Ísafold - 13.02.1904, Síða 3
2?
af sonum þeirra eru Jón og Þorsteinn í
Kvík og Þorkell fyrir vestan, allir smiðir.
Guðmundur sál. fluttist 1897 með tengda-
syni sínum og dóttur frá Brekkum að
Kirkjulandi og dvaldi hjá þeim til dauðadags.
Hinn framliðni var hinn heiðvirðasti alla
tíð, sérlega guðrækinn og vandaður maður,
jafnframt þvi, sem hann var hreinskilinn
og hispurslaus. Miklum og góðum hæfileg-
leikum var hann gæddur hæði tii lifs og
sálar. Hann var þjóðhagasmiður og fór
öll smíði, sem hann bar við, einkar vel úr
hendi. Að byggingu 6 kirkna vann hann.
Skemtinn var hann, er hann naut sin, fróður
um margt, tryggur og vinfastur. Hann
var merkur maður fyrir margra hluta sak-
ir, stiltur i framgöngu og samvizkusamur,
stakur iðju og ráðdeildarmaður svo og
ræktarfullur eiginmaður og faðir. Hann
var vel metinn og virtur fyrir mannkosta
sakir hæði af ástvinum og oðrum, sem af
honum höfðu kynningu.
»Erfiði réttlátra er til lífsins® (Orðskv. 10,
16.)
M. Þ.
Sjoiuannaguðsþjónusta
á morgun í dómkirkjunni síðdegis;
síra Fr. Fr. prédikar.
í hádegismessu prédikar
kand. Sigurbjörn Á Gíslason. Altaris-
ganga; skriftir kl. 12.
Haraldur trésm. Möllor
hefir selt Sveini kaupm. Sigfússyni
lóð sína við Austurstræti (milli þess
og Vallarstr.) fyrir 13000 kr. Lóðin
er að stærð tæpar 1200 ferálnir.
Húsið, sem á lóðinni stendur, er und-
anskilið sölunni.
Póstskipið Laura
fór héðan, eftir áætlun, 10. þ. m. og
með henni fjöldi farþega, þar á með-
al: ráðherrann og frú hans, frú Kirstín
Pétursdóttir, konsúll D. Thomsen,
kaupmennirnir: B. H. Bjarnason,
Gunnar Einarsson, W. O. Breiðfjörð,
Helgi Zoega, Ben. 8. f>órarinsson og
Vald. Ottesen, stud. med. Eiríkur
Kjerúlf, slökkviliðsstj. Matthías Matt-
íasson, verzlunarm. Jón Bjarnason,
Guðm. Sigurðsson klæðskeri, Jónatan
|>orsteins8on söðlari o. fl. Utanbæjar:
sýslumaður Gísli ísleifsson, síra Ólaf-
ur Helgason á Stóra-Hrauni og kaup-
mennirnir: Einar Markússon í Ólafsvík,
Guðm. Jónasson í Skarðsstöð, Ólafur
Árnason á Stokkseyri, Ingólfur Jóns-
aon faktor í St.hólmi, Gestur Einars-
8on, kaupfélagsstjóri frá Hæli, Ólafur
Benjamínsson verzlm. á fúngeyri o. fl.
Ennfremur fóru með skipinu 60—.70
Skaftfellingar og Rangæiugar til sjó-
róðra í Vestmanneyjum og 12—15
einhleypir menn héðan úr bænum til
Vesturheims.
Síra Jóu Magnússon á Ríp
sækir um lausn frá prestskap frá
næstu fardögum vegna bilunar í radd-
færunum. —
Um Mýrdalsþingln
hafa sótt: síra f>orsteinn Benedikts-
son í Bjarnanesi, síra JeB A. Gíslason
í Eyvindurhólum og kand. Jón Brands-
son.
Manualát.
Ráðherrahjónin urðu nýlega
fyrir því þunga mótlæti að missa elztu
dóttur sína, Kristjönu, mjög efnilega
,stúlku, nál. 12 ára gamla.
