Ísafold - 14.11.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.11.1903, Blaðsíða 3
279 andi áburð aðaláfrýjanda á sig í bréfi til ráðgjafans, og a ð þau séu sum- part á rökum bygð og sumpart ekki ærumeiðandi*. — f>6 að ummælin séu í umsagnarbréfi, sem amtmaður heimt- aði af gagnáfrýjanda, þá fara þau þó langt út fyrir aðalefni hinnar umkröfðu skýrslu, og var gagnáfrýjanda innan handar að gefa amtinu fullnægjandi svar, þótt ummælum þessum öllum hefði slept verið. þá er bréfið eftir efni sínu eigi embættisleg tilkynning um glæpi, framda af aðaláfrýjanda, gefin í því skyni, að sakamál yrði höfðað gegn honum. Ekkert orð bréfs- ins bendir í þá átt, enda hafði gagn- áfrýjandi sjálfur ákæruvaldið í hönd- um sér á ísafirði og þurfti eigi að snúa sér til amtmanns í því efni. Eigi verður það heldur álitið, að ummæli aðaláfrýjanda í bréfi hans til ráðgjaf- ans heimili hin átöldu ummæli gagn- áfrýjanda sem réttmæta »retorsion«, en ummæli áfrýjanda þau, er hér geta komið til álita, eru þessi: »en hann (lög- reglustjórinn) o: gagnáfrýjandi, humm- aði því fram af sér með vífilengjum og útúrsnúniugum «; — »en hann neit- aði því, og vildi yfir höfuð ekkert lið- sinna mér til þess, að eg næði rétti mínum, og virði eg honum það til vorkunnar, þar sem hann, ef ekki beinlínis, þá þó óbeinlínis var valdur að tjóni því, sem eg hafði orðið fyrir«; — og »er það augljóst, að þessi úr- skurður amtsins er bygður á rangri umsögn lögreglustjóranB*. — Orð þessi, sem tekin eru upp í kæru aðaláfrýj- anda yfir yfirvaldi sínu (gagnáfrýjanda), stílaðri til yfirboðara hans, eru hvorki efnislega né formlega svo löguð, að þau heimili gagnáfrýjanda að æru- meiða aðaláfrýjanda. það verður því að rannsaka það, hvort nokkur æru- meiðing felst í hinum átöldu ummæl- um gagnáfrýjanda um aðaláfrýjanda í bréfinu til amtsins 5. febr. 1900. f>ar sem gagnáfrýjandi þá fyrst seg- ir, að það muni sjást af þessum skjöl- um, að kærur aðaláfrýjanda séu ber- sýnilega raugar í ýmsum greinum, þá _þarf ekki í þessu að felast nein æru- meiðandi aðdróttun, enda er það í málinu sannað, að öll atriði í kærun- um eru eigi alls kostar rétt hermd; þó þetta sé því nokkuð freklega orð- að, verður eigi álitið, að tilefni sé til að ómerkja þau orð. |>ar sem gagn- áfrýjandi þá segir, að það sé login sakargift af hálfu aðaláfrýjanda, að hann hafi gefið amtinu ranga skýrslu, þá er þess að gæta, að í orðum aðal- áfrýjanda, þeim er hér er miðað til, liggur ekki neitt annað en það, að umsögn gagnáfrýjanda hafi verið röng — og það þóttist hann sanna —, en þetta heimilar alls ekki að bera hon- um á brýn, að hann hafi borið fram ilogna sakargift«, það er: vís- vitandi gefið gagnáfrýjanda logna sök. þessi orð eru ærumeiðandi og verður að dæma þau dauð og ómerk. f>á koma til álita ummælin, að hann (að- aláfrýjandi) hafi falsað vottorð það, er bann sendi ráðgjafanum og stolið nöfnum þeirra Skúla Einarssouar og Alberts Jónssonar undir þá yfirlýsingu o. s. frv. f>etta lýtur að því, að að- aláfrýjandi hafði sent ráðgjafanum vottorð, er hann sjálfur tjáði vera eft- irrit af vottorði, er væri í vörzlum amtsinB, og hafði hann getið þessa á