Ísafold - 09.03.1904, Blaðsíða 3
43
vig, sonur Madvigs heit. háskólakenn-
ara, fornmálafræðingsins fræga, maður
seinmælturog skýrmæltur, einsogfaðir
hans var, en laus við Borgundarhólms-
seim karlsins; þaðan var hann upp-
rnnninn.
Stýrimaður þekti Madvig dómsfor-
seta.
Honum hafði einu sinni verið stefnt
fvrir að hann bafði rekið hortugum
háseta utan undir.
Naa, Styrmand Egidiussen! De
har givet Letmatros Mortensen et Par
Lussinger. Derfor maa De böde 10
Kr.
Lussingen var kun én, Hr. Ketsfor-
mand.
En eller to, det kommer ud paa ét.
Det er mindst 10 Kr.
Hefði eg vitað þ a ð áður, hugsaði
stýrimaður, þá hefði eg avei mér haft
þá tvo, þ. e. löðrungana.
Og saa maa jeg paaminde Dem om,
Styrmand Egidiussen, at De maa ikke
göre det mere.
Javel, Hr. Ketsformand.
Yarð ykkur eigi bilt, þegar skipið
rak sig á? Voruð þið ekki í fasta
svefni?
Svo spyrja margir.
Vakandi var eg fyrir mitt leyti.
En flestir sváfu.
Heimsku-raup væri það, ef vér létum
sem oss hefði ekki orðið bilt. Skip-
stjóri ritaði að vísu í dagbók skipsins,
að skipverjar hefðu sýnt af sér hugprýði
og spekt. Og það var satt raunar.
Stúlkan önnur, sem innanborðs var,
sú íslenzka, hljóðaði fyrst í stað. En
á öðrum bar ekki. En að láta oss
þar fyrir svipa til Jómsvíkinga, sem
mæltu aldrei æðruorð og létu sér
hvergi bregða við sár né bana, — það
væri fullkomin fjarstæða.
Vakir lífs von, meðan líf endist, seg-
ir máltækið.
Eg þykist fara nærri um það, að
flestir innanborðs hafi gert sér í hug-
arlund, að sér mundi lífs auðið úr þess-
um háska, þ ó a ð ekkert v i s s u þeir
um horfurnar, svo sem hvort vér vor-
um staddir langt undan landi eða nærri
landi, eða hvort heldur við brimgarð
eða í færum sjó á bátum. Kafaldið og
náttmyrkrið gerði alla jafnblinda á
það.
J>að segir sig sjálft, að ekki v i s s i
eg inn í huga nema alls eins manns
á skipinu. Eitt, sem þar flaug fyrir,
var eitthvað á þessa leið:
Nú hefir þú fyrir drottins hjálp lifað af
síðasta missirið hvornlækninga-lífshásk-
ann á fætur öðrum og Iegið marga
mánuði á sóttarsæng. Og þessi eiga
þá að verða afdrifin eftir alt saman.
Skrítin eru forlögin, B. J.
Snorri Sturluson.
Minningarmarki yfir Snorra Sturlu-
son hefir íslendingum í Khöfn hug-
kvæmst að reyna að koma upp hér í
Reykjavík, og hefir aðalfélag þeirra,
íslendingafélag, kosið nefnd til að íhuga
það mál: þá háskólakennarana' Finn
Jónsson, Valtý Guðmundsson og þor-
vald Thoroddsen, Stefán kaupmann
Guðmundsson og Björn Lindal stúdent.
Einar Jónsson myndasmiður er höf-
undur að tilhögun minningarmarksins
og mun vera ætlað að smíða það, ef
til kemur.
J>að kostar stórfé, og er þvf hætt
við, að ekki komist fyrirtæki þetta
lengra að sinni en á pappírinn.
Hlutabankinn
er ekki búist við að tekið geti til
starfa fyr en einhvern tíma í vor,
8vo sem milli krossmessu og fardaga.
Seðlaútgáfunni er um kent dráttinn
þann.
Hún er mjög seinleg, með því að
vandað er til hennar sem mest má
verða.
Ekki hefir og verið enn gert heyr-
um kunnugt, hver verða muni íslenzki
banka stjórinn, hvort sem það er
f u 11-ráðið eða ekki.
Kvenþjóðin í Kórea.
