Ísafold - 06.02.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.02.1904, Blaðsíða 2
22 meira virði, að hjálpa þjóðimii til að sjá og skilja þýðing og meðferð sinna eigin nauðsynjamála. Væri þingtíð. komið í þetta horf eða þessu líkt, þá fyrst mætti ætlast til þess og mæla með því, að bændur létu þau ekki grotna sundur ólesin. Stjórnaríikrármdl. Mikið hefir verið fagnað yfir sam- þykt stjórnarskrármálsins og er það ekki án orsaka, þó ekki væri yfir neinu öðru að fagna en þvf, að vera laus við það mál um stundarsakir; laus við ofsann í því, sem hefir eytt tíma og fé landsmanna, raskað friði, tvístrað kröftum og staðið í vegi fyrir brýnustu þörfum þjóðfélagsins. Hér að auki hefir stjórnarskráin nýja auð- vitað marga góða kosti, en eg ætia hvorki að telja þá hér, né beldur ó- náða rikisráðsgriluna, sem síðustu ár- in hefir verið hafin hátt yfir öll önn- ur ákvæði málsins, svo fáir hafa vog- að að grannskoða þau fyrir henni. Að eins ætla eg að tala lítið eíct um 2 atriði: kosningarréttinn og þingmannafjölgunina. Kosningarréttur. Ómaksvert væri það, að brjóta al- mennilega til mergjar, hvernig stjórn- arskráin úthlutar þjóðinni kosningar- réttinum, en til að geta það, skortir mig flest nauðsynleg skilyrði. i'ljótt getur maður þó rent grun í hvar óska- börnin búa og hvar olnbogabörnin eiga heima, svo ekki er brýn þörf á mörg- um tölum eða skýrslum til sönnunar. Sveitabúskapurinn útheimtir margt fólk, vanalega eru 4—16 menn á hverju búi, — geta alls ekki verið færri en 2, en geta líka verið 20, 30, 40 eða fieiri. — Vanalega á að eins 1 maður atkvæðisrétt af þessum hóp, að eins aðaleigandi búsins. Sé nú eig- andinn kona, og þó sonur hennar eða tengdasonur hafi veitt búinu forstöðu um tugi ára — og sé því rétti eigand- inn — þá er eá hópur atkvæðislaus. Landsmálin koma þ e i m hóp og þ y í búinu ekkert við, ekkert öðruvísi en bara að gjalda til allra stétta, og beygja sig undir alt, er öðrum þókn- ast að skipa og ráðstafa. í kaupstöðum aftur á móti og við sjávarsíðuna eru oftast 2—8 menn saman — getur verið 1 og þurfa sjald- an að vera til muna fleiri en 8 — Bvoleiðis, að ekki eigi þeir fieiri en 1 atkvæði. Hér við bætast lausamenn- irnir eftir nýju stjórnarskránni. þeir eru fiestallir í kaupstöðum eða sjó- þorpum, og þar geta allir öðlast kosn- ingarrétt, ef þeir eru sjálfbjarga, því þ a r þola þeir og verða að þola út- svör, oft meír en helmingi hærri út- svör, en þeir hafa kveinað og kvartað undan í sveitunum. Og svo má líka, þegar vill, afnema útsvarsskylduna (4 kr .) sem skilyrði fyrir kosningarrétti, með litlu ómaki, og nota hvern öreiga sem vopn í óhlutvandra hendi, bara ef þeir geta hvergi haldist vistráðnir. Vistarbandið verður hér æði þvingandi fjetur á frelsi og réttindum. Bændur, jafnvel þó hreppstjórar séu, eru sviftir rétti sínum, ef þeir sleppa jörð og búi, og eru ekki þeim efnum búnir að geta lifað óbáðir öðrum sem hjú. Sverðið og skjöldurinn er gripið úr höndum þeirra manna, sem hvort- tveggja hafa borið í þarfir fósturjarð- arinnar og vilja bera það af föður- landsást til að vernda rétt sinn og sjálfstæði þjóðarinnar. Svo er þetta aftur fengið í hendur jafnvel þeim mönnum, er engu virðast eira og engu unna nema peningum og kaupstaða- solli. í Gnúpverjahreppi voru við síðasta manntal 275 