Ísafold - 06.02.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.02.1904, Blaðsíða 3
atta við hamslausan vestanstorm og rigningu, sem tefur okkur og gerir okkur alt til óþæginda. Kitson Ijósið. Eafmagnsljósið er allra Ijósa bjart- ast, þeirra er mannvit hefir uppfumi- ið, en það er mjög dýrt. Menn hafa því lengi verið að spreita sig á að finna upp ljós, er lýstí vel, sem næst rafmagnsljósi, en væri að mun ódýr- ara en það. Sem stendur er Kitson ljósið einna fremst í þessu efni. það er fundið upp árið 1887 í Ameríku og hefir um mörg ár verið notað um allan heim; er steinolíugasljós en framleiðist í lampanum sjálfum eða luktinni; það er skært, hvítt ljós með 1000 kertaljósa styrkleik eða jafnvel meira. Ljós þetta er notað bæði á sjó og landi, bæði innanhúss og utan og er eigi dýrara en svo, að luktmeð 1000—1200 kertaljósa styrkleik eyðir oliu íyrir nálægt 3l/„ eyri á klukku- stund og er potturinn þá talinn á 16 aura. Einkasölu á þessum ljósfærum hér á landi fyrir Kitsonfélagið i London hefir kaupmaður B. H. Bjarnason og hefir bæjarstjórnin hér þegar samþykt að kaupa af honum eina lukt til reynslu, eins og getið hefir verið um hér í blaðinu. Auk þess ætlar hann að setja Kitsoniampa í sölubúð , sína, og gefst roönnum því færi að sjá, hve bjart þetta ljós er og hve vel það lýsir, bæði úti og inni. Aðalkostir þess eru þrír: það ber mjög góða birtu, er hættulaust og ódýrt. Bœnður og landsmál. ÞaS er gleöilegt tákn tímanna, að b æ n d u'r eru meira en að undanförnu farnir að hugsa, ræöa og rita um lands- mál, svo að ein greinin rekur nú aðra frá þeim. ísaf. var ekki fyr búin að prenta greinina um nvju stjórnina og horfurnar eftir bónda, sem ekki vildi láta sín getið í þetta fyrsta skifti, sem hann sendir frá sór grein í blað, en önnur grein berst henni úr annari átt, frá mjög merkum bónda í Árnessýslu, sem fyr hefir ritað í ísafold og er því ekki feiminn, þótt nafn hans sjáist á prenti, enda er vel ritfær maður. Haldi þessu áfram, sem góð von er um, þeg- ar rekspölurinn er kominn á, breytist væntanlega hlutfallið á þingi milli kaup- staðabúa og bænda, sem nú er þannig, að kaupstaðabúar eru réttir 2/3 af þing- mönnum. Jón Helgason kaupm. kom aftur hingað til bæjarins 3. þ. m. Hafði sýslumaður Rangæinga veitt hon- um eftirför austur undir Eyjafjöll og var Jón tekinn fastur í Drangshlíð. Um 400 kr. í peningum hafði hann með sór og sexhleypta skammbyssu hafði hann í tösku sinni; hefir að líkindum ekki þózt þurfa á henni að halda og þess vcgna ekki borið hana á sór. Sýslu- maður sendi Grím lireppstjóra Thoraren- sen á Kirkjubæ suður með Jón viðþriðja mann, og hafði hann verið hinn þekkasti alla leið, þar til er þeir komu að húsi hans við Laugaveginn, þá vatt hann sór af baki, skauzt iiln og tvílæsti á eftir sér. Var eigi lokið upp fyr en að því var komið að sprengja uppdyrn- ar, en þá vav Jón háttaður. Hefir honum, sem vonlegt