Ísafold - 09.03.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.03.1904, Blaðsíða 2
42 £eir skutu á herskip Eússa þar á úthöfninni; en létu 3—4 tundurskeið- ar sínar læðast inn milli lands og skipa Eússa í náttmyrkrinu, þar tiler þær komust í færi að granda þeim. f>ar urðu 2 helztu vígdrekar Eússa þegar óvígir, en þriðja skip þeirra Sökk. f>að var brynsnekkja og hét Pailada. flin skipin tvö voru ein hin mestu og fríðustu herskip í öllum skipastól Eússa, og ekki eldri en 2— 3 ára. Hét annað Czarevitch [keis- arason], en hitt Eáttvisan. þetta voru fyrstu viðskiftin. Svo segir í síðustu fréttum, frá því um mánaðamótin, að þá hafi Japanar verið búnir að gera 4 atlögur alls að Port Arthur, og orðið jafnan nokkuð ágengt, en orðið þó skeinuhætt á stundum. Eússum vildi til fleiri slys en ósig- ur í vopnaviðskiftum við Japana. Eitt herskip þeirra, Jenisssej, er annast skyldi flutning neðansjávar- sprengivéla og að koma þeim fyrir í mynninu á Port Arthur, rak sig sjálft á eina og sprakk í loft upp. |>á var send brynsnekkja innan af höfninni að bjarga skipshöfninni af Jenissej. En það tókst eigi betur en svo, að því skipi barst á og fór í spón, með því að ofviðri var og stórsjór. f>að hét Bojarin, og var ekki nema 2—3 ára, smíðað í Khöfn hjá Bur- meister & Wain. f>að fullyrða Japanar, að ekki muni Port Arthur fá varist þeim lengur en 2 mánuði í mesta lagi. Mælt er að Bússum muni eigi veita af 3 mánuðum til að vígbúast að fullu. En Japanar höfðu alt á takteinum, þegar er ófriðinum laust upp, og hraða sér af öllum mætti að koma fjand- mönnum sínum f krappan dans áður en þeir eru hálf-viðbúnir. jþeir kváðu hafa orðið uppvísir að óskaplegum fjárprettum eða þjófnaði úr sjálfs síns hendi. er afla skyldu vopna og vi8ta handa setuliði Eússa í Port Arthur. Slíkt er engin nýlunda fyrir rússneskum embættisraönnum og eríndrekum. Stigamenn hafa ónýtt fyrir Eússum 70 mílna vegarlend af Síberíu braut þeirra, austurendann, frá Vladivostok, herskipalægi þeirra hinu nyrðra við Kyrrahaf, og alt vestur að borginni Charbin. f>að er einn helzti bær í Mantsjúríu og stendur þar sem Síbirfu- brautin kvíslast suður f Port Arthur. f>að eru Mantsjúríubyggjar, kínverskir. feir eiga að hafa bundist samsæris- samtökum í því skyni að granda járn- brautum Eússa og ritsímum, og að ráðast á vistaflutningslið þeirra. Alexiefí, varakonungur Eússa yfir austurlandeignum þeirra í Asíu, skor- aði á stjórn Kínverja, að taka að sér að gæta járnbrautarinnar austur yfir Mantsjúrfu, með því að Kínverjar eiga þó það land í orði kveðnu, þótt Eúss- ar bafi það raunar í eignarhaldi. En Kínverjar svöruðu og sögðu sem satt er, að úr því að Eússar telji þá ekki því vaxna, að gæta landsins á friðar- tímum, þá hljóti sér að vera það miklu fremur um megn, er ófriður gengur yfir. Lítið hafði verið ázt við á landi, á Kórea. En þó hafði borist frétt um það, að fundum hefði borið saman norður við Jaluelfi, landamærafljótið útnorðan við Kóreaskaga, og Eússar farið þar halloka — mist 2500 manna. Herstjórn þar eystra af Eússahálfu kvað hafa verið tekin af Alexieff aðmírál og Kuropatin hermálaráðherra sendur á stað að taka við af honum. Eekistefna varð í Khöfn út úr því tiltæki stjórnarinnar, að hún bauð út nokkru liði til varðgæzlu