Ísafold - 05.09.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.09.1903, Blaðsíða 2
230 án Btrandferða, 25,000 kr. Eftir þessu hvíla tveir þriðjungar af kostnaðinum á strandferðunum; þær bera sig ekki betur en svo, að til þeirra verður að verja árlega úrlandssjóði 50,000 kr. jietta er afarmikið fé, þegar miðað er við það, úr hve litlu landssjóð- ur hefir að spila og í hve mörg horn hann hefir að líta. Auðvitað kemur engum manni til hugar að leggja strandferðirnar niður, en hins vegar er eigi unt að verjast þeirri hugsun, að þær hljóta a ð e i n- hverju leyti að vera óþarfar, er þær svara eigi betur kostnaði en þetta. Strandferðirnar eru fleiri og tíðari en þörfin krefur, hvort heldur er til vöru- eða mannflutninga. Strandbátarnir hafa farið 18 ferðir alls fram og aftur, frá Beykjavík til Akureyrar, sem sé »SkáIholt« vestur um land 6 ferðir fram og aftur, en Hólar austur um land 7 ferðir. En auk þessa fara millilandaskipin 6 ferðir á ári frá Austfjörðum, norður og vestur um land, til Beykjavíkur á leið frá útlöndum, og aðrar 6 ferðir frá Beykjavík vestur um IaDd, norður og austur, á leið til útlanda, og 7. ferðin er hringferð eins Bkipsins í ágústmánuði frá Beykjavík, austur og norður um land, til Bvíkur aftur. Strandferðirnar vestur um land frá Bvik hafa þannig verið 12 á ári og að auki 5 ferðir frá Bvík um vesturhafn- irnar til ísafjarðar (= 17 ferðir frá Bvík til ísafjarðar), 8 ferðir frá Evík austur um land og að auki 6 ferðir frá Austfjörðum norður um land til Bvíkur (=14 ferðir frá Austfjörðum til Akur- eyrar). Óg þó hafa auk alls þessa ýms önnur skip (Wathnes-erfingja, Thorefélagsins o. fl.) gengið milli Aust- fjarða og Akureyrar eða jafnvel vest- ur á Sauðárkrók, og eins að sunnan- verðu alla leið vestur á ísafjörð. |>að er nú, sannast að segja, engin furða, þótt lítið sé um flutninga í sum- unl af þessum mörgu ferðum, og það því síður, sem það kemur iðulega fyr- ir, að skipin eru á ferðinni hvort á eftir öðru, auk þess sem margar af ferð- unum lenda á aðalbjargræðistímanum, um hásláttinn, þegar almenningur hef- ir alt öðrum störfum að gegna en skipa- ferðum og vöruflutningum. Vér fáum því eigi betur séð en að eitthvað af þessum strandferðum mætti að skaðlausu falla niður. Strandferðir eru auðvitað ómiss- andi, en of tíðar strandferðir eru eigi að eins gagnslausar, heldur geta beinlínis orðið til ógagns, geta vanið menn á að brúka til þess 2 ferðir eða fleiri, sem koma má af í einni, og eins hitt, að venja menn á óþarfar ferðir og slangur hafna á milli, en landssjóð- ur er Iátinn leggja til þúsundirnar, til að halda öllu í sama horfinu og áður, þótt ef til vill mætti haga ferðunum svo, að komist yrði alls og alls af með helm- ingi færri strandferðir en nú eru þær, ef þær aðeins væru vel notaðar. Sami gallinn er enn á þessari nýju áætlun millilandaskipanna og áður, að sumum ferðunum lendir of mjög sam- an, er skipin koma hingað, en stund- um líður aftur óhæfilega langt á milli ferða; þannig eiga 2 skip að koma til Beykjavíkur frá útlöndum, annað 12. marz hitt 13. marz og 3. skipið kring- um Iand 14. marz. Frá 24. janúar til 12. marz, eða á hálfum öðrum mánuði, kemur ekkert skip hingað; engin bein ferð fellur heldur hingað