er, þótt betra að hvíla sig heima hjá sór en í hegningar- húsinu eftir alt þetta óskemtiega ferða- lag. En lögreglan telur sér slíkt óvið- komandi og varð Jón því að klæðast aftur í snatri til þess að ganga fyrir lögreglustjóra og þaðan í hegningar- húsið, til þess að bfða þar hæstaróttar dóms, því málinu hefir hann nú áfrýj- að þangað. »Anthologie Islandischer Dichter Bók Poestions í Vinarborg, ;>A n t h o- logie Islándischer Dichter«, eða úrvalskvæði eftir íslenzk skáld á seinni tímum, er hann hefir þýtt á þýzku, er nú fullprentuð og kemur í bóksölu í næsta mánuði; sumar þeirra þýðinga, og ef til vill flestar, hafa áður verið prentaðar í hinni stóru bók höf- undarins: »Islándische Dichter,« en sú bók er fremur dýr og í fárra höndum hér á landi. Þessi hin nýja bók, sem minni er og ódýrari, mun eflaust verða þeim, sem þýzku kunna og lesa, allkær gestur, því Poestion þýðir snildarlega. Bókin er tileinkuð hinni íslenzku þjóð í minningu stjórnarbótarinnar, sem í gildi gekk 1. þ. m. Sboðmiarmenn til aó hafa eftirlit með þilskipum í Beykjavíkurkaupstað, samkv. lögum 3. október f. á., (sbr. ísaf. 23. f. m.), eru skipaðir af bæjarfógetanum: þorsteinn þorsteinsson skipstjóri, Lindargata 23, Hannes Hafliðason skipstjóri, Smiðju- stfgur 6, Otti Guðmundsson skipa- smiður, Vesturgata 47. Tvö gufuskip eru nýkomin til verzlunarinnar •Godthaabt hér í bænum, fermd salti, þakjárni og fleiri vörum. Gísli ísleifsson, sýslumaður Húnvetninga, kom híng- að til bæjarins 3. þ. mán. og ætlarað bregða sér utan með Lauru 10. þ. m. í erindum bús tengdaföður síns, Jóh. sál. Möllers, fyr kaupm. á Blönduósi. Sýslumaður segir allgóða tíð nyrðra og enga verulega ófærð fyr en komi suður í Borgarfjörð. F agnaðarsamsæti út af stjórnarbreytingunni var hald- ið 1. þ. m. í Iðnaðarmannahúsinu hór í bænum. Tóku þátt í því um 100 manns af öllum stéttum og var ráð- herrann heiðursgestur í veizlunni, eins og sjálfsagt var, er hún var haldin í þeim tilgangi að samgleðjast yfir hinni nýju stjórn. En þangað var og boðið öðrum heiðursgesti, landshöfðingjanum, og þótti mörgum það miður viðfeldið, þar sem varla yrði öðruvísi á það lit- ið, en það væri gert til að fagna yfir því, að losna við hann. — Annars gerðist ekkert sögulegt í þessu sam- Bæti. far var etið, drukkið og ræður fluttar, eins og siður er til við slík tækifæri, og er eigi annars getið, en að alt rynni jafn liðugt niður: matur- inn, vínið og skjallið. Bæjarstjórnarfundnr 4. febr. 1. Tilkynning frá brunabótafélagi dönsku kaupstaðanna um að Þorvaldur Björns- son á Þorvaldseyri séleystur frá að byggja upp aftur á Glasgowgrunninum. 2. Samþykt að Brekkugata og Holts- gata skuli vera 20 álna breiðar. 3. Samþ. brunabótavirðingar: Hús Ey- ólfs Ofeigssonar 6625 kr., Jens Jörg- ens Jenssonar 3627 kr., Guðm. Magn- ússonar Nr. 8 á Laugav. 2028 kr., C. Zimsens, Nr. 2 i Pósthússtr. 