Ísafold - 27.02.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.02.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn 'sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1V, doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. érg. Reykjavik laugardaginn 27. febrúar 1904 9. blad. JíuáJadá JfíaAýaAÍ/ib I. 0. 0. F. 852398V^ Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. ki. 11—1 í spltalannm. Forngripasafn opið mvd. og ld. 11 —12. Frilœkning á gamla spitalannm (lækna- skólanum) á þriðjudögnm og föstudögum kl. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8’/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ag kl. 8 á hverjum helgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj- endnr kl. 10x/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12-3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ag ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, i Yeaturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypis í Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Ilugsanir bænda um einstök atriði alþingismála 1903. Eftir Vigfiís Guðmundsson. III. Túngirðingalög. Túngirðingalögin, sem vanalega eru kölluð og róttast nefnd »gaddavírslög« eru helztu lögin frá þinginu ’03, næst fjárkláðalögunum, sem talist geta vera- leg tilraun til að hjálpa landbúnaðin- um. Lög þessi eru áreiðanlega sprott- in af brennandi ábuga og bezta hug- arþeli til landbúnaðarins. Fylgismenn málsins eru alkunnir landbúnaðarvinir, meðal þeirra sjálfur »búnaðarmálaráð- gjafi« vor íslendiuga. Er bæði óhyggi- legt og óheiðarlegt að ætla slíkum mönnum illan tilgang og óhreinar hvatir með lögum þessum. J>ess kon- ar raddir hafa þó heyrst, bæði á þingi og í blöðum; spilla þær ætíð góðum málstað og geta fælt menn fráhonum, en bæta ekki neitt. Aftur verður því ekki neitað, að innanum hafa flotið góðar og gildar ástæður móti lögunum, sem erfitt mun að hrekja, til dæmis í »Norðurl.« 3. ’03. Hógværum og góðum greinum man og eftir í »Fjallk.« 32. ’03 (S. S.) og »ísaf.« 79. ’03 (Bóndi), og margt fleira hefir verið sagt um þessi lög þeim til ámælis, bæði í blöðum. á fundum og meðal raanna. Bendir þetta á, að lög þessi ætli ekki að ná fylgi almennings, eða fullnæga góða tilganginum. Svo fer oftast fyrir þeim lögum, sem snerta hag almennings, eru stór og þýðingar- mikil, en steypt er yfir þjóðina eins og skúr úr heiðskíru lofti. Slíka aðferð ætti þingið að varast; það má ekki spilla fyrir mestu velferðarmálum þjóð- arinnar, eða brjóta af sér hylli hennar, traust og virðingu, með því að skoða alþýðuna alt of smá börn, er ekki megi segja neitt um það, sem þeim er skamtað. Veðrabrygði þingsins í túngirðingamálinu þykja oss nokkuð skjót og eftirtektarverð. Á alþ. ’Ol, blés beljar kuldi yfir tÚDgirðingar tir grjóti, þær voru sviftar ^/3 verðlaun- anna. Dagsverk í einföldum grjótg. t. d. var 18’ x S^/g’^öSnfet, gert 24’ x 4’ = 96 □ fet. J>etta var stór aftur- för. En nú sendir þingið svo frjósam- a skúr, að girðingar um öll tún á landinu eiga að vera fullsprotnar eftir 5 ár. Fögur er skúrin og frjó- aflið mikið, en galli þykir oss það, að dropar hennar skuli vera næstum eintómir peningar, að nokkru leyti úr buddum niðja vorra, sem enginn veit enn hve hátt verður í, og vökvar þó ekki nema fáærðan