Ísafold - 27.02.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.02.1904, Blaðsíða 3
35 f Björn trésnjiður Þorláksson, hreppstjóri í Mosfellshreppi, andað- ist í morgun hór í bænum eftir stutta legu í lungnabólgu. Hann var sonur síra fiorláks Stefánssonar, síðast prests að Undirfelli, og Sigurbjavgar Jónsdótt- ur, en bróðir þeirra síra JóusáTjörn, síra Arnórs á Hesti, þórarins málara og þeirra systkina. Björn sál. var á- gætur smiður bæði á járn og tré, og lá eiginlega alt í augum uppi í þeirri grein. Hann kom upp ullar og tó- vinnuvélunum á Alafossi og fór utan til að kynna sér þá iðn og var fljótur að nema. Hann var og fenginn til að setja upp ullarvélarnar á Reykjafossi í Olfusi og að síðustu vann hann við klæðaverksmiðjuna »Iðunn« hér í bæn- um bæði að trésmíði og uppsetningu allra vélanna og þótti hann þar sem annarstaðar góður liðsmaður. Óveitt prestaköll. Sandar í Dýra- firði (Sanda og Hraunssóknir). Mat. (mrð 200 kr. uppbót úr landssjóði) kr. 1140, 'Z2. A prestakallinu hvílir lán til íbúðarhúss- byggingar, tekið 1591 og 1392, uppruna- lega 1500 og 200 kr., sem afborgast með lli0 árlega á 20 árum; verður í vor að eft- irstöðvum tibO kr. (Stj.tíð. 1891, B. bls.98 og Stj.tíð. 1892, B. bls 2j8). Ennfremur er prestakallinu veitt lántökuleyfi, til hlöðu- byggingar, 600 kr., (Stj.tíð. 1901, B. bls. 1 og 83) og skal lánið afborgast með 25 kr. árlega á 24 árum. Auglýst 25. febrúar 1904 Umsóknarfrestur til 10. april 1904. Veitist frá næstu-fardögum að telja. Hofteigur á Jökuldal (Hofteigs og Brú- arsóknir) metið kr. 969,11. Veitist frá næstu fardögum að telja. Auglýst 25. fehr. 1904. Umsóknarfrestur til 20. apr. 1904. Alls eru 9 prestaköll laus sem stendur; hin 7 eru: Meðallandsþing (688 kr.), Lund- arbrekka (807 kr), Þönglabakki (1021 kr.), Hof á Skagaströnd (967 kr.), Sandfell i Öræfum (857 kr.), Háls í Enjóskadal (973 kv.), og Mosfell í Mosfellssveit (1234 kr.), BotnvörpunBarnir ætla ekki að láta á sér standa núna heldur en endranær, ef fiskvart verður öðruhvoru megin Skagans og færi gef- ur að sópa. Ekki færri en 23 skip taldi Ásm. bóndi Árnason í Hábæ í gær undir Vogastapa og þar á víkinni og sagt að 20—30 séu á vakki á Hafnaleirnum. Komi nú fiskur á mið í syðri veiðistöðunum núna í vertíðar- byrjun áður en varðskip kemur, þá er alt í veði, afli og veiðarfæri. Ráðherrann gerir nú auðvitað það S8m hann getur í utanför sinni til að fá strandgæzluna aukna og ervonandi að þær tilraunir hans hafi góðan á- rangur; má því fremur treysta því, sem vér eigum góða talsmenn í Khöfn, yfirmenn varðskipsins að undarförnu, Hovgaard, Hammer og Evers, sem öllum er það áhugamál, að landið fái þá varðveizlu, sem þörf er á, fyrir .sívaxandi yfirgangi botnvörpunga. — Iiandsbúuadarfélagid. Sigurður Sigurðss. er nýlega kominn heim úr 3 vikna ferðalagi um Árnes- og Rangárvallasýslui'. Ferð hans var aðallega gjörð til að mæta á rjómabúafundinum við þjórsárbrú 29. f. m. Auk þess hélt hann fyrirlestra á þesBum 7 stöðum: Eyrarbakka, Stokkseyri, Rauöalæk, Stórólfshvoli, Hruna, Selfossi og í Ólfusinu. Á fund- unum var rætt um áburð og áburðar- hús, súrheys og sætheysgerð, mjaltir} túngirðingar, garðraekt og margt fleira. Flestir fundirnir höfðu verið vel sóttir og furðar Sigurð, hve margir mættu, þar sem snjóþyngslin og ófærðin var svo mikil, að ekki hét fært bæja á milli. 