6877 kr., Guðjóns Ólafssonar og Bjarna Jóns- sonar 5882 kr. Viðauki við útbygg- ingu Bárufélagshúss og geymsluhús 503 kr. 4. Beiðni um undanþágu frá gjaldi i bæjarsjóð fyrir sjónleika feld með 6: 3 atkv. 5. Ein útsvarskæra (frá E. J.) ekki tek- in til greina. 6. Erindi um niðurfærslu á útsvari (G. G.) fyrir 1903 eigi heldur. 4000 krónur varð framkvæmdarnefnd stórstúku Islands að tryggja Olafi kaupmanni Árnasyni á Stokkseyri fyrir áfengisleifar þær, er hann átti óseldar um siðastl. nýár. Tóku nokkrT ir templarar hér í bænum að sér ábyrgð á þessu fé við landsbankann og sýnir þetta, eins og fleira, að alvara er þeim með að útrýma áfenginu frá þjóð sinni. Idiiadarprófnefiidir. Samkvæmt, lögum 16. septbr. 1893 um iönaðarnám og reglugjörð 28. desbr. f. á, um próf iðnaðarnemanda og umsjón með þvi, het'ir lögreglustjórinn hér í bænum skipað þessa menn i prófnefndir i hverri iðnaðargrein (fm.=formaður): 1. Pjátursmiði: Pétur Jónsson pjátrai'i 1 (fm), Guðm. Breiðfjörð pjátrari, Stefán Eiríkssón tréskeri. 2. Mennismíði: Magn- ús Árnason trésmiður (fm), Jón Þórarins- son rennismiður, Stefán Eiriksson tréskeri. 3. Málaraiðn: Þórurinn Þorláksson mál- ari (fm.), Berthelsen málari, Lange málari. 4. Gulhmíði: Erlendur Magnússon gull- smiður (fm.), Ólufur Sveinsson gnlismiðnr, Árni Gíslason leturgrafári. 5. Múr- og steinsmiði: Jul. Schou steinliöggvari (fm), Stefán Egilssou múrari, Guðjón Gamalíels- son múrari. 6. Snikkaraiðn: Einar J. Pálsson trésm. (fm.), Helgi Thorderseu tré- smiður, Guðm. Jakobsson trésm. 7. Húsa- og timbursmiði: Magnús S. Blöndal tré- smiður (fm.), Sigvaldi Bjarnason trésm., Hjörtur Hjartarson trésm. 8. Úrsmiði: Magnús Benjamínsson úrsm. (fm.), EPétur Hjaltesteð úrsm., Guðjón Sigurðsson úrsm. 9. Bókbandsiðn: Halldór Þórðarson bók- bindari (fm.), Arinbjöm Sveinbjarnarson bókb., Guðm. Gamaliclsson bókb. 10. Járn- smiði: Sigurður Jónsson járnsm. (fm.), Eiríkur Bjairnason járnsm., Gisli Finnsson járnsm. 11. Söðlasmíði: Andrés Bjarna- son söðlasm. (fm.), Ólafur Eiriksson söðla- smiður, Bergur Þorleifsson söölasm. 12. Skósmiði: Lárus Lúðvígsson skósmiður (fm.) Jón Brynjólfsson skósm., Magnús Gunnarsson skósm. 13. Skraddaraiðn: H. Andersen klæðskeri (fm.), Reinh. And- ersson klæðskeri, Priðrik Eggertsson klæð- skeri. Gufusk. Firda kom í morgun, fermt salti til verzl- unarinriar »Edinborg«. Pófann langar burt. Það fullyrða kunnugir, að það hafi ver- ið alvara en engin uppgerð, er Píus páfi tíundi baðst undan upphefðinni, er hann var kosinn páfi i sumar. Hann á að hafa komist svo að orði á eft- ir: »Þeir dembdu hér á mig páfatigninni, stukku síðan á brott og lokuðu mig inni.