Ísafold - 07.11.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.11.1903, Blaðsíða 2
270 arafl. — f>ið hafið sjálfsagt aéð rafur- magnsvélar læknanna, séð fjöður tifa í þeim, þegar rafurmagni er hleypt í þær. Eafurmagni má breyta í hita og ljós (rafurmagnslampar). Til þess að aðskilja frumefnin í vatninu þarf afl. — það má t. d. gera með rafur- magni. þegar þessi frumefni sam- einast aftur, kemur aflið aftur í ljós, sem hiti. það afl, (kemiskur kraftur) sem losnar, — verður lifandi. ar tvö frumefni sameinast, kemur oft- ast í ljós hiti. f>ið getið nú sjálf fundið mörg dæmi þessu lík, því til Sönnunar: 1) A ð afl breytist úr einni mynd íaðra. 2) A ð það ýmist hvílist eða starfar. Hitt verðið þið að taka truanlegt, að vísindareynsla verður þess aldrei vör, að afl verði að engu, eða verði til af engu. Fyrir skömmu var hér maður, sem ætlaði að búa til vél, þannig lagaða, að hún gengi af sjálfu sér. Gufuvélin fær afl sitt úr kolunum, sem brenna undir katlinum. Vatnsmyllan fær afl sitt úr fossinum. Stundaklukkan fær afl úr þeim sem dregur hana upp. Allar gufuvélar sem við þekkjum fá aflið utanað og hætta að ganga, ðf aflið þrýtur. En þessi vél átti nú, sem sagt, ,að ganga af sjálfu sér, hún átti sjálf að búa til afl handa aér — úr engu. Og smíðið gekk vel og alt gekk vel; margir trúðu því að þetta mundi lánast. f>eir, sem betur voru að sér, fullyrtu að það mundi ekki lánast; þesBum manni mundi ekki, fremur en öðrum, lánast að fá afl af engu. Og hvernig fer? Jú, sem sagt, alt gekk vel með vélina, þangað til hún átti að fara að ganga, þá gekk alt illa, vélin stóð kyr. Aflið vildi akki koma af engu. (f>essi maður var þó hepnari en margir aðrir, sem líkt hafa reynt, því einn hlutur í vél hans (dæla) reyndist ágætis verkfæri og mikils virði). Margir hafa reynt þetta áður til einskis, að gera vélar, sem gengju sjálfkrafa, og eytt til þess miklu fé, og þessar hugvits gangvélar, sem aldrei hafa gengið, hafa fengið nafnið eilífðargangvél (Perpetuum mobile). Og heilbrigð skynsemi segir: Úr því að þess verður aldrei vart, þrátt fyrir margítrekaðar tiliaunir, að afl komi af engu eða verði að engu, þá er sú hugsun eðlilegust, að aflið í heiminum sé einlægt jafn mikið, hafi verið svo frá eilífu og verði svo að eilífu. f>essi setning kemur stundum fram í annari mynd. Við segjum: Allir hlutir hafa sínar orsakir. f>etta er orða sannast. Ekkert ber við án þess að einhver orsök sé til. f>ví ættum við aldrei að gleyma. f>ví miður gleymist það oft. Sjúklingar segja iðulega að þeir hafi fengið veiki sína — af engu, í stað þess að segja, að þeir viti ekki orsökina. Heimsk- inginn þykist oft vita alla hluti, og spekingurinn þykist oft ekkert vita — nema það, að hann viti ekki neitt, eins og einn grízkur vitringur komst að orði. Frh. Botnvörpungar. Síra f>órður Ólafsson í Gerðhömrum við Dýrafjörð segir hvo 30. f. m.: •Aflalaust er orðið með öllu á fjörð- unum hér vestra, enda hefir yfirgang- ur »trollara« gengið langt úr hófi þetta haust, og það svo, að fjöldi sjómanna hefir mist meira eða minna af veiðarfærum sínum«. Þilskipa-hlatafélag. Óneitanlega