í borgarvirkj- unum sjávarmegin, hvað sem að hönd- um kynni að bera, og sendi sveit manna út í Salthólma í Eyrarsundi, er voru látnir hlaða bráðabirgðavígi og skyldu vera þar á varðbergi, til þess að afstýra því, að önnur ríki, er í ófriðinn kynnu að flækjast, hleyptu þar liði á land og byggjust þar fyrir til sóknar að Kaupmannahöfn. f>etta víttu sósíálistar harðlega og þeirra bandamenn, hinir ótryggari stjórnarlið- ar, sérstaklega blaðið »Politiken«. fingmenn til þeirrar handar bjuggust til að bera upp í fólksþinginu van- traustsyfirlýsingu gegn ráðaneytinu, eða hermálaráðherranum sérstaklega. En sessunautar hans tjáðu sig vera allir á hans bandi og vildu láta eitt yfir alla ganga þá félaga. f>eir höfðu hitt lagið á, að þeir kváðust segja af sér embættum, nema þingið lýsti yfir fullu trausti og hollustu við ráðaneyt- ið. Og það gerði þingið, fólksdeildin, með öllum þorra atkvæða gegn 17, eða tæpum l/7 þess þings. f>að er þeirra sjálfsagður ásetning- ur, Dana, að varast að koma nærri óíriðinum, hvort sem hann dreifist skamt eða langt, og þótt svo fari, að t. d. Eússar og Bretar taki til að berjast hér í álfu. En það helzt þeim því að eins uppi, að þeir sýni af sér fulla alvöru að hrinda af höndum sér allri áleitni af vegenda hálfu til að hagnýta land þeirra eða varnargögn hvorir öðrum til óþurftar. f>etta bar ráðaneytið fyrir sig, og það sáu allir hygnir menn og þjóðræknir, að er rétt mælt. „Stjórnarráðið‘“. Stjórnarráðið. Hvat skapan er þat? Fróðir menn kváðu það tákna munu ráð- herrann nýja og landritarann nýja og skrif- stofustjórana þeirra nýju alla þrjá og ass- istentana þeirra nýju alla þrjá og ulanveltu- • fulltrúanno þeirra nýja og skrifarana þeirra nýju alla þrjá og jafn-v e 1 skrif- stofusendilinn þeirra nýja eða skutilsvein- inn eða ráðherra-skósveininn eða hvað það er, sem hann beitir, — alt i einni hendu. Það eru sérfræðingar í hinni nýju stjórn- artilhögun, sem þessa skýringu veita. Slíkt mun og ekki á annarra færi. (>vi hvað þýðir annars viðsbeytið »ráð»? í>að er ýmist haft að eins um eiun mann, einhvern hefðarmann vitanlega, en þó að eins einn út af fyrir sig eða það sem kallað er einfaldan i roðinu, svo sem kammerráð, kanselliráð, etaxráð o. s. frv., og — loks stjórnarráð, sem er embættistitill norsku ráðherranna (Statsraad). Eða þá um stjórnarvalds-nefnd manna, svo sem rikisráð, amtsráð eða því um likt. Samvinnu-nefnd manna með jöfnu valdi, jöfnu atkvæði — nema hvað formaður rik- isráðsins t. a. m., konungur, hefir meira og æðra vald en aðrir nefndarmenn allir, ráð- herrarnir. Nú er heldur ósenniiegt, í miðnr fróðra manna augum að minsta kosti, að framan- greint skrifstofubákn alt saman eigi að haga sér og koma fram eins og þess kyns nefnd, er sitji á ráðstefnn með sjálfum ráð- herrannm, eða landritaranum i hans for- föllum: assistentar, skrifarar og >alt heila kleresiið* með jöfnum atkvæðisrétti, jöfnu valdi. Hann er að vísu takmarkalausu frjáls- lyndi gæddur, hinn nýi ráðherra, að vitni vina hans og náinna fylgismanna. En fyr má nú vera frjálslyndi en að hafa alla assistentana sina og alla skrifar- ana sína, ef ekki skrifstofusendilinn með, á ráðstefnum með sér, svo sem sina jafn- ingja og samnefndarmenn. Það eru ýms yfirvöld, hæði hér og