Ísafold - 06.02.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.02.1904, Blaðsíða 1
Kemnr át ýmist einti ,'sinni eða tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'l2 doll.; borgist fyrir miðjan ’álí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin só til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Beykjavík laugardaginn 6. febrúar 1904 6. blað. JíuóJadi Jia/iýaAMh Í 0. 0. F. 8523981/.,. Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld. 11 —12. Frilœkning á gamla spitalanum (lækna- akólanum) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11—12. K. F. TJ. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8'l2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. tí á hverjnm helgum degi. Landakotsspltali opinn fyrir sjákravitj- *ndur kl. lOVa—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ^ H 2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Ndttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthásstræti 14b og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Nýja stjórnin. Eins og til stóð, settist nýja stjórn- in í valdasessinn 1. þ. tD, Aðsetur hennar er landshöfðingjahúsið fyrver- andi, sem nú er breytt í stjórnarskrif- stofur, og þangað eiga þeir að leita, sem þurfa að finna að máli ráðherr ann, landritarann eða einhvern skrif- stofustjóranna. •Margar hendur vinna létt verk«, segir máltækið, og þeir eru eigi færri en 12 manns alls, æðri og lægri, er þarna eiga að starfa daglega að lands- ins gagni og nauðsynjum. Verða þeir taldir hér allir í einu lagi, til þess að gefa mönnum nú og síðar sem glögg- ast yfirlit yfir þá í einni heild, þótt kunnugt sé orðið um skipun sumra þeirra áður. Eáðherrann er, eins og hvert mannsbarn í landinu þegar veit, hr. Hannes Hafstein, aður bæjar- fógeti á Isafirði og sýslumaður í ísa- fjarðarsýslu. L a n d r i t a r i n n nýi er hr. K1 e- mens Jónsson, áður bæjarfógeti á Akureyri og sýslu'maður í Eyjafjarð- arsýslu. Skrifstofurnar eru þrjár: 1. Kenslumála ogdómsmála- s k r i f s t o f a; þar er skrifstofu- stjóri Jón Magnússon, áður landritari. Aðstoðarmaður hans er kandídat Guðmundur Svein- björnsson (sonur Lárusar háyfir- dómara), skrifari kand. phil. |>órð- ur Jensson (fyr rektors Sigurðs- sonar). 2. Atvinnuog samgöngumála- skrifstofa: skrifstofustjóri kandídat Jón Hermannsson (fyr sýslumanns f Kangárvalla- sýslu), aðstoðarmaður kandídat Eggert Claessen (kaupmanns á Sauðárkróki), skrifari þprkell |>or- láksson, áður amtsskrifari. 3. Fjármála og endurskoð- unarskrifstofa: skrifstofu- stjórí Eggert Briem sýslu- maður í Skagafjarðarsýslu, fulltrúi Indriði Einarsson endur- urskoðandi, aðstoðarmaður kandí- dat Jón Sveinbjörnsson (háyfir- dómarans), skrifari Magnús Thor- berg, áður sýsluskrifari á ísafirði. Landritarinn og skrifstofustjórarnir eru að vísu að eins settir f þessi em- bætti sem stendur, en auðvitað fá þeir veitingu fyrir þeim undir eins og ráð- herrann kemur til Khafnar. Eggert sýalum. Briem er ókominn hingað til bæjarins og kemur ef til vill eigi fyr en í næsta mánuði. Endurskoðandi Indriði Einarsson, sem flestir höfðu talið sjálfsagt að yrði einn af skrifstofustjórunum, hefir verið skipaður fulltrúi á endurskoðun- arskrifstofunni með 2500 kr. árslaun- ura. Daglegur starfstrmi á skrifstofunum er ákveðinn fyrst um sinn frá kl. 10— 4, óslitinn. Káðherra og landritari veita viðtal á hverjum virkum degi kl. 12—2. Skrifstofustjóri í ísl. stjórnarskrif- stofunni í Khöfn verður Ó 1 a f u r Halldórsson, áður skrifstofustjóri í ísl. ráðaneytinu. Aðstoðarmaður