Nýlega er og dáinn húsfrú G u ð-
rún Frímannsdóttir á Miðhópi
í Húnavatnssýslu, fyrirmyndar kona.
Jónas Jónsson, hreppstjóri á
Kjarna í Eyjafirði, andaðist 14. jan.
f Halldör Guðmuiidsson, •
fyr kenuari við lærða skólann, andað-
ist í morgun hér í bænum. Hann
var fæddur 3. febr. 1826, útskrifaður
úr lærða skólanum 1851. Kennari
við skólann 1862 —1885, er hann
fekk lausn frá embætti.
Pórn Abrahams.
>
(Frh )
Hann lá grafkyr eina svipstund, lit-
aðist gætilega um og þóttist sjá, að
enginn gæfi honum gaurn framar.
Hann héit nú áfram leið sína skríð-
andi á fjórum fótum, þangað til eftir
voru að garðinum að eins nokkur
hundruð metrar. En þá óx nú hættan.
Kúlurnar þutu eigi að eins yfir
gerðisveggina heldur langt út yfir
sléttuna. Alt var undir atkvikum
komið; leitaði hann afdreps gegn kúl-
um úr eiuni átt, komu þær úr annari;
þær stefndu sitt á hvað og því var
enginn vegur til að forðast þær. Al-
staðar umhverfis hann þyrluðust upp
rauðar moldgusurnar, þar sem kúlurn-
ar komu niður. f>að skrjáfaði í sí-
fellu í viðarrunnunum, er greinar og
blöð féllu eins og regnskúr til jarðar
hringinn í kringum hann. Zimmer
vissi mjög vel, að hann var í mikilli
hættu staddur, en það breytti í engu
áformi hans; hann ætlaði sér áfram
og hélt áfram.
Alt í einu tók hann eftir því, að ó-
trúlega langt var farið að líða milli
skotanna í gerðinu. Honum fór ekki
að verða um sel og herti nú á sór.
Ilann reyndi að nota hverja mishæð
til að hlífa sér og skreið svo áfram,
en bjóst við því á hverju augnabliki,
að einhver kúlan mundi hæfa hann.
Hann varð að kasta sér niður til að
hvíla sig; en enga eirð hafði hann í
sér til að liggja þarna hreyfingarlaus
eins og lamaður fugl og hlusta; þar
sem bann nix var staddur, þutu kúl-
urnar hvíldarlaust í kross yfir hann
frá dátunum úti á sléttunni. Hann
var alls eigi óhultur þó hann lægi
þarna flatur á jörðunni og því skreið
hann enn áfram 10 skref og velti sér
þar ofan í laut. Alt var undir því
komið, að hann gæti haldið áfram.
Dauðinn hvein um eyrun á honum
hvað lítið sem hann bærði á sér, og
blóðið fossaði í æðunum. Að snúa
aftur var engu hættuminna en að
liggja kyr; eina undanfærið var að
halda áfram. Hann lét aftur augun
til þess að sjá ekki hvar kúlurnar
kæmu niður en þá heyrði hann því
glöggar hvininn í þeim; hjartað í hon-
um barðist ótt og títt og tungan loddi
þrútin við gómipn. Ekki fanst hon
um hann vera hræddur, það var eitt-
hvað miklu meira; hann sárverkjaði í
alla limi og hélt áfram; hann vissi að
sér mundi batna ef hann kæmist alla
leið. Hann var hættur að geta hugs-
að og skreið nú áfram í einhverju óráði;
honum fanst stundum eins og heilinn
í sér væri orðinn lamaður.
Fimtán föðmum framar kom hann
að breiðum hrygg og við það mótlæti
rankaði hann við sér. Hann skignd-
ist um til beggja handa, eins og ekk-
ert væri um að vera, og varð þess
vísari, að hryggurinn lá frá norðri til
suður8 svo langt sem augað eygði.