Mjög þykir mega marka menningarhag
þjóðar á þvi, hvað þar er títt um kjör
kvenna.
Svo er sagt frá þjóð þeirri, er Kórea-
skaga byggir og þeir deila um, Kússar og
Japanar, að kvenfólk sé þar mjög lítt
haldið og í smáum metuni haft.
Stúlkubörnum er þar ekkert nafn gefið
held ur auðkenna feðurnir dætur sínar með
raðartölunni einni, eftir aldri. En á sonu
sina hauga þeir nöfnum, 20—30 á hvern,
og þeim löngum sumum. Peir láta meira
að segja hunda sína, fénað og jafnvel
dauða muni heita nöfnum þjóðkunnra merk-
ismanna.
Átta ára gömul eru stúlkubörn látin í
afhýsi eða meyjaskemmu, og tekið til að
menta þau. Mentin er tvenn: ýmsir ósið-
legir dansar, og óskoruð hlýðni við eigin-
mann sinn siðarmeir.
Pegar mærin er fullnuma, selur faðir
hennar hana einhverjum karlmanni, þeim
sem honum sýnist, og hún hefir ef til vill
aldrei augum litið. Brúðkaupið er haldið
með mikilli viðhöfn og drukkið fast. Ekki
má brúðurin mæla orð frá vörnm meðan
það stendur. Að því loknu fer fram mið-
ur viðfeldin skoðunargjörð, sem engin brúð-
ur kemst hjá, ekki drotningin sjálf. Brúð-
guminn þarf að ganga úr skugga um, að
hann hafi keypt gallalausan grip; annað
er konan ekki i hans augum né annarra
landa hans.
Fjölkvæni er manninum heimilt, og er
það óspart notað, ef efni leyfa. Ekki eru
konur látnar vinna, heldur ala manninn i
dyngjum sinum eða kvennabúrum, og hafa
sér miður fagra leiki tii dægrastyttingar.
Oft eru þær ótrúar mönnum sínum. Sé
kona staðin að ótrygð og eiginmaðurinn
almúgastéttar, veitir hann henni að jafnaði
bana samstundis. Meðal heldri manna er
siður að hýða hórsekar konur og gefa
þær slðan einhverjum undirmanni eigin-
mannsins, er nnnið hefir til einhvers glaðn-
ings. Það ber eigi sjaldan við, að ráð-
herrar gefa ótrúar konur sínar þjónum sín-
um í nýársgjöf, Fáum kvað þó þykja feng-
ur í slikum gjöfum.
Kvenfólk hefir yfir höfuð engan rétt á
sér í Kórea. Eiginmenn þess eða feður
eða aðrir forráðamenn mega fara með það
hvernig sem þeim iizt, misþyrma því á
alla lund, bana því og dysja likin eins og
hræ. Það hefir fríðleik til að bera, en er
mjög léttúðugt, svo sem að likindum læt-
ur eftir uppeldinu.
Einn af skipbrotsmönnunum
af »Scotlandi«, þeim 9, er hingað
komu um daginn frá |>órshöfn með
»Viking«, var Arnbjörn Olafs-
s o n, fyr vitavörður.
Hann hafði fallið úr óvart um dag-
inn, er telja skyldi þá upp, þessa 9.
|>að hefði hann raunar átt sízt að
gera.
Oss hinum þótti bezta félagsbót að
honum fyrir margra hluta sakir, —
ekki sízt þess, að hann er allra manna
kunnugastur »leiðum og lendingum*
hér meðfram suðurströnd landsins.
En Norðmenn þeir, er fyrir »Viking«
réðu, alls ókunnugir; höfðu aldrei hér
komið fyr eða átt þar leið um.
Kunnugleiki A. Ó. mundí því hafa
komið að mjög góðu haldi, ef á hefði
reynt og vér hrept ilt veður, er oss
bar hér að landi, á gufudalhnum, ekki
meiri báttar en hann var.
það er og ekki í fyrsta skifti, sem
mikils þykir vert um kunnugleik A. Ó.,
ráðdeild og snarræði.
