Ísafold - 05.09.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.09.1903, Blaðsíða 3
231 kr. fyrir hvern mánuð, enda leggi skóla- búið nemendunum ljós, bita ogeldivið. En til styrktar nemendunum greiði Búnaðarfélagið 5 kr. á mánuði af með- gjöfinni. c. Að haldið sé próf við lok fyrra námBskeiðsins að viðstöddum tveim prófdómendum, er stjórn Bvinaðarfé- lagsins tilnefnir. d. Að mjólkurmeðferðarkennarinn sé skyldur til að kenna námspiltum bún- aðarskólans mjaltir án endurgjalds. e. Að Búnaðarfélagið kaupi af skóla- búinu alt það smjör, sem skólabúið vill selja, og sem framleitt er við mjólkurmeðferðarkensluna á tímabilinu frá 1. jan. til 15. júnf, fyrir 68 aura pundið, flutt í Borgarnes. f. Að stjórn Búnaðarfélagsins sjái um, að smjörgerðin verði sem bezt af hendi leyst. g. Að stjórn félagsins sé heimilt að veita námsstúlkum úr fjarlægum hér- uðum nokkurn ferðastyrk, alt að 30 kr. hverri. h. Að skólabúinu sé heimilt að nota smjörgerðaráhöld mjólkurskólans að sumrinu. i. Að skólabúið taki tll dvalar að- komna mjaltanemendur og selji þeim hús og fæði fyrir hæfilegt verð. 5. Útvegun og prófun verkfœra. Nefndin, sem kosin var í þetta mál (Eiríkur Briem, Pétur Jónsson, Sig. Sigurðsson), kom með svolátandi til- lögu, er var samþykt. Stjórn Búnaðarfélagsins er falið að hafa til sýnis og prófunar í Beykjavík og á Akureyri nokkur helztu búskap- aráhöld, einkum jarðyrkju og nrjólkur- meðferðaráhöld þau, eralmenning van- hagar um. Jafnframt er henni falið að leiðbeina og greiða fyrir útvegun á þeim, að því leyti, sem það eigi bakar félaginu peningalega ábyrgð. 6. Verðlaun handa vinnuhjúum. Nefndin í því máli (EiríkurBr., Sig. Sig. og Stefán Stefánsson) kom með svohljóðandi tillögur, er voru samþ.: a. Að varið sé til verðlauna handa vinnuhjúum á árinu 1905 alt að 200 kr. b. Að verðlaunin séu tvenns konar: fyrstu verðlaun 15 kr. og önnur verðl. 10 kr. Fyrstu verðlaun veitist þeim hjúum, er verið hafa í sömu vist 15 ár og lengur. Onnur verðlaun þeim, er unnið hafa að minsta kosti samfleytt, 15 ár í vist, og ekki víðar en í tveimur vistum á þessu tímabili. c. Að verðlaunin séu munir, og á- kveður stjórn Búnaðarfél. hverjir þeir skuli vera. d. Að stjórnarnefnd Búnaðarfél. semji form fyrir nauðsynlegum skilyrðum og upplýsingum, er verðlaunaveitingin miðist við. 7. Plœgingar. Út af tillögu frá síra Einari þórðar- syni, um styrk til plæginga á Fjóts- dalshéraði, var samþykt: Búnaðarþingið ályktar, að auk styrks til plægingarkenslu á tveim til þrem stöðum í landinu, megi á næstu tveim árum, þar sem þess sérstaklega þarf með, veita nokkra uppörfun til búnað- arfélaga, sem koma verulegri plægingu á hjá sér. 8. Kjötsölutilraunir. Forseti skýrði frá ráðstöfun stjórn- arinnar í þessu máli, og gat þess, að gjörðar yrðu tilraunir með kjötsölu er- lendis í haust, og að maðurinn, sem ráðinn væri til að hafa þær á hendi, væri Hermann Jónasson, búfræðingur á þingeyrum. 