Ísafold - 31.10.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 31.10.1903, Blaðsíða 3
263 Átti þetta sér einkum stað með send- inguna með Lauru, þar sem m ö r g ílátin voru nær því gjarð- alaus, og smjörið hafði drepið í gegn, sem orsak- aði það, að ílátinurðu dökk að utan. Kaupandi fær við þetta ímugust á smjörinu og verður hræddur við að kaupa það. Pappírinn, sem brúk- aður er við smjörið, er engan veginn í sem beztu ásigkomulagi, þar eð græn mygla vill festast við hann. þegar kaupandi sér þetta, hyggur hann að 8mjörið hafi verið geymt of lengi, og fellir þetta því verðið á því vanalega um 5—10 a. á. pd. f>að er að sjálfsögðu ekki mjög auðvelt að fyrirbyggja þessa grænu myglu, en að voru áliti æ11i pappírinn að vera vel ▼ ættur í sterkum pækliáð ur enhann e r 1 á t i n n f t u n n u n a, því að, enda þótt þetta ekki reynist óyggjandi ráð, þá fyrirbyggir það lengur myglun, heldur ensépapp- írinn settur í tunnuna án þess að hann hafi verið bleyttur í pækli. í sumam tilfellum væri líka betra að salta ögn meira, en auðvitað má það ekki gerast um of. Litur smjörsins spillir einnig fyr- ir sölunni. I flestum tilfell- um vilja kaupendur ekki að smjörið sé hvítleitt, eins og átti sér stað með fyrstu sending- una frá B. B. og eina eða tvær aðr- ar. Við höfum skrifað hið framan- skráða, svo að þér getið tilkynt það hinum ýmsu smjörbúum. Eftir umræðum þeim að dæma, er við höfðum við kaupendur, þykjumst við þess fullvissir, að ísl. smjörið muni með tímanum komast í mjög gott á- lit á markaðinum, með því að búin öll framleiði smjör, sem er eins að gæðum, og framleiðslan vex að mun. það, hve lítið kemur af smjörinu, spill- ir ekki svo lítið fyrir sölunni. K a u p- andi vetður að geta fengið smjörið teglulega, og þar sem við höfðum ekki ávalt ísl. smjör á reið- um böndum handa þeim, þá verða þeir eðlilega að kaupa rússneskt smjör, og afleiðingin verður sú, að þegar næsta sending kemur, eru þeir svo vel birgir af smjöri, að þeir vilja ekki kaupa meir. Auðvitað er það ein- göngu tímaspursmál að þetta komist í lag, en við bendum bara á þessa örð- ugleika, svo að viðskiftavinir vorir fái að vita, við hvað við verðurn að berjast. það verður vel að gæta þess, að gjarðirnar séu vel festar á; sumar tunnurnar voru nær gjarðalausar orðn- ar þegar hingað kom, og urðum við að fá beykir til að gera við ílátin í flestöllum sendingunum. Að voru áliti má mikið fyrirbyggja þetta með því að festa gjarðirnar með tveim smánöglum, mundu gjarðirnar þá síð- ur falla af í meðferðinni. Við höfum nú komist í samband við nokkra góða smjörkaupendur, og von- umst því til, að það verði arðberandi fyrir smjörsölumennina. En eins og þér getið skilið, var töluvert örðugt að ná í okkar gömlu skiftavini, þar sem við gátum ekki útvegað þeim smjör í fyrra; en þar eð við höfum nú nálgast þá aftur, erum við þess fullvissir, að við framvegis munurn geta fengið hæsta verð, ef smjörið batnar. Við vonum að seljendur verði áoægðir með söluna, enda þótt við séum engan veginn ánægðir með verð- ið,- sem við fengum fyrir megnið af smjörinu með Lauru. Við vonum að fá smjörsendingu með næstu skips ferð og búumst við að smjörið hækki þegar líður að jólum. Við vonumst til að fá 80 a. fyrir það, sem bezt verður af næstu sendingu. Yfirgnngur botnvörpunga. Svo er sagt, að ekki sé netjum manna vært i Garðsjónum fyrir yfir- gangi og ránskap bottivörpunga. Sópa þeir burtu netjunum með fiski og öllu er þeim fylgir, svo ekkert sór eftir af, og netjatrossu með 7 netjum misti skip eitt hér á Sviðinu í fyrra dag. Um aflabrögð er ekki að tala með þessum aðförum botnvörpunga. Þeir hætta ekki fyr en aflalaust er orðið. Að eins 8 fiskar fengust hér á skip í gær; það má með öðrum orðum heita þur sjór, enda ezu þeir fáu, sem