Ísafold - 31.10.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 31.10.1903, Blaðsíða 2
2tí2 aumingjar til einskis nýtir og óhæfír til að taka þátt i tilverubaráttunni. Skal nú vikið að því, sem var að- altilgangur ritdóms þessa, en það var: að athuga lítið eitt orð og dóma höf. um biskupana Gizur Einarsson i Skál holti og Jón Arason á Hólum. Um Gizur biskup Einarsson farast höf. yfirleitt illa orð. Telur hann hann lævísan ódreng, konungsþræl, er reiðubúinn hafí verið að leggja alt, æru og drengskap, í sölurnar fyrir konungsvaldið, enn fremur, »að ö 11 framkoma hans frá fyrstu byrjun, rakin lið fyrir lið, séein samantvinnuð svika- f 1 æ k j a«. f>etta eru svo hörð orð um mann, sem flestir þykjast fullvissir um, að hafí verið mestur maður að mörgu og miklu, að vert er að gefa þeim nánar gaum. Og hvað er það þá, sem Gizur biskup hefír til saka unnið, að upp þurfí að kveða yfír honum slíkan smánar og niðrunardóm? það, að hann átti mestan og beztan þáttinn að því, að siðbótin komst á hér á tslandi mjög svo fljótt, því nær án blóðsúthellingar, borið saman við önn- ur lönd, þar sem út af siðaskiftunum risu styrjaldir og geysimikil manndráp. Hann losaði með dugnaði sínum ís- lendinga undan fargi og áþján hinnar alræmdu katólsku kirkju, sem setti sér það fyrir mark og mið að gera á- hangendur sína að andlegum aumingj- um í fylsta skilningi, drepa niður hjá þeim sjálfstæði og alla frjálsa hugsun, en ala upp í þeim hjátrú og hégóma- átrúnað, til þess ein að geta drotnað og rakað saman veraldlegum auði og •heimsins prjálii. Hann lagði í söl- urnar »mannlega vináttui og rósamt líf fyrir siðbótina, málstað, sem fáum mönnum með heibrigðri hugsun getur blandast hugur um, að er miklu bet- ur viðeigandi og stórum heppilegri okkur íslendingum en katólska trúin með öllum sínum kreddum og andlegu hugsanaflækjum. (Niðurl.). SálniasöngBbókin nýja. íslenzk sálniasöngrs- bók með fjórum röddum. Bjarni Þorsteinss., prest- ur á Siglufirði, hefir búið til prentunar. Rvík, kostnað- armaður Sigfus Eymunds- » son 1903. Síra Bjarni þorsteinsson hefir búið undir prentun nýja kirkjusöngsbók. þessa gjörðist full þörf, því að bæði hefir kirkjusöngsbók Jónasar heit. Helgasonar verið útseld í nokkur ár, og þó svo hefði ekki verið, var öll þörf orðin á nýrri bók og fullkomnari, svo mjög sem kröfurnar hafa vaxið síðan Jónas gaf út sína. í Jónasar bók vantaði beinlínis lög við allmarga lag- boða nýju sálmabókarinnar, sem nefnd- in hafði ætlast til að tekin yrðu upp, eða þar var vísað til annara lagboða, án tillits til þess, hvort lögin áttu við efni sálmanna. þannig var þar ætl- ast til þess, að t. a. m. »Sérhvert ljós um lífains nótt« væri sungið undir lag- inu »1 Jesú nafni upp stá« eða »Sem vorsól ljúf, er lýsir grund« undir laginu »Guðs son kallar komið til mín« o. s. frv. Auk þess er í Jónasar bók fjöldi sálmalaga við lagboða, sem ekki eru til í sálmabókinni, heldur leifar frá eldri sálmabókum, sem standa þarna, af því að meginpartur kirkjusöngsbók- ar Jónasar var prentaður árinu áður en sálmabókin kom út. Eins og menn ef tii vill vita, eru alls 173 lagboðar í sálmabókinni frá 1886. Yafalaust eru þeir óþarflega margir, enda