Ísafold - 07.11.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.11.1903, Blaðsíða 1
’Kemur út ýmist einn sinni eða tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 ’/, doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viO áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. AfgreiÖslnstofa blaösins er Austurstrœti 8. XXX. árg. ♦ Reykjavík laugardagrinn 7. nóvember. 1903 68. blað. JtuóJadó jHaAýiMMi I. 0. 0. F. 85239872. Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 i spitalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. Frtlœkning á gamla spítalanum (lækna- akólanum) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8*/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10‘/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við ki. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag 41.12—2 og einni stundu lungur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii útlána. Náttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Um líf og heilbrigði. Alþýðufyrirlestur eftir Guðm. Björnsson héraðslækni. 1. Forspjall. f>egar stigamaður nær valdi á lífi lerðamanns og setur honum tvo kosti, að láta peningana eða lífið, þá fer jafnan svo, að ferðamaðurinn kýs frem- ur þann kostinn að sjá af aleigu sinni en að mÍBSa lífið. . |>egar á herðir, verður reynslan ein- lægt sú, að maðurinn metur líf og heilsu meira en oll önnur jarðnesk gæði, — þegar á herðir, gerir hann það. En meðan hann er frískur og kennir sér einskis meins, hugsat hann að jafnaði um alt annað meir en heilsuna. t þetta hirðuleysi heilbrigðra manna um heilsu sína er jafngamalt mann* kyninu. þið þekkið öll þessa setningu: Heil*. brigðir þurfa ekki læknis við, heldur þeir, sem þjáðir og volaðir eru. Hún lýsir vel þessum æfagamla hugsunar- hætti. Alt vilja menn leggja í sölurn- ar til þess að fá heilsuna bætta, ef hún bilar — en heilbrigðir — þeir þurfa ekki læknis við — þeir þurfa ekki að hugsa um heilsuna — og svo lifa þeir eins og sjúkdómar væru ekki til — hugsunarlaust, og þegar heilsan bilar, hafa þeir sjaldnast hugmynd um að þeir kunni sjálfir að eiga Bök á því. það litur svo út, sem þekkingar- löngun mannlegs anda sé með öllu óseðjandi. Aldrei hefir þekking manna aukist og auðgast jafnótt eins og nú á tfmum og þó er svo að sjá, sem löngunin til að vita meira sé r í k a r i nú en nokkru sinni áður. fækkingu sinni á umheiminum hafa menn til hægðarauka skift í ýmsar greinar, fræði-greinar; þær eru orðnar ótalmargar, flestar þarflegar, en sumar líka ofur ómerkilegar t. d. frímerkja- iræði. þekking er á við auð og afl, segja menn — í baráttunni fyrir lífinu, og það er hverju orði sannara. Og þekkingin er eðlilega metin eftir gagnsemi sinni. Mér er mi spurn: Hvaða þekking er þarflegri en sú, að vita hvernig helzt megi vernda heilsu og lif? Og eg býst við að þið, tilheyrendur mínir, ef þið hugsið ykkur vel um, að þið þá komist að því svari, að sú þekking sé nauðsynlegri og gagnlegri en flest ann- að, sem öllum er kent. Alt sem menn vita um þetta efni, því hafa menn safnað í eina fræðigrein; hún heitir heilsufræði (Hygiene). Og við mundum ætla að þessi fræði- grein sé ein af þeim elztu í heim- inum. En sannleikurinn er sá, að húh er ein af þeim yngstu — naum- ast hundrað ára. — Og við mundum ætla, ef við kæmum úr öðrum heimi, að þessi fræðigrein væri kend í hverjum skóla, en sannleikurinn er sá, að hún er enn ekki kend nema á einstöku skólum og víðast ekki nema að nafninu til. Og alt kemur þetta af því, eins og málshátturinn segir, að enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir — heilbrigðir hirða ekki að hugsa um heilsuna. Heilsufræðin, sem