hans verður Jón Krabbe, sonur Haraldar prófessors Krabbe og frú Kristínar Jónsdóttur Guðmundssonar, fyr ritstjóra þjóðólfs. Hugsanir bænda um einstök atriöi alþingismála 1903. Eftir Vigfús Guðmutidsson. I. Vór erum ekki alveg óvanir því, bændurnir, að tala um þingmálin og dæma um þingmennina, eftir framkomu þeirra og fylgi við áhugamál vor; dæma þá ýmist góða og gagnlega, eða — þó máske oftar — »óalandi, óferjandi og óráðandi öllum bjargráðum«.. Dómar þessir eru ekki svo fágætir í görðum nágrannanna, og eru þeir ekki ávalt bygðir á glöggri þekking eða skyn- samlegum »forsendum«. þekkingarleys- ið stafar að miklu leyti af því, að bændur lesa ekki þingtíðindin, als ekkert orð í þeim, nema örfáir þeirra. |>etta er mikið mein, því slíkir dómar, sem byggjast á þekking málefnanna og þýðing þeirra fyrir þjóðina, eru ekki að eins meinlausir, heldur nauð- synlegir og sjálfsagðir. Sjálfsagðir til að styðja góðan málstað, styðja rétt sinn og vald og alla góða krafta í sinni þjónustu, og sjálfsagðir einnig til þess að hrinda af sér oki ófrelsis og kúgunar, deyfðar og dáðleysis. Sjálfsagt ættu slíkir dómar að vera rökstuddir og kurteisir, ekki að eins í görðum grannanna, heldur einnig á mannfundum og í dagbiöðum.' Bænd- ur eiga að mynda mikinn hluta þjóð- viljans, þeir verða því að kynna sér nauðsynjamál þjóðarinnar, hugsa um þau og láta skoðanir sínar í ljós fyrir almenningi. Vér höfum rétt til að ráða vorum eigin málum, og Vér erum skyldir að gera það eftir ítrustu og beztu vitund, og eftir því sem kraftarnir leyfa. Vér höfum líka fengið valdið í hendur með kosningalögunum (14/9 '17). Ko8ningarrétturiun er sjálfstjórnar- valdið, sem kjósendurnir hafa í sínum höndum. Hann er ein mesta og bezta eignin, sem menn geta öðlast, en hann er líka tvíeggjað sverð, sem hver eín- stakur kjósandi getur notað til að vernda með rétt sinn, frelsi sitt og fjármuni, eða til þess að særa sjálfan sig og leggja sverð sitt í lófa mót- stöðumanna sinna. Hver einstakur kjósandi hefir siðferðislega ábyrgð á því, hvort hann gerir, ábyrgð gagnvart sjálfum sér og ábyrgð gagnvart allri þjóðinni. Ábyrgð þessi nær ekki að eins til kjósendanna, heldur enn fremur til löggjafarvaldsins. Löggjaf- arvaldið hefir veg og vanda af því, ef það leggur vopnið í hendur þeim mönnum, er líklegir sýnast til að beita því gegn sannri heill þjóðarinnar. Alþingistiðindi. |>egar eg nú loks fæ tíma til að líta í þingtíðindin, þá kemur mér fyrst í hug: Hve lengi verð eg að lesa 4 þml. þykkan blaðabunka, þegar sjald- an er tími til að lesa nema 2—3 blöð á dag. f>essu líkt munu margir bænd- ur hugsa, og því leggja þeir ekki upp að bera heim til sín þenna 13 marka þunga. |>ó tvenn eða fleiri tíðindi séu send ókeypis í hvern hrepp á landinu, þá geta þau ekki komið á marga bæi, þegar þau verða að gista margar vik- ur eða jafnvel mánuði á sarna bæn- um. Segja má að tíðindin séu í smá- um heftum, og ekki sé lengi verið að lesa hvert þeirra, geti þau því gengið fljótt milli manna. |>etta er nú rétt að því er snertir sjálfar umræðurnar, en skjalaparturinn gerir þetta ómögu- legt. Vilji maður hafa full not af um- ræðunum, verður maður að hafa allan skjalapartinn við hendina, ,og sífelt vera að fletta honum og leita í mörg- um heftum, því svo er honum dásam- lega hagað, að alskonar málum ægir saman í einum graut; frumvörp, til- lögur, álit, lög o. fl. er hvað innan- um annað, og ekki einu sinni nokkurt yfirlit, er greini þetta sundur, svo í lagi 80. Skjöl, er snerta sama málið (fjármál), eru í 1. og 11. heftinu og í flestum þar