Ísafold - 14.11.1903, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.11.1903, Blaðsíða 2
278 iyrir mannsafl, og gufa og rafmagn fyr- ir hvorutveggja. fannig mætti halda lengi áfram. Gömlu áhöldin þola ekki samkepn- ina við hin nýju, því undir eins og skozkur ljár 9r kominn á eitt heimili í svéitinni, er sú spurning lögð fyrir hvern bónda: Hvorri fyrirmyndinni á eg að fylgja, spíkinni eða skozka ljáu- um? Og betra áhaldið sigrar, því þeg- ar til lengdar lætur, vilja menn sitja Við þann eldinn, sem bezt brennur. Fyrsta skilyrði allra framfara, andlegra og líkamlegra, er því þetta: Komið með góðar fyrirmyndir í hverju sem er, setjið þær þar, sem allir sjá þær; hitt kemur þá smátt og smátt af sjálfu sér. — Bitt lítið atvik hefir orðið mér minnisstætt. |>egar eg kom fyrst á Akureyri fyrir mörgum árum, voru öll hús þar með gamla laginu, sem við þekkjum. Svo kom þar fyrir nokkrum árum maður, er bygði sér hús í nýjum og fegri stíl. f>að var með verönd, með mislitu gleri í glugg- unum, prýtt tréskurði o. s. frv. Viti menn! f>etta hefir breytt útliti bæjar- ins á fáum árum. Nú er meiri og minni tréskurður á öllum nýjum hús- um, sem reist eru þar, og jafnalment er mislita glerið. Hver breytti bæn- um? Sá sem reisti fyrirmyndina, það er hún, sem umskapaði hann. »f>að þarf ekki nema einn gikk í hverja veiðistöð*. Auðvitað breyta menn til, en breytingarnar liggja i sömu átt og fyrsta sporið, þangað til aftur er stig- ið spor í nýja átt, er verður fyrirmynd, er dregur menn að sér, en frá hinni gömlu. Á þenna hátt hafa hinir ýmsu húsgerðarstílar orðið til og breiðst út. Fyrst byrjuðu einhverjir, sköpuðu nýtt húsasnið, aðrir líktu eftir þeim. Og svo er með allar listascefnur og skálda- skóla. Sá sem slær á þá strengina, sem bezt hljóma á hverri öld, hann verður fyrirmynd, sem hinir líkja eft- ir, hann »gefur tóninn«, og hinir, sem kveða við annan tón, verða að draga sig í hlé, þangað til nýja lagið erorð- ið gamalt og menn fara að þrá eitt- hvað annað, þá fá þeir, sem áður þögðu, sinn forsöngvara. fannig veltur aldahjólið áfram; það sem einu sinni sneri upp, snýr annað skiftið niður, og hinir síðustu verða fyrstir og fyrstir síðastir. Bn það sem liggur næst hjarta hjólsins, næst þunga- miðjunni, sem alt veltur um, það vík- ur minst út frá beinu línunni. En nú get eg ímyndað mér að þið farið að hugsa sem svo: Hvað kem- ur alt þetta tízkunni við? því fyrir- lesturinn átti að vera um tízkuna. f>ví skal eg svara. f>að sem eg hefi sagt, á að vera til að bregða Ijósi yfir hvað tízkan er og hvernig hún mynd- ast. f>ví orðið tízba táknar ýmsar myndbreytingar menningarinnar. Hún er sá hlutinn af lifnaðarháttum manna, siðum og venjum, er breytist á til- tölulega stuttum tíma. Hún snertir einkum hið ytra fbrm, snið eða hátt athafna mannsins, því það getur breyzt, þó athöfnin sé hin sama í sjálfu sér. f>að er ekki tízka að eta mat, því það hafa menn gert síðan þeir fengu munn og maga; en hitt er tízka að eta hina ýmsu rétti matar í ein- hverri tiltekinni röð, því röðin er kom- in undir venju og breytist á ýmsum tímum, og eins er það tízka að nota að eins gaífalinn þegar fiskur er etinn. f>á getur það og orðið