Ísafold - 09.03.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.03.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða P/s doll.; borgist fyrir miðjan iúlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ðgild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg Reykjavík miðvikudaginn 9. marz 1904 11. blað. jfíuóstaí/A jltay'ujfa/ti'ib i. 0. 0 F. 8b3U8,l2. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjuTn mán. kl. 11—1 í spitalanum. Forngripasafn opið mvd. og Id. 11 —12. Frílœkning á gamla spitalanum (lækna- skólanum) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11 — 12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og aunnudagskveldi kl. 8‘/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 *>g kl. fj á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10‘/2—12 og 4—B. Landsbankinn opinn hvern virkan dag '40 11—2. Bankastjórn við ki. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafh opið hvern virkan dag 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafni.ð opið á þrd., fimtud. •og ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b i. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Hvorir haft sitt fram. f>að er vel farið, að ekki bryddir að svo stöddu á mikilli eða almennri óánægju með hina nýju landsstjórn vora. f>að væri og heldur snemt, meðan ekki er farið að reyna hana svo neinu nemi. Almenningur er og feginn vopna- hlénu, eftir hina löngu og hörðu stjórn- arbaráttu. Og þar að auki yfirleitt ánægður með stjórnarbótina, þrátt fyrir þver- Tbrest þann, er á smíðinu varð í síð- ustu umferðinni og ekki var tekið aftir fyr en um seinan. Sum blöð hér, og þó einkum í Kaupmannahöfn, hafa flutt óskaplegt gum um hinn nýja ráðherra, hver dýrðarmaður hann eigi að vera í alla staði. Oss hinum, sem getum ekki tekið undir lagið það hræsnislaust, þykir beut við eiga að láta slíkt í þagnar- gildi og hafa ekki fyrir að spilla fögr- um söng fyrir vinum hans og venzla- mönnum. Vér reynum að ala með 08S betri von en vér hyggjum _ vera efni til. Vér ætlum hana gera fremur að bæta eu spilla. En ekki er þó því að þakka aðallega spekt sú, sem nú er á komin ogmjög or ánægjuleg og lofsverð, það sem hún nær. Hún er miklu fremur hinu að þakka, að stjórnbótarflokkarnir hafa hvor um sig rauuar haft sitt fram. Framsóknarflokkurinn hefir fengið stjórnarbótinni framgengt, eftir langa og harða baráttu og þrátt fyrir ákafa mótspyrnu hinna fram til síðustu for- vaða. Hann hefir fengið henni framgengt viðunanlegri. Hann gat ekki fyrirgirt fyrnefndan smíðagalla eða þverbrest, með því að flokkurinn var orðínn í minni hluta, þegar honum var laumaðinD; og hafði því rniður þar að auki ekki tekið eftir honum svo vel, sem hefði þurft að vera, fyr en um seinan. Að öðru leyti hefir Framsóknarflokk- urinn haft sitt fram, sína stjórnarbót. Og hinn sitt: hremt völdin. það var þ a ð, sem h a n n barð- ist fyrir, þegar svo langt var komið, að stjórnarbótinni varð eigi afstýrt framar. Þetta, að láta ekki völdin »ganga úr ættinnú. Láta þau að minsta kosti lenda í Dæsta knérunn, ef ekki væri hægt að halda þeim alveg í sömu höndum eft ir stjórnarbótina og áður. Vér framsóknarmenn smíðuðum skip- ið og vönduðum til þess eftir mætti, eftir því sem vér