frá 9. októ- ber til 22. nóvember, auk þess sem oft líður mánuður milli ferða eða frek- iega það: frá 13. marz til 17. apríl, frá 8. maí til 5. júnf, frá 20. ágúst til 18. september; þetta eru alt of strjál- ar ferðir, endajóþarflega strjálar. Hefði verið mun heppilegra að hafa milli- landaferðirnar fleiri og þéttari, en strandferðir millilandaskipanna færri; þær eiga eftir áætluninni að vera 7, en hefðu að sjálfsögðu eigi þurft að vera fleiri en 3, og tillagið þó engu hærra en það er, öllu fremur lægra, því að millilandaferðirnar borga sig mjög vel fyrir félagið, en strandferð- irnar illa. En í því tekur nýja áætlunin hinum eldri fram, að fleiri ferðir ganga nú fram hjá Færeyjum en áður, sem sé 4 nú í stað tveggja áður, og auk þess koma skipin þar við í 8 ferðum á einni höfn (þórshöfn) að eins til að ,skila pósti, en hafa engar vörur meðferðis, og flýtir það talsvert fyrir. Af þeim 2 ferðum, sem við verður auk- ið, byrjar önnur frá Khöfn 26. febr. (til Rvíkur 12. marz) en hin 28. nóv- ember (til Bvíkur 12. des.). Mentamáliu á alþingi. Afrek alþingis í mentamálunum að þessu sinni eru þau helzt, að það samþykti lög um stofnun gagnfræða- skóla á Akureyri (í stað Möðruvalla- skólans, sem brann), veitti cand. Guð- mundi Finnbogasyni styrk næstu tvö ár til að rannsaka mentunarástandið hér á landi, hækkaði styrk til barna- skóla og farkennara um 1000 kr. (síð- ara árið) til hvors, og bætti því ákvæði inn í skilyrðin fyrir farkennarastyrkn- um, að kennararnir skuli fá annars- staðar frá, auk fæðis, helming á móts við landssjóðsstyrkinn; til sýslubóka- safna voru veittar 1000 kr. á ári (alt að 100 kr. til hvers) gegn jafnháu til- lagi annarsstaðar frá; til að koma upp tekniskum skóla í Beykjavík 4000 kr. á ári; til að semja lestrarbók handa alþýðuskólum voru heimilaðar 500 kr. Og loks var samþykt þings- ályktun um kenslu í lærða skólanum í Beykjavík, eins og áður er skýrt frá í ísafold, og lög um stofnun laga- skóla. Auk þess hafði þingið til meðferðar þingsályktun um lestrarbók handa al- þýðuskólum og frumvarp til laga um stofnun kennaraskóla. En hvorugt þeirra mála náði fram að ganga í þetta sinn. f>ing8ályktunartillagan um lestrar- bókina var feld í efri deild, og frum- varpið um stofnun kennaraskóla dag- aði uppi á hrakningi milli deildanna. Ekki gekk það þrautalaust að koma fram lögunum um gagnfræðaskólann á Akureyri. J>au komust í sameinað þing að lokum. Ágreiningsefnið var heimavistirnar í skólanum. Neðri deild vildi upp- haflega hafa þær handa 60—70 nem- endum, en efri deild færði þær niður í 24. Út af þessu lenti málið á hrakn- ingi milli deildanna og fekk loks þær endalyktir í sameinuðu þingi, að heima- vistir voru ákveðnar 45—50. Lestrarbókartillagan fekk engan byr hjá mentamálanefnd efri deildar; ekki af því, að nefndin viðurkendi eigi þörf- ina á slíkri bók, heldur aðallega af því, að henni virtist »landsstjórnin eigi lfklegri til heppilegra framkvæmda í þeim efnum en bóksalar landsins, í samráði og samvinnu við kennara þess«, og taldi líklegt að bókin seldist svo vel, að engin þörf væri á að lands- sjóður kostaði útgáfu hennar að neinu leyti. — Sennilega vekurþað megna óánægju meðal allra, sem áhuga hafa á menta. málunum, að