væri það ánægjuleg sjón og samboðin þeim framfaratímum, sem vér nú lifum á, að líta um 100 þilskip liggjandi hór inni á víkinni, t. d. fram- undan Kirkjusandinum, en stórh/si á landi uppi, þar er geymd væri öll út- reiðsla skipanna, kaðlar, segl, vistaforði og alt það annað, er til þilskipaútgerð- ar heyrir, en jafnframt fiskhús og fisk- verkunarhús, samsvarandi útgerðinni, en til beggja handa og upp undan geysistórir fiskverkunarreitir, er ná eigi að eins yfir allan malarkambinn, heldur og langt austur á holtið, með kerru- sporum um það alt til að aka fiskinum til og frá, ýmist blautum eða þurrum, — og alt þetta eign eins félags : »Þil- skipahlutafélags Reykjavíkur«. Anægjuleg sjón að vísu, segja menn, en að eins ánægjuleg í hugum mauna, því að þetta er draumur, sem aldrei rætist. Þess konar spár eru jafnan á tak- teinum hjá oss, þegar eitthvert nýtt fyrirtæki er á prjónunum, ekki sízt, ef nokkuð er í það varið. Draunmrinn rætist og félagið verður stofnað, fyr eða síðar, svo framarlega sem þess verður álitin þörf, og það skoðað sem ábatavænlegt framtíðarmál. En um það eru auðvitað skiftar skoð- anir. Þörf er á þess konar fólagsskap vegna þess, að meðan hver potar sér, upp á háíslenzku, og menn keppa hver við annan, verður enginn verulegur kraftur í útgerðinni; hún situr þá við sama keip eins og nú, að sum skipin afla vel, en önnur illa, og það ef til vill alt að helmingnum af þeim. Þau skipin verða á hrakningi manna á milli og niður- staðan jafnan hin sama, framfarirnar litlar eða engar. Slíkur félagsskapur er nauðsynlegur vegna þess, að það eru samtökin og' samvinnan, sem veita kraftinn, en með auknum kröftum vex hugur og fram- kvæmdir. Slíkt fólag getur gert margt það, sem einstökum mönnum er ofvaxið, keypt gufuskip til fiskiveiða o. s. frv. Hann er enn fremur nauðsynlegur vegna þess, að hann gefur eigi að eins skipstjórum og stýrimönnum, heldur og hásetunum kost á að taka þátt í arðin- um af útgerðinni, auk þess kaups, sem hver þeirra er váðinn upp á. En þá fyrst er von á góðri samvinnu og á- vöxtum af henui, þegar allir eru að einhverju leyti orðnir meðeigendur í fyrirtækinu, og allir eiga arðsvou af starfinu. Menn hugsa sér sem sé hlutirm svo lága í þessu félagi, að hver háseti geti eignast hluti í því, fleiri eða færri, eftir því sem hver og einn hefir efni á og vilja til. Allir geta þeir orðið hluthafar og því allir tekið þátt í ágóðanum. Þeir verða með öðrum hluthöfum eitt allsherjar útgerðarfélag. Félagið mætti stofna á þann hátt, að kaupa öll þau þilskip hér, sem fáauleg eru og eiguleg fyrir fólagið, eftir mati óvilhallra manna eða eftir samkomulagi með hliðsjón af matinu. Gætu þá nú- verandi eigendur skipanna lagt í fólag- ið sem hluti eitthvað af matsverði þeirra, meira eða minna, en öll verða skipin eins fyrir því félagsins eign. Hluthafar ættu að geta orðið mjög margir og það ekki sjómenn eingöngu, heldur menn af öllum stóttum, embætt- ismenn, kaupmenn, iðnaðarmenn, o. s. frv. Ætti nægilegt fjármagn að verða fáanlegt á þenna hátt, en að svo miklu leyti, sem það ekki kynni að fást, þá stendur auðvitað engum