Ísafold - 16.03.1904, Blaðsíða 2
50
ír brjÓ8tinu hina bókfræðislegu hlið
búnaðarkenslunnar.
Eg skal ekki fást um það hér, hvort
meira skuli meta, bóklegu eða verklegu
búnaðarkenaluna, ef önnurhvor verð-
ur að sitja á hakanum. En eg tel
hvorutveggja kensluna þurfa og eiga
að haldast í hendur.
Mér kemur sízt í hug að neita því,
að bókfræðiskenslan g e t i orðið miklu
betri og verði sjálfsagt miklu meiri í
hinum fyrirhugaða Reykjavíkurskóla
en í amtsskólunum. En eigi er þar
fyrir víst, að hún v e r ð i betri.
Notagildi kenslunnar fer meðal ann-
ars meira eftir kensluaðferðinni og
kennaranum en eftir því, hvar kensl-
an fer fram.
Meðan gagnfræðaskóli Norðlendinga
var á Möðruvöllum, var í sveit, þótti
kenslan þar fyrirmyndarkensla, þótti
vera fjörug, skemtileg og lífgandi, en
enginn andalaus bókstafs-ítroðningur.
Eg efast ekki um, að kenslan sé
jafngóð á Akureyri með sömu kennur-
um; en að hún sé þar betri, þykirmér
ólíklegt.
Orð er gert á því, að kenslan við
búnaðarskólann á Hólum sé í bezta
lagi, og eg sé engar líkur til þess, að
hún yrði betri, þó að skólinn væri í
kaupstað.
Meðal annara hlunninda við flutning
búnaðarkenslunnar telur Stefán hin
mentandi áhrif, sem nemendurnir
verði fyrir í Reykjavík.
Jú, eg kannast fúslega við þau.
En mundi ekki geta svo farið, að
nemendur yrðu einnig fyrir ýmsum á-
hrifum þarí Víkinni, sem eru nokkuð
vafasöm menningarmeðul ?
Og mundi þáð vera bezta uppeldið
fyrir bændaefnin, að vera um tvítugs-
aldurinn hneptir inni í skólastofum
við bóknám í einhverjum kaupstað 2/3
parta af árinu 2—3 ár? Mundi þetta
vera bezta ráðið til að gera þá færa
um að berjast fyrir lífi sínu og sinna
i einyrkjastóðunni, sem nú virðist
liggja fyrir flestum bændaefnum ?
E f Reykjavíkur búnaðarskólinn yrði
svo heppinn, að fá fyrirmyndar-skóla-
stjóra og fyrirmyndar-kennara, og e f
ekkert yrði til hans sparað, þá gæti
hann í sjálfu sér orðið góður, og þar
mætti læra margt og mikið, og þá
næði skólinn tilgangi sínum í því, að
gera menn margfróða.
En þetta er nú bara önnur hliðin á
búnaðarkenslunni.
Um hina hlíðina, verklegu
kensluna hjá bændum, er Stefán
fáorðari, og er það vorkunn. Eina og
nú er ástatt, mun vera erfitt að gylla
hana svo hún líti vel út.
Stefán gerir mjög lítið úr verklegu
kenslunni í búnaðarskólunum, eins og
við mátti búast.
En Stefán veít eins vel og eg, að
hún gæti verið þar miklu meiri og
betri en hún er, ef skólunum væri
sómi sýndur.
Og það veit Stefán ennfremur, að
þó að verklega kenslau í búnaðarskól-
unum kunni að vera lítil og léleg, þá
eru engin tök á því, að hún geti orðið
betri hjá bændum. því bændur, sem
tiltök er að geti kent, eru annaðtveggja
búfræðingar frá amtsskólunum eða
þeir mundu hafa einhvern búfræðing
sér til aðstoðar við kensluna. Og ef
búnaðarskólarnir hafa kent lítið og
illa, þá er ekki líklegt, að þeir, sem
þar hafa lært, geti kent mikið. og vel.
En sé 8vo, að góðir kenslustaðir séu
fáanlegir hjá þessum mönnum, þá sýn-
ir það líka, að menn hafa gert of lítið
úr verklegu kenslunni f búnaðarskól-
unum.