ekkert varð af stofnun kennaraskóla að þessu sinni. Menta- málanefndin í neðri deild komst svo að orði um hann í áliti sínu: *Kennaraskóli, og hann myndarleg- ur og vel úr garði gerður, er fyrsta sporið til umbóta á alþýðumentun vorri, enda mun þess nú alment vera óskað, og það af fylstu rökum, að eigi sé lengur frestað stofnun hans«. Vonandi dettur engum í hug að neita þessu. Fyrsta ráðið til að menta þjóðina hlýtur þó að vera það, að hafa hæfa menn til að kenna; og eitt helzta ráðið til að tryggja sér, að þeir séu til, er það, að til sé mentastofnun, sem býr þá undir stöðu sína. Sá tími nálgast óðum, að ekki verður gert nema hlegið að þeirri hjátrúarkreddu, að það verði ekki í skólum lært að segja til börnum; það sé eingöngu komið undir eðlisfari mannsins, hvort hann getur verið kennari eða ekki. Svo var að sjá, sem allir þingmenn væru í raun og veru sammála um þörfina á kennaraskóla. En lengra gátu þeir ekki heldur átt samleið. Svo var það gert að ágreiningsefni og að- alatriði málsins, hvar skólinn ætti að standa; og það varð málinu að þeim farartálma, að það dagaði uppi. Skólasetrið var gert að svo miklu kappsmáli, að mentamálanefnd neðri deildar vildi heldur fækka kennurum skólans um einn og stytta námstím- ann um heilan vetur, heldur en sætta sig við það, að skólinn stæði í Hafn- arfirði; og efri deild virtist heldur vilja engan kennaraskóla stofna að þessu sinni, heldur en hafa hann í Reykja- vík. Báðum deildum kemur saman um það, með öðrum orðum, að betra sé að una við ófullkominn kennaraskóla fyrst um sinn, heldur en láta draga til samkomulags um skólasetrið. f>að sem þeim fanst mest um vert, var ekki það, h v e r n i g skólinn yrði, heldur h v a r hann stæði. Raunar var það látið í veðri vaka, að skólinn þyrfti að vera í Reykja- vík, til þess að geta orðið í alla staði fullkominn. þess vegna var það víst aðallega, að mentamálanefnd neðri deildar fylgdi því svo fast fram. En óhyggilegt var þá af henni, að tjá sig tilleiðanlega til að fella burt eina árs- deildina úr skólanum, ef hann að eins fengi að standa í Reykjavík; því mun ófullkomnari hlaut þó skólinn að verða með tveimur ársdeildum en þremur; og þótt nefndin treysti því, að þriðju deildinni yrði bætt við innan skamms, er hætt við að dráttur hefði getað orð- ið á því. jpingmenn hefðu líklega vilj- að fá vissu fyrir því, að skólinn gerði ekki fult gagn með tveimur ársdeild- um, áður en þeir bættu við hinni þriðju. f>ví fer fjarri, að á sama standi hvar skólinn er. f>að g e t u r gert mikið til, og það gerir mibið til, ef um tvo gagnólíka staði er að ræða. Nokkur munur er á því, hvort kenn- araskólinn er í Reykjavík eða Hafn- arfirði, en þó alls ekki svo mikill, að eyðandi sé mörgum árum í deilur um það eitt, jafnbráða nauðsyn og til þess ber, að landið fái fullkomlega viðun- andi kennaraskóla. Munurinn getur ekki verið svo mikill, að það sé rétt að gera hann að aðalatriði málsins, þótt svo væri gert í þetta sinn. En hér tjáir ekki að sakast um orð- inn hlut. Næsta þing bætir væntan- lega úr skák í þessu efni. Að öðrum kosti hætta menn að reiða sig á, að það sé í einlægni mælt, er þingmenn tjá sig yfirleitt hlynta aukinni alþýðu- fræðslu. Áhuginn er ekki sterkur, eða þá