nær en bönk- unum, öðrum hvorum eða báðum, að leggja fé í þetta fyrirtæki eða jafnvel gangast fyrir því. Menn telja það ef til vill bönkunum óviðkomandi, að fást við slíkt, þeim beri að eins að lána fó til slíkra fyrirtækja, en ekki taka þátt í þeim; en það er misskilningur. Bank- ar eiga eigi að eins að taka þátt í þess konar meiri háttar framfara fyrirtækjum, heldur beinlínis beita sér fyrir þau, eins og líka alment tíðkast erlendis. Þanu- ig var það prívatbankinn í Kaupmauna- höfn, vmdir stjórn Tietgens, sem mest og bezt gekst fyrir stofnun Sameinaða gufuskipafélagsins danska, og má nærri geta að stofnun, vöxtur og viðgangur slíks félags var ekki lítill ávinningur fyrir bankann. Sama er að segja um stofnun og byggingu Fríhafnarinnar í Kaupmannahöfn, er Gluckstad, formað- ur Landmandsbankans gekst fyrir, fyrir bankans hönd. Það eru því einmitt öll líkindi til þess, að annarhvor bankinn eða báðir mundu vilja eiga góðan þátt í þessu fyrirtæki. Menn efast nú ef til vill um, að þetta fyrirtæki yrði sérlega ábatavænlegt, en það er ástæðulaust. Færeyingar hafa reynt hvorttveggja. Þeir hafa gert út þilskip á sama hátt og vér gerum út nú, og reyndist það, þar eins og hér, mjög misjafnlega. Þeir hafa líka stofn- að með sér sams konar félagsskap og hér er um að ræða, og hefir gefist nijög vel. Það er hið langa>’ðvænlegasta fyrirtæki er stofnað hefir verið til þar á eyjun- um. Þó á það hér við sem ávalt endranær, að »kapp er bezt með forsjá«. Tvö skil- yrði eru fyrir því, að þessi félagsskap- ur geti komið að æskilegum notum og borið tilætlaða ávexti, en það er góð^ hyggin stjórn og ötull framkvæmdar- stjóri. Stjórn fyrir þetta fyrirtæki ætti að mega fá mjög góða, fyrirhyggju- og fram- kvæmdarsama. Það er til talsvert hér af reyndum útgerðarmönnnm, sem ásamt öðrum, væru sjálfkjörnir í þá stjórn. Erfiðara verður ef til vill að fá frarn- kvæmdarstjórann, áhugamikinn, fram- kvæmdarsamau og hygginn mann, sem er gagnkunnugur pilskipaútgero og öllu því, er að lienni lýtur. Eu ókleift get- ur það ekki verið. Hér er svo mikið til sumpart af útgerðarmönnum og sum- part af skipstjórum, að til hlýtur að vera einhver maður, hæfur í þessastöðu. Eyrirtækið ætti ekki að þurfa að stranda á þvf. Miklu heldur mun það verða íslenzk ýsamheldni og íslenzk tortrygni, sem bægir mönuum frá að byrja slikan fé- lagsskap. Nú er þó einmitt ágætt tækifæri ti! að setja þenna fólagsskap á laggirnar, þar sem fjöldamörg þilskip eru á boð- stólum um þessar mundir, og flest eöa öll fáanleg með góðu verði. Öniiur víxilfölNiin. Olafur sá Ólafsson, er fyrir skömmu varð uppvís að því að hafa falsað víxil og selt landsbankanum, eins og getið var um hér í blaðinu, hafði leikið þessa sömu list áður í haust, í öndverðum októbermánuði, og selt þá bankanum 200 kr. víxil, með 3 nöfnum árituðum, þar á meðal föður síns. Hefir hann nýlegajátað á sig þenna glæp, ogerþví bætt við að vistin í hegningarhúsinu lengist til muna fyrir mannræfil þenna. 8kipstrand. 