sjó stunduðu héðan, um það leyti að hætta. \oru þó allar likur til þess í haust, að hér mundi fiskast til muna; en það er ekki von að slíkt komi að notum, þegar botnvörpungar tugum saman sópa fiskimiðin fram og aftur, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Frést hefir og að botnvörpungar sóu um þessar mundir mjög nærgöngulir á Stokkseyri. Þeir koma þar upp undir á kvöldin, þegar fer að skyggja, svo grunt *em þeir þora, og fiska þar svo fram eftir kvöldinu í bezta næði. í sambandi við þetta skal það tekið fram, að Isafold óskar að fá sannar og áreiðanlegar fréttir af háttsemi botn- vörpunga hvar sem er hér við land, þar sem þeir fiska í landhelgi, spilla veiðarfærum manna eða brjóta landslög á annan hátt. Eini vegurinn til að fá aukna strand- gæzlu virðist vera sú, að láta einskis ógetið um yfirgang botnvörpunga. En áreiðanlegar þurfa slíkar skýrslur að vera og ættu að vera undirskrifaðar af 2—3 mönnum, sem hafa í hvert .skifti verið sjónarvottar að lagabrotunum. Á flækingi er maður nokkur austur í Árnessyslu. Kom hann um miðjan þennan mánuð norðan fjöll að Tungufelli í Ytrihrepp. Yar hann fremur fámálugur og vildi ekki láta uppi hvaðan hantt væri eða hvað hann héti. Komst hann svo aust- ur yfir Þjórsá og var yfirheyrður af s/slumatmi Rangæinga. Kvaðst hann þá heita Hafliði (Magnússon?) og vera norðan af Sauöárkrók. Mun syslumanni hafa þótt óráðlegt að láta mann þenna vera á t'lækingi um sýsluna og kom honum í gæzlu að Austvaðsholti, en þaðan hljóp hann burtu sama kvöldið og hann koiii þangað. Maðurinn er sagður um fertugt og fremur stiltur. Ekki er hann gefinn fyrir vittnu, því só nefnt við hann að taka handtak, er hann allur á burt. Ætia sumir að maðurintt sé sturlaður á geðsmunum, þótt lítið beri á, aðrir hyggja hann vera strokumann og enn aðrir flæking og let- ingja. ísafold, gufiiskip Brydes, skipstj. Jensen, hafn- aði sig hér í gærmorgun. Kom frá Englandi með salt og ýmsar vörur til Brydesverzlunar. Segir engar sérlegar nýungar. Leikfélag Reykjavíkur tekur til starfa um þessa helgi (sjá augl. hér í blaðinu) og byrjaráfler- mannaglettunum eftir P. Ho- strup og A p a n u m eftir L. Heiberg. Hafa báðir þeir leikar verið sýndir hór áður þó ekki af leikfél., þykja jafnan hin bezta skemtun, ef vel er með far- ið, sem enginn mun efast um, þar sem Leikfólagið á hlutinn að. Enn fremur er nú þegar ákveðið að leika í vetur þrjú leikrit, er aldrei hafa verið héráðurleikin: Lavend- e r eftir Arthur W. Pinero, J> r o t a - b ú i ð (fín Fallit) eftir Bjömson og Ambáttina (Die Sklavin) eftir Fulda, höf. að Hinni týndu paradfs, er Leikfélagið sýndi hér fyrir nokkru og þótti einkar tilkomumikill leikur.— Víxilfölsun. Ólafur nokkur Ólafsson, sjómaður hér í bænum og óreglumaður í meira lagi, varð fyrir nokkrum dögum upp- vfs að víxilfölsun. flafði hann ritað nöfn tveggja manna á 200 kr. víxil, er hann svo seldi landsbankanum og fekk borgaðan, með því að banka- stjórnin kannaðist við nöfn beggja mann- anna. Bithönd þeirra hefir hún auð- vitað ekki þekt.— Komst þetta upp skömmu síðar sama daginn og það gerðist, er bankastjórinn af hendingu rakst á annan manninn á förnum vegi og þótti ástæða til að spyrja hann um, hvort hann ætti nokkuð til þessi ólaf- ur, sem hann hefði verið að ganga í ábyrgð fyrir. En maðurinn brást, sem vonlegt var, ókunnlega við. Síddegisguðsþjénusta á morgan kl. 5 (B. H.). Mannalát. 