24. þ. m. lagði hann á stað upp í Borgarfjörð til fundarhalda um rjómabússtofnanir o. fl. Veðurathuganir i Reykjavík, eftir Sigríði Björnsdóttur. 1904 febr. Loftvog millim. Hiti (C.) >- et- <3 CD CX »-< cr æ c* Skýmagnl Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld 13.8 739,1 -2,3 NE 1 0 2 744,7 -1,4 NNE 1 0 9 745,2 -3,3 E 1 0 Sd.14.8 745,1 -8,2 S 1 0 2 747,5 -6,4 0 1 9 743,1 -3,4 N 1 7 Mdl5.8 742,1 -0,1 N 1 10 2 743,5 -0,6 NNE 1 8 9 744,7 -1,3 N 1 5 Þd.16.8 744,7 -1,8 N 1 2 2 747,8 -0,4 N 1 2 9 748,1 -1,9 N 1 1 Mdl7.8 750,7 -7,9 0 i 2 755,0 -2,8 N 1 4 9 756,5 -4,3 NNE 1 7 Fd 18.8 757,2 -9,0 0 3 2 755,1 -6,6 NE 1 9 9 744,0 -4,1 NE 2 10 Fd 19.8 718,1 1,8 E 1 10 1,1 2 725,3 -3,4 NE 1 10 9 736,6 -6,9 NE 2 5 Ld 20.8 740,0 -9,2 0 1 2 745,8 -7,9 NE 1 7 9 744,1 -8,1 E 1 8 Sd.21.8 741,5 -3,1 E 1 9 0,1 2 743,2 0,7 E 1 10 9 743,4 1,0 0 3 Md22.8 733,4 2,8 E 2 10 22,0 2 729,3 4,6 8E 2 10 9 726,1 3,1 E8E 1 10 Þd.23.8 730,1 1,9 ssw 3 8 14,7 2 737,8 2,1 8 1 9 9 740,0 1,7 SW 2 10 Md24.8 743,1 1,8 8E 2 10 2,9 2 740,9 4,0 E 3 10 9 736,1 3,3 SE 2 10 Fd 25.8 737,1 1,3 ENE 1 9 36,7 2 740,5 1,6 E 1 6 9 740,5 0,0 SW 1 5 Fd 26.8 747,3 -0,3 8W 1 9 2 751,1 0,9 E 1 10 9 746,7 1,3 8 2 10 Olögleg áfengissala Kaupmennirnir á Eyrarbakka og Stokkseyri eiga mikið lof og þakklæti skilið fyrir að hafa hætt við hina illa ræmdu áfengisverzlun, og er með því eígi lítið spor stigið í áttina til gæfu og heilla fyrir okkur hér. »austan fjalls«. Þykir okkur bindindisvinum þetta sú dýrmætasta og bezta nýársgjöf, sem/ okkur gat í skaut fallið um þessi ára- mót. þetta væri öllum, sem bindindi unna, óblönduð gleði, ef um leið hyrfu 1 e y n i-k n æ p u r n a r og þau svívirðilegu skúmaskot, sem hafa nú því miður haslað sér völl alla leið úr Reykjavíkurbæ aust- ur að Ytri-Rangá, meðfram þjóðveg- inum. f»að geta líklega flestir borið um, sem ekki eru alveg eftirtektarlaus- ir og fara árlega til Reykjavíkur héð- an að austan, að það er engin nýlunda, að menn sjáist koma talsvert »góð- glaðir« út úr þessurn krám, þótt þeir hafi verið alveg algáðir, þegar þeir fóru þangað inn, og væru ónestaðir með víni. Eins og allir vita, eru þess- ir vínveitendur svo kænir, að ef nokk- ur hevrir til nerna sá sem »pantar«, þykjast þeir vera að »gefa«, en þegar þeir ná í viðkomanda, heimta þeir tvöfalda borgun, og fá hana auðvitað, því hvað er ekki látið falt fyrir vínið? J>að er meira sárt en frá verði sagt, að svona mönnum skuli takast ár eftir ár að skríða svona skammarlega í skugganum, og ganga í berhögg við landslögin. Mig hefir oft furðaðáþví, að aldrei er í blöðunum minst á þessa þjóðarminkun með einu orði, og veit eg þó, að mörgum svíður þetta sárt. Næsta ótrúlegt virðist mér, að menn gætu ekki eitthvað gert til að hnekkja þessum lúalega atvinnuvegi. Mér finst yfirvöldin, sem eiga að gá að lands lögum og réttindum, vera skyldug til að hafa strangari gætur á þessum piltum, en hingað til hefir verið haft, og líða þeim eigi lengur að óprýða fallega og greiðfæra veginn okkar hér austur með ólöglegri áfeng- íssölu og þar af leiðandi drykkjuskap, sem ekkert hlýzt af annað en llt eitt. En verði þessi ósómi algerlega kveð- inn niður á komanda ári, þá munu margir blessa árið 1904. Á gamlárskveld 1903 Kona. Ógurlegur e'.dsvoði. I bænum Baltimore, höfuSborginni í fylkinu Maryland í Ameríku, kviknaði eldur 6. (eða 7.) þ. m. svo að ekki varð við ráðið og læsti eldurinn sig hús úr húsi á svipstundu en eldhríðin svo mögnuð langar leiðir, að