Ísafold - 31.10.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.10.1903, Blaðsíða 1
Kemnr nt ýmist einn sinni eða tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1*/» doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXX. árg. Reykjavík laugardaginn 31. október 1903 66. blað. JtuáÁidi Jfta/upaAMh 1. 0. 0. F. 852398VS. "" Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á •bverjum mán. kl. 11—1 í spltalannm. Forngripasafn opið md., mvd. og Id. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- tn á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fnndir á hverju föstudags- og snnnndagskveldi kl. 8'/2 síðd. Landakotskirkja. Q-nðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgnm degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjnkravitj- endnr kl. 10*/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag fel 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafti opið hvern virkan dag ,U, 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ndttúrugripasafn, í Yestnrgötu 10, opið A sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1. py* Næsta blað á mið- Yikudaginn 4. nóv. Brlend tíðindi. Khöfn 15. okt. 1903. |>etta haust hefir, það sem af er, -verið rosasamt fram úr öllu lagi hér um álfuna norðanverða cg í Norður Ameríku. Einkum er minnisstæður stormur sá og stórrigning, er hór gekk ð. og 10. þ. mán. f>á rigndi 33 stundir samfleytt í Norur-Ameríku og fullar 30 stundir á Englandi og Skot- landi. f>eim ósköpum fylgdi mesta stórviðri og varð af mikið tjón, bæði á sjó og landi. Ár uxu svo, að þær brutu af sér brýr og flóðu yfir fjölbygðar borgir. Voru eÍDkum brögð aó því í New- Jersey í Bandaríkjunum og á Englandi faorðanverðu. Mikið gengur á fyrir Chamberlain, fyrrum nýlenduráðherra á Englandi, uð flytja verndartollafagnaðarboðskap sinn, er valda myndi stórkoBtlegri byltingu í verzlunar- og viðskiftalffi heimsins, ef fram næði að ganga. Hann hóf þann leiðangur sinn á mjög snjallri fundarræðu í Glasgow 6. þ. mán., og er það til marks um, að ekki skortir hann hug, með því að sú borg er og hefir lengi verið eitthvert mesta verzlunarfrelsiskastalavirki í heimi. Var ákaflega mikill rómur gerður að máli hans, einkum er hann taldi fram rök fyrir því, að utanríkis- viðskiftamenn Breta mundu bera mesta skakkafallið af tollunum. |>að er eitt í verndartollanýmæli hans, að leggja aðflutningsgjald ákjöt og smjör, er nemi 5% af verði þess. f>að gerir Dani ákaflega smeika um smjörið sitt og komið gæti það einn- ig við oss íslendinga. Mjög eru þeir á sama máli orðnir Balfour yfirráð- herra og Chamberlain og hefir einn með nafnkendustu ráðherrunum stygst svo við Balfour fyrir það, að hann hefir sagt sig úr ráðuneytinu og Bal- four látið hann sæta þungum átölum fyrir. f>að er hertoginn af Devonshire. Ymsir vitrir menn og stórum máls- metandi hafa andæft Chamberlain fastlega og hlífðarlaust, þar á meðal Rosebery lávarður. Hann hefir sagt svo f fundarræðu í Sheffield þessa dag- ana, að tollmálastefna Chamberlains mundi koma Englandi f fjandskap við allan heim; læknisráð hans væru verri en veikin, sem hann ætlaði sér að lækna og mundi fara með verzlun landsins við önnur ríki og kæmi ekki annað f aðra hönd, en mjög Htilshátt- ar viðskiftaauki við nýlendurnar. Oðr- um hefir talist svo til, að ef hið fyr- irhugaða aðflutningsgjald Chamberlains af korni, keti og mjólkurafurðum yrði að lögum, þá myndu Englendingar verða að greiða nær 300 miljónum kr. meira, en nú gera þeir, en ríkissjóður Breta ekki hafa upp úr þvf meira en sem svarar 100 miljónum. Hinn 8. þ. mán. áttu