eru allvíða óþarflega mörg lög við sama bragarháttinn. þetta hefir síra Bjarni fundið og því felt alveg burtu 7 lagboða, og vísað hlutaðeigandi sálmum til annara lag- boða. En svo hefír síra Bjarni tekið upp tvo nýja lagboða »Sjá nú er runn- inn nýársdagur* og »0, veit eg gætur gefí«, svo að lagboðarnir verða alls 168 í bókinni, en þar sem tvö lög eru við þrjá þeirra, verða lögin alls 171. Hvað er nú nýtt af þessum lögum, þ. e., hve mörg af þessum lögum eru ekki í Jónasar-bók? Sé »Ó guðs lamb synda sýkna« talið með (en það birt- ist hér i nokkuð annari mynd en áð- ur í ísl. kirkjusöngsbókum) verða nýju lögin í bók síra Bjarna alls 35. Af þessum 35 lögum eru þó að eins 18 alveg ný í íslenzkri kirkjusöngsbók, því að 16 af þeim eru í »Viðbæti* þeím við kirkjusöngsbók Jónasar, sem þeir sfra Stefán Thorarensen og Björn kaupm. Kristjánsson gáfu út og 1 er gamalt grallara lag (Sá ljósi dagur lið- inn er). En þá verða eftir alls 136 lög, sem öll er að finna í Jónasar-bók. En nú kann einhver að spyja: Er þessi Bjarna-bók þá í rauninni nokk uð annað en endurbætt útgáfa af bók Jónasar? Hefði ekki nafn Jónas- ar heitins átt að standa á titilblaðinu á undan nafni síra Bjarna, þar sem meginþorri laganna er úr Jónasar bók (136 lög) en að eins 19 lög innleidd af síra Bjarna sjálfum? Hefði síra Bjarni skrifað öll þessi 136 Iög upp úr Jónasarbók, hefði slíkt getað til sanns vegar færst. En það er mjög fjarri því að svo sé. Býsna mörg af lögum þessum, sem eru sameiginleg fyrir báðar bækurnar, (eg hef ekki tal- ið hve mörg) birtast hér að því leyti í nýrri mynd, að ekki að ains hafa verið leiðréttar ýmsar villur eða mis- fellur í raddsetning þeirra (þótt sum- ar þær breytingar séu næsta lítilfjör- legar), heldur eru og sum af lögunum ýmist raddsett að nýju, eða tóntegund þeirra breytt. Eg fæ því ekki betur séð en að það væri óréttmæt krafa, ef einhver vildi heimta, að nafn Jónasar heitins stæði á titilblaðinu vegna sam- eiginlegu laganna. Vitaskuld á tilvera kirkjusöngsbókar Jónasar heitins mikinn þátt í að sam- eiginlegu lögin eru svo mörg. Hefði síra Bjarni ekki haft hana fyrir sér, hefðu sameiginlegu lögin vafalaust orðið færri, og — bók síra Bjarna hefði grætt á því. f>ví aðalókosturinn á bók síra Bjarna er í mínum augum sá, að hann hefir tekið of mikið tillit til bókar Jónasar, meira tillit en eiginlega var þörf á, úr því ekki var um endurbætta útgáfu af Jónasar-bók að ræða, heldur um útgáfu nýrrar kirkjusöngsbókar. Eg þykist viss um að síra Bjarna hef- ir ekki gengið nema gott eitt til hér. það er aldrei nema virðiogarvert að vilja taka sem mest tillit til bæði þeirra, sem grundvöllinn hafa lagt — þótt það naumast verði sagt um Jón- as heitinn, því að grundvöllinn að hinum íslenzka kirkjusöng vorra tíma lagði Pétur heit. Guðjónsson, en Jón- as bygði ofan á, — og eins til þess, aem alþýða manna er farin að hafa mætur á. En kirkjusöngnum er ekki þént með, að alt of mikið sé gjört að slíku. Hann verður að fylgja með tímanum. Hann verður sífelt aðupp- yngjast með nýjum lögum, svo sannar- lega sem hver kynslóðin syngur með sínu nefi. Fyrir tæpum mannsaldri þótti það ósvinna að syngja sálmalög með sama