Ísafold - 24.10.1903, Blaðsíða 3
259
að segja kosti og lesti á búskaparhátt-
um bseuda, hvar sem er og hverir
8em í hlut eiga, því fyrsta skilyrðið
fyrir að bætt sé úr því, sem aflaga fer,
er að menn viti um það. þannig er
ómögulegt að gera sér neina von um
að Landeyingar bæti hrossarækt sína,
á meðan að þeir standa í þeirri fölsku
trú, að henni sé í engu ábótavant.
Rvik 19. okt. 190.'.
Guðjón Guðmundsson.
Bökasafn Alþýðulestrarfél.
Reykjavíkur
ættu sem flestir að færa sér í nyt með
því að ganga í félagið.
það hefir talsvert af bókum til fróð-
leiks og skemtunar, um 800 bindi, þar
á meðal mikið af sagnfræði: íslend-
ingasögum, Fornaldarsögum Norður-
landa, Noregskonungasögum, skáldsög-
um dagblaðanna og margt fleira af
því tagi. t>að hefir Bókmentafél. bæk-
ur, þjóðvinafél. bækur, kvæðabækur,
leikrit og ýmsar merkilegar fræðibæk-
ur. Líka hefir safnið taisvert af mjög
fróðlegum erlendum bókum, flestum á
dönsku máli, xrómana o. fl. Bóka-
skráin er til sýnis á lestrarstofu safns-
ins við Laufásveg 6, sem er opin á
öllum virkum dögum kl. 6—9 e. h.
Félagsmönnum er heimilt að sitja við
bóklestur á lestrarstofunui, svo og að
fá bækur léðar heim til sín ákveðinn
tíma.
Áríðandi er, að félagsmönnum fjölgi
að miklum mun frá því sem er, bæði
til þess að félagið geti borið sig sjálft
og til þess að geta keypt gagnlegar
og skemtandi, bækur og yfir höfuð til
þess að félagið geti náð þeim vexti og
viðgangi, að verða bæði mentandi og
skemtandi bókafélag fyrir Reykvíkinga.
Vinnulýðnum, sem vinnur að jafn-
aði frá morgni til kvelds dag eftir dag,
væri sannarlega mjög hentugt og af-
farasælt að fá bækur léðar heim til
sín, til að skemta sér við þær stund-
irnar, sem menn hafa sér til hvíldar á
kvöldvökunni. það væri lika ánægju-
legt og góðs viti, að hin yngri kyn-
slóð bæjarins vildi vera með að leggja
alvarlega stund á að notfæra sér bóka-
safn félagsins.
Bókavörður gefur þeim, sem vilja
ganga í félagið, allar nauðsynlegarupp-
lýsingar um félagið.
Kvík 20. okt. 1905.
Sighv. Áenason
bókav. félagsins.
Fyrsti vetrardagur
er í dag. Sumarið er á enda, þetta
sumar, sem að líkindum verður mjög
minnisstætt flestum núlifandi mönn-
um hér á laudi, og þó a ýmsan hátt.
Minnisstæðast ætti sumarið að verða
oss Sunnlendingum, því að meiri ár-
gæsku muna varla elztu menn, og svo
mikið mun óhætt að fullyrða, að nýt-
ing heyskapar hafi örsjaldan eða ef til
vill aldrei verið betri. Kemur þetta
sér vel, eins og fólksek’.an er orðin til
sveita, enda sagði oss það greindur og
góður bóndi úr Árnessýslu, að hann
hefði heyað að muu meira í ár en í
fyrra, og hefði þó þremur færra geng-
ið að slætti.
Minnisstætt mun og þetta sumar
verða á Norður- og Austurlandi, en á
alt annan veg en hér sunnanlands.
því eins og tíðin hefir verið hagstæð
hér syðra frá byrjun tÚDasláttar og
fram á haust, eins hefir hún verið
erfið og andstæð fyrir austan og norð-
an og það svo, að sumstaðar muna
varla elztu meDn óhagstæðara tíðarfar
um sláttinn; sífeldir óþurkar og úr-
komur. Mun þó hafa kveðið einna
mest að þessu í Norðurmúlasýslu og
fiugeyjarsýslu. Gekk þar víðast mjög
erfitt með heyskap, töður hröktust og
hey skemdust.
