Ísafold - 09.03.1904, Blaðsíða 4

Ísafold - 09.03.1904, Blaðsíða 4
óskunda í þeirra garð. Féllu af þeim að sögn 500 manna í einum bardaga, er Tyrkir áttu við þá. i n g r o f stendur til að* verðí á Englandi fyrir vorið, eða eftir pásk- ana, með eftirfarandi nýjum kosning- um. þá mun ganga mikið á og verð- ur barist helzt um tollverndar-nýmæl- in. Chamberlain brá sér nýlega suður á Egiptaland, sér til hressingar eftir fundastritið í haust og vetur, og til þess að verða sem bezt fyrir kallaður undir kosningaleiðangurinn í vor. |>orri lýðs er honum enn andvígur í tollvernd- armálinu, hvað sem verða kann síðar meir. Stjórnin hefir og lagst á þá sveifina á þingi í vetur afdráttarlaust. |>á var raunar yfirráðherrann veikur, Balfour; en með hans ráði þó svo tekið í málið, sem nú var þá sagt. Látinn er nýlega Heuch biskup í Kristjánssandi f Norvegi, allmikill rit- höfundur og vancHætingasamur kenni- mannahöfðingi. Breiðafjarðareyjum 5. jan. li»04. Veðráttan er stöðugt að verða betri eft. ir því 8em líður á veturinn; nú er daglega ha,g sunnanátt og stöðug bliða. Hér i eyj- unum gengur fé gjafarlaust úti og er viða ekki býst að núttunni. Menn eru hér mjög ánægðir með árang- urinn af bólusetningu á sauðfé gegn bráða- sóttinni. Olafur Guðmundsson á Skálmarnes- múla hefir bólusett sauðfé bæði i Múlahreppi og Flateyjarhreppi og tekist mjög vel. í haust bólusetti hann um 400 kindur hér í eyjum, veturgamiar og lömb, og drápust að- eins örfáar kindur við bólusetninguna. Áð- ur var bráðasóttin oft mjög skæð hér í eyjum og mátti venjulega búast við, að fullur helmingur færi úr henni af vetur- gömlu fé, sem sett var á. Nú hafa aðeins drepist 2 veturgamlar kindur; var önnur þeirra bólusett i fyrra, en hin óbóiusett; hafði ekki fundist, þegar verið var að bólu- setja. Magnús dýralæknir á vissulega miklar þakkir skilið fyrir útvegun á bóluefni og bólusetningarverkfærum, því að hann er ávalt reiðubúinn tix að hjálpa hverjum, sem leitar bans í þessu efni og fús til að ieiðbeina með góðnm ráðum. Það er undarlegt, hve litla viðurkenningu þessi starfsemi hans hefir hlotið, svo ómetanlegt gagn sem af henni hefir leitt. Það væri óskandi, að Búnaðarfélag lands- ins gerði lika eitthvað til að útvegamönn- um nauðsynleg verkfæri til jarðyrkju; þau eru hér hvergi fáanleg. Það sýndist þó, að það mætti vera þakk- látt verk, að gjöra hér eitthvað til að bæta landbúnaðinn, eftir þvi að dæma, hvað sumar jarðir stiga hér árlega i verði. Nú er Fjörður i Múlasveit boðinn til ábúðar fyrir 10 sinnum hærra afgjald en hann var ieigður fyrir, þegar Johnsens jarðatal var gefið út. Næsta jórð við Fjörð, Deildará, er nú leigð fyrir 5 sinnum hærra afgjald en þá var, og hefir sú hækkun mest orðið á siðustu 10—20 árum. Ábú- andinn á Deildará er reyndar bláfátækur maður, en eigandinn er vist ríkasti maðurinn á landinu. Skafjafjarðarsýslu (Fljótum) 14. febr. Fréttafátt héðan. Sumarið næstl. óhagfelt og þurftu menn þvi að fækka nautpeningi meira en annars hefði orðið, en ekki kvarta þeir mikið um að þau hey séu slæm, sem fengust, og yfirleitt held eg, að kýr reýnist ekki illa þeirra hluta vegna. Böðun á sauðfé afstaðin fyrir nokkru og eru bændur alment mjög þakklátir fyrir hana, óska, held eg helzt, að hún væri á hverjnm vetri, til að fyrirbyggja öll óþrif i sauðfénu. Yeturinn, það sera af er, ekki illhryss- ingslegur, en