Stefán kastar því fram, að verklega
kenslan í búnaðarskólunum geti ekki
orðið að gagni nema kostað sé »m a r g-
falt, m a r g f a 11< meira upp á þá
en nú.
En þetta er óreynt.
Eg hefi ástæður til að fullyrða, að
verklega kenslan geti orðið mjög góð
við búnaðarskólana, ef tillagið til þeirra
væri tvöfaldað og nemendur væru
ekki fleiri en 12—16 í hverjum skóla,
sem er hæfilegt fyrir kensluna, og
nægilegt fyrir ástæður vorar. Og um
hríð mundi bóklega kenslan nálgast
það, að svara ölium nauðsynlegum
kröfum.
Vér stofnuðum búnaðarskóla vora
fyrir rúmum 20 árum, eftir norskri
fyrirmynd, og enginn hefir mótmælt
því, að byrjunin hafi verið rétt.
En altir hafa haft þá skoðun, að
mikið vantaði á, að skólarnir gætu
leyst verk sitt svo vel af hendi, sem
æskilegt væri.
f>es8Í 20 ár, sem skólarnir hafa stað-
ið, hefir oftar en einu sinni verið tal-
að um að fækka skólunum. Hefir þá
verið borið fyrir, að skólarnir væna ó-
þarflega margir, og vitnað til Norð-
manna, og svo hefir verið sagt, að fé
skorti til þe8s að styrkja skólana, svo
að nokkur mynd gæti verið á þeim.
En þessum mótbárum hefir ávalt
verið hrundið jafnharðan með gildum
rökum.
Eg býst við, að einhver kunni að
segja sem svo: Að vísu var það rétt
af 088, að laga skóla vora eftir norsku
skólunum; en Norðmenn hafa breytt
sínum skólum síðan, og það þurfum
vér líka að gera.
Já, það er rétt.
Norðmenn hafa á síðastliðnum 20
árum ekki að eins fjölgað sínum bún-
aðarskólum, heldur einnig bætt þá á
allar lundir, og ekki sparað fé við þá.
f>eir hafa bætt bóklegu og verklegu
kensluna, og við suma af skólunum
hafa þeir vetrarkenslu fyrir miklufleiri
nemendur en þá, sem komast að til að
stunda verklega námið.
En Norðmenn vilja alls
ekki stía sundur bóklega
og verklega náminu, og ekki
flytja búnaðarkensluna í
kaupstað.
Orsökin til þeas, að menn vilja nú
losa búnaðarskóla vora við verklegu
kensluna, er ekki sú, að þeirn finnist
ókíeift að framkvæma hana þar, eða
að hún fáist betri annarsstaðar.
f>eir vita það mjög vel, að eins' og
nú$er ástatt, er hvergi hægt að fá
hana eins góða og í búnaðarskólun-
um, hvað þá heldur ef nokkur rækt
væri lögð við þá.
Hitt er heldur ekki ástæðan, að
þeir telji kostnaðinn að bæta skólana
ókleifan.
þingmönnum vorum er ekkí svo
sárt um krónurnar, er ketnur til ým-
issa_annara fratnlaga til landsins gagns
og nauðsynja.
f>eir mundu ekki láta sig muna um
að veita svo sem 10—12 þús. krónur
til 'búnaðarskólanna, umfram það sem
veitt hefir^verið, ef þeir teldu því fé
vel varið, og ef bændur heimtuðu það.
En ekki er við að búast, að þing-
menn láti sér ant um skólana, þegar
bændur þegja sjálfir.
Sumir þingmenn hafa og fundið
skólunum margt til foráttu, og talið
þá gagnslausa, og er ekkert eðlilegra
en að þeir hinir sömu vilji leggja þá
niður sem fyrst.
f>að er annars eftirtektarvert, að
síðasta þing bætir nokkru við tillagið
til búnaðarskólanna þetta ár, en árið
1905 á tillagið að vera sama og það
var áður. f>ess er ekki til getaudi, að
þingmenn hafi hugsað á þessa leið:
f>að er 1 e i ð i n I e g t að sletta ekki
einhverju í skólana á þessu mikla
framfara-þingi; en við skulum ekki of-
ala þá til lengdar, og það styttist
vonandi á þeim ómagahálsinn smám-
saman.
