Ísafold - 07.11.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.11.1903, Blaðsíða 3
271 Landsyfinéttai dórnar. Mánudaginn 2. þ. m. var i landsyfir- réttinum kveðinu upp dórr.ur í máli milli séra Þorleifs Jónssonar á Skinna- staö og Páls bónda Bjarnarsonar á Sig- urðarstöSum, lít af ærumeiðandi um- mæium í grein einni í 33. tbl. Bjat'ka VI. árg., 3. sept. 1901, er áfryjandi (P. B.) hafði ritað og nafn lians var undir; en i grein þessari er komist svo að orði um stefnda (Þ. J.): »því síra Þorleifur Jónsson er bæði mannorðs og muna- þjófur. Eg nefni hann hinu fyrra nafni, af því hann hefir logið því í 2 hátt- standandi menn suður á landi, að síra Halldór bróðir minn væri sliuðaþjófur, og spunnið upp sögu um það. En því kalla eg hann munnþjóf, að hantt hefir stolið frá Presthólakirkju gömlum forn- grip, skírnarfati einu, og selt sjálfum sér til inntektar, og á sama hátt mun hann hafa stolið skirnarfati Garðskirkju«. Biskupinn yfir Islandi skipaði Þorleifi presti með 2 bréfum, dags. 20. septbr' og 31. desbr. s. á., að hrinda af sér ill- mæli þessu með málssókn og dómi, og samkvæmt því höfðaði síra Þorleifur mál þetta fyrir gestarétti þingeyjarsýslu gegn Pálibóuda Bjarnarsyni á Sigurðar- stöðtim, og var málið dæmt í nefndum rétti 8. ágúst f. á., á þá leið, að cand. phil. Páll bóndi Bjarnarson var dæmdur til að greiða 300 kr. sekt til landssjóðs eða sæta einföldu fangelsi í 90 daga, ef sekt- in eigi greiddist á akveðnum tíma; hin átöldu ummæli, sem að ftaman eru til- greind, voru dæmd dauð og ómerk og loks var Páli Bjarnarson dæmdur til að greiða allan kostnað 1 héraði eins og sökin væri eigi gjafsóknarmál, Þessum dómi áfrýjaði stefndi (P. B.) til yfir- dóms. Yfirréttur áleit hirta tiigreindu klausu í Bjarkagreininrti »stórlega ærumeiðandi og svívirðandi fyrir stefnda, sem et' prestur í þjóðkirkjuembætti. þar sem honuni er borið á brýn, að hann hafi með lognutn rógburði stolið mannorði til greinds manr.s, og að hann hafi stolið 2 gripum frá 2 tilnefudum kirkjunt, sínunt frá hvorri, og að hann hafi gert þetta til að tiuðga sjálfan sig. Að því ieyti sem áfrýjandi hefir leitast við að rökstyðja þessar gífurlegu sakargiftir, einkanlega að því er annan kirkjugrip- inn (skírnarfat Presthólakirkju) snertir, þá eru varnir hans í því efni alveg þýð- ingarlausar og ekkert mark á þeim takandi«. Samkvæmt þessu staðfesti yfirrótt- urinn undirréttardóminn og dæmdi á- frýjanda (P. B.) til að greiða málflutn- ingslaun hins skipaða málsfærslumanns stefnda fyrir yfirdómi, Odds Gíslasonar málfærslumanns, með 25 kr. Sama dag var kveðinn upp í yfirrétt- inum dómur í máli milli Halldórs prests Bjarnarsonar á Presthólum og Asgríms barnakennara Magnússonar, út af um- sömdu kaupi, 150 kr., fyrir 3 mánaða kaupavinnu, er síra Halldórátti að gi-eiða Asgrími, en hann kvaðst eig'i hafa feng- ið greiddar af nema 6 kr. og lögsótti þvi síra Halldór fyrir aukarétti Þing- eyjarsýslu til að greiða það, er á vant- aði. Lauk því, máli við undirréttinn roeð dómi 5. okt. 1901, á þá leið, að síra Halldór var dæmdut' til að greiða As- grími 144 kr. með 5% vöxtum frá 27. maí 1901 til borgunardags og 25 kr. í málskostnað. Yfirrótturinn staðfesti þann dóm og dæmdi síra Halldór auk þess til að greiða 40 kr. í málskostnað fyrir, yfir- dónti og 10 kr. sekt tjl landssjóðs fyrir þarflausa málsyfingu. ----------------- Póstnr druknaður. 