Ísafold - 14.11.1903, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.11.1903, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu ginni eÖa tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/j doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bundin viÖ áramót, ógild nema komin sé til ntgefanda fyrir 1. október. AfgreiÖslnstofa blaösins er Austurstræti 8. XXX. árs. Eeybjavík laugardaginn 14. nóvember. 1903 70. blað MuóÁu/á Jta'ujaAÍiv I. 0. 0. F. 852398VJ. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. Frilœkning á gamla spitalannm (lækna- skólanum) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11-12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstndags- og snnnndagskveldi kl. 8*/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónnsta ki. 9 og kl. 6 á hverjum helgnm degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10'/j—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til ntlána. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b 1. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1. Höfuðstaðurinn O0 Tikisstjórnarafmæli konungs vors. Á morgnn er 40 ára ríkisstjórnaraf- mæii konungs vors, hins ástsælasta ■þjóðhöfðingja og mest virta, sem uú er ■uppi, þess konungs, sem verið hefir oss íslendingum allra konunga beztur. Danir hafa í alt haust verið að búa sig undir hátíðahö'd í tilefni af afmæli þessu. Ekki að eins Kaupmannahöfn ætlar aS tjalda því sem til er á morg- un, heldur má segja, að ekki só sá smákaupstaður til um alla Danmörku, að hann hafi ekki afráðið að gjöra hið sama. En hvað ætlar höfuðstaður Isiands að gjöra í tilefni af þessu ríkisstjómar- afmæli konungs vors? Höfuðstaður íslands ætlar ekkert að gjöra. Hann sendi kotiuugi fyrir mán- uði síðan eitt af þessum »skrautrituðu« ávörpum sínum með nokkrum nöftium bæjarmanna undir, og hygst meö því hafa gjörtalt, sem af honum verði kraf- ist. Að öðru leyti ætlar liöfuðstaður ís- lands ekkert að gjöra nema líklega að flagga, — já flagga, eins og hór er gjört svo að segja alla ársins 365daga! En er þetta nú tilhlýðilegt? Er það tilhlýðilegt, að höfuðstaður lands vors sitji hjá og gjöri ekki neitt, þegar allir bæir í ríkinu aðrir, sem nokkuð’kveður að, skrýðast hátíðaskrauti til þess að heiðra konung sinn ? Hefði Reykjavík verið örlítið þorp, með svo sem 200 íbúum, hefði ekki ver- ið til slíks takandi. En nú er Reykja- vík bær með að minsta kosti 8000 íbú- um, og þá verður sinnuleysi hennar og aðgjörðaleysi í þessu tiliiti líkast »demonstratión«, og það því fremur, sem ekki verður sagt um oss Reykvík- inga, að vér annars látum þau tækifæri, er bjóðast til hátíðabalda, oss úr greip- um gauga ónotuð. Og svo er enn eitt, sem hér ber að minna á. Fyrir rúmum mánuði höfum vórfeng- ýð þá breytingu á stjórnarskrá vorri, sem vór höfum verið að berjast fyrir rúman hálfan mannsaldur, þá stjórnar- bót, sem ailir góðir Islendingar vænta sér svo mikillar blessunar af fyrir land vort og þjóð. Þessi stórmerkilegi við-. burður í sögu þjóðar vorrar ber svo að segja upp á 40 ára ríkisstjórnarafmæli konungs vors, — hefði það ekki ein- mitt átt að knýja oss til að minnast þessa afmælis konungs vors með sér- stökum hátíðahöldum. Vér eigum Kristjáni IX. meira að þakka en nokkrum öðrum konungi. Þessa bar oss að minnast og láta það sjást í verkinu einmitt nú á 40 ára ríkisstjórnarafmæli konungs vors. Þeir, sem fyrir því áttu að gangast að sjálf- sögðu, hafa ekkert gjört. Það er þeim og höfuðstað vorum til li'tils sóma. Tízkan. Alþýðul'y rirlestur eftir Guðm. Finnbogason, magister. Allir kannast við leikinn sem heitir •Láttu það ganga!