tízka að drekka einhverja ákveðna drykki, eða gæða sér á einhverju sérstöku góðgæti. f>eg- ar eg kom hingað heim fyrir tveim ár- um, var það almenn tízka að eta »eggjasnap8«. Nú hefi eg verið hér fjóra mánuði og engan eggjasnaps séð né fengið. Tízkan ergengín um garð. f>að yrði óþrjótandi efni að telja upp öll þau atriði mannlífsins, sem tízk- an snertir, því ríki hennar er afarvíð lent. Hún ræður fyrir húsbúnaði manna, og skiftir sér jafnframt af því, sem fer fram í búri og eldhúsi, hún velur umtalsefni f samkvæmissalnum og ræður sniði á hátíðahöldum, hún leggur mönnum ávarpsorð í munn; signor, monsér, herra, maddama, frú, jungfrú, jómfrú og fröken eru hennar börn o. s. frv. o. s. frv. En hvergi er hún jafnvoldug og í öllu því, er snertir klæðaburðinn. f>ar er hún einvöld og þar kemur eðli hennar einna skýrast fram, enda er einkum meint til hans, þegar talað er um tízku, þó að sniðtfzkan sé að eins ein grein tízkunnar. Mannslíkarainn er jafnan sjálfum sér líkur, en það, sem hengt hefir ver- ið utan á hann á ýmsum öldum, er fjölbreyttara en auðugasta ímyndunar- afl, og auðnaðist einhverjum að sjá menn og konur í búningum eftir tízku allra alda og þjóða, er óhætt að full. yrða, að það yrði hvorttveggja í senn, hin fjölskrúðugasta og fáránlegasta sýn, er gæti að líta í þessum heimi. Bfni, litur og snið hvert um sig óendanlega fjölbreytt, og þá ekki síður mismun- andi, hve mikið menn væru klæddir, eins og sagan um prinzinn af Joinville sýnir. Hann ætlaði að sigla kringum hnöttinn og systir hans bað hann að færa sér heilan kvenmannsbúning frá Suðurhafseyjunum. Hún ætlaði að bera hann á grímudansleik við hirðina. Hann varð við ósk hennar og færði henni — perluband. Eg get hér að eins nefnt örfá dæmi til að sýna hvernig tízkan á ýrnsum öldum hefir dubbað mannslíkamann, og tek eg þá helzt öfgarnar, því í þeim kemur löngum hið sanna eðli hlutanna í Ijós. Maður þarf ekki annað en taka ut- an um kvenmann til að reka sig á eina erfðasyndiua, sem loðir við þenna hluta mannkynsins og kemur nið- ur á börnunum í þriðja og fjórða lið. Eg á við lífstykkin, sem margsinnis hefir verið sýnt fram á að skemraa líkainann og eru engu afsakanlegri en kínverski kvenskórinn. Á 12. öld er sagt að stúlkurnar hafi fyrst farið að reyra sig. En einkum var það tízka á dögum Loðvíks 14. og hefir verið það að öðru hverju síðan, auðvitað mis- munandi fast. En stúlkurnar hafa á- litið, að holdið verðskuldaði enga vægð, það hafa þær stundum sýnt, með því að festa lífstykkisreimina við rúmstuð- ulinn ,til að geta hert nógu fast að sér. Lífstykkið miðar að því að gera vissan hluta líkamans fyrirferðarminni. Gagnstæð tilhneiging hefir stundum komið fram í þvf að gera þann hluta líkamans, sem menu annars vilja tala sem fæst um, sem fyrirferðarmestan, eg á við svokallaða »tournure«, sem á ísienzku hefir hlotið nafnið aftanauki. f>á var og krínólínan góð uppbót á því, sem mittið mjókkaði við lífstykk- ið. f>að virðist ekki óeðlilegt, að menn hafa reynt að bæta við hæð sína, enda hefir það verið gert bæði að of- an og neðan. Á 16. öld gengu kven- menn á stigstangaskóm, patins, alt að því álnar háum, og í sömu átt ganga háu hælarnir. Á