20. f. mán. fórst bátur með 6 mönn- um á leið frá Flatey til Stykkishólms. Formaður á bátnum var JóhannJónas- son póstur, ágætur ajómaður og vel kyntur. Var hann í póstferð, er slys þetta vildi til. Með honum druknuðu Guðjón bróðir hans, frá konu og 4 börnum, Jón Sigurðsson, giftur en börn hans uppkomin, Guðmundur Jónsson ógiftur, Jóhann þorvaldsson unglingspiltur og Marbjörg Sigurðar- dóttir, kona gift fyrir einu ári. Um lif og heilbrigði. Alþýðlega fyrirlestra um það efni, 10 að tölu, heldur Guðmundur Björns- son héraðslæknir í þessum mánuði hér í bænum. Verða þeir bæði skemti- legir og fróðlegir, eins og nærri má geta, eftir þann höfund. Upphaf á fyrirk'8trum þessum birtist hér í blað inu í dag og framhald væntanlega síð- ar, af sumum þeirra að minsta kosti, ef atvik leyfa. Annar3 er í ráði að bóksali Sigfús Eymundsson geíi fyrirlestrana iit í sérstakri bók, ef höfundurinn fær tíma til að færa þá í letur. Ætti jafn fróð- leg bók og gagnleg að komast »inn á hvert einasta heimili«. Þórður J. Thoroddsen, héraðslæknir í Keflavík, hefir flutt heimili sitt hingað til bæjarins og ætl- ar að verða hér í vetur með konu og börn. Læknishéraðinu gegnir á með- an kandídat þorvaldur Pálsson. V eðurathuganir í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1903 okt. nóv. Loftvog millim. Hiti (C.) c-r ct- -=1 CD O* P cr 8 ox w i ClQ 3 Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld 31.8 751,9 2,8 E i 8 -3,0 2 751,6 5,0 E i 7 9 750,5 4,7 E i 9 Sd 1.8 750,1 4,3 E i 6 2,0 2 746,2 6,7 E 2 10 9 738,5 7,1 E8E 2 3 8 2,9 Md 2. 8 742,5 7,1 8E o 6 4,0 2 741,3 7,5 SE 2 4 9 739,1 5,8 E 2 9 Þd 3. 8 744,3 5,1 N i 2 3,7 3,0 2 751,9 5,7 w i 4 9 757,1 5,1 \v i 10 Md 4. 8 755,0 5,8 SE 2 10 2,3 1,0 2 752,7 8,0 W 2 10 9 755,0 4,6 8\v i 8 Ed 5. 8 754,3 3,8 ENE i 8 5,8 1,0 2 752,2 7,1 8 i 10 9 754,3 6,9 & i 10 Fd 6. 8 748,8 8,1 8 2 10 8,1 5.0 o 743,7 6,4 W8W 2-3 10 9 752,4 6,6 W 1 2 9 Fórn Abrahams. (Frll.) Maður féll. Hann var duglegur smiðvélafræðing ur, en hún glaðlynd vinnukona. þau giftust eins og fólk flest og lifðu af handafla sínum eins og fólk flest. Svo fæddist þeim barn, er varð yndi þeirra og eftirlæti, og hétu þau því hátíðlega, að því skyldi hlotnast alt það, sem þau höfðu orðið að fara á mis við um æfina. Nii höfðu þau markmið að keppa að, unnu hálfu meir en áður og neyttu enn meiri orku, því framtíðin blasti við þeim árdegis- hýr og undrafögur. Ungbarnið i vögg- unni hafði brugðið nýju ljósi yfir til- veruna, alt var auðvelt og alt átti að lánast þeim. Svo kom stríðið. Hann varð órólegur, fór að venja komur sínar á veitmgahúsið, las fjölda dagblaða og hafðist ýmislegt að, sem honum annars aldrei hefði til hugar komið. Eitt kvöld kom hann ölvaður heim, hafði hann tekið það ráðið, til þess að fá þor til að segja það, sem hann hafði lengi borið fyrir brjósti. Hann hafði vandlega íhugað hvert orð, er hann skyldi segja, haft það upp fyrir sér aftur og aftur og fest það í minni, svo hann þóttist viss