útlendan gróður. Vér hefðum kosið heldur að nokkrir dropar hefðu fallið á vinnu sjálfra v o r, og vökvað innlendan, ævarandi gróður. Fyrir grjótgirðingar sýnist ekki of- mikið gert, þó aftur væri losað um óheilla hnútinn frá ’Ol. Grjótgirðingar, einkum tvöfaldar, tel eg beztar allra girðinga hér á landi í flestum tilfellum, og sjálfsagðar að ganga fyrir öllu öðru efni, þar sem kostur er. Grjótið hefir þann mikla kost yfir anDað efni, að það bæði fæst ókeypis og er ævarandi. Kostar þá vinnan ekkert? spyr menn. Jú, en víða má afla grjóts á veturna,-rífa upp framan af vetri og draga á hjarni - þegar vinnan er ekki dýr, og stundum ekkert aðhafst. f>egar grjótið er kom- ið á staðinn, þá er fremur fljótlegt að hlaða, má oft byrja það snemma á vorin, og sömuleiðis hlaða í skörðin. Vinnukostnaðurinn og viðhaldið er mjög fundið görðunum til foráttu. |>ví verður heldur ekki neitað, hvorttveggja kostar töluvert, en stóri munurinn er þetta: Menn fá grjótgarðana fyrir vinnu sína, - margt dagsverkið, sem annars yrði lítið úr-, en bæta lítið eða ekkert við skuldir sínar, og þeir eru sönn jarðabót, þegar fullgirt er. Enginn tekur grjótið með sér, það ónýtist ekki, og viðtakandi fær það ó k e y p i s . þetta er svo mikil hjálp fyrir fátæka viðtakendur, svo mikill munur á því og að demba skuldasúpu vorri á þeirra bak, og eiga samt eftir færri eða fleiri ár ekkert efni til í girðinguna - alt riðg- að og slitið, að eg bið menn athuga vel, hvort þeir vilji ekki leggja nokkuð meir í sölurnar sjálfir fyrir eftirkom- endur sína. Aðal meinið og sterkasta ástæðan móti görðunum er vitanlega sú, að ekki er hægt að girða stór svæði á stuttum tíma. Girðingaþörfin er þó auðvitað mikil, en hún er hvergi nærri jafn brýn alstaðar. Stór munur í þéttbýli, með þjóðvegum o. s. frv., og strjálbýli, sem ekki er undirlagt af annara fénaði. Eftir minni sannfæring er farsælla til frambúðar að girða með grjóti á slíkum stað, að svo miklu leyti sem kostur er, þó nokkur ár sé verið að því. Jafnvel þó grjótgarðar verði fordæmd- ir á þingi eða sviftir öllum styrk, þá hika eg ekki við að nota grjótið mitt eftir mætti til girðinga. Eg vil ekki binda mér stærri bagga en eg býst við að geta borið sjálfur, og ekki keppast mest eftir þeim gróður af jörðunni, sem eftirkomandi minu eða ef til vill jarðeigandi eiga síðar að borga. Lán til 40 til 50 ára væru hentug til jarðakaupanna, en fyrir efni, sem kann að eyðileggjast á 20 árum, get eg ekki álitið þau viðeigandi. Auðvitað er ekki hægt að girða úr grjóti nema á sumum stöðum og að nokkru leyti, þó er eDn þá til grjót á mörgum stöðum, sem þingið ætti ekki að letja heldur hvetja bændur að láta ekki liggja lengur óhreyft, til engra nota. |>ar sem ekki er grjót, er víða góð stunga og gott að gjöra lága garða, sem svo þarf ekki nema 1 eða 2 vírstrengi ofan á. Séu þessir garðar vel hlaðnir, að sér dregnir báðum meg- in og þykkari neðst en þeir eru háir, þá geta þeir enzt mjög lengi, veita nokkurt skjól og varna hættu af um- ferð nálægt vegum og víðar, bæði fyr- ir menn og skepnur, einkum þegar dimt er og hættulegast. Sumstaðar er sjálfsagt bezt að brúka vír og ekki annað. Eg vil ekki endurtaka raikið af því, sem búið er að segja, eða rekja hverja grein laganna; það yrði of þreytandi og gæti fylt marga