Rússar að taka til að hafa lið sitt og stjórnar- völd burt úr Mantschuríu, en hafa ekki sýnt af sér nokkurt hið minsta ferðasnið að svo stöddu, heldur búa nú landher sinn og skipalið þar eystra af mesta kappi. þetta mun að vísu fáum hafa komið á óvart og þykir auðsætt, að þeir skáki í því hróks- valdi, að andstæðingar þeirra, stórveld- in sum og Bandarfkin í Norður Amer- fku m. m. hlífist við, er til kastanna kemur, að láta vopnasennu koma f stað orðasennu. f>ó er mælt, að Japanar muni verða það áræðnari, að þeir hefj- ist handa gegn þessum yfirgangi Rússa, að minsta kosti ef þeir ekki fá f sinn hlut skák af Kóreuskaga, sem þeim hefir lengi leikið hugur á; en þess varna Rússar. f>eir kváðu búa sitt lið af engu minna kappi en Rússar, og segja sumir, að Kínverjar muni slæðast með móti Rússum eftir leyni- legu bandalagi þeirra í milli. f>að þykja tíðindi, að Rússakeisari hefir hætt við kynnisför sfna suður í Róm í þessum mánuði og er því um kent, hve illa lét í blöðum sósíalista og annara óeirumanna þar syðra við því ferðalagi. Snemma í þessum mánuði, 7., sat keisari og drotning hans brúðkaup Andrésar Georgssonar Grikkjakonungs f Darmstadt. Hann gekk að eiga Alice prinsessu af Battenberg. f>ar var og saman kominn mikill fjöldi konungmenna af öðrum löndum, þar á meðal héðan frá Danmörku. Brúð- argjöf Rússakeisara var 1 miljón rúbla, eða hátt upp í 2 miljónir króna. Af Balkanskaga er enga verulega nýlundu að segja. Róstum og hryðju- verkum heldur áfram. f>eir þykjast vera að áminua soldán, Rússakeisari og Austurríkis um að efna heit sfn um réttarbætur tilhanda Makedónum, og kalla það vera að stilla til friðar. En flestum finst slfkt vera hlægilegur hégómi eða þó heldur grátlegur, er þeir horfa auðum höndum á Tyrki saxa fólkið niður þúsundum saman, karla og konur. Nýlegar fréttir segja svo, að nokkurt hlé muni verða á vopnaviðskiftum vetrarlangt. En Iftt mun þvf treystandi. Mælt er að Frakkar og Bretar hafi gert með sér gerðarsamning: um að leggja að minsta kosti minni háttar misklíðir sín á milli undir gerðardóm. Vietor Emanúel Ítalíukonungur er að búa sig heiman að f áður fyrirhug- aða kynnisför sína til Parfsar. Páfinn nýi, Píus X., héfir ritað 3. þ. m. sitt fyrsta almenna hirðisbréf. f>ar er fyrst lof um fyrirrennara bans Leo XIII., og þvf næst brýnt fyrir öllum lýð, hve nauðsyulegt sé að endurreisa rfki Krists i hjörtum mannanna. Talað um ítrekuð banatilræði við Roosevelt Bandaríkjaforseta, en flugu- mennirnir sagðir vitskertir. Einn var handsamaður n/Iega í forsetahöllinni áður en hann náði fundi forseta. Hann nefndist Elliot, en það vitnaðist síðar, að hann er Svíi og heitir Olson. Ríkisþmgið danska var sett 5. þ.m Vinstri manna ráðaneytið getur hrós- að sér af því, að fjárhagur rfkisins hefir stórum lagast síðan það tók við. Mörg ár samfleytt áður vantaði að meðaltali 8—9 miljónir á að tekjur hrykkju fyrir gjöldunum. Nú er sá halli komÍDn niður í ekkí fullar 2 miljónir. Eitt nýmælið á þessu þingi er stjórn- arfrumvarp um að endurreisa Krist- jánshöll, er brann 1884. f>að á að kosta 6 miljónir. En ekki á hæsti- réttur að hafa þar húsnæði eftirleiðis, heldur ríkisþingið, og konungur fram- hliðina til risnu. Hinn 30. f. m. var vígður gufu- ferjuútbúnaður sá, er verið hefir í 8míðum nokkur ár undanfarin milli Gedserodde á Falstn og Warne- miinde á þýzkalandi. Ferjurnar eru fjórar, tvær danskar og tvær þýzkar. Sjóleiðin, sem þær fara, er 42 rastir | eða 5—6 mílur. f>ær taka járnbraut- arlestirí heilu lagi og skila þeim yfir- um. Má nú aka í sama járnbrautar- vagni óslitna leið