um að geta sagt það, og áhrif áfengisins gerðu alt glæsiiegra í augum hans en það í raun og veru var. En þegar hann kom heim til sín var munni hans lok- að og hann gleymdi þulunni,sem hann hafði lært utan að. Konan hans sá að hann bjó yfir einhverju, spurði hann spjörunum úr, kom honum á rekspölinn — og þess iðraðist hún alla æfi. það er hlægilegt, sagði hann, að eg, sem þó veit að mig brestur ekki þor, skuli ekki geta sagt það, sem mér býr í brjósti. En nú hefir þú hjálpað mér á stað, þakka þér fyrir það. Eg ætla að fara í stríðið! — Já, en þú veizt að eg ber annað barnið okkar undir brjóstinu, stamaði konan forviða. Einmitt þess vegna, svaraði hanu glaðlega, því nú fór honum að verða liðugra um málbeinið, þegar hann var einu sinni byrjaður. Ættjörðin von- ast eftir því, að allir geri skyldu sína, og nú verð eg að fara að berjast. En . . . Og nú komst hún í geðshræringu, talaði um fátækt þeirra, að hún ætti í vændum að leggjast á sæng o. s. frv. Hann brosti að hræðslu hennar og hélt áfram upprifinn mjög, taldi upp nöfn fjölda manna, þektra og óþektra, er þegar væru komnir á stað, drap á heiðunnn, sem jafnan fellur í skaut þeirra, sem hraustir eru, og fekk þann- ig sefað hana að nokkrn leyti og lauk máli sínu þannig: Heldur þú að landið láti hprmanns- konu aðstoðarlausa, heldur þú að stjórnin annist ekki um ungbarn her- mannsins? Vertu ókvíðin; að missiri liðnu verð eg kominn heim með heið- urspening á brjóstinu fyrir drengilega framgöngu og málann fær þú allan eins og hann er. Hann verður sbórfé, er gerir okkur fær um að veita barninu okkar þarna, yndinu og eftirlætinu, og hinu, sem við höfum ekki séð enn þá, gott uppeldi; þau skulu fá að læra eitthvað. Er það ekki ómaksins vert? Trúnaðartraust hans varð til þess að hughreysta hana — og þess iðrað- ist hún líka alla æfi sína. Ilann gekk á mála, þau skildust, og þegar gufuskipið, er flutti herdeild- ina til her8töðvanna, lagði á stað, stóð hún á hafnarstéttiuni í hóp annara kvenna, er hundruðum saman ýmist hlæjandi eða grátandi veifuðu kveðju til tnanna sinna og bræðra, Svo gekk húu heirn til sín, beið og ól barn sitt. Hvorki hun né maður hennar vissi, fremur en flestir aðrir, hvað stríð er, og hvorugt þeirra komst að raun um það. Hann dó úr blóðsótt þegar á land kom, var grafinn ásamt nokkr- um öðrum og félí í gleymsku; hún beið næsta missirið og nokkuð lengur. þegar hún var orðin frísk eftir barnsburðinn fór hún með sitt barnið á hvorum handlegg til góðgerðastofn- unar einnar, þar sem fátækum her- mannakonum var miðlað mat og föt- um. það sem bún fekk var af skorn- um skamti, því þar var í mörg horn að líta og lítið af að taka. En flest- ir kjósa firðar líf, og lifa vildi hún þangað til maðurinn hennar kæmi heim aftur með heiðurspeninginn á brjóstinu og ósnertan málann í vas- anum. Henni var ekki vandara um en honum, sem var i annari heimsálfu og hún lét sér þetta þolinmóð lynda, svalt og dró fram lífið. En kraftarn- ir tóku að þverra, og atvinnu var hvergi að fá, að minsta kosti fekk bún enga. Nýfædda barnið var sjúkt af fæðuskorti og boðum fátækralækn- ísins gat hún ekki hlýtt. það varð að reka á reiðanum. Einn dag var það heimtað, að