hraða og veraldleg ljóð; nú dettur engum í hug að amast við slíku; miklu fremur heimta börn nútímans hraða og fjör í sálmasöng, þar sem slíku verður hneykslislaust við komið, því að þau fá krampa i kjálk- ana af því að syngja alt of seint. Og hvað snertir tillitið til gamla fólks- ins, sem hefír lært þessi gömlu lög, þá má of mikið að því gjöra; það get- ur orðið úr því synd gegn unga fólk inu, en þoss er framtíðin; auk þess, sem gömlu lögin eru ekki úr sögunni, þótt þau hverfi úr einni kirkjusöngs- bókiuni. Eg tek þetta fram af því, að eg fæ ekki betur séð, en að síra Bjarni hafí verið of íhaldsamur í val- inu á lögunum í bók sinni. Eg hefí teiknað hjá mér að minsta kosti 17 af þessum sameiginlegu lögum, sem að skaðlausu hefðu mátt missa sig úr bókinni, af því að sárfáir hefðu sakn- að þeirra. Ein átta af þeim hefði mátt fella burt, án þess að setja nokk- uð í staðinn, af því önnur lög mátti vel brúka við þá bragarhætti. Eg nefni t. a. m. lög eins og »Jesús Krist- ur að Jórdan kom«, (þenna eina sálm með því lagi mætti syngja með laginu »Guð miskunni nú öllum oss«). •Sælir eru þeim sjálfur guð« og »Há- sæti fyrir herrans er«, (þá 12 sálma, sem eru undir báðum þessum lögum, mætti syngja með laginu: »Sál dufti klædd ei sómir þér«), »Óvinum friðar blíður bað< og »f>á kvöldstund síðust kemur mfn«, (þá tvo sálma, sem eru undir hvoru þessu lagi, mætti syngja með laginu: »Af djúpri hrygð ákalla’ eg þig«), >Krists er koma fyrir hönd- um«, (þá tvo sálma, sem eru undir því lagi, mætti syngja með laginu; »Einn herra eg bezt ætti). »Nú legg eg aug- un aftur«, (það mætti syngja með lag- inu: »Nú fjöll og bygðir blunda«), •Hvað hefír þú, minn hjartkær Jesú, brotið*, (báða þá sálma, sem það lag er við, mætti syngja með laginu: »f>ökk sé þér góð gjörð). þær arkir, sem farið hafa undir öll þessi lög, hefði annaðhvort mátt spara með öllu eða þá verja þeim undir eiuhver nýrri tíma lög, sem eg mun seinna minnast á, um leið og eg tala um hin lögin 9 af þessum 17, er eg hefði helzt óskað feld burtu. En áður en eg sný raér að þessu, verð eg að minnast lítils háttar á þessi »nýju« lög í Bjarna-bók, sem ekki eru í Jónasar bók, því að það eru þau, sem öðru fremur eiga að gefa bók sira Bjarna hennar sérstaka blæ. Eg minn- ist þá fyrst á þessi 16 lög, sem síra Bjarni hefir tekið eftir »Viðbæti« þeirra síra Stefáns og Björns. Af þeirn eru nokkur, sem eg hefði óskað, að síra Bjarni hefði ekki tekið, t. a. m. lagið við »Eg heyrði Jesú himneskt orð«; úr því ekki mátti taka lagið í Jónas- ar-viðbæti, sem er rétt laglegt, átti ekkert lag að taka annað en bið dá- samlega lag Gade’s: »Udrustdig Helt fra Golgata*, sem á mæta vel við text- ann; í staðinn fyrir lagið við »Lofið guð í hans helgidóm« hefði eg viljað halda laginu í Jónasar-bók nr. 68, sem mér þykir bæði veglegt og fagurt. f>á er mér hálf illa við, að lagið »Ó blessa guð vort feðra frón« f viðbætinum hef- ir verið tekið upp í stað lagsins í við- bæti Jónasar (nr. 172) og skil eg ekki að vakað hafi annað þar fyrir sfra Bjarna en íslenzki uppruni fyrra lags- ins. »Til þín eg drottinn huga hef« mundi mér aldrei detta í hug að syngja með öðru lagi en »Hvar mundi vera