á milli. f>etta fyrirkomu- lag er óbrúklegt og ólíðandi, því afar- nauðsynlegt er, að sem flpstir kjósend- ur geti átt kost á að lesa hið helzta, sem fram kemur á alþingi í nauðsynja- málum þjóðarinnar. Geti kjósendurn- ir ekki átt kost á þessu, verður af- leiðingin sú, að blindum mönnum er fengið vopn í hendur. Og þeir, sem ekki vilja vita hvað gerist, þeir sýna, að þeim er _ öldungis sama, þó þeir beiti vopninu í blindni, og skaði með því sjálfa sig og aðra. Betra væri en ekki neitt að færa saman málin í skjalapartinum, ásama hátt og umræðurnar fyrir nokkrum árum. f>ó væri miklu þægilegra og aðgengilegra til lesturs og milliferða, ef nauðsynlegustu skjöl hvers máls væru látin fylgja umræðunum. Kæmi þá fyrst lagafrumvarpið, eins og það er lagt fyrir þingið, sfðan nefndarálit og breytingartillögur með tölunúmer- um (1, 2, 3) fyrir hvert mál, og skammstöfuðum nöfnum flutnings- manna; þá umræðurnar og loks lögin eins og þingið skilur við þau. At- kvæðagreiðslan ætti að fylgja hverju frúmv. og breytingartill., og laga þyrfti tilvitnanir í ræðunum eftir nr. Frumv. og breyttill., sem ekki ná samþykki, ætti að auðkenna með -r, og ekki útrætt með + eða öðrum glöggum merkjum. Frumvörpin ætti ekki að prenta nema einu sinni, með efrideildar eða neðrideildar umræðum, nema þeim sé gjörsanilega umsteypt, og þó að eins einu sinni fyrir hvora deild í tíðindunum, en ekki, eins og nú á sér stað, alt að 8 sinnum sama frumv., með að eins litlum orðabreyt- ingum. Alt, sem tilheyrði hverju máli, væri þá saman, en þó hvor deild út af fyrir sig í sama hefti þingtíð., og æði mikið væri auðveldara fyrir við- vaninga að átta sig á allri meðferð málanna. í fjármálum og öllum málum, sem eru þýðingarmikil og snerta hag al- mennings, ætti atkvæðagreiðslan að fara fram með nafnakalli. |>etta ætti að vera bvo sjálfsögð regla, að ef til vill er þörf á að breyta þingsköpunum í þessa átt. f>á fyrst gætu kjósendur séð og dæmt um störf og stefnu full- trúa sinna. Eitt j á eða n e i lýsir stundum betur sannri afstöðu þingm. til málanna en langar, stefnulausar ræður. Atkv.gr. með nafnakalli þarf ekki að taka 10—20 lfna rúm af alþ.- tíð. eins og nú gerist. Ef hver þingm. hefði ákveðið nr. (1, 2, 3) kæmist atkv.gr. í 1—2 línur. f>reytandi er að hlusta á og lesa langar og lélegar ræóur, sem meira eru fyrir mann en málefni, fyrir þá, er þurfa að afkasta miklu á litlum tfma. Slíkar ræður eyöa dýrmætum tíma og kosta of mikið, þó þær séu ekki sendar með póstum út um land- ið í vættatali, með ýmsu öðru óþarfa- máli og endurprentunum. Nægja mætti að geyma ræðurnar ritaðar á einhverju helzta safni landsins; prenta ætti þó í heilu lagi stuttar ræður og gagnorðar, er skýra málið eða gefa nýjar bendingar, en ráðast ekki á flokka eða persónur; — benda vil eg á ræður landshöfðingja, sem hreina fyrirmynd í þessuefni. — Öllum óþarfa orðum og endurtekningum mætti sleppa þegar prentað er, og taka að eins stuttan útdrátt um helztu ástæður og tillögur úr löngum ræðum. Margir mundu sjálfsagt sakna hins hlægilega iir ræðunum. En ef full- trúar þjóðarinnar vilja vera »húmór- istar* eða leika »kómedíu«, ættu þeir að sýna þjóðinni þetta annarstaðar en i þingsalnum og Alþ.tíð. Með þessu móti gætu Alþ.tíð. orðið meir en helmingi styttri og minni en nú. Sparaðist þá mikið fé við prent- un þeirra og útsending, og mikið spar- aðist af dýrmætum tíma við lestur þeirra og leit í hverju máli. Sparnað- urinn er þó ekki nema lítið aukaatriði í þessu máli. Hitt væri margfalt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.