vísindagrein, er enn á barnsaldri, en hún þrífst og dafnar dag frá degi, og heilsufræðing- arnir hafa þegar á rannsóknaleiðum sínum fundið margt nýtt, sem kemur í bága við gamlar skoðanir á því, bvað sé holt eða óholt fyrir heilsuna. Hvað það er — það allra helzta, sem heilsufræðin hefir leitt í Ijós — það á nú að vera umtalsefnið okkar í milli á þessum 10 kveldstundum. Lafid er barátta. Enginn getur lifað nema hann, eins og við segjum, hafi í sig og á. Og fæstir hafa fyrirbafnarlaust alt sem þeir þurfa hendinni til að rétta. Flest- ir verða að afla sér þessara lífsins nauðsynja með vinnu sinni, f sveita síns andlitis. Og allir mega búast við því að fá einhverjar skeinur á víg- velli lífsins, því heimurinn er fullur af háskasemdum — fyrir heilsuna. |>að sem heilsufræðin fæst við, er nú aðallega þetta tvent. 1. Hún kennir oss að þekkja og var- ast alt það í umheiminum, sem orðið getur heilsu vorri að tjóni. 2. Hún kennir oss hvernig vér eig- um að fara með líkami vora til þess að þeir þoli sem bezt þær skráveifur, sem ekki er unt að komast hjá í bar- áttu lífsins, þrátt fyrir ítrustu varúð. En áður en eg fer að tala um þetta tvent, verð eg að minnast ofurlítið á nokkur meginatriði mannlegrar þekk- ingar, sem eru svo ný til komin, að þau fráleitt eru ykkur öllum kunn, en þó svo afarmikilsverð, að vel mætti kalla þau boðorð nátúrunnar. það er þá þetta fyrst: að efnið í alheiminum er eilíft (vex ekki, minkar ekki). 1. Aldrei verður nokkur hlutur til af engu. 2. Aldrei verður nokkur hlutur að en g u. Við vitum að hlutirnir eru ýmislegs eðlis; sumir eru fastir, sumir fljótandi, sumir loftkendir; við tölum um eðlis- þyngd hlutanna, lit, hörku, gagnsæi o. s. frv. og alla þessa þekkingu vora á eðlihlutannaköllum vér eðlisfræði (Physik). En svo vitum vér líka að hlutirnir, sem vér verðum varir við í kringum oss með skilningarvitunum, eru flestir samsettir. Við vitum t. d. að vatn er samsettur hlutur; í því er súrefni og vatnsefni, og við getum aðskilið þessi efni og finnum þá, að þau eru bæði loftkend og hvort um sig alveg ólík vatni. þannig eru flestir hlutir; þeir eru samsettir af tveim eða fleirum ólfkum efnum, og þekkingu vora á efnasamsetningu hlutanna köllum vér efnafræði (Chemi). Efnafræðingarnir hafa nú fundið, að flestir hlutir í heim- inum eru samsettir, en þó hafa þeir rekið sig á nokkur efni, sem ekki er hægt (ekki enn) að sundra í tvö eða fleiri ólík efni og þessi óbreytilegu efni kalla þeir f r u m e f n i eða ó s a m- sett efni; menn þekkja nú rúm 70 frumefni; öll samsett efni eru þó orðin til á þann hátt, að tvö eða fleiri af þessum frumefnum hafa gert félag með sér, gengið i sameiningu (kemiska sam- einingu) hvert við annað. Vatn t. d. verðurtil, ef vatnsefni og súrefni fara í sameiningú. Og samsettu efnin eru oftast svo ólík frumefnunum, sem í þeim eru. þið munið t. d. að frum- efnin í vatninu eru loftkend. Sum frumefni koma þó fyrir og eru notuð út af fyrir sig; járn, gull, silfur, blý, tin og fleiri málmar eru frumefni. |>að er nú ætlan manna, að frumefnin séu saman sett af ótal örsmáum ögn- um, sem allar séu eins en aldrei deil- ist í sundur og eru þær kallaðar a t o m (ódeili); samsett efni verða þá til á þann hátt, að atom frumefn- anna fallast í faðma — sameinast — verða að einni lítilli heild, sem kölluð er m o 1 e k y 1 og samsetti hluturinn er þá ekki annað en söfn af þessum mylekylum. Vatnsmolekylin eru þann- ig til orðin, að 2 atom af vatnsefni hafa sameinast einu atomi af súrefni. En aldrei hafa efnafræðingar orðið þess varir að nokkurt efni, hvort held- ur er frumefni eða samsett efni, verði til af engu, og aldrei verða þeir þess varir, að nokkur efni hverfi, verði að engu. Og skynsemi mannsins tekur við og segir: Úr því svo er, að þess verður aldrei vart, að nokkurt efni verði til af engu, eða verði að engu, þá eru allar líkur til þess, að hlutirnir (efnin) hafi verið til frá eilífu og verði til að eilífu. |>etta var þá það, sem eg kallaði fyrsta boðorð náttúrunnar. Annað boðorð hljóðar svo: Aflið í alheiminum er eilíft (vex ekki, minkar ekki). 