ann- arsstaðar, sem hafa sér við hönd marga skrifstofuþjóna. Sama er að segja um meiri háttar kaupmenn. Eftir þessu »stjórnarráðs - -nýyrði ætti þá bæjarfógeti og skrifarar hans að heita >stjórnarráð bæjarins*, sýslumenn og þeirra skrifarar >sýsluráð«, kaupmenn og þeirra skrifarar »verzlunarráð«, t. d. Thomsens- verzlunarráð, Fischers-verzlunarráð, og þar fram eftir götum. Því mátti ekki margnefndur gæðagripur, hin innlenda yfirstjórn landsins, heita hlátt áfram landsstjórnin? Yerður hún nokkra vitund veglegri eða meiri háttar með þessu óeðlilega og nærri því afkáralega tildursheiti: »stjórnarráð« ? Ekkert skírnarnafn getur gert krakka göf- ugri eða tiginbornari en hann er áður, af sjálfum sér. En illa valið nafn getur varpað á hann kýmilegum hlæ. Vér ættúm að láta oss þykja vænna um króann þenna en svo, að vér látum oss það vel líka. — Smáræði er þetta vitanlega. En oft má lítið laglega fara, og — ólag- lega. Það er óþarfi að gera leik til þess, sem miður fer, hvort heldur er smátt eða stórt. Færeyja-pistlar i. f>að var eitthvað viku áður en eg lagði á stað frá Khöfn, að eg heim- sótti gamlan kunningja minn úti í Hellerup. f>ar barst í tal um heim- ferð mína og að eg ætlaði með »Scot- landi«, sem eg lét mætavel af, eftir afspurn. Jú, versta veltikirna (Rullebötte), sem til er á Norðurlöndum, anzar hann. Og þú ert sjóveikur. Eg gat ekki borið á móti því. En ekki trúði eg þessu ámæli á »Scotland«, eða þá lét það sem vind um eyrun þjóta. Eg heimsótti og í sömu ferð frænku þessa kunningja míns þar úti í Helle- rup, og sagði benni frá í gamni, hvað N. frændi hennar hefði sagt um »Scotland«. Ekki skuluð þér láta yður það fyr- ir brjósti brenna, mælti hún. |>ér getið því líklega nærri, að hann N. frændi fari ekki að hæla skipunum hans Tuliniusar. (N. er mikils háttar kaupmaður og keppinautur Tulinius- ar). »Seotland« sál. var bezta skip að mörgu leyti. það fór mætavel um oss far- þegana í fyrsta farrými. Utbúnaður þar allur í bezta lagi. Meðal annars fyrirtaks-loftgott þar—loftrásarumbún- aður ágætur. Eafmagnsljós; rúm og sæti ágæt. Fæði mjöggottog þó nær hálfu ódýrra en lengst höfum vérvan- ist. Mætavel, nema í einu atriði. það v a r satt, alveg satt, þetta um veltuna. Einn farþeginn, sem farið hafði sjálfsagt 40—50 ferðir milli landa og á ýmsum skipum, kvaðst aldrei hafa hitt fyrir annan eins rambalda. Ekki var raunar mikið um veóur- hægð á leiðinni frá Khöfn til Færeyja. En það var eins og nærri því stæði á sama, hvort hvast var eða hæg- viðri. það var engu líkara en að vér far- þegar værum óþekkir krakkar í vöggu, sem geðill barnfóstra væri að rugga í bræði sí og æ, nótt og nýtan dag, og það ekki að eins á ýmsar hliðar, heldur og af enda og á, og einmitt enn ákafara þann veg en hina. Rúmin sneru öll þvers um, eins og algengast er að vísu í gufuskipum, til rúmsparnaðar, þótt miklu sé það ó- þægilegra fyrir farþega. Skipið var og ofurlítið mishlætt, er það lagði af stað frá Khöfn—hallaðist á bakborða. f>að fór ekki vel um þá, sem sneru höfðalagi þá leið, sízt er hallinn ágerð- ist stórum aðra nóttina á leiðinni vest- ur um Englandshaf, með því að þá gerði stórviðri á austan með kafalds- byl. f>á var skipstjóri sjálfur á verði alla nóttina. f>að var auðvitað ekki í