aðalmeinið hér í sveit er aflaleysið úr sjó næstl. árið, af þvi að aflabrögð eru svo mikilsverð hér fyrir at- vinnu manna og margir sem ætla upp á þau til þess að geta Iifað. Skuldavastur þess vegna meira og erfiðari kringumstæð- ur en áður. Harðstjórunura er illa vlð bibli- utia. Sænkt blað segir svo frá: Útgef- andi nokkur i llelsingfors, höfuðborg Finn- lands, ætlaði í súiuar að láta prenta nokk- nr ritningarorð á veggspjöld, sem svo áttj að selja út um landið. Nú verður að senda prófarkir af öllu, sem prentað er þar í iandi, til ritdómara, sem á að skera úr, hvort það megi koma út. Kitdómarinn varð að fá sýnishorn af þessnm spjöldum eins og öðrn, og prentsveinn var sendur með þau, en á þeim voru aðeins ritningargreinar: »Gjaldið keisaranum hvað keisarans er og gnði, sem guðs er.« »Hver, sem frá snýr eyra sínu svo, að það heyri ekki lögin, þess bæn er viðnr- stygð.« »Það er viðurstygð fyrir konunga að fremja óguðleik, þvi að réttlætið grund- vallar hásætið.a o. sv. frv. Þegar prentsveinninn kom aftur til rit- dómarans til að sækja sýnishornin, hitti hann ekki vel á Ritdómarinnn rak hnefann í borðið rétthjá drengnum og sagði öskrandi: »Hver hefir hnoðað þessu saman?« Nú- nú, — þelta er guðs-orð, sagði dreng- urinn, hálfkjökrandi af hræðslu. • Snáfaðu út, strákur, og segðu að þetta sé óforskammað!« — — Flest verða vesalings Finnar að þola af hendi Rússa. Tyrkir gjörðu og upptækt töluvert af evangeliskum smáritum sem átti að dreifa út þar í landi i fyrra, af þvi að þan væru »stórhættuleg velferð rikisins.« Sérstaklega hneyksluðust þeir á ritningarorðnnum, sem hvert rit byrjaði á, og þá einkum á orðunum úr 4. kapitula i Efesusbréfinu: • Afleggið gamla manninn, sem spiltnr er af tælandi girndum, og íklæðist hinum nýja rnanni, sem skapaður er eftir guði í réttlæti og heilagleika sannleikans.« Tyrkir héldu að »gamli maðurinn« væri soldán i Miklagarði og hér væri skorað á menn til nppreistar gegn honum. (!!) í Rómaborg eruaukpáfans 20 kardin- álar, 35 biskupar, 2832 munkar og 3212 nunnur til að efla andlega heill bæjar- búa; þar eru og 361 klaustur. Það er samt ekki nema helmingur bæjar, búa, sem kann að lesa og skrifa, og enginn heyrir talað um vakningu. Victor Eman- líel II., konnngur Italíu, sýnir oft að hann er hlyntnr prótestöntum og starfi þeirra á Ítalíu. Hann gefur oft góðgjörðafélögun- um þeirra fé, og í vor, sem leið, sæmdi hann yfirmann metodista í Róm, dr. Burt, heiðurskrossi þeim, sem kendur er við st. Maurice og st. Lazarus. Fulltrúar kristilegra félaga ungra manna i katólskum löndum, sem mættu á alþjóðafundi K. F. U. M. i Kristianiu 1902, bárn ekki kaþólskunni vel söguna, eftir þvi, sem norsk blöð segja. Georg Fliedne cand. theol. frá Madrid flutti þunga ákæru gegn mótmælendum fyrir það, hversu lítið þeir sintu Spáni: »Hvers vegna hafið þér, kristnu stórþjóðir Norðurálfnnnar: Norvegur, England og Þýzkaland«, hrópaði hann út yfir þúsnndirnar, sem saman voru komnar, • setið með ljós kristindómsins i 400 ár og ekki flutt það til Spánar? Hvernig ætlið þér að afsaka slíkt gagnvart lifanda önði? Þér vitið, að Spánn er kaþólskasta land í heimi og hvilir i fullkomnu myrkri, og þó er nærri ómögulegt að fá menn til að gjöra nokkuð fyrir oss Það er hægt að vekja áhuga manna á heiðingjatrúboði, en vér reynum árangurslaust að fá einbverja hjálp fyrir vort óhamingjusama land. Hvað ætlið þér að gjöra fyrir oss? Hver vill hjálpa oss og flytja oss ljós gleðiboð- skaparins.