þess mun aldrei hafa getið verið í
íslenzkum blöðum, hvert afrek hann
vann fyrir 4 árum, er skipi barst á
austur í Meðallandi.
f>ví lýsir bezt eftirfarandi áletrun á
500 kr gullúr, er hann hlaut að verð-
launum fyrir það viðvik suður í Hull:
vPresented, by the member’s of the port
of Hull Trawl Fishermen’s Protective
Society
to Arnbjorn Olafsson
Keflavik, Iceland.
as a token of their gratitude for his
heroic conduct towards tlie crew of the
Steam Trawler
yltichard Simpson«
7th. March 1899«.
(Gefið-------A. Ó. — — bvo sem
þakklætisvottur fyrir hetjulega fram-
göngu hans við skipshöfn á botnvörpu-
gufuskipÍDU Richard Simpson 7. marz
1899).
Ekki -normaF.
Eftirfarandi ánægjuleg embættis-
mensku-plögg eru hér með framlögð til
sýnis almenningi, fyrir mjög sterkleg
tilmæli höf.:
Hér með krefst eg þess, herra ritstjóri,
að þér takið eftirfylgjandi linnr, ásamt
meðfylgjandi bréfi, í 1. blað ísaf., sem út
kemur eftir að þetta bréf mitt er komið
yður í hendnr.
Grein, með fyrirsögninni: »Slælega gegnt
embætti«, er stendur i ísafoldl6. jan. þ. á.,
mætti margur ætla að eg mundi svara hér
og gera þar greindar sakargiftir að blaða-
máli, þar eð það yrði greiðasta leiðin til
þess, að hrinda af sér ámæli, eða þvo sér
í slmennings augunum, sem svo er nefnt.
Með því að svo er eigi, en eg hins veg-
ar eigi vil láta greinarhöf. sálast af sorg
yfir þvi, að alt af séu ómerk álitin »ó-
maga orð«, þá skal eg, honum og öðrum
til huggunar, geta þess, að eg hefi valið
mér aðra leið, til þess að bera hönd fyrir
höfuð mér, eins og eftirfylgjandi bréf ber
Ijósast vitni um. Ber það tvent til þess,
að grunur minn er sá, að af myndu hljót-
ast ærið langar blaðadeilur, sem ekkert
sönnuðu og endirinn því fyrirsjáanlegur sá,
að dómstólarnir leiddu þrætuna til lykta;
leizt mér því heppilegast að halda þá leið-
ina (a: lagaveginn) þegar i stað, því með
því sparast óþarfa málaþref, sem mér þyk-
ir DÓg um i blöðunum, og i öðru lagi vil
eg sizt, að fyrsta blaðagreinin min verði
tundur það, sem óendanlega mikið ilt geti
af hlotist, ef til vill verra en púðurspreng-
ingunni i lærða skólanum.
Magnús Jóhannsson
héraðslæknir.
Opið bréf til dr. J. Jónassen
Reykjavík.
1 bréfi yðar, dags. 18. jan. þ. á., hafið
þér skorað á mig að senda yður umsögn
um greinina: »Slælega gegnt embætti*, sem
stóð i 3. tölubl. Isafoldar þ. á.
í öðru bréfi, dags. 20. s. m., ávítið þér
mig fyrir lagabrot og trassaskap; áður
hafið þér einu sinni endarsent mér brél til
yðar, og sagt mig hafa notað óleyfilega
þjónustufrimerki, og seinast en eigi sizt
skal eg leyfa mér að taka hér upp orðrétta
eina setningu úr þessu síðasta bréfi yðar:
»Arsskýrsla yðar er mjög illa úr garði
gerð, og hver sem les hana, hlýtur að
falla i stafi og honum hlýtur að detta i
hug, að þér séuð ekki »normal«.
Með þvi nú að eg, að yðar áliti, hefi
gvo mjög brotið þau lög, sem mér bar að
fara eftir, hvers vegna hafið þér þá eigi
kært mig fyrir landsstjórninni? og hvernig
dettur yður i hug að æskja umsagnar um
fyrnefnda blaðagrein af mér, manni, sem
þér sjálfir segið að eigi geti verið »nor-
mal«, en það orð skil eg svo, að þér með
því meinið hálfvita eða eitthvað þvi um
likt; þann veg bendir alt bréf yðar, og
sennilegt þykir mér, að Sigurður greinar-
höfundur meini það sama með sjúkdómn-
um, sem hann getur um, en eigi þorir eða
veit hvernig nefna skuli.