15. september síðastl. andaðist á spít- alanum á Akureyri merkiskonan S o 1- veig Guðmundsdóttir, ekkja Ásgeirs lieitins Jónssonar hreppstjóra og póstafgreiðslumanns á Stað í Hrútafirði, en systir frú Sigríðar Eggerz. Lík Solveigar sál. var flutt vestur að Stað með strandferðarbátnum »Skálholti« og fór jarðarför hennar þar fram 1. október við mikið fjölmenni. Hinn 3. september andaðist að heim- ili sínu í Álftavatnsbygð í Ameríktt, eftir tiýafstaðinn barnsburð, konan K r i s t r ú n S i g v a 1 d a d ó 11 i r, fædd í Laufássókn hér á landi, kona Hávarð- ar Guðmundssonar. — Þetta tilkynnir ekkillinn viuum og vandamönnum. Fórn Abrahams. (Frh.) Gamli maðurínn brosir að þeim, er hann heyrir orð þeirra og hugsar til kveldsins áður. Maður féll. Dansleikur er haldinn og eiga allar tekjurnar, að frádregnum útgjöldum til húsaleigu, ljóss og umsvifa, að ganga til þeirra, er sjúkir verða og sár- ir í stríðinu; þar dansar ung stúlka. Að vísu var hún ófús á að fara á þenna dansleik, en gerði það samt, af því henni var gefið í skyn, að það gæti ef til vill misskilist, ef hún sæti heima, þar sem unnusti hennar var í stríðinu. Hún lætur eins og sér standi á sama, þykist vera glöð og ánægð og dansar af því heimurinn heimtar það öðrum til fyrirmyndar. Hún finnur grímuna fyrir andliti sér, en tekur þegar að venjast henni. Hún hlær dátt og verður upp með sér, er hún heyrir aðra segja: •Lítið á hana; svona eiga menn að bera sig. Og þegar þess er gætt, hve vænt hjónaefnunum þykir hvort um annað, þá er það aðdáanlegt að sjá hana svo káta«. þessi orð hressa huga hennar, hún hlær aptur og heldur áfram unz dans- inum er lokið. En þegar hún er komin heim til sin, grefur hún höfuðið niður í svæf- ilinn og grætur eins og hjartað ætli að springa. Er hann dauður, lifir hann enn, er hann sjúkur eða . . . nei. . . nei . . . jú * • . Hún vildi helzt ekkert hugsa, aðeins vona, en það getur hún ekki. En hún þorir ekki heldur að gráta lengur, svo að hún verði rauð og dauf til augn- anna og kinnin föl, því þá gæti hún ekki látið neinn mann sjá sig. Hún reynir því af fremsta megni að stöðva tárin og setja upp marklausa vana- brosið sitt. Veöurathuganir i Reykjavík, eftir aðjunkt Bj'órn Jensson. 1903 ir W < o ox e ÍO > 3 <3 -t ö okt. B 1 OQ p et- ET ö 0>( 3 M Ts 3 s| P ^ 03 3? Ld 24.8 757,1 -2,4 N 2 1 -5,0 2 759,6 0,3 N 2 2 9 758,3 -2,1 NE 1 2 Sd.25.8 757,7 -1,1 E 1 3 -5,0 2 759,2 0,5 NW 2 6 9 756,9 -0,7 NW 1 2 Md26.8 757,0 -1,3 0 1 -5,0 2 758,5 -0,3 N 1 1 9 758,7 -2,7 NB 1 2 Þd.27.8 757,4 -4,6 NE 1 1 -7,0 2 759,7 -0,4 E 1 2 9 759,9 -4,0 E 1 2 Md28.8 759,3 -5,2 0 1 -8,0 2 759,9 -5,5 E 1 5 9 758,7 4,4 0 2 Fd 29.8 754,5 -4,9 E 1 3 -8,0 2 753,5 0,5 E 1 5 9 752,2 -2,0 0 2 Fd 30.8 753,6 -0,1 0 2 -5,0 2 756,1 2,6 0 1 9 753,2 -0,4 0 2 Alþýðnfræðsla Stúdentafél. 10 fyrirlestra um líf og heilbrigði heldur Guðm. Björnsson í barnaskólanum á miðvikudögum og Iaugardögum kl. 8’/2—9*/2 e. h., í fyrsta sinni miðvikudag 4. nóvember. Aðgöngumiðar á 1 kr. fást hjá Sigf. Eymundssyni meðan rúm endist. Tapast hafa i Reykjavik 2 lötnb. blákkuð á bakið mark á öðru: blaðst. fr. biti ait. h., blaðstýft aft. biti fr. v,, á hinu; sýlt, lögg aft. h., blaðstýft aft. biti fr. v. Skilvis finnandi gjöri undirskrifuðum að- vart. Þórustöðum á Hvalfj.strönd 28. okt. 1903 Hjálmar Guðnason. Brúkuð frímerki. kaupir undirritaður. Sendið tilboð, með verði, til E. Punstinen. Stud. kem. Cöthen. Anh. Tyskland. Herbergi t i 1 1 e i g u, með eða án húsgagna. Pétur Hjaltesteð. Flntningur sá, sem var sendur með gufubátnum Reykjavík, til Víkur þann 24.ágúst þ, á., og hann ekki gat komið til skila, og var aftur sendur með s/s Hólar, sem fór héðan 4. sept., er heldur ekki gat komið honum til skila, er nú hér aft- ur kominn, og er.u viðkomendur beðn- ir um að vitja flutningsins á afgreiðslu Beykjavíkur sem allra fyrst, annars verður farið með hann sem annað ó- skilagóss. Rvík 20. okt. 1903 Bj. Guðmundsson ísl. frímerki, gamla peninga (allra þjéða) kaupir hæsta verði Lúðvíg Hafliðason, Edinborg. eru beðnir að vitja ísa- foldar í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.