« Hann er fólginn í því, að maður gerir sessunaut sínum einhvern grikk og segir um leið: »Láttu það ganga!« en hann fer eins við hinn næsta og þannig koll af kolli. þar sem margir sitja í röð, byrjar t. d. einn á því að klípa annan, en hann þann næsta o. s. frv. og svo skrækja allir hver af öðrum, og það hljómar ekki illa, ef vel er klipið. Eða einn tekur upp á því að kyssa hinn næsta og svo gengur kossinn hringinn í kring, og það er auðvitað ekki ónotalegt, ef vel er kyst. En þeir, sem hafa verið i slíkum leik, vita að alt getur ekki »gengið«. Sumt kemst ekki lengra en til hins næsta, sem þá afsegir að láta það ganga lengra og ef til vill sendir annað á stað. Yfir höfuð er óhætt að segja, að það eitt gengur, sem fellur mönnum í geð í svipinn, sem móttæki- leikinn er fyrir þá stundina — hitt fellur niður af sjálfu sér. |>að sem öllum fellur, gengur hringinn í kring, annað kemst yfir minna svæði; en það, sem þykir ágætt, er látið ganga aftur og aftur, og því betur sem það fellur í geð, því Iengur gengur það. þessi Ieikur er óendanlega fjölbreyti- legur, því hann tekur á sig nýja mynd í hvert skiftið, eftir því, h v a ð það er, sem látið er ganga og h v e r n i g það gengur. Mér finst þessi leikur afar merkileg- ur, því eg fæ ekki betur séð, en að hann sé sönn ímynd mannlífsins í hinum ýmsu myndum þess. Mannlíf ið sjálft er slíkur leikur. Eg skal með nokkrum orðum reyna að finua þess- ari skoðun stað. það eru gömul sannindi, að vaninn er mannsins annað eðli, og þarf varla að færa sönnur á það hér. En hvern- ig myndast vaninn? Hann myndast þannig, að ein athöfn, eða röð athafna, hvernig sem hún sjálf er í fyrstu til orðin, verður fyrirmynd og því fyrir- rennari annarar líkrar athafnar. Að drekka eitt staup, það er athöfn út af fyrir sig, en ef hún verður fyrir- mynd annarar líkrar og þannig koll af kolli, ef eg »fæ mér einn, fæ mér tvo, fæ mér þrjá«, þá fer vaninn að myndast. Einhver tekur einhvern tíma upp á því, þegar hann talar við ann- an, að fitla við úrfestina sína, strjúka hendinni aftur fyrir eyrað, snúa yfir- skeggið eða því um líkt. Hann gerir þetta svona hinsegin. Viti menn! Fyrsta sinn dregur eftir sér annað sinn og áður en hann veit af, erþetta orðið að vana. Vaninn er í þessu fólginn, að ein athöfn, eða röð athafna, dregur ósjálfrátt aðra eftir sér. Van- inn er leyniþráður í manneðlinu, er tengir athafnirnar því fastar saman, þvf oftar sem þær eru endurteknar, hver á eftir annari. Á þessu byggist, að vér verðum eins og vér breytum. En nú er því svo varið, að fyrir- myndir athafna vorra tökum vér fæst- ar upp hjá sjálfum oss, heldur fáum þær flestallar frá öðrum. »það nema börn, sem á bæ er títt« og uppeldið er líka aðallega í því fólgið, að einn tekur eftir öðrum, ein kynslóðin tekur eftir annari, líkir eftir henni frá blautu barnsbeini og verður henni því að miklu leyti sviplík. f>að er nú auðsætt, að ef þeir lifn- aðarhættir, siðvenjur, vinnulag, lista- snið o. s. frv., sem ein kynslóð hefir náð, verður órjúfanleg fyrirmynd næstu kynslóðar, fyrirmynd, sem ekki má breyta út af, þá kemur k y r - staða. f>ágengur það sama öld eft- ir öld. Hver ný kynslóð verður þá sem ný, en óbreytt útgáfa af hinni fyrri, með sömu hugsunarvillum, sömu prentvillum. það hefir lengi tíðkast að nefna K í n v e r j a sem dæmi upp á þetta. Með Evrópuþjóðirnar hefir þetta verið öðru vísi, þær hafa ekki staðið í stað, yngri kynslóðirnar hafa ekki verið óbreytt útgáfa af hinum eldri, heldur ný útgáfa, aukin og — ef ekki að öllu endurbætt, þá að minsta kosti breytt. Hvað hefir nú valdið þessum mismun