9. Fjárhagsdœtlun 1904 og 1905. Tekjur samtals kr. 36,500,00 hvort árið; og gjöldin hin sömu. Stærsti útgjaldaliðurinn er til rækt- unarfyrirtækja í landinu: 14,200 kr. hvort árið; þar af til Ræktunarfélags Norðurlands 6,500 kr. og til Gróðrar- stöðvarinnar í Reykjavík 2,900 kr. 10. Kosning embœttismanna. Forseti kosinn: lector þórh. Bjarn- arson, varaforseti: ntstjóri Björn Jóns- son; meðstjórnendur kennari Eiríkur Briem og amtmaður Páll Briem. Varameðstjórnendur: póstafgreiðslu- maður þorleifur Jónsson og kennari Björn Jensson. Yinnnfólkseklan í SYeitunum og þilskipaútgerðin. í byrjun sláttarins var eg á ferð upp í Mosfellssveit. Skamt fyrir ofan Árnar hitti eg bónda, sem kom úr Reykjavík og var á leið austur. Hann var dálítið kendur og því skrafhreyf- inn. þegar hann var búinn að ljúka við hinar almennu ferðamannaspurn- ingar: hvað eg héti, hvar eg ætti heima, hvert eg ætlaði o. s. frv., barst talið að búskapnum og þá sérstaklega fólkshaidinu. Bóndi sagði mér, að hann hefði farið til Reykjavíkur, til þess að útvega sér kaupamann um sláttinn, en hefði eng- an getað fengið. Hann var, sem von var, mjög armæddur yfir þessu, og fór mörgum hörðum orðum um sjávarút- veginn, og kvað hann eyðileggja land- búnaðinn og þar með framtíð lands- ins. Eg spurði bónda um fólkshald hans. Hann kvaðst hafa einn vinnu- mann, einn uppkominn son og smala, en bætti svo við sorgmæddur, að hann hefði látið son sinn á fiskiskútu í vor, og að hann ætti ekki að koma heim fyr en seint í ágúst. Hann hefði ein- mitt ætlað að fá sér kaupamann í stað- inn fyrir hann, og þar sem það hefði ekki lánast, væri hann í standandi vandræðum, og yrði sjálfsagt að fækka svo eða svo miklu af skepnum sínum i haust. Á ferðum mínum síðan um Suður- landsundirlendið hefi eg spurt mig fyr- ir um þetta atriði, og komist að því, að það hefir verið mjög alment, og er í mörgum sveitum alment enn, að bænd- ur sendi vinnumenn sína og uppkomna syni á skútur að vorinu, og láti þá vera á þeim skemur eða lengur frameftir sumrinu, oft fram á haust, treystandi þvi, að þeir geti fengið kaupamann í staðinn um sláttinn. þetta er mjög ó- hyggilega breytt, frá hvaða hlið sem málið er skoðað. í fyrsta lagi er oft ómögulegt að fá kaupamenn, hvað mik- ið sem liggur við, og í öðru Iagi hefir þessi óframsýni bænda að öllum lík- indum stutt meira en nokkuð annað að því, að draga beztu vinnukraftana úr sveitunum til sjávarins. það er með vinnulýðinn sem alla aðra, að hann vill sitja við þann eld- inn, sem bezt brennur. þegar því bændur eru búnir að kenna vinnumönn- um sínum á eiginn kostnað sjómensku, segja þeir sig auðvitað úr vistinni og flytja til sjávarins, ef þeir halda að þeir hafi betra upp úr því. Nú mun það oftast vera þannig, að þeir, sem eru beztu vinnumennirnir í sveitunum, eru einnig beztu fiskimenn- irnir, og þar sem svo munurinn á kaup- gjaldi duglega og liðlétta vinnumanns ins er