hvergi varð viðnám veitt, logandi eldibröndum, sum- um 6—8 feta löngum, rigndi niður, svo að jafnvel slökkviliðið varð að forðasér, himinhá stórhýsin fuðruðu upp eins og eldspýtustokkar og veggirnir lirundu svo samau er alt var brunnið innan úr þeim. I 38 stundir samfleytt geysaði elduriun um borgiua, þar sem hún var þéttust og bezt bygð, enda brunnu nál. 2500 hús, og þar af fjöldi stýrhýsa, á nálega tveggja ferhyrningsmílna svæði. Tjónið er áætlað að muni nema um 300 miljónir dollara og talið hæpið að ábyrgðarfélögin fái staðist þau feikna- gjöld. Síðdegismessa i dómkirkjanni á morgun kl. 5. (S. A. G.). Thomsens innlendu vindlar þola. alla samkeppni, bæði hvað ga^ði og verð snertir, að dómi allra þeirra mörgu, sem þá hafa reynt. Undirritaður tekur að sér að innheimta skuldir, annast lántöku í bankanum, kaup og sölu áfasteignum og skipum, gjöra samninga og flytja mál fyrir undirrétti. Lækjargötu 12. Eggert Claessen cand. jur. Á G Æ T T táið tóverk fæst keypt í Hegningarhúsinu í stórkaupum á 30 a. pd. S. J&nsson. Um leið og eg tilkynni fjarverandi vinum og vandamönnum, að min elskulega eigin- kona, Halldóra Einarsdóttir, andaðist eftir langar og strangar þjáningar II. þ. m., votta eg mitt innilegt hjartans þakklæti öllum þeim, sem hafa sýnt mér og börnum minum hluttekningu við lát konu minnar og heiðruðu jarðarför hennar á annan hátt ogmeðnávist sinni. — Reykjavik 26. febr. 1904. Helgi Sigurðsson frá Kópavogi. Fullkunnugt er það öllum, að vefnaðarvöru- deildin í THOMSENS MAGASÍNI fær enn sem ávalt fyr orð fyrir að hafa mest úrval og beztar en þó jafnframt ódýrastar vefnaðar- vörur á boðstólum, á hvaða tíma árs sem er. Vigtir og lóð ásamt öðrum búðarvarn- ingi fæst til sölu nú þegar; mjög lágt verð. Ritstj. ávisar. SKANDINAVISK Exportkaffi-Surrogat KjobenhavD. — F Hjorth & Co. eru beðnir að vitja ísa- foldar í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum, Engin VERZLDN í bænum býður betri, fjölbreyttari, né ódýrari nýlenduvörur en Sælgætis- deildin í Thomsens magasíni. „Leikfélag Reykjavikur“ sjónleikur í 4 þáttum, eftir Herm. Sudermann, í siðasta sinn. DUGIÆGUR MAÐUR, sem vill fá þ i 1 s k i p til umráða, frá lokum eða fyr, og er gæti útvegað sér 12—14 dliglega háseta, snúi sér til nndirritaðs, er gefur nánari upplýsingar. Th. Thorsteinsson. Passiusálraar fást nú eins og að undanförnu í afgreiðslu ísafoldar. Verð: 1 kr., 1 kr. 50 a. og 2 kr. Viniii, og gosdrykkirnir, sem Kjallaradeildin í THOMSENS MAGASÍNI selur, hafa mest álit á sér hvað verð og gæði snertir. f>au eru ávalt geymd við jafnan hita. V O T T O R Ð. Konan mín hefir um síðastliðin 3 ár þjáðst af raagakvefi og taugaveiklun; læknis hefir iðulega verið leitað, en jafnan árangurslaust. En eftir að hún fór að taka inn KÍN ALÍFS- ELIXÍR Waldemars Peter- s e n s, hefir henni batnað til muna, og er eg sannfærður um, að hún myndi verða albata, ef efni mín leyfðu að hún hóldi áfram að taka þetta lyf. Sandvík 1. marz 1903 Eiríkur Runólfssón. Kína-Iífs-elixírinn fæst hjá flest* um kaupmönnum á íslandi, án toll- hækkunar, svo að varðið er eins og áður að eins 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera viss um að fá hinn ekta Klna-lífs-elixír, eru kaupendur L V. P. beðnir að líta vel eftir því, að ~ standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Peter- sen‘ Frederikshavn, Danmark.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.