eftirritinu, en af því að hann skrifaði það eftir minni, eftir því sem hann hefir skýrt frá, þá varð það eigi nákvæmlega samhljóða frumritinu; skekkjan er þessi, að í frumritinu stóð: »að hús og innbú hafi skemst«, en í eftirritinu: »að vörur, hús og innbú hafi verið meira og minna skemt«. þessi atvik réttlæta það með engu móti, að gagnáfrýjandi ber þá sök á aðaláfrýjanda, að hann hafi falsað vottorð og stolið nöfnunum, því að ósamræmið milli vottorðanna virðist stafa af minnisleysi aðaláfrýjanda eða ógáti hans, enda er það fremur lítil- vægt, og þar sem þessi ummæli eru eigi á annan hátt réttlætt, þá verður að ómerkja þau, eins og béraðsdóm- arinn hefir gert. |>ar sem gagnáfrýj- andi ennfremur segir: »að aðaláfrýj- andi virðist hafa breytt hyggilega f því að hafa sig héðan burt, þar sem hann með kærum sínum og vottorðs- tilbúnaði sýnisc haf.i komið vel nærri 227., 228. og 272. gr. hinna alm. hegn- ingarlaga*, þá felst í orðum þessum augljós aðdróttun um hegningarvert athæfi af hálfu aðaláfrýjanda; þar á móti eru þau, eftir framsetningu sinni, ekki kæra til æðra yfirvalds yfir at- ferli aðaláfrýjanda. Með því að þessi aðdróttun hefir eigi verið réttlætt eða nægilega rökstudd af hálfu gagnáfrýj- anda, því að ekkert er með rökum framkomið um það í málinu, að aðal- áfrýjandi hafi gerst brotlegur gegn hinum áminstu hegningarlagagreinum, þá verður að dæma þessa málsgrein ómerka, þar eð hún þykir vera rnjög meiðandi fyrir aðaláfrýjanda. |>ar sem aðaláfrýjandi loks hefir átahð þessa klausu í bréfinu: »|>að bætir eigi úr skák fyrir honum, þótt annar maður hafi eggjað hann fram og verið hjálp- armaður hans í óyndistiltektum þess- um«, þá verður eigi álitið, að í þess- um orðum felist nein saknæm æru- meiðing eða móðgun. Samkvæmt því, er hér er sagt, verð- ur að dæma dauð og ómerk orð þau og klausur í bréfi gagnáfrýjanda fráð. febrúar 1900, sem tilgreind eru hér á undan. Málskostnaður fyrir báðum dómum virðist eftir atvikum rétt að falli niður. |>ví dæmist rétt að vera: Framangreind meiðyrði og móðgun- aryrði skulu vera dauð og ómerk. Að öðru leyti á gagnáfrýjandi að vera sýkn af kærum og kröfum aðaláfrýj- anda i þessu máli. Málskostnaður fyrir báðum dómum falli niður. Botnvörpungar. Skrifað er frá ísafirði 1. nóvember: »Botnvörpungar hafa í haust gjörst býsna nærgöngulir, sópað A ð a 1 v í k i n a hvað eftir annað með botnvörp- um sínum og nýskeð voru 3 botnvörp- ungar inni á Jökulfjörðum og eyðilógðu þar á skömmum tíma dágott fiskirí, sem þar var komið. J>ykir mönnum ilt að horfa á slíkan rán- skap og sjá aðal-atvinnuveg sinn eyði- lagðan, án þess yfirvöldin skifti sér nokkuð af lögbrotunum. (f'jóðv,). Skálholt kom hingað loksins að kvöldi 12. þ. m., nál. 12 dögum á eftir áætlun; hafði tafist mjög vfða sökum óveðurs og útskipunar, var t. d. fulla viku frá Patreksfirði hingað. Með því var talsverður strjálingur af farþegum. Síðdegisguðsþjón. á morgun kl. 5 (B. H.). Búastríðið kostaði Englendinga 222,974,000 pd. sterling eða rúmar 4000 miljónir króna. Af þeirra hálfu tóku þátt í stríðinu 380,577 manns, en af Búum að eins 89,375. Af Englendingum féllu 8590 manna, 13,352 sýktust og