tiltölulega lftill í sveitunum, en í flestum tilfellum miklu meiri á þil skipunum, er það auðskilið, að með þessu móti dregst megnið af bezta vinnukraftinura úr sveitunum til sjáv- arins. Að endingu vil eg minna á, að sveita- lífið og skútulífið er svo gagnólfkt, að lítt hugsanlegt er, að sömu mennirnir geti stundað hvorttveggja svo vel sé. Eg vona að flestir séu mér samdóma um, að hér er um afarþýðingarmikið mál að ræða, sem er þess vert, að það sé tekið til rækilegrar íhugunar. Guðjón Guðmundsson. Sigling. »Nanna< (159,30 Baagöe) kom frá Dysart li. f. m. með kol til Thom- sens magasfns; 24. s. m. »Progress« (734. A. Iversen) frá Dysart með kol til W. 0. Breiðfjörðs. 25. s. m. gnfnskip »Welhaven« (415,24 HansenJ frá (Iranton með kol til Brydesverzlunar. 26. s. m. gufuskip »Saga« (260 Amundson) frá Leith með ýmsar vör- ur til verzl. Edinborg, og 4. þ. m. gufusk. »Hillevaag« (167. Gr. Holgersen) frá Blyght með kol til Thomsens magasins. PóstsUipið Laura lagði á stað héð- an vestur um land og norður 29. f. mán. með fjöida farþega; voru meðal þeirra: sýslu- maður Lárus H. Bjarnason og systkini hans Ingihjörg og Þorleifur kennari, próf. Sig- urður Jensson, alþm. Jóhannes Ólafsson, bæjarfógeti Hannes Hafstein og frú hans, Guðjón alþm. Guðlaugsson, sira Bjarni Þor- steinsson, próf. Árni Jónsson, hæjarfógeti Jóhannes Jóhannesson, Tr. Gunnarsson bankastjóri o. fl. Hólar fóru héðan í gær morgun og með þeim nokkuð af farþegum, þar á meðal þorgr. læknir og alþm. Þórðarson, Olafur læknir og alþm. Thorlacius og frú hans, Guttormur aiþm. Yigfússon, sira Einar alþm. Þórðarson o. fl. Vendsyssel, aukaskip Sameinaða gufu- skipafélagsins, kom hér i fyrra kvöld. Hafði lagt á stað frá Khöfn 21. f. m. Farþegar engir. Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, var orðinn það hress, er siðast fréttist, að hann var farinn að fara fram úr rúminu (19. ág.) og yfir á sófa, 1—2 tima á dag. Gat þó ekki staðið einsamall í fæturna. Ekki vonlaust nm að hann komist hsim með Lauru 8. október. Hey brann fyrir skömmu hjá Einari bónda Guðmundssyni í Rifshalakoti i Holtum í Rangárvallasýslu; voru það um 700 hestar, í hlöðu, er stóð nálægt hænum, og hafði nærri legið, að i honum kviknaði. Það þykir vorkunn, þótt djarft sé hirt hey i óþurkatið; en eins og viðrað hefir í sumar hér á Suðurlandi má það veita frá- munalegt kæruleysi og vanþakklæti, aðhirða svo illa þurt hey, að slys hljótist af. í niðurjöfnunarnefnd var kosinn einn maður hér í höfuðstaðnum, til 5 ára, siðastl. laugardag, í stað Kristjáns kaupm. Þorgrimsíonar, sem kominn er í bæjarstjórn- ina. — Ekki var áhuginn á þessari kosn- ingu meiri en svo, að einir 52 kjósendur mættu á kjörfundi af 884, er á kjörskrá stóðu. Af þessnm 52 greiddu atkvæðum lentu 34 á skósmið Matthiasi Á. Matthiesen. — Úr þessu býr Þjóðólfur svo til glæaileg- an flokkssigur. Lengi ætlar hann að hlása að þeim kolum. SíðdeKÍsguðsþjóuusta á