« Einn áheyrandi bætir við, þegar hann skrif- ar nm þetta i blað sitt: »Það er ómögu- legt að lýsa tilfinningunum, sem ræða þessi vakti. Orðin voru eins og neyðar- óp úr myrkri næturinnar.« — Fulltrúinn frá ítaliu vakti og afarmikla eftirtekt þegar hann byrjaði ræðu sína á góðri ensku, hátt og snjalt, með þessum orðum: »ítatía d tvo óvini; annar þeirra er satan, en hinn er pdfinn. Vér þurfum að berjast gegn satan í öllum löndum, en á Ítalíu bætist páfinn við, sem er óvinur alls sannarlegs kristindóms og allrar ment- unar á jarðríki — —.« (S. Á. G.) ALFA-LAÍAL-stilíiDiinar eru þær langútbreiddustu Og beztu skilvindur sem tíl eru, enda not- aðar næstum eingöngu í Damnörku þótt þær séu sænskar. »Alfa Colibri* og »Alfa Viola« eru sératakJega hentugar fyrir meðal- bændur og minni bændur. »Colibri« skilur 250 pd. á kl.st. og kostar 125 kr.; «Viola« skilur 150 pd. á kl.st. og kostar 100 kr. Alfaskilvindurnar skilja mikið betur en aðrar skilvindutegundir. Sam- kvæmt opinberum skiltilraunum skilja Alfa-skilvindurnar að eins eftir 0,12% feiti f undanrennunni, en t. d. Perfect-skilvindurnar 0,23%, og Alexandra nr. 12 0,35%- — Gildur bóndi, sem hefir 65 pt. mjólkur á dag að meðaltali, tapar því minst 62,8 pd. smjörs árlega við að nota Perfect- skilvindu, og 131,4 pd. við að nota Alexöudru nr. 12, og mikið meira, ef hann notar minoi Alexöndru-tegundirnar. |>etta ættu bændur að athuga, því nú er kominn tími til, að farið sé að meta smjörið til peninga. Útsölumenn Alfa-skilvindanna eru : Gunnar Einarsson Reykjavík, Brydes- verzlun Borgarn si, Sæmundur Halldórsson Stykkishólmi og Einar Gunnars- son Akurej'ri. Gnðjón Guðmundsson. Útlendar bækur, mesta úrval, 1 bókv. Isafoldar. árið 1903. HÚn hefir selt landsmönnum góðar og ódýrar útlendar vörur fyrir rúmar 525,000 krónur. Hún hefir keypt af landsmönnum fisk og aðrar innlendar vörur fyrir um 1,143,000 krónur, og borgað f peningum út í hönd. Hún hefir veitt landsmönnum atvinnu við verzlun og fiskiveiðar og borgað hana í peningum alls um 121.500 krónur. Hún hefi goldið til landsBjóðs og í sveitarútsvar alls á árinu um 33.500 krónur. Verziunin hefir aðalstöðvar sínar í« RETKJAVIK, en útibú á Isaíirði, Akranesi og Keflavík. snMar. Margbreyttar og ódýrar hljóta vðrurnar að vera í vefnaðarvðrudeild J ó n s Þórðarsonar, Þlngholts- stræti 1, þar sem þráttfyr- ir alla samkepni hefir selst fyrir fullar 200 kr. meira í febrúarmán. í ár heldur en í fyrra. Frystud siid fæst nú beypt í ishúsnnnm i Reykjavik. Loftherbergi með geymsluplássi til leigu nú þegar á Laugaveg 49. Uppboðsauglýsing. FimtudagÍDn 10. þ. m. kl. 11 f. h. verður opinbert uppboð haldið í geymsluhúsi Kr. Ó. f>orgrímssonar, Kirkjustræti 10, og' þar seldar meðal annars ýmsar góðar bækur, skrifborð, kommóða o. m. fl., tilheyr. Halldóri sál. Guðmundssyni, fyrv. skólakénnara. Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum. , Bæjarfógetinn í Rvík, 7. marz 1904. Halldór Daníelsson. cIKörg Rús af ýmsri gerð á góðum stöðum í bæn- um til sölu. — Semja má við snikkara Bjarna Jónsson, Vegamótum. Reykjavlk. eru beðnir að vitja Isa- foldar í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum. Ritstjóri Björn Jónsson. Isafol darprentsmið ja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.