingjar þóttust eiga til sæmdar að kalla af konungi, þar sem hann mátti þeim þakka veg sinn. En konungi hefir á annan veg sýnst. Hefir hann sfður en gert vel til þeirra, heldur hefir hann jafnvel varnað þeim embætta og á ýmsa vegu látið í ljósi, að hann vildi sem mínst hafa saman við þá að sælda. þetta þykir kon- ungsmorðingjum stakt vanþakklætí af konungi. Að baki þeirra er allmikill flokkur af þjóðinni. Á því Pétur í vök .að verjast, og tvísýnt hvort upp úr kemst. Ráðaneyti eun ómyndað í Ungverja- landi í stað Khuensráðaneytisins, er beðist hefir lausnar. En Austurríkis- keisari kominn til Buda-Pest, höfuð- staðarins, og nú búist við, að brátt greiðist úr þeim vandræðum. Hér í Khöfn andaðist í dag Oktavíus Hansen, hæstaréttarmálfærslumaður, eftir langa legu, hálfsjötugur að aldri. Hann var meðal fremstu þingskörunga af vinstrimönnum, frjálslyndur mjög, einbeittur og sjálfstæður og fór jafnan sínu fram, hvað sem flokk hans leið. Var hann einn vinstrimanna í lands- þinginu, er reis upp á móti skatta- frumvarpi þvf, er stjórnin lagði fyrir ríkisdaginn síðastliðinn vetur og stefna þótti í ófrjálslega átt af mörgum. ís- lendingum mun hann kunnur fyrir af- skifti sfn bæði af Fensmarksmálinu og bvo einkum Btjórnarskrármálinu. Út af Fensmarksmálinu ferðaðist hann til ísland árið 1885 og jafnan sfðan fylgdi hann málum landsinB með miklum á- huga. Lét hann ætíð til sín taka ís- lands mál, ef rædd voru meðal Dana, dró taum íslendinga og mælti einarð- lega þeirra máli og mega þeir því minnast hans með virðingu og þakk- læti. Oktavíus Hansen var bróðir augn- læknisins fræga Hansen-Gruths. Daniel Bruun höfuðsmaður er ný- kominn heim úr fornmenjarannsókna- ferð um suður- og austurhluta Græn- lands. Hann hefir fundið þar margar fornar bæjarrústir, sem ekki voru mönnum áður kunnar. Ennfrem- ur hefir hann fundið í gömlum sorp- haugum æfagömul manna bein og dýra og ýmislegt fleira, sem gefa mun gleggri hugmynd um fornbyggja Grænlands og lifnaðarháttu þeirra en menn hafa áður haft. Gufuskipaferðirnar á næstu tveimur árum. Eitt af hlutverkum alþingis er það, að sjá um fastar gufuskipaferðir milli Islands og Danmerkur og meðfram ströndum landsins, ákveðnar ferðir, til að flytja alls konar póstsendingar, menn og vörur. Júngið veitir eigi að eins fé til þessara ferða úr landasjóði, heldur semur beinlfnis um ferðirnar, hversu margar þær eigi að vera og hve- nær hvert skip leggur á stað frá enda- stöðvum og viðkomustöðura; samning- arnir eru ferðaáætlanir skipanna; séu einhver aukaskilyrði sett, er þeirra get- ið í fjárlögunum. Hingað til hefir eigi tekist að fá að- gengileg tilboð nema frá einu félagi, Sameinaða gufuskipafélaginu danska, og þar við situr enn. Að vísu hafði í þetta sinn annað félag, »Thore«-félagið í Kaupmannahöfn, gert tilboð um að halda þessum ferðum uppi á næsta fjárhagstímabili (1904 og 1905); en það var hvorttveggja, að félag þetta þykir lítt reynt enn sem komið er, og tilboð þess eigi aðgengilegt, þar sem sömu skipin áttu að halda uppi millilanda- ferðunum og strandferðunum; milli- landaferðirnar áttu að verða því nær þriðjungi færri en þær eru nú, 13 ferð- ir í stað 18, og landssjóðstillagið þóað vera 10,000 kr. hærra en að undan- förnu, 60,000 kr. í stað 50,000 kr., eins og það hefir verið upp á síðkastið. Við þessu varð ekki haggað, því félag- ið hafði engan mann sent og engum umboð gefið hér til að semja við þingið. Sameinaða gufuskipafélagið aftur á móti sendi hingað mann, fyrrum