Vil eg nú leyfa mér að beina að yður
þeirri spurningu, hvort eigi myndi tími til
kominn, að minna stjórnina á, að athuga
embættisrekstur minn, sem bæði yður og
bréfritaranum þykir svo mjög ábótavant.
Vonar mig, að þér sinnið þessu eitthvað,
svo að mér gefist kostur á að svara bæði
yður og fóstrinu hans »frænda« i lsafold að
fullu.
Þetta svar mitt verðið þér að láta yður
nægja i umsagnar stað af minni hendi í
svipinn.
Eg býst sem sagt fastlega við rannsókn,
ef eigi á embættisrekstrinum, þá að minsta
kosti á heilsufari mínu.
Við svo búið má eigi standa; það sjáið
þér sjálfur; ótal líf geta verið í veði, sé
læknirinn, sem leitað er til, eigi með öllum
mjalla. Lífið verður mönnunum ekki aftur
gefið, þó lagabrotin megi bæta fyrir.
Virðingarfylst
Magnús Jóhannsson.
Ýmislegt utan úr heimi.
Vilhjálmurkeisari og Norð-
m e n n . Ákaflegt dálæti hafa Norð-
menn á Vilhjálmi keisarasíðan er hann
brá svo skjótt við og skörulega til líkn-
ar bæjarmönnum í Álasundi eftir brun-
ann. Afmælisdag hans skömmu eftir
(27. jan.) sýndi borgarlýður í Kristjan-
íu af sér meiri fagnaðarhót en dæmi
er til um konung þeirra sjálfra, Norð-
manna; sungu og léku þjóðsöng f>jóð-
vérja, höfðu veifu á hverri stöng, heimtu
hana upp dregna á konungshöllinni
og léku við hvern sinn fingur. Líkur
var glaumur og viðhöfn í öðrum bæj-
um í Norvegi. Stórþingið sendi hon-
um fagnaðarkveðju og þakklætis. Og
Oscar konungur sæmdi hann hinni
nýju orðu Norðmanna, er nefnist »ljón-
ið norska«, með mörgum fögrum um-
mælum. Hann hlaut hana fyrstur
nianna.
Ljónið norska. Norðmenn hafa
lengi kunnað því illa, að krossa-gling-
ur þeirra hefir verið haft í minni met-
um en Svía að því leyti til, að veg-
legasta riddaraorðan sænska, Sera-
fim-orðan, hefir verið höfð í meiri há-
vegura en Ólafsorðan norska, ekki
borið við t. d. að gæða á henni út-
lendum þjóðhöfðingjum. f>að hefir
þeim þótt sem væri eitt undirlægju-
markið, er Svíar og konungur þeirra
vildu á sér hafa. Nú í vetur afmæl-
isdag sinn (21. jan.) gerði konungur
það til geðs Norðmönnum, fyrir til-
lögur hinnar nýju stjórnar, að hann
stofnaði þessa nýju orðu, hánorska, og
mælti svo fyrir, að hana skyldi meta
jafntigna Serafim-orðunni. Hún er
ætluð sérstaklega útlendum þjóðhöfð-
ingjum, og telja Norðmenn það þjóð-
ráð til þess að koma öðrum þjóðum
i skilning um, að Norvegur sé fyllilega
sjálfstætt ríki, jafnhliða Svíþjóð, og
ekki skör lægra sett að neinu leyti,
smáu né stóru.
Kekistefna var þó út af þessu á
þingi og stóð til að veita stjórninni á-
mæli fyrir þetta tiltæki hennar, að
vera að fjölga krossum, í stað þess að
afnema þá með öllu. En þeir urðu í
minni hluta, er því fór fram.
Meiri hlutinn sagði svo, sem satt
er, að auk þess sem þessi nýja orða
getur komið Norðmönnum að verulegu
haldi út um heim, af fyrgreindum á-
stæðum, þá stoðar ekki smáríki að
ætla sér að ganga á undan að afnámi
krossa-tildursins, meðaa það tíðkast
ella um alla álfuna (nema ef það er í
Sviss), og að þeim, sem það smá, er
útlátalítið að meina það ekki þeim
hinum mörgu, sem svo eru hégómleg-
ir, að stórmikið þykir í það varið, eða
þá þykjast verða að semja sig að
siðum annarra.
Róstur á Balkanskaga. Tyrk-
ir hafa átt í vetur (f. mán.) skærur
við Albaua, er gert hafa af sér ýmsan