Að skríða fyrir endann á honum gat
þvi ekki komið til rnála; yfir hann
varð hann að fara.
Hann lagðist nú fiatur niður og
mjakaði sér áfram á olnbogunum og
hnjánum. joegar hann var kominn upp
á háhrygginn, fanst honum eins og
kéyrishögg riði i höfuðið á sér. Hann
lét aftur augun hnipraði sig samaD,
velti sér eins og hnoða ofan af hryggn-
um og leati í lítilli laut upp við við-
arrunna. Hattinn hafði hann mist og
byssunni hafði hann slept; og þegar
haun loksins þorði að þukía um höf-
uðið, þar sem kúlan hafði hæft hann,
fann hann að eins viðkvæma þrútna
rák um þvert höfuðið. f>að létti af
honum þungum steini; hann stundi
þungan og hélt svo skríðandi áfram.
Eftir þetta kom ekkert fyrir hann og
þótti honum það furðu gegna. Hann
var kominn alla leið og skreið nú
inn um glufu á veggnum. Hann var
útataður af rauðum leir, fötin öll í
tætlum og ekki þur þráður á honum
af svita. Svona til reika hné hann
máttvana niður við hliðina á merkis-
valdinum. Hann kom ekki einni sek-
úndu of fljótt og var ekki all lítið
glaður af því, að hafa lagt líf sitt í
sölurnar. Gagnið af sendiförinni jafn-
aðist fyllilega á við hættuna.
Veðurathugranir
í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1904 1 3 n o a gt- Þ>- 05 o* p œ pr H 2 <3 P. -t — pr
febr. . ct- b g CTQ Q ct- l-í cr 8 ox 3 JD °s 3 3 * 2* '-s
Ld 6.8 753,1 -4,4 0 0 -9,0
2 754,4 -3,3 E 1 2
9 753,7 -1,3 N 1 5
Sd. 7.8 753,6 -2,0 E 2 9 -4,0
2 755,5 -2,3 E 1 5
9 754,3 -4,0 E 1 3
Md 8.8 751,3 -6,3 0 1 -9,0
2 750,3 -3,6 E 1 2
9 747,7 -3,2 NNE 2 2
í>d. 9.8 741,8 -2,2 N 2 8 -5,0
2 741,2 -1,4 NE 1 5
9 739,7 -0,9 E 1 10
MdlO.8 738,1 -1,4 N 1 10 -2,0
2 739,6 0,3 NE 1 9
9 739,1 -1,2 E 1 3 *
Fdll.8 740,4 -2,2 E 1 6 -5,0
2 740,2 1,6 E 2 8
9 741,1 2,0 E 2 6
Fd 12.8 741,7 1,2 E 2 o O
2 740,1 1,4 E 3 5
9 740,3 -3,0 E 3 3
Tll leigu frá 14 maí næstk. snotnr
steinbær við Laugaveg. Semja má við
Árna Einarsson verzlunarm.
Fjármark Guðna Magnússonar á Haga
i Grimsnesi er: sneitt framan hægra, hiti
framan og sneiðrifað aftan vinstra, hiti
framan.
Þrifin góðlynd og guðhrœdd
stúlka óskast í vist á góðu heimili
bér i hwnum fra 14. maí.
Ritstj. ávísar.
Uppboösauglýsiiig.
Miðvikud. 17. þ. mán. kl. 11 f. hád.
verður opínbert uppboð haldið á verzl-
unarlóð Geirs Zoega hér í bænum, og
þar selt töluvert af skipsblökkum og
fleiru, er til þilskipaútgerðar heyrir.
Enn fremur verða seldir tveir hest-
ar, rúmstæði, fatnaður, borð, hús-
gögn o. fl.
Söluskilmálar verða birtir á upp-
boðsstaðnum.
Bæjarfógetinn i Reykjavík 13. febr. 1904.