þá þótti og fremur óþurkasamt í
Eyjafjarðarsýslu, einkum utarlega með
Eyjafirði, í Svarfaðardal, Ólafsfirði og
Siglufirði. Nokkru skárri mun tíðin
hafa verið í Skagafjarðar- og Húna-
vatnssýslum, og þó hvergi nærri góð.
En alveg afleit var hún í Strandasýslu,
einkutn vestanverðri, og það alt sum-
arið, fram yfir göngur. Kvað svo ramt
að þessu, að á einum bæ í Árnessókn
var engin tugga komin í garð 20. sept.
Mjög mikið af heyi var þar þá enn
óhirt, ýmist i sæti eða flatt, og það
lítið, sem inn var komið, var meira
og minna skemt. Er því eigi annað
fyrirsjáanlegt, en að almenningur í
þessum bluta Strandasýslu megi farga
skepnum að miklum mun á þessu
hausti.
í Norðurísafjarðarsýslunni var tíð
fremur stirð í sumar, úrkomusamt og
fremur kalt. Talsvert betra í vestur-
sýslunni og eftir það því betra, sem
sunnar kom.
Glftingar í Bvík.
7. okt. Símon Daníel Gíslason tréi
smiður Brbst. 6 og frk. Júlíana Guð-
rún Brynjólfsdóttir.
17. okt. Steinn Sigurðsson klæðskeri
Laugaveg 25 og frk. Kristín Hólmfríð-
ur Friðriksdóttir.
17. okt. Karl Ole Nikulásson kand.
philos. og frk. Valgerður Ólafadóttir
(Johnsen frá Hafnarf.).
23. okt. Helgi Björnsson skipstjóri
Vg. 33 og frk. Guðríður Hannesdóttir
(pósts).
Síðdegismessa
í dómkirkjunDÍ á morgun kl. 5 (J. H.).
Hjálp nauðsynleg.
Vér leiðum athygli almennings að
auglýsingu hér síðar í blaðinu, um sam-
skot til þeirra manna, er urðu fyrir
meira eða minna eignatjóni við brun-
ann á Hvanneyri, þar sem sumir mistu
aleigu sína. það er fallega gert og
gustukaverk að rétta þessu fólki hjálp-
arhönd, sem sumt stendur allslaust
uppi eftir þetta voðaslys.
Hannes bæjarfógeti Hafstein
er hér á ferð. Hann kom að vest-
an með Lauru og ætlar að sögn að
bregða sér til Kaupmannahafnar, í sín-
um erindum, sem varla er í frásögur
færandi, eins alment og það er orðið,
nú á dögura, að skreppa út yfir poll-
inn.
Hitt er torskildara, hvers vegna
þes3u átti að halda leyndu. það þurfti
nú heldur ekki annað hérna í henni
Reykjavík.
V eðursithuganir
í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1903 okt. Loftvog millim. Hiti (C.) í»- c*f c+ c CD OX P cr æ c* w P*r 3 & CfQ Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld 17.8 765,3 2,8 NE 1 7 -2,0
2 764,5 5,9 E 1 7
9 761,5 5,0 E 1 10
Sd.18.8 754,1 E 2 10 2,0
2 750,4 5,8 ENE 2 10
9 749,3 7,2 ENE 2 10
Mdl9.8 751,1 6,5 NE 2 10 5,0
2 752,4 6,0 N 3 8
9 753,3 4,7 N 2 10
bd.20.8 750,8 3,8 N 2 5 1,5 2,0
2 750,5 5,6 N 2 8
9 748,5 4,6 N i 4
Md21.8 746,9 3,8 0 5 1,0
2 750,3 6,8 N 1 6
9 752,2 4,7 NW 1 3
Fd22.8 754,6 1,4 s 1 10 1,0
2 755,9 3,6 NE 2 8
9 757,9 1,4 N i 3
Fd23.8 757,9 -0,2 b i 2 -3,0
2 759,7 1,2 NNW 2 2
9 758,6 -2,1 NE 1 2
Ceres
lagðist við bæjarbryggjuna á Akur-
eyri á leið sinni hingað í síðustu ferð.