1) Aldrei verður nokkurt afl til af engu. 2) Aldrei verður nokkurt a f 1 a ð e n g u. Við skulum íhuga þessi hversdags- orð. >það þarf afl til að vinna þetta verk«. Hvað er þá afl? Afl er það, sem getur orkað einhverri vinnu. Og hvað er vinna? Ef við tökum punds- Ióð á búðarborðinu og lyftum því 1 fet beint upp í loftið, þá er það vinna, eins og að lyfta steini í vegg, og til henn- ar þarf afl — aflvana hendi lyftir ekki lóðinu. Menn reyna afl sitt á því, hvað þeir geta tekið þungt upp, og vísindamenn fara eins að: þeir meta aflið — mæla það — á því, hvað það getur orkað mikilli vinnu, t. d., kversu mörgum pundum það getur lyft upp 1 fet; aflið er 20pundfet, ef það get- ur lyft 20 pd. eitt fet (á einni sekúndu) Við vegum hlutina til samanburðar og eins má segja að við vegum aflið. Vindurinn hefir afl — feykir húsum og heyjum. Vatnið hefir.afl þegar það rennur niður í mót. — Aflið í fossun- um hefir verið umtalsefni hér á landi að undanförnu. Yfirleitt er í daglegu tali alt það kallað afl, sem kemur á stað sýnilegri hreyfingu. f>að veit hvert barnið. Nú dreg eg upp pendúlklukku, sem stendur,— eg neyti til þess aflsins í líkama mínum. Og klukkan heldur áfram að standa. Hvað er þá orðið af aflinu, sem líkaminn lét í té? Svar: það er í gangfjöður klukkunnar, h v í 1- i s t þar; sönnun fyrir því: Ef eg kem ögn við pendúlinn, þá fer klukkan á stað og gengur sinn gang og það er aflið í fjöðrinni, sem knýr hana áfram, nú hvílist aflið ekki lengur, nú vinn- ur það, nú er það 1 i f a n d i. En næsta dag stendur klukkan aft- ur og hvað er nú orðið af öllu aflinu, sem eg lét í hana daginn áður? Eg verð þess hvergi var og sé ekki betur en að það hafi eyðst — orðið að engu. f>etta héldu menn líka áður og halda margir enn, að afl eyðist jafnaðarlega og verði að engu. Hér er t. d. lakk- stöng og klútur; eg ný stöngina fast og títt með klútnum og sýnilega er klúturinn og stöngin eins eftir sem áður. Aflið, sem vann að núningnum, er horfið og ekki annað að sjá, en að það sé orðið að engu, en ef eg gæti betur að, þá finn eg að stöngin er heitari en aður, og ef eg ber stöngina að bréfsnipsi, sem liggur þarna á borð- inu, þá sé eg að hún kippir því að 8ér. — f>að gerði hún ekki áður. Er nú nokkurt samanhengi í þessu? Jú. Menn þykjast nú vita, að hiti kem- ur af hreyfingu molekýlanna í hlutun um — sú hreyfing er auðvitað ósýni- leg eins og molekýlin sjálf, en því harðar sem molekýlin hreyfast, þess heitari er hluturinn. Hiti er þá ekki annað en ein tegund af afli. Stöngin dró að sér bréfsnipsið af því að rafur- magn var í henni og rafurmagn og segulmagn eru enn aðrar tegundir af afli. Alt þetta hefir nú verið rannsakað vel og vandlega og menn hafa fundið aðaflið getur breyzt í.ýms- ar myndir, en aldrei orðið að e n g u. f>ið vitið kannske að axlar í vögnum geta orðið sjóðheitir af ganginum. Aflið, sem hreyfir vagninn áfrarn, hefir þar breyzt í hita (og stundaklukkan hitnar lfka af ganginum, þó lítið beri á). Með gufuvélinni breytum vér hita í hreyfingarafl. Hreyfingarafli er lífea hægt að breyta í rafurmagn. — f>ið hafið kannske séð rafurmagnsvélar, sem eru snúnar með handafli. Kafur- magninu má aftur breyta í hreyfing-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.