áttum frekast kost á. Vér gerðum það, meðan vér höfð- um meiri hluta á þingi. Vér gátum ekki við það ráðið, að þjóðin lét blekkjast og hinir urðu fyr- ir það í meiri hluta. |>á var það, sem meinviðurinD, hin 1 ö g b o ð n a ríkisráðsseta, komst inn í eitt umfarið. Hinir ruddust síðan hver um annan þveran að stýriuu. Stjórnvelinum þurftu þ e i r að festa hönd á. Ella var alt ónýtt. Og lítils vert um alt annað. — jþar eru þeir nú seztir. Og njóti þeir heilir handa, segjum vér, e f þeir halda í horfi sæmilega og hafa hæfilegt skrið á skeiðinni. Hlutabankaseðlarnir. Rétt áður en íslandsráðgjafinn, Al- berti, fór frá, staðfesti konungur vor að hans ráði þá tilhögun á hlutabanba- seðlunum væntanlegu og útgáfu þeirra, sem hér segir: Fyrsta seðlaútgáfan nemur 10 milj- ónum, í ð, 10, 50 og 100 króna seðl- um. Mynd konungs veröur á öllum seðlunum, og hinum stærri (hærri) þar að aubi mynd af Heklu og Geysi; ekki rúrn fyrir þau á hinum minni. Aftan á þeim öllum verður þar að auki mynd af fálkanum íslenzka. Loks verða þeir allir prýddir ríkulega haglega gerðum, hringlöguðum sveifl- um. |>ær eru nefndar guillocher á útl. tungur. VatnsmerkiS 1. B. (þ. e. íslands banki) verður haft í pappírnum, sem seðlarnir eru prentaðir á; stafirnir þeir dökkir, en hvítir í röndina. Hver tegund seðlanna (5, 10, 50, 100) á að vera með sínum lit á frainhliðinni, en ekki fullráðið, hvernig litirnir eiga að verða. |>ó er búist við, að morauður, blár og grænleitur litur verði hafður á framhliðinni eða rétthverfunni, en rangbverfan blá með hvítum undirlit á öllum seðlunum. Eftir ákaflega snarpa samkepni var tilbúningur seðlanna falinn L. Levi- son jun. í Khöfn sem umboðsmanni hinnar alkunnu listastofnunar Gescke & Devrient í Leipzig. Það sem þar réð úrslitum aðallega, var, að þeir Gescke & Devrient veittu svo örugga tryggingu, sem framast er hugsanleg, fyrir því, að ekki verði auðið að stæla eftir seðlunum. þeir kváðu hafa búið til svo hundruðum miljarða skiftir af bankaseðlum handa ymsum ríkjum bæði hér í álfu og annarsstaðar, og enginn seðill frá þeim verið falsaður nokkurn tíma; en svo vel segja menn að naumast muni tekist hafa nokkurri seðlaprentsmiðju. það verður eftir þessu lítt hugsan- legt, að hlutabankaseðlarnir geti orðið falsaðir. Allar hugsanlegar varúðar- reglur eru viðhafðar. Meðal annars eru seðlarnir svo gerðir, að ekki er hægt að gera af þeim ljósmyndir, og guilloche-vélar þær, er hafðar eru til að prenta þá, eru ákaflega dýrar, og tilbúnar eingöngu fyrir þá Gesche & Devrient. |>etta er alt miður ánægju- legt fyrir seðlafalsarana. En öllum öðrum kemur það vel, að svona tryggi- lega er um það búið, að aldrei verði á gangi nema ófalsaðir íslenzkir seðl- ar, — ekki sízt vegna binna tíðu pen- ingafalsana nú upp á síðkastið. |>að hefir vitanlega verið meira en lítill tilkostnaður fyrir hlutabankann, að hafa seðlana svona vandaða. En hann hefir séð, og séð það rétt, hve mikils var um vert að komast hjá ó- róleik þeim og tjóni, er hlotist getur af fölsunum, og hefir því ekbi horft í að velja meðal margs góðs hið allra- bezta, sem kostur var á. Hann hefir því varið til seðlaprontuDarinnar, þess- ara 10 milj. kr. virði í seðlum, fast að 50,000 kr. Megnið af þessum 10 milj. kr. íseðl- um