Hvenær mundi höfuðstaðurinu fá
svo myndarlega bæjarbryggju að gufu-
skip geti lent við hana.
Fórn Abrahams.
(Frh )
Maður féll.
Heima í landinu fyrir handan hafið
liggur kona einmana á kuébeð í kirkju.
Hún biðst fyrir brennandi, heitt og
látlaust. Varirnar titra af trega. Hún
nýr saman höndunum viti sínu fjær
af hræðslu og kvíða. Hún nefnir guðs
nafn, en oftar þó nafnið hans, sem er
dauðlegur maður. Og þegar hún er
þreytt af grátinum og hugurinn orðinn
hugsanasljór, gengur hún skörulega
út á meðal annara manna. Óþol-
andi hugarangist kremur hjarta henn-
ar, og samt ber hún höfuðið hátt.
Hún veit naumast hvers vegna, en
eðiishvötin hvíslar því að henni, að
þetta sé af henni heimtað. Og menn-
irnir segja hverir við aðra :
Maðurinn hennar er í striðinu og
berst nú fyrir föðurland sitt; hún sit-
ur heima einsömul með litlu dætrun-
um sínum tveimur; hugprúð kona er
hún.
Og þeir taka ofan fyrir henni og
láta í ljósi virðingu sína fyrir grím-
unni, sem hún hefir brugðið yfir and-
lit sitt; þeir dást að látbragði henn-
ar, en um sálarstríð hennar vilja þeir
ekkert vita.
Og hún grætur og biður — í leyni.
Maður féll.
Gamalmenni situr kveld hvert á
herbergi sínu. Dag eftir dag og mán-
uð eftir mánuð situr hann þannig í
eyrðarlausri, kvíðablandinni eftirvænt-
ing. Kristinn er hann að nafninu til,
eins og flestir aðrir. Á ári hverju
gefur hann stórfé til hjálpar bágstödd-
um; hann er fémildur af því það afl-
ar honum álits og styður að ýmsu
leyti stöðu hans meðal meðborgaranna.
Dýrmætustu eign sína, einkasoninn
sinn, gaf hann, þegar þjóðræknin kom
að honum. Ungi maðurinn lagði á
stað sem sjálfboðaliði, og hjá gamla
manmnum voru miklar vistabirgðir
keyptar handa hernum. Hann hafði
fyrirfram reiknað út ábatann og glaðst
yfir fjárhæðinni miklu, en nú iðrar
haun þess alls og situr hnugginn á
kvöldin. Skyldi þá sonur hans falla,
eða koma heim örkumlaður og ófær
til allra starfa?
Hann veit það ekki, og angistar-
hrollur, sem orðum verður ekki að
komið, nístir hjarta hans. Hann eng-
ist sundur og saman af hugarkvöl,
hann sér ofsjónir, hárin rísa á höfði
hans, er hið æsta ímyndunarafl bregð-
ur upp blóðugum myndum.
Lftið á, segir hann, þarna féll mað
ur fyrir kúlu úr liði óvinanna. þ>að
er aumingja, blessaður drengurinn minn.
Hann er ekki dauður enn þá, að eins
særður, þarna liggur hann og bíður
þess að hjúkrunarmennirnir komi auga
á hann og hætti sér út í kúlnahríðina
til þess að drasla honum aflvana á
brott. Eins og glóandí járn svíður
þorstinn kverkar hans; blóð hans —
mitt blóð'. hrópar hinn gamli kaup-
maður, streymir niður í erlendan
saud. Dreugurinn minn kvelst eins
og hann væri í vítiseldi, hann kallar
nafn móður sinnar, hann fórnar veik-
burða höndum til himinsÍDS, er dauf-
heyrist við bænum hans.........og
hvað svo?
Kuldahrollur smýgur gegn um merg
og bein öldungsins.
