Ísafold - 23.03.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.03.1904, Blaðsíða 1
Xemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bnndin vift áramót, ðgild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Auxturstrœti 8. XXXI. árs. Reybjavík miðvikudaginn 23. marz 1904 15. blað. JíaóJadi yfíííAýO'lMb 1. 0. 0. F. 853258~vJ Augnlœkning ókeypis 1. oe 3. þrd. á bverjnm mán. kl. 11—1 i spitalanum. Forngripasafn opið mvd. og Id il —12. Frilækning á gamla spítalanum (lækna- akólanum) á þriðjudögum og föstudögum kl. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjttm degi kl. 8 árd. til kl. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og aunnndagskveldi kl. 8‘/2 síðd. Landakotskirkja. Gnðsþjónusta kl. 9 «og kl. ii á hverjum helgnm degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- ■andur kl. 10'/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag isri 11—2. Rankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag •'ki 12—3 og kl. 8—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. vog ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisí Pósthússtræti 14b 1. og 3: niánud. hvers inán. kl. 11—1. ísland hiö nýja. Kafli úr samsætisræðu fyrir minni íslands 18. marz 1904 i Reykjavik. jþetta eru merkis-tímamót í sögu vorri. Ný stjórnarskrá; ný stjórn. Mörgum finst því sem vort forna Frón hafi kastað ellibelg og gerist nú ungt í annað sinn. Hvers mundum vér óska íslandi hinu nýja, ef vér hittum óskastund- ina? Þrjár mega þær vera, óskirnar, eftir óskastunda þjóðtrúnni. Eg vil fyrir mitt leyti nota þetta tækifæri til að kveða upp úr um, hvern- ig eg mundi vilja hafa þær; Fyrstu óskina á eg, þótt kynlegt sé, ekkert orð yfir, sem mér líkar sjálfum. Vér vitum, hvað er að vera myrkfæl- ÍDn. Ut af því oiði hefir verið búið til orðið ljósfælinn. þ>á vakir fyrir mér þar út af eitt nýyrði enn, orðið ljós- sækinn. Mér líkar það ekki, en verð að nobast við það, og leyfi mér að skýra það, gera grein fyrir, hvað eg á við og hvað felst í þeirri hugsun, er fyrir mér vakir, er eg óska, að lýð- ur sá, er þetta land byggir, væri h i n ljós sæknasta þjóð i heimi. Eg fekk fyrir mörgum árum bréf frá íslenzkri konu í Ameríku, er gift var enskum hefðarmanni, göfugri konu og vel mentaðri. Ef eg ætti mér óska- stund, kvað hún, mundi eg óska mér þess, að eg væri svo sterk, að eg þyrfti ekki annað en að bregða taug um Snæfellsjökul og gæti þá dregið ísland suður í mitt Atlanzhaf. Vér vitum, að þetta er ósk, sem aldrei getur ræzt, eftir orðsins hljóð- an. Bn hitt getur vel ræzt, að vér fær- umst i andlegri eða óeiginlegri merk- ingu það suður á bóginn, það nær hinum mentaða heimi, nær sólarbirt- unni og sólarylnum, sem því svarar, ef landið sjálft færðist suður í mitt Atlanzhaf. Vér getum látið í þeirri merkingu opnar standa allar dyr, þær er vita mót austri og suðri, mót blessaðri sól- iuni í upprás hennar og hádegisstað, en haft hinar harðlokaðar, þær er snúa í kulda áttina og myrkurs, hlaðið öfl- ugan skjólgarð fyrir norðannæðingnum og kólgunni, — í andlegri merkingu. Vér getum leitað meiri samblendni við aðrar þjóðir en vér höfum gert, einkum þær sem næstar oss eru lík- amlega og andlega. f>ví er vel tekið þ»r, það er áreiðanlegt; og vér getum haft ómetaulega rnikið gott af því, beinlínis og óbeinlínis. Vér getum