manns; af þeim eru 27, sem talið verður víst að hafi kosning- arrétt, eða tæplega 1 maður af 10, 2 eða 3 fá kosningarrétt í viðbót eftir nýju stjórnarskránni. Af þessu má sjá, að ekki muni þurfa margar skýrsl- ur eða tölur til að sannfærast um, að réttlætinu er misjafnt úthlutað, að bændur eftir fólksfjölda hafa meir 6D helmingi minna atkvæðaafi og sjálf- stjórnar, og verða því í flestum póst* um að beygja sig undir vilja og vald em- bættismanna, kaupstaðaborgara, þorps- búa og — lausamannalýðsins. Kosningarrétturinner meira verður fyrir íslenzku þjóðina en ríkis- ráðið í Kaupmannahöfn. Hann er f æ t u r n i r, sem fjárhagur hennar, frelsi, réttindi, menning og sjálfstjórn stendur á, eða fellur með, en það (ríkisráðið) virðist mér eins og g ö n g, er ekki verður komist hjá að ganga um á framfarabrautinni, en auðvelt sé að komast gegnum án þess að reka sig á. Þingmannafjölgunina má líklega telja meinlitla og gagns- litla, að því er töluna sjálfa snertir. Að minsta kosti hefi eg litla trú á því, að 40 menn vinni mikið meiri afreksverk í þingsalnum en 36. Aftur getur fjölgun þjóðkjörinna þingmanna í efri deild orðið tíl bóta, ef vel og viturlega verður kosið til deildarinnar, Hins vegar sýnist heldur lítil þörf á því, að fjölga þingm. í neðri deild. Og geta vil eg þess, að ýmsum al- þýðumönnum í sinni fáfræði hefði þótt betri ráðstöfun að fækka konungkjörn- um þingm. í efri deild. Oss þykir það líka eftirtektavert, að einmitt fulltrúi stjórnarinnar taldi þessa ráð- stöfun æskilegri. Hér er því ekki hægt að skella skuldinni á stjórnina. Kosning nýju þingmannanna. Alþingi í sumar er þegar búið að sýna það, hverja stefnu allur fjöldi þingmanna hefir í þessu máli. Eétt- ! ur bænda er lagður fyrir fætur kaup- staðabúa. það er stór furða, að enginn af svo mörgum og merkum bændum og sveita- búum, er áttu sæti í neðri deild, skyldi verða til þess að anda móti þessu — nema formaður nefndarinnar í þessu máli. Kaupstaðarbúinn (H. f>.), — sem vitanlega er vogun að bera traust til í slíkum málum, — tekur þó hin- um öllum fram í þessu atriði. Álit nefndarinnar ber að vísu með sér, að gjöfin eigi að vera hefndargjöf, er fljótt verði tekin aftur. Reynslan mun Banna hversu það gengur. At- kvæðagreiðslan í þessu máli, 20 :1, bendir ekki til þess, að þingmennirnir meti kosningarrétt bændanna á marga fiska eða hafi athugað vel, að »smekk- ur sá, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber«, og að hægra er að gefa rótt sinn eftir, en grípa hann aftur, þegar búið er að sleppa honum. í efri deild var 1 bóndi (G. G.) vel vakandi í þessu máli, og fyrir það á hann skilinn heiður og þökk bænda. Alt annað hugarþel hjá hændum hljóta að vekja ræður eins mikilsháttar bónda- sonar í sömu deild um kosning þingm. Eæður þessar hafa gjörsamlega rifið bændastakkinn og leitt í ljós kaup- staðarbúann, er virðist ætla að offra kaupstaðnum föðurleifð Binni, og — eins og margir fleiri, — vilja helzt stinga bændum í vasa sinn, en hirða ekki um framleiðsluna af landinu öðru- vísi en biskupssonurinn, er sagði að sér þætti »gaman að borða góðar kindur«, þegar hann var spurður um álit sitt á landbúnaðinum. Síðdegismessa i dómkirkjanni á morgun kl. 5. (B. H.). Peröabréf. frá G. M. I. »Scandia« er eitt af þeim skipum, sem hingað koma, og meira