dögum Loðvíks 14. voru hælarn- ir svo háir, að stúlkurnar voru neydd- ar til að styðja sig við staf til þess þær steyptust ekki á höfuðið, og það því fremur, sem þær báru jafnframt á höfði sér strók, sem var tvöfalt hærri en höfuðið sjálft og hallaðist fram, hann nefndist »fontange« eftir einni af frillum Loðvíks 14. — J>á hafa stúlk- urnar líka notað hárið til að auka hæð sína. Á dögum Loðvíks 16. á Frakklandi var það tízka að gera úr hárinu fjórfalt hærri byggingu en höf- uðið sjálft, og rúmtakið var tólffalt við eðlilega höfuðstærð. Hárið var fyrst geitt út til allra hliða, siðan settur hárkoddi ofan á höfuðið og utan um hann var svo hárið fest upp, klístrað og nælt. Of- an á þetta alt kom svo ýmislegt skraut: blómkarfa full af blómum, eða karfa með eplum, stórt knippi af kornöxum, fuglshreiður með fuglum í, grískt hof — og loks kom freigáta með fullum seglum, veifum og öllum útbúnaði, fallbyssum auk heldur öðru, og segja sumir þær hafi verið hlaðnar og marg- ir menn verið skotnir. (Frh.). Vesta, skipstjóri Godtfredsen, kom hing- að til bæjarins 6. þ. m. norðan og vestan um land; hafði hún tafist víða, meðal annars með því að koma á hafnir, er eigi stóðu á áætlun hennar, þar á meðal Stykkishólm, til að taka þar um 600 tn. af kjöti, og tafði það hana í 2 daga. Með skipinu kom hingað talsvert af farþegum, þar á meðal alþm. Skúli Thoroddsen af ísafirði, kaupmaður Riehard Riis frá Borðeyri áleiðis til útlanda, C. Zimsen jun., er farið hafði norður í erindum gufuskipaafgreiðslunn- ar, ennfr. frá ísafirði kaupmaður Valdemar lOttesen, er brugðið hafði sér vestur með »Kong Inge«, og Jón kaupmaður Jónsson (frá Ökrum). Vesta fór héðan aftur 12. þ. m., á- leiðis til Khafnar. Með henni fór með- al annara frú Sigríður Magnússon frá Cambridge. Giftingar i Reykjavík. 26. sept. Hallgr. Jónsson kennari Bergstaðastr. 11 og frk. Vigdís Er- lendsdóttir frá Breiðabólst. á Álftan. 10. okt. Sólmundur Kristjánsson trésmiður f Bergstaðastr. 33 og frk. Guðrún S. Teitsdóttir. 10. okt. Magnús Magnússon sjóm. í Bergstaðastr. og frk. Helga Kristjáns- dóttir. 22. okt. Lýður Bjarnason trésm. Vatnsstíg 10 og frk. Guðrún Nikulás- dóttir. 23. okt. Jón Guðmundsson siglfræð ingur Grettisgata 49 og frk. Guðbjörg Jósefsdóttir. 24. okt. Sigurður Jónsson sjómaður Bergstaðastr. 17 og frk. Sigríður Páls- dóttir. 27. okt. Sæmundur þórðarson thm. Laugaveg)84 og Guðlaug Jóhannsdóttir. 27. okt. Halldór Sigurðsson vir- smiður, þingholtsstr. 7 og frk. Guðrún Eymundsdóttir. 29. okt. Guðjón Jngvar Jónsson thm. Nýlendugötu 8 og frk. Valdís Bjarnadóttir. 3. nóv. Magnús Stephensen thm. Skólavörðustíg 33 og frk. Sesselja Jónsdóttir. 3. nóv. Valdimar S. Loftsson Lauga- veg 33 og frk. Ólafía Magnúsdóttir. 5. nóv. Eyólfur Sigurðsson sjóm. Bergstaðastr. 17 og frk. Guðrún Gísla- dóttir. 6. nóv. Steinn Einarsson thm. Brekku og frk. Elín Guðnadóttir. 12. nóv. jpórarinn B. þorláksson málari Vesturgata 41 og frk. Sigríður Snæbjarnardóttir. 