farið að dæmi býflugnanna, flogið víðs- vegar, sogið hunang af hverju blómi og fært heim í búið hjá oss. Ein- mitt það hafa Japanar gert, hin mesta framfaraþjóð í heimi um vora daga. Hnekki getum vér engan af því haft, ef vér kunnum með að fara. Oss get- ur þá engin hætta af því staðið, hvorki tungu vorri né þjóðerni né þjóðfrelsi voru. Enginn út í frá leitai nú framar á tungu vora né þjóðerni. Svo er fyrir að þakka mikilmenn- um þeim, er vér áttum á öldinni sem leið, — áttum sjálfir eða áttum að. |>að var mikilmennið Rask, útlend- ingurinn, sem fann, að tungan vor var kongsdóttir í álögum, skilgetin systir forntungnanna suðrænu, er skipað höfðu þá um langan aldur öndvegi í heims- mentuninni, en móðir norrænu tung- nanna, er þá lifðu og lifa enn. Hann hóf haDa til sætis þeim við hlið. Konráð Gfslason færði hana í drotn- ingarskrúðann, lagði yfir heröar hénni hina dýru guðvefjarskikkju, er hvergi mátti á sjá blett né hrukku — það þoldi hann ekki. f>að var hans mikla æfistarf. Jónas Hallgrímsson setti á hana faldinn, skínandi bjartan, og kendi henni mjúklegan limaburð og tígulegt látbragð. Jón Sigurðsson — hans mikla stjórn- arbarátta var í insta eðli sínu barátta fyrir þjóðerni voru, fyrir því, að það væri látið óáreitt og í jöfnum metum við þjóðerni annarra þjóða af sama kynstofni. Oss er því alveg óhætt að hætta að miklast af einangruninni, þykjast af því, að flest með oss só því ólíkt og frábrugðið, er gerist annarsstaðar. Vér glötum engu, sem oss er d/r- mætt og á dýrmætt að vera, þótt vér gerum það. verið einhver mentaðasta þjóð í heimi. Að sjá það ekki og sfeilja, að lestrar- kunnátta og skriftar er í sjálfri sér engin mentun, heldur að eins mentun- artæki, nauða gagnslítil, ef þau eru látin ónotuð. heldur lofað að ryðga og vetða að engu, eins og hver önnur tól, sem svo er með farið. Eða hitt, að ímynda sér, að bókvitið eitt sé ment- un. Til þess að menta þjóð þarf sama verklag og til að yrkja land. f>að verður að byrja á því að hreinsa jarðveginn og bæta. Fyr er ekki til neins að sá f hann eða bera á hann. f>að er erfitt verk, örðugasta verkið. En ekki verður hjá því komist. f>að stoðar ekki að hlífa sér við því. Meingrýti heimsku og hleypidóma verður að pæla upp eða þá sprengja, ef ekki verðcr við ráðið öðru vísi. Fúamýrar þekkingar-káksins verður að ræsft fram, ef þar á að hætta að spretta gráhvít, kjarnlaus sina, en koma í hennar stað hollur gróður og helzt töðugæfur. Og stinga verður á grænmosadýjum vanþekkingar-gorgeirsins. Vatnið tómt og mosinn er fyrirstaða fyrir hollri rækt, og annað ekki. f>essi undirbúnÍDgs-iðja er ekki ein- ungis erfið og miður skemtileg, heldur einnig miður vel þokkuð. f>eir mega ekki vera of mjúkhentir, sem þarvilja lóta eitthvað undan sér ganga, og þeir mega ekki kippa sér ekki upp við það, þótt hljóð heyrist einhversstaðar. GrjótsprengÍDgum fylgja hvellir, og grjótflögurnar fljúga í ýmsar áttir. Vér könnunst við það, blaðamennirnir, þeg- ar þeir, sem horft hafa A, flýja þá í ýms- ar áttir og þora hvergi nærri að koma, fyr en ef þeir sjá, að brotin lenda á húsum náungans, en ekki þeirra. f>á hafa þeir sigað aftur og — eru kátir, Mér ofbauð að sjá í túnum í Fær- eyjum krökt af jarðföstu stórgrýti. f>etta sést þó ekki í túnunum í Reykja- vík og þar í grend, hugsaði eg. Aldrei kemst land í