morgun i dómkirkjunni kl. 5. (J. H.) Veðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson 1903 W <TÞ í>- <1 CD OX P œ pr 3 <3 C3 pr £ ágúst sept 3 3 ■p err- c+ *-í cr 8 ox 5 e 3'| po 00 •-1 Ld 29.8 751,7 6,9 NW i 10 5,9 2 754,5 8,0 NW i 5 9 754,8 5,8 WNW i 3 Sd.30.8 755,5 4,3 NE i 4 -0,1 2 755,4 11,7 NE i 4 9 754,1 8,2 ESE i 8 Md31.8 753,6 8,1 E i 7 0,3 3,7 2 755,6 13,6 S 2 4 9 755,9 9,5 88E 1 8 Þd 1.8 756,1 9,4 E 1 8 0,2 7,6 2 757,2 12,6 SSE 2 7 9 757,3 7,0 E 1 3 Md 2.8 757,2 6,0 E 1 4 ubet. 2,3 2 757,7 10,5 NNE 1 6 9 756,1 7,8 0 2 Fd 3.8 753,6 5,2 0 2 1 2 10,7 9 753,2 7,5 E 1 5 Fd 4.8 753,4 5,8 E 1 8 ubet. 1,2 2 753,2 8,6 NE 1 10 9 752,1 7,5 E 1 Hér með tilkynnist vandamönnum og vinnm, fjær og nær, að minn hjartkæri eiginmaður Jónas Helgason, org- anleikari og söngkennari, andaðist snögglega ur hjartaslagi nóttina milli l. og 2. þ. m., hálfri klukkustund eftir miðnætti. Jarðarför hans fer fram hinn 12. þ. m. , og byrjar í húsi hans nr. 3 á Lauga- vegi kl. II1/, f. hádegi. Reykjavík, 4. september. 1903. Margrét Arnadóttir. 3. þ. m. andaðist min hjartkæra eig- inkona Alfxfa Halldórsdóttir, eft- ir 12 vikna þunga legu. Þetta tilkynn- ist hér með fjarverandi ættingjum henn- ar og vinum. Hafnarfirði þ. 4. september 1903. Böðvar Jónsson. Yfir ÍOO ára gömul ágæt gróðramold fæst hjá Breið- fjörð, ef hún er tekin strax. Fæði og húsnæði geta nokkrir piltar fengið í Vesturgötu 37. Hentugt fyrir sjómannaskólanemendur. Hegningarhúsið kaupir tog á 25 a. pd., ekki minna en 10 pd. S. Jónsson. Guðm. í EJliðakoti vill selja vanan og góðan vagnhest nú þegar._____________ Tvö góð herbergi ásamt eldhúsi til leigu á bezta stað i miðjurn bænum. Rit- stjóri vísar á. Reiðhesta. áburðar- hesta og afsláttarhesta. selur undirskrifaður frá 17.—23. þ. mán. í Vesturgötu 10. Magnús Vigfússon. Öllum þeim Reykvikingum, sem i minum erfiðu kringumstæðumj veittu mér hjálp, votta eg hér með mitt og fjarverandi manns mins innilegasta þakklæti. Bræðrahorgarstig 27. ágúst 1903. Anna EiriUson. Drengur óskast til smávika. Hátt kaup. 2 herbergi, eða jainvel 3, meðeldhúsi til leigu í Bankastræti 7. © Vagnhjól © stór og smá eru nú aftur komin. f>eir, sem þurfa að kaupa sér vagn- hjól, gefi sig fram sem fyrst, því mest af þeim er pantað fyrir fram. Th. Thorsteinsson. Barnaguðsþjónustur byrja aftur á morgun í húsi K. F. U. M. og verða framvegis á hverjum sunnudegi kl. 9s/4 árdegis. Oll börn eldi en 8 ára eru velkomin. Barnaskólinn i Landakoti byrjar aftur á þriðjudaginn hinn 15. sept. næstk. |>eir, sem vilja láta börn sín í skólann, gefi sig fram sem fyrst. Af sérstökum ástæðum verður engin guðsþjónusta haldin í Fríkirkj- unni á morgun. Nýa testamentið. Ný útgáfa, tneð myndum eða mynda- laus, prentað í London, fæst í bók- verzlun ísafoldar, ogkosta 1 kr.—3 kr.; í mjög vönduðu skrautbandi 5 kr. Einkar hentug unglingagjöf

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.