Vér höfum oft átt og eigum enn þá
menn, sem rista svo djúpt í framför-
unum, að þeir vilja láta oss taka alt
það upp eftir Dönum, sem vel gefst
hjá þeim, en hirða ekki um að rann-
saka, hvort það á við vorar ástæður
eða ekki. í fyrra vildu sumir láta
oss breyta öllum túnunum í sáðlendi
á fáum árum. Nú vilja aðrir láta
bændur vora kenna alls konar jarð-
yrkjustörf, af því að danskir bændur
geta kent þau, og margir af búnaðar-
skólum Dana fást ekkert við verknað-
arkenslu.
En svo vilja þeir nú taka Dönum
dálítið fram. f>eir vilja ekki vera eins
»gamaldags« og Danir í því, að hafa
búnaðurkensluna tengda við búskap 1
sveit. Vér eigum að taka burtu alla
búfræðiskenslu úr sveitunum, og setja
hana niður í kaupstöðunum.
f>etta er spánný framför,
ekki að eins fyrir lsland,
heldur einnig fyrir öll
Norðurlönd, ef ekki fyrir
a 11 a n h e i m.
Miklir framfaramenn er-
um vér íslendingar!
En hvað segja nú bændurnir um
þetta ?
Ætla þeir að sitja hjá aðgerðalaus-
ir, þar til búið er að flytja búnaðar-
kensluna til Reykjavíkur og Akureyr-
ar ?
Vita þeir ekki, hvað þeir vilja?
Eða hví hlífast þeir við að láta skoð-
un sína í Ijósi ?
Ólafsdal í febrúar 1904.
T. Bjarnasou.
Um orðu-tildrið
hefir tilrætt orðið í blöðum viðsvegar út
um álfuna út af »ljóninu norska«, hinni
nýju orðu Norðmanoa, sem fyr er getið, —
eða þær orður sérstaklega, er ætlaðar voru
að npphafi þjóðhiifðingjum einum og þeirra
nánuetu ættmönnum.
Þær höfðu verið i upphafi nokkurs konar
milliþjóða-jai tegn riddara af ýmsum lönd-
um, og voru þá veittar fyrir vasklega fram-
göngu i Landinu helga, meðan verið var
þar að berjast um griif Krists.
Af slíkum orðum eru 4 enn við lýði:
Sokkabandsorðan euska, er stofnuð var 1350,
Annunziataorðan i Savoyu frá 13< 0, Gullna-
reyfið i Búrgundíu frá 1429 og Heilags Hú-
berst orða frá 1444
Sokuabandsorðun ein helzt enn óbreytt,
eins og hún var að upphafi.
Savoynorðan (ánnunziata) fylgir nú kon-
ungsrikinu Ítalíu.
Gullnareyfið eiga nú Austurriki og Spánn.
Heilags Hnberts orðan átti að upphafi
heima i Kjorfali (Kurpfalz), en hefir fylgt
konungsrikinu Bayern síðan 1806.
Andrésarorðan rússneska hefir orðið uijög
svií tigin, þótt miklu yogri sé, stofnuð
1698 af Pétri mikla. Sama er að segja um
Svörtu-arnar-orðunaprússnesku, ervar stofn-
uð fám árum siðar ^1701), af Friðrik kon-
ungi I. Rikin þan, Rússland og Prússaveldi
þutu þá upp eins og fifill i brekku og þar
með óx vegur helztu heiðursmerkjanna þar
Veglegastar orður á Norðurlöndum, aðrar
en »ljónið norska«, er Fílsorðan danBka,
frá 1693, og Serafimsorða Svia frá 1748.
Gufuskip Mjölnir, frá Thore-félagi,
skipstj. Endresen, kom nú í gær, frá Khöfn,
Skotlandi og Færeyjum. Lagði ástaðsam-
tímis Lauru, 4. þ. m., í stað l.marz. Bið-
in til þess gerð, að tími yrði til að koma í
það vörnm í stað þeirra, er faríst höfðu
með Scotlandi.