að skilningurinn á málinu er of takmarkaður, ef það strandar ár eftir ár á sama skerinu, ekki stærra en það er. Og næsta þing verður að komast lengra áleiðis með mentamálin í ýms- um öðrum greinum. f>au þurfa svo bráðra endurbóta við. Við því má ætíð búast, að ágreiningsefnin verði mörg; hjá því verður ekki komist,. þegar um jafn-umfangsmikið og mik- ilsvarðandi mál er að ræða. En þess ætti að mega vænta, að smáatriðin verði ekki látin vefjast fyrir um of. Einlægur framsóknarhugur lætur þau ekki verða sér að farartálma. Ef hann er vaknaður í mentamálunum, þá er öllu óhætt; en só áhuginn deigur, nemur hann staðar við hvern smástein,. sem í götunni verður. þá er tekið það ráð, að leggja árar í bát og láta alt sitja við sama, heldur en sætta sig við, að ýmsum smáatriðum sé öðru visi skipað en bezt verður ákosið. Biinadarþingid. f>að var haldið dagana 26. ágúst til 2. september, að báðum dögum með- töldurn. Á þinginu sátu 9 fulltrúar og hefir þeirra verið getið áður hér í. blaðinu, nema Sigurðar ráðunauts Sig- urðssonar, er var einn af 4 fulltrúum, er aðalfundur Landsbúnaðarfélagsins kaus. Helztu málin, er voru til umræðu á búnaðarþinginu, eru þessi: 1. Breyting d lögum félagsins. Forseti hreyfði því, að breytaþyrfti lögum Búnaðarfélagsins, að því er snertir kosningu á fulltrúum þeim, er amtsráðin kjósa, í þá átt, að búnaðar- félögin út um landið, eða formenn þeirra, kysu þá. Fekk sú tillaga lít- inn byr og var því tekin aftur, en samþykt var að leita álits amtsráð- anna um hana. Breytingartill. við 15. gr. félagslag- anna, um að ferðakostnaður fulltrú- anna greiðist úr félagssjóði, var feld. Samþykt var sú yfirlýsing búnaðar- þingsins, um skilning á 5. gr. laganna, að kjósa megi varafulltrúa, er mæti í forföllum fulltrúa á búnaðarþinginu. 2. Búnaðarskólinn á Hvanneyri. Lagt var fram tilboð amtsráðsins í Suðuramtinu um, að Búnaðarfél. taki að sér búnaðarskólann á Hvanneyri. Eftirfylgjandi tillaga var samþykt. §ó að búnaðarþingið kannist við, að rétt stefni, að búnaðarskólar landsins komi í umsjón Búnaðarfélagsins, þegar það hefir starfskrafta til að bætajafn- miklu við sig, sér búnaðarþingið sér eigi fært að taka Hvanneyrarskólann að sér að svo söddu, sízt að fornspurðu alþingi, en óskar þess jafnframt, að amtsráð Suðuramtsins gefi yfirlýsingu um, hvort það vilji taka að sér skuld- ir, er á skólanum hvíla, eða leggja honum árlegan styrk. 3. Hússtjórnarskólinn. Um hann voru samþyktar þessar tillögur : a. Að skólanum sé haldið áfrant næstu 2 árin á sama hátt og að und- anförnu, b. Að lóð Hússtjórnarskólan8 sé ekki seld, en að málið um húsbyggingu fyrir skólaun sé lagt fyrir næsta bún- aðarþing. c. AS stjórnarnefnd Búnaðarfélagsins. stuðli að því, að hæf kona verði fáan- leg til að veita endurbættum og auknum hússtjórnarskóla forstöðu. 4. Mjólkurskólinn. Nefndin, er kosin var til að íhuga það mál (f>órh. Bjarnarson, Einar f>órð- arson, Sig Sigurðsson), kom fram með tillögur, og er þetta ágrip af þeim. a. Að námsskeiðin séu tvö. Hið fyrra frá 1. okt. til 31. marz eða 6 mánuðir, en hið síðara frá 1. apríl til 15. júní. b. Að skólabúið fái fæði mjólkur- meðferðarnemendanna borgað með 20’

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.