dálka í »ísafold«. En eg get ekki slept að anda mótl þeim byr, er oft hefir blásið í túngirð- ingamálinu, að girðingarnar - einkum gaddavírinn - sé svo að segja »e i 11 o g a 11« fyrir íslenzka landbúnaðinn; að engin jarðyrkja geti átt sér stað án þeirra, og þó einkum, að þá sé alt fengið og öll jarðyrkja komi svo að segja af sjálfu sér. Girðiugar bæta þó ekki jarðveginn né næra jurtírnar, ekki veitir vírinn þeim heldur skjól. Nei, girðingarnar eru bara umgjörð- in um gullið, en ekki gullið sjálft, umgjörð, sem hvergi ætti að vanta og víða er alveg ómissandi til að varð- veita gullið. |>ær eru peningaskápur- inn, sem sumir vilja ekki flýta sér meir að eignast en eitthvað til að láta í hann. Girðingarnar gevma gullið; á b u r ð- urinn og jarðyrkjan myndar það og mótar. Fjármál. Fátt þykir obs bændum undarlegra eða öfugra hjá þinginu en aðal stefna þess í fjármálum. Oss þykir vitan- lega engin furða, þó útgjöldin aukist í ýmsum greinum, það er ekki aðeins eðlilegt heldur og sjálfsagt. Framfara- leysi og afturhald lýsir sér hvergi eins greinilega og í fullkominni kyr stöðu í öllum fjármálum. Hitt er stærsta furða, undarlegt ráðlag, að í sjálfum fjárlögunum skuli vera ætlast til að eyða á 2 árum nálægt */4 af því fé, sem búið er að draga saman í 20—30 ár, og nær því x/4 meir en allar tekj- urnar teljast muni verða. Og að sama sem ekkert, - ekkert móts við út- gjaldaaukann í öðrum lögum, - skuli vera gert til þess að auka tekjurnar, svo landsbvlið geti borið sig. Tekjur landBsjóðs hafa orðið svo drjúg- ar á síðustu árum,aðtalsvertféhefirspar- ast þrátt fyrir ískyggilegt ráðlag. Nokk- ur ár hafa verið veltiár fyrir landsbú- ið. Er þá ráðlegt að eyða forða góðu ár- anna áðuren hörðuárin dynja yfir? Mun þá verða hægara að bæta úr tekjuhall- anum, þegar tekjur landssjóðs minka og þörfin krefur stórkostlegan útgjalda - auka: þegar í stað stórrar tekjugrein- ar af eign kemur, ef til vill, stór út- gjaldabálkur af rentum og afborgunum lána? |>egar harðæri koma til lands eða sjávar og gjaldþol manna þrýtur, er þá heppilegast að byrja að auka útgjaldabyrðina? Yæri ekki heldur hyggilegra, að geta lækkað skatta og tolla þegar slík ár koma? Ekki væri stórt tjón fyrir þjóðina, þó tollar á mun- aðarvörum og ýrasum óþarfa væru of- ur lítið hækkaðir á góðum árum. Mikla grýlu vilja sumir þingm. gera Björn Jensson, k e n n a r i. Hjartans þakkir, hvíldu rótt! þú vorn sálar-þroska glæddir, þreki sjúkur veika gæddir. Dánarklukkur hljóma hljótt: Hjartans þakkir — sofðu rótt! Stjörnur heiðum hirnni frá vefji brjóst þitt ástararmi, — unaðsljós að grafarbarmi þínum tindri björt og blá, stjarnan Jieiðum himni frá. Skólans sómi, sof þú vært, hygginn, réttsýnn heiðursmaður, hjartaþýður, prúður, glaður. Oss mun nafn þitt alt af kært, skólans sómi, sof þú vært! Drúpir rós í sorgarsal, — táradögg um blíðu blómin blikar nú, er klukknahljóminn ber frá strönd að djúpum dal. — Drúpir rós í sorgarsal. Ut við strönd og uppi’ í sveit áttu marga kæra vini, mörgum að þú hlúðir hlyni, vermdir margan vermireit út við strönd og uppi’ í sveit. Þigg nú af oss þennan kranz ! Guð oss marga gefi slíka göfga, sanna þína líka, afbragðs-sonur ættarlands. — Blunda rótt við brjóst þíns lands ! Guðm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.