allir þeir, er fæði fengu á góðgjörðastofnun- inni, sönnuðu það, að áhangendur þeirra berðust fyrir fósturjörð sína, eða hyrfu þaðan að öðrum kosti. Hún var ein af þeim, sém urðu að fara. það voru ekki liðnir nema þrír raánuðir frá því að maðurinn fór að heiman og það kvöld varð hún að hátta hungruð, án þess að eiga brauðbita handa sér eða börnunum. »Eg vil borða mamma«, sagði eldra barnið. þá var það, að hún fór að iðrast, en ekki bætti það úr skák. Svo var hún rekin úr kvistherbergi því, er hún bjó í. Innanstokksmunir hennar voru teknir að veði fyrir ýms- um smáskuldum, og nú varð hún að þola alt það, sem eymdinni og fátækt- inni fylgir. Hún stóð uppi ráðalaus gegn öllu þessu og lét. það viðgangast, án þes3 að hún þyrði að segja nokk- urt orð. Heilan dag gekk hún óþreyju- fo.ll, götu úr götu, og svo fyrirvarð hún sig, án þess hún vissi eiginlega hvers vegna, og af því blygðaðist hún sín enu meir. Hún átti engan ættingja í stórborginni og kunningjarnir áttu fult í fangi með að hafa ofan af fyrir sér og sínum. Hún bað um atvinnu, vildi gera hvað sem fyrir félli, og þegar atvinna fekst ekki, betlaði hún um skilding fyrir brauðbita. En al- staðar voru betlaudi hendur á lofti, alstaðar raddir, sem sárbændu um hjálp. Hún var ekki ein. því her- mannakonur voru þúsundum saman og þrefalt fleiri grátandi börn. í land- inu var eymd og hjörtu þeirra sem gáfu, fóru að harðna, því stríðið hélst lengi, og hins vegar var þeim fyrst hjálpað, sem hæst hrópuðu. Enginn leit við þeim, sem báru eymd sína í hljóði. Hún var ein af þeim sem þögðu. Nokkrar nætur svaf hún í opnum húsdyrum eða undir beru lofti, og loks lagði hún lag sitt við mann nokkurn, er hafði yfirgefið konu og börn; hann sá henni við og við fyrir matarbita. Hún vandist á að drekka slæmt brenni- vín, hnuplaði stuudum og loks hafði neyðin spilt henni gjörsamlega. Oll heimilisbönd voru slitnuð. Börn sín skildi hún grátandi eftir í einhverju skotinu, reikaði á drykkjusmugum nið- ur við höfnina til að selja sig fyrir skilding, svo hún gæti keypt brauð- bita handa börnunum. Og hún gleymdi manni sínum, hermanninum, en iðrun- inni gat hún ekki gleymt. Einn dag vildi það til, að maður- iun, sem hún löngum fekk hjá svala- drykkinn, er hitaði henni svo þægilega, svaladrykkinn, er gaf henni stundar- gleymsku en vakti því ákafara sam- vizkubit eftir á, sló litla dretiginn hennar. þá fór hún sína leið og var nú aftur stödd á götunui með sitt barnið á hvorum handlegg. Hún gerði nú seinustu tilraunina til að útvega sér hjálp, en hún hafði engin skjöl í höndum, er sönnuðu að húu ætti rétt á styrk af opiuberu fé. Hún var vesöl, drykkfeld kona, sem enginn trúði. Að hún hafði týnt skjöl- um sínum var atvik, sem enginn gaf sér tíma til að bæta úr, það var um svo mikið að hugsa; hún var ein með- al margra og fekk enga hjálp. JSiíié inn í Breiðfjörðs búð Allir kaupa þar nú hin margbreyttu fataefni, einnig alklæði á 2,50, tví* breitt frakkafóður 0,70—100, ljómandi svuntuefnin al. á 0,40 til 1,40; úrval af sirsum á 0,20 til 0,28; hvenslifsi á 0,60 til 3,75. Óbl. léreft í olíufatn- að 0,12 til 0,25 og m. m. fl.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.