kyrstöðu og framþróunar ? Hvers vegna verður hjá sumum þjóð- um að eins endurtekning, hjá öðrum breyting, framför eða afturför? Lítum snöggvast aftur á leikinn »Láttu það ganga«. Ef það, sem einn byrjaði á, félli hinum fevo vel í geð, að þeir á- kvæðu með lögum og legðu dauðahegn- ing við að láta nokkuð annað ganga, og þessi skoðun yrði svo innrætt kyn- slóð eftir kynslóð sem guðlegt valdboð, þá er auðsætt, að leikurinn yrði jafn- an hinn sami, alt af gengi hið sama. En leyfið svo einstaklingunum að senda nýtt á stað, koma fram með nýjar uppástungur. Hvernig fer? Leik- urlnn breytist. Hver kemur fram með sitt og vill láta það ganga. Sá sem hittir á það, sem allir þráðu mest í svípinn, ljóst eða óljóst, hann verður hlutskarpastur, hann verður fyrirmynd. in, sem aðrir líkja eftir. það er hann, sem gefur leiknum þann svip, sem hann fær, þangað til menn fara að þreytast á þessu, og einhver annar kemur fram, sem sendir nýtt á stað, er berst við hið gamla og sigrar það að lokum. Og þannig koll af kolli. Fyrirmynd og eftirlíking eru þeir tveir meginþættir, sem mann- lífið er 8núið úr, og það sem ræður því, hvort kyrstaða verður eða hreif- ing, er það, hvort ein fyrirmynd fær alveldi eða fleiri fyrirmyndir fá að berjast um völdin, hvort það er ein- okun eða frjáls viðskifti, með sam- kepni þeirri, sem af þeim leiðir. Fyr- irmyndirnar, lifandi og dauðar, um- skapa heiminn og halda honum i rásinni og saga mannkynsins er sagan um baráttu fyrirmyndanna. Alla breytingar mannlífsins eiga rót sína að rekja til einstakra manna eða fárra manna, sem héldu saman, — þó þeir stundum yrðu að rétta hvor öðrum hendur yfir aldabil — manna, eem brugðu að einhverju leyti út af því, sem tíðkaðist í kringum þá, og urðu smátt og smátt fyrirmynd, sem aðr- ir líktu eftir, vitandi eða óafvitandi. »f>að þarf ekki nema einn gikk í hverja veiðistöð«, segir máltækið. Flestir þekkja söguna um Filippus konung af Makedoníu. Eitthvert kvöld var kurr og kliður mikíil í herbúðunum. f>á varð honum þessi hnyttilega spurning að orði: Hver hleypti asnanum inn í herbúðirnar? það var mergurinn máls- ins, því »að ósi skal á stemma«. Allir siðir manna, góðir og vondir, alt vinnulag, allar uppgötvanir — alt á það sér líka sögu. f>að var einu sinni nýung, nýungin varð fyrirmynd og fyrirmyndin umskapaði smátt og smátt heiminn. En auðvitað má ekki gleyma þvf, að varla hefir nokkur uppgötvun orðið að öllu til í sál eins manns. Einhver á fyrsta sporið, en svo taka aðrir við, breyta til í einstök- um atriðum, og þannig ummyndast hið upphaflega smámsaman, unz það hef- ir náð hinni hæstu fullkomnun, sem það getur tekið — eða er komið út í öfgar; en sérhver smábreyting hefir orðið að berjast til ríkis, keppa við það, sem fyrir var eða samtímis kom, unz hún sigraði eða féll fyrir öðru, sem var sterkara, af því það var betra eða fullnægði betur þörfum manna í svipinn. þannig er alt nýtt eins kon- ar frækorn; það vex og verður stórt, ef það fellur í góða jörð, en deyr og hverfur, ef það lendir þar, sem mót- tækileikann vantar eða aðrar sterkari tegundir draga næringuna frá því. — Einu 8inni þóttu íslenzku Ijáirnir góð- ir, svo komu sközku ljáirnir og ruddu þeim úr vegi; rokkurinn kom í stað snældunnar og verður sjálfur ein- hvern tíma að þoka fyrir spunavélinni; plógurinn vinnur nú víðar og víðar það, sem rekuBpaðinn vann áður, og hins vegar berjast hinar ýmsu teg- undir plóga um völlinn; hver þeirra heldur velli hjá okkur er óútkljáð enn. Skilvindan kemur í stað rjómatrogsins, þilskipið fyrir opna bátinn, hestafl

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.