skip- stjóra Christiansen, beint í þeim erind- um að ná samkomulagi við þingið um ferðirnar og semja um þær, og það tókst, eða öllu fremur gat ekki annað en tekist, með því að hér var ekki í önnur hús að venda. Mörgum hefir, sem vonlegt er, blætt f augum tillagið úr landssjóði tilþessa félags að undanförnu, 50,000 kr. á ári, ofan á það, að flutningur á skipum þess, hvort heldur er fyrir vörur eða menn, er dýrari en á öðrum skipum, er til landsins koma. En hafi mönn- um vaxið þetta í augum áður, hvað 58. blað. munu menn þá segja nú, er tillagið til félagsins úr landssjóði hefir verið hækk- að um þriðjung, úr 50,000 kr. upp í 75,000 kr. á ári. En hér var ekki um gott að gera. Félagið hafði í þetta sinn gert stjórn- inni ýms tilboð um að halda ferðun- um uppi eftirleiðis, en flest þóttu þessi tilboð alt annað en aðgengileg. í flest- um þeirra var áskilið annaðhvort, að strandferðirnar legðust niður eða að þeim væri fækkað um helming; aðeins í 3 tilboðunum var gerður kostur á sömu strandferðunum og nú. f>essi voru að öðru leyti tilboðin: 20 millilandaferðir, án straud- f e r ð a, áttu að kosta 25,000 kr. úr landssjóði á ári; 16 ferðir, án strand- ferða ,20,000 kr., en fyrir 14 ferðir án strandferða átti landssjóður ekkert að greiða. Fyrir jafnmargar millilandaferðir og nú eru, en helmingi færri strandferðir, var áskilin 80,000 kr. þóknun úr lands- sjóði, en fyrir nokkru færri millilanda- ferðir, með helmings fækkun á strand- ferðunum, var áskilin sama borgun og nú er greidd fyrir hvorttveggja (50 þús. kr.). Samgöngumálanefndir beggja deilda þingsins höfðu málið til meðferðar í 'senn; kom þeim báðum saman um, að ekki gæti komið til nokkurra mála að fækka strandferðunum og því síður að sleppa þeim alfarið. Varþá ekki nema um þrjú tilboð að velja, um millilanda- ferðir með sömu strandferðum og nú. Fyrsta tilboðið var um jafnmarg- ar millilandaferðir og nú, með sömu strandferðum, fyrir 80,000 kr. á ári; annað tilboðið um 20 millilandaferðir fyrir 110,000 kr. úr landssjóði, en þá áttu skipin að fara fram hjá Færeyj- um í 16 ferðum; þriðja tilboðið var um 20 millilandaferðir með nokkuð fleiri viðkomum í Færeyjum fyrir 75,000 kr. tillag úr landssjóði á ári, eða 25,000 kr. hærra gjald en nú. Nefndunum kom saman um að hall- ast að síðasta tilboðinu. Árgjaldið til ferðanna var að vísu 25000 kr. hærra en það er nú, ea úr því var ekki að aka, enda millilandaferðirnir tveim fleiri og samningurinn að eins gildandi um tvö næstu árin. Ennfremur fekst um- boðsmaður félagsins til að lofa þvf, að 25 stúdentar í Kaupmannahöfn og 50 efnalitlir iðnaðar- og alþýðumenn á Is- landi skyldu mega ferðast fram og aft- ur fyrir sama verð og önnur ferðia kostar nú. Og loks hét hann 5% af- slætti hverjum þeim, er að samanlögðu greiddi félaginu 5000 kr. í flutnings- gjald á ári. Á hinn bóginn urðu nefnd- irnar að sætta sig við það, að farþeg- ar á 1. farrými greiddu fæðispeninga milli hafna hér á landi, eins og á milli landa, með því að bæði útlendir og innlendir ferðamenn höfðu kvartað yf- ir því, að 1. farrúm væri stundum mis- jafnlega skipað, og þvf um kent, að farþegar þyrftu ekki að kaupa mat hafna á milli. Og við þetta verður að sitja. Strandferðirnar eru jafnmargar og að undanförnu, millilandaferðirnar 2 fleiri en gjaldið þriðjungi hærra. 14 millilandaferðir, án strandferða, áttu ekkert að kosta, ef þingið vildi sæta því boði, en 20 millilandaferðir, f

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.