19. október strandaði skip við Gunnarsstaði við Hvammsfjörð. Hafði það verið sent með vörur frá Leon- hard Tangs verzlun í Stykkishólmi. Menn voru allir í landi þegar skipið rak upp, nema einn, hafnsögumaður Jóhann Jónasson í Oxney. Hélt hann sér lengst af á stórbómunni, því að sjór gekk mjög yfir skipið meðan há- sjávað var. t Jón Þorkelsson kandidat i lögum andaðist í gærkvöldi á Landakotsspítal- anum hér í bænum, eftir stutta legu. Hann var sonur síra Þorkels Bjarnason- ar, prssts að Reynivöllum, og frú Sigríð- ar Þorkelsdóttur, fæddur 13. maí 1871, útskrifaður úr lærða skólanum 1893. Fyrir tæpum rnánuði (9. okt.) gekk hann að eiga fröken Elísabet Steffensen. Það má segja, að ekki er eiu báran stök fyrir frú Sigríði. 27. maí í fyrra misti hún snögglega yngri son sinn Þor- kel, tæpum tveim mánuðum síðar (24. júlí) misti hún mann sinn og nú missir hún seinni soninn, einkar efnilegan mann, augastein og eftirlæti þeirra hjóna. RannsókDarmál á Seyðisfirði Eins og marga mun reka minni til, kom það fyrir veturinn 1901, að pen- ingum var stolið á skrifstofu bæjarfó- getans á Seyðisfirði, og varð aldrei uppvíst, hver valdur hefði verið að þeim þjófnaði. En í sumar fór stúlka ein þar á Seyðiafirði, Oddrún nokkur Sigurðardóttir frá Hólakoti hér í bæn- um, að gefa það í skyn, að henniværs kunnugt um hver stolið hefðí pening- unum, og er gengið var á hana um þetta, nafngreindi hún nokkra borgara í Seyðisfjarðarkaupstað, er hún kvað valda að verkinu, og hefði hún verið sjónarvottur að því, er þeir voru að fela peningakassann. Eins og nærri má geta, var þetta ekki lengi að ber ast út; létu sumir miður góðgjarnir menffi í veðri vaka, að þei.ta mundi vera rétt hermt af Oddrúno,og lögðu menn svo mikinn trúnað á sögusögn hennar, að skipaður var rannsóknardómari í mál- inu, sýslumaðurinn í Suðurmúlasýslu, A. V. Tulinius. Rannsóknin byrjaði 21. f. mán. og kom það þá í ljós, að framburður Oddrúnar var markleysa ein og heila- spuni frá upphafi til enda. 7 vitni voru þegar yfirheyrð í málinu og var framburður þeirra að meira eða minna leyti gagnstæður framburði Oddrunar, Fann því rannsóknardómarinn ástæðu til að setja hana í gæzluvarðhald fyrst um sinn, þar til betri upplýsingar væru fengnar, »sökum þess, að við vitnaleiðslur þær, sem fram hafi far- ið í rnálinu, hafi fram komið miklar líkur fyrir því, að hún vísvitandi hafi borið fram ranga skýrslu fyrir rétti og að ástæðulausu kært menn fyrir þjófn- að, þar eð skýrsla hennar kemur í mótsögn við skýrslu vitnanna, ogjafn- vel framburður hennar fyrir réttinum eigi kemur heim við hina skriflegu skýrslu hennar«. Var rannsókninni svo haldið áfram. Fimtán vitni hafa vérið yfirheyrð og kemur framburður þeirra allra meira eða minna í bág við framburð Odd- rúnar. Sex vitnin hafa unnið eið að framburði sínum, en Oddrún býður fram eið á móti að sínum framburði. 27. okt. var rannsókninni lokið um sinn og frekari vitnaleiðslu frestað, en rannsóknardómarinn hafði Oddrúnu með sér yfir á Eskifjörð, til frekari rannsóknar og yfirheyrslu, »þar eð á- stæða væri til að ætla, að h ú n g j á 1 f væri bendluð við þjófnaðinn eða eigi heil á sönsunum*. Lengra er þá það mál eigi komið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.