hjarta mitt«. það er einn af óþörfu lagboðunuru, að mínu áliti. f>á er eg ekki sérlega hrifinn af viðbætislaginu við »Sem vorsól ljúf, er lýsir grund«, sem víst meðfram stafar af þvf, að danska lagið við frumsálminn (Som Foraarssolen morgenröd), eftir Emit Hartmann, hefír mér lengi þótt með fallegustu sálmalögum, enda heyrist aldrei annað lag brúkað t. a. m. f Khafnarkirkjum. Skyldi einhvern tíma birtast viðbætir við Bjarna-bók, má það lag ekki vanta f hann. »Vor guð obs lýsa lát þitt orð« finst mér und- ur tilkomulftið, þótt það sé eignað Lúter. f>ann lagboða vantar alveg t Jónasar-bók; eg hefði helzt heyrt það sungið með danska laginu: »Her kom- mer, Jesu, dine smaa«, ef ekki má syngja það með laginu »Kom skapari heilagi andi*. Fyrra lagið við »Ó, þá náð að eiga Jesúm« var rétt að taka upp f stað lagsins úr Gluntarne, sem er í Jónasar-bók; þó hefði eg heldur óskað eftir danska laginu: »Naar for Jesus Dagen endte«, sem er eins og skapað fyrir þenna inndala sálm. (Niðurl.). Jón Hblgabon. Smjörsalan. Afrit af bréfl frá Copland & Berrie 25. sept. 1903. Yfirleitt var smjörið raeð Ceres að mun betra en undanfarandi sendingar, enda ber verðið það með sér, þarsem við höfum fengið talsvert betra verð fyrir smjörið með Ceres en með Laurus eins og sölureikningarnir sýna, enda þótt kaupendur smjörsins að mestu leyti væru hinir sömu. Allflestir þeirra, erskoðuðu smjörið með Lauru, álitu, að það hefði verið geymt of lengi, og hefði það þar af leiðandi tapað al- gjörlega bragðinu og virt- ist vera farið að súrna. Var þetta mjög svo óheppilegt, ekki hvað sízt þar sem að rússneskt smjör streymdi á markaðinn um sama leyti; vildu kaupendur þá ekki líta við ís- lenzka smjörinu, þar eð þeir gátu feng- ið rússneskt smjör betra að gæðum með sama verði og við kröfðumst fyr- ir íslenzka smjörið. Okkur virðist smjörið með Ceres hafa náð allgóðu verði, en búumst við að fá ögn meira fyrir næstu sendingu, þar eð bezta danskt smjör hefir hækkað um 31/,, 41/* eyri þessa dagana. Við búumstsamt sem áður ekki við að íslenzka smjörið hækki að sama skapi, þar eð verð- hækkun hins danska smjörs hefir ekki að svo stöddu haft áhrif á verð lak- ari smjörtegunda, svo sem hins russ- neska og ísl. smjörs. Auðvitað er mikið undir því komið, hve mikið af rússn. smjöri verður á markaðinum,. þegar næsta sending kemur. Við- skiftamenn vorir virðast þó vera farn- ir að aðhyllast ísl. smjörið, og við þykjumst þess fullvissír, að við með tímanum, eftir því sem samgöngurnar aukast og búin vanda betur gæði smjörsins, munum að minsta kosti geta fengið sama verð og fyrir bezta rússn. smjör. Sú smjörtegund, er kaupendur helzt æskja eftir nú, er smjörtegund, er geti fallið á milli bezta dansks og bezta rússnesks smjörs, og álítum við að íslenzka smjörið ætti að geta náð þessu stigi, ef að rjóma- búia halda áfram að betra smjörið að sama skapi sem þau hafa gjört og ef betri samgöngur fengjust. Áríð- andi er, að rjómabúin gæti þess framvegis, að frágang ur á ílátunum sé betri e n hann hefir verið, þar eð á- stand þeirra hefir í mörg- um tilfellum spilt mjög tilfinnanlega fyrir söiunn i..

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.