dóu, en 75,536 urðu sárir eða sjúkir. Dýr tarfur. Kynbótafélag eitt á Jótlandi keypti í haust graðung til undaneldis, 2l/2 árs gamlan, fyrir 4000 kr. Helming- ur andvirðisins var greiddur þegar er kaupin gerðust; hinn helminginn á félagið að greiða á 4 næstu árum. Bezta kýriu f Danmörku, »BeIla« heitir hún, mjólkaði árið sem leið 10,465 pund, og úr þeirri mjólk fengust 488 pund af smjöri. Hvað mjólkar bezta kýrin hér á landi? V eðurathuganir Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1903 nóv. Loftvog millim. Hiti (C.) !>- et c-t- <J <x> ox p >-i cr 8 W pr *^Í\ 3 & CfQ Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld 7.8 747,9 6,6 S 2 10 17,5 -4,0 2 742,8 7,7 sw 2 10 9 735,6 8,7 S8E 2 10 Sd 8. 8 723,1 2,8 8W 2 10 20,7 1,0 2 727,0 3,6 SW 2 6 9 728,0 2,6 8 2 10 Md 9. 8 739,4 1,7 NNE 2 7 1,3 0,0 2 747,2 -0,3 ENE 2 5 9 753,5 -2,4 N 2 3 í>d 10.8 757,4 -2,9 ENE 2 5 -5,0 2 755,9 1,0 E 2 10 9 751,7 3,1 E 3 10 Mdll.8 742,2 8,6 SSW 2 10 10,1 3,0 2 739,5 11,0 ssw 2 6 9 735,6 3,0 s 2-3 5 Fd 12.8 740,4 5,8 ssw 1 5 2,7 2,0 2 740.9 3,6 8SW 2 7 9 734,1 3,5 S 2 10 Fd 13.8 727,1 5,0 wsw 2 10 8,6 2,0 2 731,7 4,3 S l 8 9 735,9 2,8 s 1 3 Aukaútsvör í Garðalireppi 1903. (Þeir gjaldendur eru búsettir f Hafnar- firði, 8em eigi er annars um getið sérstak- lega. Lægri útsvör en 25 kr. eru eigi hér talin). Aug. Plygenring kaupm. 250 kr. Árni Árnason tómthm. 25 kr. Hjörn Helgason skipstjóri 35 kr. J. P. T. Brydes verzlnn 500 kr. Böðvar Böðvarsson hakari 30 kr. Einar Þorgilsson kaupm. Óseyri, 125 kr. Filippus Filippusson tómthm. 28 kr. Finnur Gislason f. skipstjóri 65 kr. Guðjón Gísla- son Lambhaga 45 kr. Guðjón Signrðsson Óttarstöðum 35 kr. Guðmundur Jónsson skipstjóri 25 kr. Gaðmundur Tjörfi Guð- mundsson, Straumi, 45 kr. Jtalldór Hall- dorsson, Setbergi, 35 kr. Hrómundur Jósefs- son skipstjóri 40 kr. Ingvar Jóelsson f. skipstjóri 25 kr. Jens Pálsson próf. Görð- um 160 kr. Jóhannes Reykdal trésm. 50 kr. Jóhannes Sigfússon kennari 80 kr. Jón A. Mathíesen verzlunarm. 85 kr. Jón Gunnarsson verzlunarstj. 65 kr. Jón Jónas- son barnakennari 25 kr. Jón Jónsson tómthm. 25 kr. Jón Þórarinsson skólastjóri 100 kr. Jörgen Hansen kaupm. 80 kr. Jörundur Þórðarson trésmiður 25 kr. Mar- kús Gíslason lausam. 35 kr. Olafur Böð- varsson verzlunarm. 25 kr. Páll Einarsson sýslum. 150 kr. Runólfur Þórðarson verzl- unarm. 25 kr. Sigfús Bergmann verzlunar- stjóri 76 kr. Sigurður Sigurðson Óttar- stöðum 35 kr. Sigurgeir Gíslason verzlun- armaður 35 kr. P. J. Thorsteinsson & Co verzlun 400 kr. Utgerðarfélagið við Hafn- arfjörð 50 kr. Þ. Egilson f. kaupm 90 kr. Ogmundur Sigurðsson kennari 50 kr. Pórn Abrahams. (Frh.) Maður féll, og amiar til og svo hver af öðrum í sffellu. f>eir féllu eiuir sér og hópum saman, Sumir lágu fyrir fult og alt, aðrir skreiddust með titr- andi hjarta bak við stein, niður í laut- ir, skriðu á fjórum fótum meðan kraft- arnir entust og lágu svo skjálfandi og stynjandi, fundu síðastaþróttinuþverra, sáu blóð sitt renna í sandinn og kendu, hvernig hið svala vængjablak dauðans þerraði angistarsvitann af enni þeirra. þeir heyrðu kúlnahrfðina dynja yf- ir sér og fram hjá sér, sáu