13. nóv. Kristján Helgason skósm. í Gíslaholti og frk. Valgerður Hall dóredóttir. Kand. Sigrurbjörn Á. Gíslason stígur í stólinn við hádegisguðsþjón- ustuna á morgun. Landsyfirréttardóniur í máli Samsonar Eyólfssonar gegn Hannesi Hafstein var kveðinn upp 9. þ. m. Aðaláfrýjandi málsins fyrir yfirdómi, Samson Eyólfsson á ísafirði, höfðaði mál þetta í héraði gegn gagnáfrýjand- anum, Hannesi Hafstein bæjarfógeta á Isafirði, fyrir ýms ummæli í bréfi, sem Hafstein ritaði amtmanninum yfir Vesturamtinu 5. febr. 1900, en Sam- son taldi meiðandi fyrir sig. Málið var dæmt í aukarétti ísafjarðarkaup- staðar 31. desbr. f. á., með þeim úr- slitum, að nokkur af hinum átöldu ummælum voru dæmd dauð og ómerk, Hannes Hafstein dæmdur í 20 kr. sekt til landssjóðs fyrir þau, eða til vara til þess að sæta 6 daga einföldu fangelsi, og loks til að greiða 30 kr. f málskostnað. Dómi þessum áfrýjaði Samson til yfirréttarins og krafðist þess, að ölt hín átöldu ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk, hin ídæmda hegniog hækk- uð og stefndi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir báðum réttum að skaðlausu eða með nægilegri upphæð eftir mati réttarins. Bæjarfógeti Hannes Hafstein gagn- áfrýjaði málinu og krafðist að vera algerlega sýknaður af kærum og kröf- um Samsonar, en að Samson yrði dæmdur til að greiða sér hæfilegan málskostnað fyrir báðum réttum. Gagnáfrýjandi (H. H.) hreifði því, að sökin hefði verið fyrnd, er stefnan í héraði var út gefin 11. septbr. f. á„ Hin átöldu ummæli eru skráð í bréfi gagnáfrýjanda 5. febr. 1900, en voru eigi kunn aðaláfrýjanda fyr en 22. oktbr. s. á., 15. janúar 1901 kærði. aðaláfrýjandi málið fyrir sáttanefnd, en rétcarstefna var ekki gefin út fyr en 11. september 1902. Segir svo um þetta atriði í forsendum yfirdómsins: »þar sem nú réttarstefna í málinu ekki hefir verið gefin út fyr en hátt á annað ár eftir að aðaláfrýjanda voru orðin kunn þau ummæli, sem hann átelur, er hegning sú, sem gagn- áfrýjandi kynni að hafa til unnið, burtu fallin fyrir fyrningu samkvæmt 67. og 68. gr. alm. hegningarlaga, og verður því, þar sem hegningin sam- kvæmt nefndum lagagreinum er fallin niður, að svo miklu leyti að sýkna gagnáfrýjanda af kærum og kröfum aðaláfrýjanda í þessu máli«. Ummæli þau, sem aðaláfrýjandi hefir gert að sakarefni, eru þessi: »|>að sézt væntanlega af þessum skjölum, að kærur Samsonar ertt bersýnilega rangar í ýmsum greiu- um, að það er login sakargift a£ hans hálfu, að eg hafi gefið yður ranga skýrslu, og að hann hefir falsað vottorð það, er hann sendi ráðgjafanum, og stolið nöfnura þeirra Skúla Einarssonar og Alberts Jóns- sonar undir þá yfirlýsingu; haun virðist hafa breytt hyggilega í því að hafa sig héðan á burt, þar sem hann með kærum sínum og vott- orðatilbúnaði sýnist hafa komið vel nærri 227., 228. og 272. gr. hinna almennu hegningarlaga. J>að bætir ekki úr skák fyrir honum, þótt annar maður hafi eggjað hann fram og verið hjálparmaður hans í óynd- istiltektum þessum«. Eftir það segir svo í forsendum yfirdómsins: »Gagnáfrýjandi telur sig eiga að vera ábyrgðarlausan fyrir ummæli þessi, af þeim ástæðum, a ð þau séu kcmin fram í heimtaðri embættisskýrslu, a ð það sé skýrsla eða tilkynning í em- bættisnafni um glæpsamlegt athæfi aðaláfrýjanda, a ð þau séu réttmæt »retorsion«, er réttlætist við vansæm-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.