« Síðar sagði hann svo við kunningja sinn. «Eg ætla að kafna, — eg ætla alveg að kafna hérna i höllinni > minni. (Vatikan). Það er ekki til neins að vera að segja mér af þvi, að bér séu tólf þúsund herbergi og og tvb hundruð stigar og þrjú hundruð göng. Eða að hér séu aldingarðar og gripasöfn, veggsvalir og loftpallar, eg ætla samt að kafna. Eg er vanur útivist, á sjó eða landi, einhverstaðar undir berum bimni, en nú er eg lökaður hér inni, innan þessara gulu múrveggja«. — Páfinn var áður patríark i Feneyjum. Sagan segir ennfremur, að páfinn hafi skip- aðað gera viðpáfabúgarðinn í Castelgandolfo, að stallari páfa, Sarlúpi markgreifi, og hafi fengið boð um að hafa tilbúna hesta og vagna, hvað scm upp á kunni að koma. Jarðgöng liggja frá Vatikani til Péturs- kirkju og þaðan út undir Engilsborg, páfa- kastalann gamla, sem liggur nú fyrir utan landareign páfans. Þar sem mætist páfa- landareignin og land konungs, hið verald- lega ríki, hefir verið hlaðinn þunnur vegg- ur. Eftir þessum göngum hefir páfi geng- ið með skrifurum sinnm. Hart er, það, segir hann þá, að það skuli vera hœgðar- leikur að rjúfa vegg þennan á tiu mín- útnm og brjótast út, en mega þó til að vera fangi hér. En að hætta að vera fangi i Vatikani, það er að páfatrúarmanna skoðun sama sem að hætta að gera tilkall til veraldar- rikisjog gera sér að góðu það, sem orðið er, að Róm og kirkjuríkið gamla er á valdi Italíukonungs. En það mun páfa þykja löngum viðurlitamikið, með því að öllum kaþólskum lýð mundi verða ákaflega mikið um það. Veðiirathuganir i Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1904 ir ‘-rs W <J a> cx P W t*r H 3 ^ — || janúar. 3 3 "q err <rt rr p 3 | 00 O cj- febr. * OQ » o 'JQ * P O- p Ld 30.8 712,9 -2,6 W i 10 0,4 15,0 2 719,6 -3,4 NW 2 10 9 725,2 -3,4 E 1 4 Sd.31.8 730,5 -2,7 N 1 8 0,2 -5,0 2 734,2 NE 1 10 9 732,2 -3,9 E 1 4 Md 1.8 743,5 -1,3 E 1 5 3,8 -7,0 2 747,7 -0,9 SE 1 10 9 748,5 0,5 8E 1 10 Þd. 2.8 750,1 -0,5 E8E 1 10 0,9 -5,0 2 753,4 -0,6 EttE 1 7 9 751,3 -4,3 0 3 Md 3.8 747,1 -3,2 0 9 -2,0 2 751,2 1,5 ESE l 6 9 752,6 0,8 E 1 5 Fd 4.8 753,1 -0,7 E 1 3 1,3 14,0 2 757,1 1,4 NE 1 4 9 758,6 -0,3 E 2 2 Fsd 5.8 757,5 -1,9 E 2 2 -5,0 2 759,1 -1,8 E 2 2 9 757,1 -3,2 1 0 0 Innilegar þakkir til allra þeirra, er hafa sýnt mér hiuttekning' viö fráfall og lítför kon- unnar minnar. G. Bjönisson. Ölium þeim. sem sýnt hafa okkurhlut- tekningu við lát barnsins okkar Kjart- ans og heiðruðu jarðarförina með ná- vist sinni og á annan hátt, vottum við okkar innilegt þakklæti. Þóra Sigurðardóttir. Árni Eiríkssou. Enskt vaðmál. Hrokkin sjöi. Tvisttau. Gardínuefni Gólfdúk Borðvaxdúk. Rjóltóbak. Kafflbaunir. Netjagarn. Allar þessar vöruteg- undir og margar fleiri er áreiðanlega bezt að kaupaí verzl. G. Zoega. Húsið nr. 10 í Vesturgötu fæst leigt nú þegar til 14. maí. Sömuleiðis 3 herbcrgi og eldhús i Aðalstræti nr. 9 frá þessum tímá, til 14. maí. Semja má við Magnús Vigfússon. Vf r með s/s »Vendsyssel« komu hin- ]\|[j ar MARGEFTIRSPURÐU karl* mannapeysur, hinn ágæti karlmannanærfatnaður, hálslín, barua- kjólar og smekkir. Alt mjög ódýrt. 1 Veltusund 1. Kristln Jónsdóttir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.