•Veslings drengurinn minn hefir ó-
ráð, hann eys úr sér formælingum.
Enginn kemur auga á hann; rödd
hans er veikari en svo, að hún heyr-
ist. Nú eru líka bæði vinir og óvinir
horfnir af vígvellinum, og hann liggur
þarna aleinn eins og líflaus þústa.
Hann fær ekki lifað lengur, og þó er
hann ekki dauður, heldur þjáist, kvelst
óumræðilega, óskiljanlega, stjórnlaust
af þorsta, hungri, sára3Ótt. óstyrk og:
aðstoðarleysi ....
Kaldur svitinn fer um óldunginn og
hann slær höndum saman, er hann
sér son sinn liggja þarna einan og
gleymdan. Drengurinn er nær dauða
en lífi; lífsvonin er horfin og með blá-
fölum vörum stamar hann meiningar-
laus orð um líkn; grátfeginn þráir hann
dauðann, frelsarann, sem ekki hefir
tíma til að líkna þessnm aðframkomna
aumingja — hann hefir svo mikið að
sýsla annarstaðar. Óldungurinn hvess-
ir augun í skelfingu . . . sonur hans
hefir þegar legið þarna í tvo sólar-
hringa. Hann er ekki dauður eun,
og er þó nær dauða en lífi. f>að úir
og grúir af hræmaurum í sárunum,
sem hann með titrandi fingrum hefir
ýft upp að nýju til þess að sefa
þjáningarnar með nýjum sársauka.
Sterki, íturvaxni drengurinn hans er
orðinn að undarlegri þústu, sem ekki
er UDt að sjá hvað er ... . Hin
þvalkalda, þungbúna nótt, sem aldrei
ætlaði enda að taka, er liðin, og sól-
iu rennur upp .... það er þriðji
sólarhringurinn . . . hann er ekki
dauður enn; ekki enn; og alt umhverf-
is er engin lifandi vera nema hræ-
gammur einn, úfinn og illúðlegur, er
bíður þolinmóður unz síðustu dauða-
tegjunum er lokið.
Skalli gamla mannsins er þvalur af
köldum svita. Hræringarlaus af skelf-
ingu og með titrandi vörum stynur
hann upp fyrstu bæninni sem hann
hefir beðið síðan hann var barn:
Drottinn Jesús á himnum, eg bið
ekki um mikið, en lofaðu honum að
deyja . . . deyja . . . deyja !
Næsta morgun setur hann svo upp
grímuna, sem hann verður að hafa, er
hann sýnir sig mönnunum; og þegar
viðskiftavinirnir hafa tekið í hina
köldu og mögru hönd hans, segja þeir
hver við annan:
Ágætismaður er hann. Betur að
landið ætti marga hans jafningja, því
hann er sönn fyrirmynd.
Dugleg og þrifin stúlka óskast i vetrar-
vist frá 1. nóv. á lítið heimili. Ritstj. vísar á.
VOTTORÐ.
Fg hefi í mörg ár þjáðst af tauga-
veiklun, svefnleysi og lystarleysi. Hefi
eg upp á síðkastið leitað margra lækna
en árangurslaust. Fór eg þá að reyna
Kína-lífs-elixír hr. Wald. Petersens
og fór mér þegar að batna til muna,
er eg hafði tekið inn úr 2 flöskum.
Vona eg að eg verði albata ef eg held
áfram að taka inn elíxírinn.
Rvík. 'Smiðjustíg 7. júní 1903.
Guðný Aaradóttir.
Eg þekki konu þessa persónulega
og get vottað að hún skýrir rétt frá.
Hún er nú á góðum batavegi ef sam-
anborið er við heilsu hennar, er hún
byrjaði að taka inn Kína lífs-elixírinn.
Reykjavík 15. júní 1903.
Lárus Pálsson.
Homöopath.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend-
ur beðnir að líta vel eftir því, að
standi á flöskunni í grænu lakki, og
eins eftir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi og firmanafnið Waldemar Pet-
ersen, Frederikshavn, Danmark.