verður sent beint frá þýzkalandi til Leith og afgreitt þaðan áfram til íslands. (Eftir »Dannebrog«). Sláttuvél. Hugvitsmaðurinn Ólafur Hjaltested frá Khöfn hefir hugsað upp nýja sláttu- vél, er margir hafa ímyndun um, að komið geti hér að góðu haldi. Landsbúnaðarfélagið hefir veitt hon- um 250 kr. styrb til að smíða sýnis- horn að henni. |>ví miður eru litlar horfur á, að Ó. H. geti haldist hér við, heldur neyð- ist til að ganga að atvinnutilboði suð- ur í Berlín. |>að er illa farið, ef landið missir af honnm fyrir það. Um Mosfellsprestakall í Mosfells- sveit er mælt að verða nmni í lijöri þess- ir prestar: síra Jón Arason á Húsavik, síra Magnús Þorsteinsson í Landeyjaþing- um og síra Magnús Þorsteinsson í Selárdal. Af ófriðinum. Borið hefir margt við í hólmgöngu Rússa og Japana fleira en á var vik- ið eíðast. En mjög eru frásögur af því öllu á reiki og raargt borið aftur jafn- óðum; og er vant að vita að svo stöddu, hverju treysta má, þótt hitt sé engum vafa bundið, að Japönum hefir veitt yfirleitt stórum betur. Hér segir frá nokkru því, er gersb hefir sögulegt og á lofti er haldið, þótt mjög skorti fulla vissu fyrir, að alt sé það áreiðanlegt. En lýsa verður fyrst nokkuð afstöðu láðs og lagar m. fl., þar sem þeir hafa ázt við, Rússar og Japanar, og munu eigast við enn um hríð. Kórea er að mestu skagi, sem geng- ur suður af Mantsjúríu milli Gulahafs að vestan og Japanshafs að austan. Vestan Gulahafs er Kina, megin- ríkið. Austan Japanshafs liggur Japan. Norður úr Gulahafi gengur Kórea- flói. Austan að honum liggur Kórea, en að vestan nes eitt mikið, er Rúss- ar hafa af tána fremstu á sínu valdi, þótt það sé langt suður í Kína. |>eir létu stjórn Kínverja selja sér það á leigu fyrir nokkrum árum til 99 ára. þar, á því nesi framanverðu, liggur kastalaborgin Port Arthur, er Rússar hafa eflt af kappi, síðan er hún komst á þeirra vald. J>ar er fyrirtaks-höfn, allstór fjörður, fjöllum luktur eða hæð- um allmiklum. þar er herskipalægi eitt hið mesta og bezta í heimi. Framan við nesið Iiggur skipaleiðin úr Gulahafi inn í Petschiliflóa. Við hann vestanverðan stendur Tientsin, hafnarborgin frá Peking. En norður úr þeim flóa skerst annr ar flói minni vestan við nesið þar sem Port Arthur stendur, og er kendur við Liao-Tang. það var á áliðnum degi mánudag 8. f. mán., er Japanar lögðu að landi við Chemulpo, hafnarborg frá Söul, höfuðborginni og keisarasetrinu í Kórea. Chemulpo er við Gulahaf innanvert. f>ar voru fyrir á höfninni brynsnekkj- ur 3 rússneskar. Japanar höfðu góðan skipakost og mikið landgöngulið innanborðs. þ>ví ætluðu þeir að halda upp til Söul. Sú borg liggur þingmannaleið upp frá sjó. Japanar skoruðu á Rússa, að halda brott af höfninni. |>eir Iögðu burt 2 skipunum. En hið þriðja, Korietz, tók til að skjóta á Japana. þau viðskifti fóru svo, að' Korietz sprakk f loft upp, en önnur bryn- snekkjan hin sökk; hún hafði skorist í leik með Korietz. Hún hét Varjag. Frakkneskt herskip, Pascal, er þar var nærri statt, bjargaði áður skips- höfninni hvorritveggju, um 800 manna. það var á þriðjudagsmorguninn 9. febr. það var í sama mund kveldið fyr- ir eða litlu síðar, er Japan héldu flota sínum til atlögu að Port Arthur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.