fyrsta skifti fyrir honum. En hann hafði megnan höfuðverk daginn eftir, ekki af vökunni og vosbúðinni, heldur af því, að eiga að fóta sig á þilfarinu svo hölla eins og í snarbrattri hlíð. Mishlæðið var lagað í Leith. þar var bætt við farminn 400 smálestum af kolum. Kveldið áður en »Scotland« strand- aði, vorum við skipstjóri að tala sam- an um ruggandann á því og bundum fastmælum með okkur, að skrifa útgerð- armanni þess, Thor E. Tulinius, hvor í sínu lagi, að ef hann vildi gera »Scot- land« verulega fýsilegt fyrir farþega og standa þeim á sporði, keppinautum sínum, þá yrði hann að setja undir það ruggkili hið bráðasta. En ekki þurfti til þess að taka. »Scotland« var farið veg allrar ver- aldar áður dagur rann. Vér vorum, farþegarnir sumir.að eigna slysið fyrst í stað þvf óbeinlínis, að skip- stjóri hefði gert það meðfram af hlífð við oss, að halda sig inni á rnilli eyja nóttina þessa, sem strandið varð, held- ur en að sigla í haf aftur eða út fyr- ir öll sund, er ekki tókst að hafna sig í þórshöfn á sunnudaginn fyrir myrkr- ið og áður en sortnaði að af fjúki sam- tímis. Vér höfðum ekkert sofið sum- ir nóttina fyrir vegna stórviðris. Eg fyrir mitt leyti hafði vakað alveg aðra hvora nótt, frá því er vér lögðura á stað frá Khöfn. Eins í Leith; þar var verið að ferma skipið kolum alla nóttina síðari: þeim fleygt á þilfarið einmitt þar upp yfir, sem við sváfum. En skipstjóri var sjálfur á verði strand- nóttina, fram til kl. 4. f>á rofaði svo til, að sá glögt Nálareyjarvita annare vegar og Skálavíkurhöfða hins vegar. f>á var skipið á alveg réttri leið, miðs- reitis milli eynna, og stefndi til hafs. Straumur og veður var í móti eða á kinnunginn á bakborða. En með fyr- irskipuðum hraða og stefnu mundi það alls eigi hafa borið út af leið. — f>að var fyrsti stýrimaður, er þá tók við stjórn; og hjá honum var skipið komið þvert af leið og nær upp í land- steina tæpri stundu síðar. Hafi hon- um verið um að kenna slysið, beinlfnis eða óbeinlínis, þá gat hann ekki meira fyrir goldið en lífið, og það lét hann að vörmu spori, með tilraun sinni að koma seilinni á land, þeirri er skip- verjar björguðust á síðar. Ruggaði það þá líka, meðan það lá í Leith? það var annar stýrimaðurinn, sund- garpurinn, sem segir þetta upp úr þurru í stofunni hjá Rasmus Dalsgaard í Skálavík nokkrum dögum eftir strand- ið. Hann sat þar á aðra hlið okkur við borð úti í horöi og var að rita í bók skipsins eftir uppkasti, sem fanst eftir fyrsta stýrimann látinn. Hann hafði ekki gert það, sem lög mæla fyr- ir, að hreinskrifa í dagbók skipsins ferðaskýrslu þess jafnóðum, ekki sjaldn- ar en einu sinni í sólarhring. f>etta vissi annar stýrimaður að mundi vitn- ast, er próf yrði haldið um strandið, og gerði ráð fyrir, að þá mundi verða komið með þá afsökun, að ekki hefði verið hægt að hreinskrifa dagbókina á sjónum fyrir rugginu. En nú hafði skipið legið 2 nætur og U/2 dag í Leith, og hefði þá auðvitað mátt rita það, sem þá var búið af ferðinni. Ruggaði það þá líka, meðan það lá í Leith? — þessa ónotaspurningu hugs- aði stýrimaður scr þá að dómarinn mundi koma með, og hermdi eftir hon- um. það var, bjóst hann við, dómsfor- setinn í Sö- og Handelsretten, Mad-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.