sprengi- kúlurnar sundra klettunum og dreifa þeim sem ryki í stormi. Kveinandi hnipruðu þeir sig saman, reyndu að fela sig, en það tókst ekki, óttinn óx. Starfskraftur heilans tifaldaðíst, skyn- færin greindu sársaukann margfalt næmar en áður, angistin varð voðaleg, hjálparvonin hvarf og formælingar blönduðust saman við bænir þeirra; þeir urðu frávita af hræðslu, bölvuðu, grétu og báðu, kvaldir öllum heljar- kvölum, sárbeittur sulturinn skar þá innan, þorstinn logaði í kverkunum, taugarnar urðu næmari og næraari, unz dauðans angist og örvænting bugaði líf þeirra með heljarþunga sínum. Orusta hafði staðið, frægur sigur var unninn. Ritsíminn starfaði sleitu- laust alla nóttina, og í öðru landi og annari heimsálfu sté takmarkalaus fögnuður hátt til himins. Ekkjutárin og grátur föðurleysinganna druknaði í gleðiglaumnum, gleðiu var of mikil, of almenn til þess að hugsanir um sársaukann kæmust þar að. Og prest- ur einn, sem átti að þerra tárin og sefa þjáningarnar, sté í stólinn og guðlastaði. Guð hefur verið með oss, mælti hann; Jesús Kristur hefur bless- að vopn vor, sagði hann við söfnuðinn. Lítið á ekkjuna þarna, hún ber höf- uðið hátt; þó maður hennar hafi fallið í stríðinu. Lítið á gamla kaupmann- iun þarna, hann er ekki niðurlútur, þótt einkasonur haus sé nýlega dáinn; horfið á móðurina þarna, synir hennar eru henni horfnir fyrir fult og alt, en hún grætur aðeins af gleði yfir því, að synir hennar hafa gert skyldu sína. Látum ossþakka gjafaranum allra góðra hluta fyrir það, að hann hefir gefið stórri þjóð slfka feður og slfkar mæður; dæmi þeirra mun sýna öfundsjúkum nágrönn- um vorum, að vér hikum ekki við að leggja út í nýtt stríð, meira og blóð- ugra en þetta. Lofað og vegsamað sé safn drottins, sem hefur gefið oss þrótt til að fórua sonum vorum á altari því, er vér höfum reist honum til dýrðar. Og ekkjan horfði hreykin í kringum sig, kaupmaðurinn gamli rétti enn betur úr sér, og tár móðurinnar hættu að streyma. Stjórnarvalda-augl. (ágrip). Sigurþór Ólafsson og Ólafur Ólafsson innkalla með 6 mánaða fyrirvara, frá 23. okt. siðastl., skuldakröfur i dánarbú Þor- steins Ólafssonar i Búðarhólshjáleigu. Skiftaráðandi í Reykjavik innkallar með 12 mánaða fyr.'rvara, frá 23. okt. þ. á. að reikna, skuldakröfur í þrotabú kaupm. J. P. Bjarnesens hér i bænum. Skiftaráðandi i Skagafjarðarsýslu inn- kallar með 6 mánaða fyrirvara, frá 23. október þ. á. að telja, kröfur i þrotabú Einars Einarssonar á Hofsós. Skiftaráðandinn í Kjósar og Gullbringu- sýslu innkallar með 6 mánaða fyrirvara, frá 2. okt. þ. á. að telja, skuldakröfur í dánarbú Gunnlaugs Gunnlaugssonar á Ey- vindarstöðum i Bessastaðahreppi. Landsbankinn innkallar glataðar við- skiftabækur við sparisjóðinn Nr. 7049 (T bls: 119) og 9070 (Y bls: 220) með 6 mánaða fyrirvara frá 6. þ. m. Bókavinir! Undirritaður hefir til sölu: Byron, NOKKUR LJÓÐMÆLI í mjög snotru bandj . . . 2,00 í skrautbandi . . f . . . 2,50 E. Tegnér, AXEL í bandi 1,00 RÓBiSON KRÚSÓE (ágæt barnabók) í bandi . . . 1,25 Stgr. Thorsteinssou, DÖNSK LESTRARBÓK í sterku bandi 2,40 Hafnarstræti 16. Guðm. Gamalíelsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.