Halldór Daníelsson-
Gjöldum
til dómkirkjunnar er veitt VÍð-
taka kl. 9—10 árd. og 5—6
síðd virka daga í Aðalstræti 18.
Reikningar til H o 1 d s v e i k r a-
spítalans í Laugarnesi eru
útborgaðir á sama stað og tíma.
jþeir, sem ena þá eiga ógreidd gjöld
til dómkirkjunnar, ættu nú- þegar
að greiða þau, svo að eigi þurfi að
beita lögtaki.
Þorkell Þorláksson.
Leikfél. Rvíkur.
Annað kvöld (sunnud.) verður leikið
sjónleikur í 4 þáttum, eftir Herm. .
Sudermann.
Ungur reglumaður óskar atvinnu við
eitthvað, sem lýtnr að skrift eða reikningi.
Ritstj. visar á.
2 kjallarastofur með eldhúsi til leign
14. mai i Ansturstræti 18.
Lóð til 8ölu á ágætum stað í hænum.
Ritst.j. vísar á.
Óskilafénadiu' seldnr í Garðahreppi
haustið 1903.
1. Hvitt geldingslamb, mark: sneiðr. a.
h., hlaðstýft fr. v.
2. Hvitur iamhhrútur, mark: hvatt h.,
hálftaf fr. v.
3. Hvítt gimburlamb, mark: stýft h.
4. Rauðnösótt hryssa, veturgl. mark:
st.fj. fr. vinstra.
Réttir eigendur geta fengið andvirðið, að
frádregnum kostnaði, til næstu fardaga hjá
undirrituðum.
Garðahreppi 6. febr. 1904.
Einar Þorgilsson.
Taðkyarnir.
Tannhjól í taðkvarnir af nýrri og mjög
heppilegri gerð, (mylja vagnhlass á 5
mínútum), fást hjá Helga Magnússyni
járnsmið, Bankastræti 6, Rvík.
Zeoiinblekiö góða
er nú aftnr komið i afgreðslu Isafoldar.
Bátar
Og
fyrirdráttarnet.
2 bátar fjórrónir, með seglum, árum
og öllurn veiðarfærum, a 11 n ý 1 e g t,
fæst hjá undirrituðum; einnig 2 á-
gætar fyrirdráttarvörpur
(slöngur).
Sauðárkrók í janúar 1904.
V. Claessen.
Tll IeÍgU 14. mai kjallarinn i Læbj-
argötu 10. Mjög bentugur fyrir skósmíða-
varkstofu o. ra. fl.
Stórt uppboð
verður haldið á fiskverkunarlóð miuni
(við Móakot) næstk. föstudag 19. þ.
m. kl. 11 árd. og þar selt mikið af
nýju timbri, vatustunnur, járnvír o. fl.
Ennfr. verður selt við fúngholtsstr. 1,
ef viðunanlegt boð fæst: stór og vand-
aður eikarbátur, eirseimdur (c.ll1/^ al.
lengd 372 br. og 21/., al. dýpt) hentugur
til flutninga; skemtivagn með tilheyr-
andi 3 nikkeleruðum aktýgjum, hest-
vagn, handvagn, ungur og traustur
vaguhestur, og ef til vill eitthvað af
búðarvarniugi o. fl.
Reykjavík, 13. febr. 1904.
Jón Þórðarson.
2 kvígur 8em / ganga með fyrstu
kálfa, fást keyptar nú þegar í f>ing-
holtsstræti 1.
Greftranir.
Herra Magnús Jónsson í Pálmahúsi
við Framnesveg, hefir nú í fjarveru
minni, eins og að undanförnu, aðalum
sjón með líkvagni mínum og sér að
öllu leyti um greftranir, ef þess er ósk-
að. Heiðraðir bæjarbúar eru því vin-
samlega beðnir um að suúa sér til
hans.
Virðingarfylst
Matth. Matthíasson.