er til gagns en þæginda, og eg get vel trúað því, að mönnum lítist hún ekki fýsilegt farþega- skip, þegar þeir sjá hana fram á höfn- inni í Reykjavík hlaðna kolum eða timbri til Björns Guðmundssonar eða fiski frá Ásgeir. En þeirrar tíðar er þó ekki langt að minnast, að það hefðu þótt mikil þæg- indi að geta farið með henni milli landa, einkum á þeim góðu gömlu dögum, þegar embættismenn og stórmenni lands- ins urðu að nota seglskip kaupmanna til að flytja sig landa á milli. En nú eru menn orðnir heimtu- frekari. »Scandia« er sem sé ekki farþegaskip. Þar eru engir stórir salir með fjaðra- bekkjum, hljóðfæri og stórum speglum, engir kengbognir þjónar, reiðubúnir til þess við minstu bendingu að gera skyldu sína í allri auðmýkt og von umdrykkju- skildinga, og þar er engin — knæpa, ekki einu sinni dropi af víni á borðinu, sem yfirmenn skipsins borða við. Eins og allir hlutir í veröldinni á »Scandia« líka sína sögu. Hún v a r einu sinni strandferðaskip í Noregi. Eftir sögn skipverja kvað vélin í henni vera hinn mesti kjörgripur, og hafa verið sýnd á sýningu í París einhvern tíma hór áður, og allir, sem vit hafa á slíkum hlutum, kváðu hæla henni mjög. Hvað sem nú þessu líður, þá er eitt víst, að hvað mikið völnndarsmíði sem þessi vól er, þá er hún of kraftlítil til að knýja áfram skipið, svo fullnægj- andi só. En nú er »Scandia« vöruflutninga- skip, og þá er ekki gengið svo ríkt eftir því, að hún hafi góða ferð. Sem sagt, »Scandia« er ekki farþega- skip, og hefir því ekki þau þægindi, sem farþegar eiga að venjast. Af því eg var sá eini, sem bað um far með henni i þetta sinn, fekk eg það. Og eg sé ekkert eftir að hafa tekið mór far með henni. Margt hefir orðið til að bæta mór upp þau þægindi, sem vanta, og mörgum þeim óþægindum, sem al- geng eru á farþegaskipum, hefi eg kom- ist hjá. Eg fekk klefa út af fyrir mig, og þó bólið væri ekki gott, þá hafði eg það einn. Eg gat teigt mig þar og velt mór eins og eg vildi, án þess nokk- ur æjandi og veinandi eða klýjugjarn meðbróðir lægi ofan á mér eða við hlið- ina á mór. Raunar stóð eg stundum á fótunum í bólinu en stundum á höfð- inu, alt eftir því á hvora hliðina skipið kastaðist, en þau óþægindi hefi eg áður reynt á »góðu« skipunum. En ein þæg- indin met eg þó öllum fremri: það var frjálsræðið á skipinu. Skipverjar gerðu sér það allir að skyldu að hlynna að mér og vera mér til skemtunar og þæg- inda, og á skipinu var enginn staður, þar sem mér ekki væri velkomið að koma. Eg fekk að sjá sjókortin og verkfæri sjómanna og hvernig þau voru notuð, og var því þannig altaf vel kunnugur hvað ferðinni leið. Eg mátti vera »með nefið niðri í öllu«. og alt af var spurningum mínum svarað jafn greiðlega og þægilega. Þetta stytti mór marga stund, sem annars hefði orð- ið löng og leiðinleg. Ferðaæfintýrið byrjaði ekki sérlega ánægjulega. Við lögðum á stað í frem- ur tvísýnu veðri af Reykjavíkurhöfn, komumst suður að Reykjanesi og sner- um þar aftur. Himninum þóknaðist að hafa þar landsunnanrok 6g stórsjó, sem »Scandia« var ekki fær um að kljúfa fram úr. Nóttin á eftir var líkust ein- stöku lýsingum í skáldsögum kapt. Marryats. Himininn var ekki grár, heldur blátt áfram kol-svartur. Loftvog stóð niðri á 73, eða rótt við »jarð- skjálfta« og vindhviðurnar komu sín úr hverri áttinni, en