norðan af Háloga- landi yfir suodin dönsku og suður í Miklagarð ef vill. Ferjuútbúnaður þessi allur hefir kostað margar milj. Dönsku ferjurn'sr heita prinz Christian og prinsessa Alexandrine, en þær þýzku í höfuðið á bróður hennar Mechlenborgarstórhertoganum og hans konu. f>eir hittust og þágu veizlur hvor af öörum, Kristján konungurlX. og Mechlenborgarhertoginn, og með þeim margt hið mesta stórmenm úr beggja rfkjum. Lanra fór héðan 24. þ. m., áleiðis til Khafn* ar. Me5 henni fóru til Khafnar bæjar- fógeti Hannes Hafstein og frk. Stein- unn Thorsteinsson (Steingrd.); en til Ameríku frk. Elín Siguröardóttir, er þaðan kom í vor, bróðir hennar Krist- ján Sigursson stud. med., Jósafat Jón- asson ættfræðingur, Ásmundur Ásmunds- son (skipasmiður) frá Sólheimum hér f bænum, og nokkrir fleiri. Jón Jönsson: íslenzt þjoðerni. Gizur Einarsson og Jén Arason biskupar. Oþarfi er það víst, að fara að skrifa ritdóm um þessa bók til þess að mæla með henni, því að í fyrsta lagi mælir bókin bezt með sér sjálf og í annan stað hefir þegar allmikið hrós verið um hana ritað f mörgum af blöðun- um okkar. Seinast hefir sfra Matthías ritað um hana í f>jóðólfi eintómt lof, sem honum er lagið í ritdómum, því að annaðhvort er þvf svo farið, að þjöðskáldið okkar hrósar öllu, sem haun »gagnrýnir« — ellegar hann rit- dæmir ekki annað en það, sem hann ætlar sér að hrósa, og er það senni- legra. Varla skil eg þó, að höf. verði mjög hrifinn af þeim dómi skáldsins, að hann hafi ritað bók sfna »sem for- mála og um leið sem eftirmála bókar Guðm. Finnbogasonar*. Eins og það er hvimleitt öllum, sem skyn bera á, að heyra og sjá borið lof á lítt nýtar bækur, eins er það geðþekt og sjálfsagt, að góðar bækur fái maklegt hrós. Fyrirlestrarnir »ís- lenzkt þjóðerni* eiga skilið að fá hrós — að flestu leyti. f>eir eru víðast hvar samdir af list og mikilli þekk- ingu, en ekki virðist laust við sum- staðar, að tilfinningar höf. fari nokk- uð langt með hann og hafi ekki sem heppilegust áhrif á dóma hans. f>etta getur þó verið álitamál. Málið á bókinni er yfirleitt gott og viðfeldið, og þess er varla vert að geta, að höf. skjátlast á réttritun ein- stöku orða. Svo virðist stundum sem höf. sé óþarflega n.argmáll og segi jafnvel sömu hugmyndirnar upp aftur; en séu þær bæði fagrar og þarfar, eins og víða í þessari bók, þá má segjast, að góð vísa sé ekki of oft kveðin. Ollu má þó ofgera. Ekki er heldur laust við, að bryddi á ósamkvæmni f hugsana- sambandinu á stöku stað, svo sem er haun segir, að sundrungin, okkar þjóð- arfylgja, sem aldrei hafi við okk- ur skilið, fylgi okkur e n n í d a g og sjáist engin ellimörkáhenni enn þá, — en kemst þó svo að orði, að Jón Sigurð8son hafi loks kveð- i ð þessa ólánsfylgju n i ð u r á f>jóð- fundinum 1851. f>að getur ekki sam- rýmst að gerasér hugmynd um »fylgju*, sem 8é niður kveðin, en fylgi manni þó, án þess að vera farin að líta upp á land(!) Varhugaverð eru og þessi orð höf.: »f>að er alþekt lögmál í sögunni, að þegar tvær þjóðir blanda blóði saman, þá táknar það æ t í ð uppgangsöld fyrir afkvæmið*. Óhætt er að fullyrða, að þvf sé ekki skilyrðislaust þannig farið. f>að er því að eins, að eitthvert táp sé að einbverju leyti hjá þessum ' þjóðum eða að minsta kosti hjá annari þeirra, annaðhvort andlegt eða líkamlegt, bezt að hvorttveggja sé til staðar og að þær séu sem fjar- skyldaBtar. f>á er von að út af þeim komi nýt kynslóð. En séu þjóð- irnar vesælar og vanmáttkar, spiltar og úr sér gengnar, þá má eiga það víst alla jafna, að afkvæmin verði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.