viðunanlega rækt, ef meingrýtið er látið í friði. Önnur ósk mín mundi verða sú, að vér værum orðin hin mentað- a s t a þ j ó ð í heimi. Binhver hin mesta skaðræðiskenn- ing, er hér hefir flutt verið, er sú, að vér s é u m nú^þegar og höfum lengi Síðasta óskin en ekki sízta er sú, að vér værum orðin h i n t r ú- ræknasta þjóð í heim. Bngin vantrúuð þjóð hefir nokkurn tíma blessast til langframa. Svo segir og í hinni fegurstu og djúp- 8pökustu tölu, er nokkurn tíma hefir mannlegt eyra heyrt: »S»lir e r u hreinhjartaðir, sælir e r u hógværir, sælir eru miskunnsamir«, o. s. frv. þ. e. sælir nú þegar, í þ e s s u lífi, í þ e 8 s u m heimi, og ekki að eins annars heims. f>að tekst ekki þrautalaust. Kon- ungsdótturina og hálft konungsríkið hlutu þeir einir, sem þrek og áræði höfðu til að vinna þrautir. Og þeir einir eiga það skilið. f>eim einum verður hnossin að happi, en ekki hin- um, sem hún fellur í skaut úr skýj- um ofan, fyrirhafnarlaust. *Vér erum fáir, fátækir, smáir«, svara einhverir, býst eg við. Gyðingar voru fáir, fátækir, smáir, og urðu þó útvalin þjóð Drottins, önd- vegisþjóð heims á sínum tíma. Grikkir voru fáir, fátækir, smáir, og urðu þó á 8kömmum tíma, til þess að gera, öndvegisþjóð heims í ment- un, listum og vísindum. f>ær eru máttugri í veraldlegum efn- um, 8tórþjóðirnar. En andlegt ágæti er því ekki samfara nema stundum. Og vissulega hefir skaparinn ætlað smá- þjóðunum sitt hlutverk ekki síður en hinum. Allar framantaldar óskir g e t a ræzt. Vér erum ekki svo fáir, fátækir, smáir, að oss sé um megn að láta þær rætast. Berurn merki þjóðar vorrar hátt. f>að er aldrei of hátt borið, ef rétt er stefnt og af viti og með nægilegum áhuga. Með þessum formála bið eg yður, Jcærir vÍDÍr og bræður, að taka undir með mér; Blessist, dafni, blómgist Island hið nýja! B J. Yður þykir, býst eg við, mikið í bor- ið, er eg kemst svo að orði, að eg vilji láta þjóð vora verða mentað-a s t a og trúrækn-a s t a þjóð i heimi o. s. frv. En óskir eru hugsjónir, markmið. f>ví hærra, sem markmiðið er sett, því rfkariá að verða áhuginn að kom- ast að því. CJnnið gagn fyrir fram. Meinlegur er hann, þessi miklj drátt- ur á stofnun Hlutabankans, á því, að hann taki til starfa. En merkilegt er það, að gagn er hann farinn að gera nú þegar, löngu áður en hann er kominn á laggir. Hann hefir unnið stórmikið gagn ófæddur. Meir en hálfan mannsaldur hafði Landsbankinn dregið landsmenn á hinni lögboðnu útbúastofuun. En þegar Hlutabankinn var í aðsigi og hér um bil útséð um, að ’allar von- ir um að fá bann kæfðan í fæðing- unni mundu bregðast, þá fengu Ey- firðingar sitt banka-útbú. Allir vissu, að Landsbankinn var fremur peningatæpur um þær mundir, miklu peningatæpari en hann hafði verið áður að jafnaði. En þá var við- kvæðið jafnan, að hann hefði ekki efni á að kotna upp útbúunum, ekki einu, hvað þá þremur eða fjórum, sem banka- stofnunarlögin tilnefndu. En »neyðin kennir naktri konu að spinna«. Nvi reið á að verða á undan Hluta- bankanum, ósómanum, landráðastofn- uninni, okurbankanum. Og vera bvvinn að koma upp ein- hverju banka-búhokri á undan alþingis- kosningunum sfðustu, þeim er ráða skyldu því, hverir völdin hlytu í land- inu. Enda mun flestnm kunnugum boma ss'nian vun það, a5 kosningarnar ev-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.