rosaljósin léku um báða siglutoppana. Skipverjar bjuggust við hinu versta, og skipið rak hægt fram og aftur um flóann, fram undan Hafnarfirði, og sáum við vitana þar og ljósabreiðutia í Reykjavík. Eg hefði tæplega getað ímyndað mór að jafn draugaleg nótt væri til nema í skáld- sögum, hefði eg ekki sóð hana sjálfur. Alla nóttina og allan daginn eftir hóldum við okkur í skjóli við landið. Seint um kvöldið gekk vindurinn til norðurs og var þá lagt á stað. Daginn eftir var veður bjart og fjalla- sýn hin fegursta; snjóað hafði nokkuð rétt á undan, og var landið alhvítt of- an að sjó, svo hvergi sást á dökkan díl, svo langt sem augað eygði, jafnvel sjávarhamrar voru huldir nýfallinni mjöll. Á þessa miklu snjóbreiðu skein sólin þá litlu stund, sem húu var á lofti (8. jan.), og hefi eg aldrei sóð Island jafn fagurt. Það var að vísu hvítt og kalt, sem jökull til að sjá, en mitt i þessari mjallhvítu, sólgyltu jökulbreiðu eru hundruð og aftur hundruð af hlýj- um og hugnæmum heimilum, svo ekk- ert land á jörðunni á Önnur betri. Ferðin gekk yfirleitt hægt og slysa- laust. Það var alt af stórsjór, en alt af hagstæður vindur. Sá, sem aldrei hefir um útsæinn farið og aldrei séð þessa miklu höfuðskepnu, hafið, í allri sinni tign og mikilleik, hefir farið mikils á mis. Það er annar svipur á Ægi gamla þegar frá löndum dregur, og framnes og eyjar, með beljandi straumröstum, ekki eru lengur að ýfa hann. Á út- sænum rísa sjóirnir breiðir og miklir um sig eins og fjallgarðar. — Að lýsæ hafinu, með öllum þess myndbreyt ing um og svipbrigðum, er óþrjótandi efni. Það er löngum sagt, að hafið sé veg- laust. Látum svo vera. Þó hefir nú alþingi og Sameinaða gufuskipafólaginu tekist að leggja nokkurs konar þjóð- braut á milli íslands og Kaupmanna- hafnar, þjóðbraut, sem liggur um Fær- eyjar og Reith. Eg er fæddur með iindarlegri tilhneigiúgu til þess að hafa hálfgerðan ímugust á öllum þjóðbraut- um. Mér þótti því meira en lítið vænt um að eiga kost á að fara dálítinn krók út úr þessari Kaupmannahafnar-þjóð- braut. Þessi krókur var vestur á við, vestur fyrir Skotland. Ferðinni var heitið til smábæjar á vesturströndinni, sem Troon heitir. Fyrsta landið, er við komum að, voru Suðureyjar (Hebriderne) sem mjög eru kunnar úr fornsögum vorum, eink. um Landnámu, og eru tnargar kærar frásagnir við þær bundnar. Land er þar mjög vogskorið og ganga mörg nes f sjó fram. Ef til vill hefir það verið við eitthvert þessara nesja, sem Kári Sölmundarson hitti Njálssonu í nauðum stadda, bjargaði þeim og batt við þá órjúfandi vináttu. Þegar sunnar dregur, er írland og Skotland sitt á hvora hönd. Óteljandi fornar endurminningar vakna í brjósti manns, þegar maður siglir á milli þess- ara fornkunnu stranda, endurminningar, sem ein kynslóðin hefir tekið i arf eftir aðra, og sem eru fyrir löngu orðnar ódauðlegar og ógleymanlegar. Hór eru móðurstöðvar íslenzkrar menningar og þjóðeinis. Það er eins og maður sigli hér innan um rústirnar af ríki hinna fornu feðra, fyrst Keltanna og síðan Norðmannanna. Hver eyja og hvert nes er gamalt óðal, sem er gengið úr ættiuni. í hverjum sandi er kjölfar forn-norrænna og íslenzkra víkinga- skipa. En í þetta skifti er siglingin Um þessa »rómantisku« sjóleið stöðug bar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.