Færeyja-pistlar
ni.
f>ótt ekki værum vér ueitt nauðulega
staddir af matleysi, er Færeyingarnir-
fundu oss og höfðu meðferðis nægar
vistir handa oss, þá var Dotalegt að
fá þær viðtökur. En meiri ánægja var
hitt, að sjá fögnuð þeirra yfir því, að
hafa 08s úr helju heimta og geta orð-
ið 088 að liði. f>að gekk hvort öðru
örara, munnurinn á þeim, og sjálfskeið-
ungarnir þeirra að bita niður í okkur
kjötið. |>að heföi verið gaman að eiga
sér mynd af hópnum öllum, oss skip-
brotsmönnum, og þeim bjargvættum
vorum, á að gizka 40—50 manns,
standandi þama í hnapp uppi á fjalli í
dimmum kafaldsbyl, annari sveitinni
etandi það sem hin brytjaði niður
fyrir hana, eða stútandi sig á mjólkur-
flöskunum.
»Einn ykkar vantar, og það eru 100
af okkur að leita aö honum« sagði
hann mór í fréttum, Færeyingurinn
ungi, sem leiddi mig.
Lítilli stundu síðar voru þessir 100
orðnir hjá honum að 200.
Honum var svo mikið niðri fyrir.
En það var hvorttveggja misskiln-
ingur, sem betur fór, bæði um hinn
týnda sauð og hinn mikla leitarmanna-
sæg.
Eg vil síður kalla það skáldskap en
misskilning.
Sjálfur skipstjórinn hélt jafnvel
löngu síðar, um kveldið eftir imyrkri,
að þá vantaði enn 3 af skipshöfmnni,
eða hálf-trúði kvitt, sem þá kom upp
um það. Stýrimaður varð að fara þá
og kanna liðið, leita á öllum gisting-
arstöðunum í Skálavík, tuttugu eða
þrjátíu.
f>að gat 8vo sem vel hafa verið, að
einhver hefðí týnst.
Sumir voru komnir hætt á fjallgöug-
unni.
f>að var einkum brytinn.
Hann var sér í hóp við 4. mann,
er upp kom á fjallsbrúnina. f>eir héldu
norður á bóginn og lentu þar í ógöng-
um. Hann sagðist hafa séð hengiflug
fyrir neðan sig, en háan tind fyrir of-
an, á vinstri hönd. Hann skreið á
fjórum fóturn, greip höndum í lausa-
grjót og taldi sig hafa verið scaddan í
sýnum lífsháska. Og svo lauk, að
hann og þá félaga bar þaugað afcur,
er þeir höfðu byrjað gönguna. á brún-
inni upp yfir strandinu. Höfðu gengið
alveg í hring, eins og oft ber við í
þoku eða dimmu fjúki. f>eir áttu
því ekki annað undir en að halda þar
niður að sjó aftur, með því að þar
voru fyrir varðmenn þeir, er skipstjóri
hafði sett til að gæta strandsins: ann-
ar stýrimaður við þriðja mann. Ec
fundið höfðu þeir bryti og hans félag-
ar fjárhúskofa uppi á brúninni til
annarar handar, og sá þaðan til skips-
ins. f>angað héldu þeir nú allir fé-
lagar og höfðu þar skjól. f>angað bar
og brátt eitthvað af leitarmönnunum
færeysku. f>eir leystu varðmennina
af hólmi nokkrir; en hinir fóru með
þá til bygða, bryta og stýrimann og
þeirra félaga. f>eir urðu að bera
brytann.
Eg sagði um daginn frá einu dæmi
um frábæra hjálpfýsi og ósérplægni
farþega hvers við annan, meðan hásk-
inn var mestur.
Mér hefir verið sagt frá öðru síðan;
hafði ekki heyrt það fyrri.
Stúlkan önnur, sú íslenzka, kom
upp á 8tjórnpallinn mjög fáklædd, og
skólaus.
Elís Magnússon verzlunarmaður fór