Ísafold - 23.03.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.03.1904, Blaðsíða 2
58 firzku hefðu farið öðruvísí, ef banka- holan sú hefði ekki verið til þá. i»Erindrekinn« hefði alls e k k i orðið ofan á þar ella, hstj-liðið ekki borið hærra hlut og erindrekinn e k k i orðið ráðherra. Hann hefði meir að segja alls e k ki verið látinn beraniður í því kjördæmi að öðrum kosti. þ á hefði verið reynt að bjargast við erindreka-kjördæmið svo nefnda, vestur-ísfirzka, þetta sem skapað var á þingi 1902 beint í því skyni, að tryggja »erindrekanum« þingsetu o. s. frv. Landsbankinn var enn nauðulegar staddur í sumar. |>á var honum varla talið líft, nema hann fengi heila miljón seðla í viðbót, og það þegar í stað, undir eins í haust. Og það var veitt. Meiri hlutinn samþykti það viðstöðulaust, en þó svo að vísu, að gera þurfti honum ýmsar sjónhverfingar til þess. En hvað um það? Erumvarpið var saraþykt. Og Landsbankastjórinn fylgdi því sjálfur eftir, í pukri, til Eaupmannahafnar, til þess að hafa út staðfestingu handa þvf, panta hina nýju seðla, sem hann og gerði, og ætlaði að koma heldur en ekki fær- andi hendi aftur, með alla fúlguna í ferðatöskunni sinni! |>á hefði nú mátt skjóta á fundi hérna, sigurhróssfundi! En þá var skorið á færið fyrir hon- um áður en tókst að innbyrða drátt- inn. Og slyppur fór hann heim. Margur mundi þá hafa búist við og kviðið því, að nú yrði Landsbankinn alveg á flæðiskeri staddur. En það var öðru nær. Sá er enginn búmaður, sem ekki kann að berja sér. Kveinið um seðlamiljónar-þörfina á þinginu o. s. frv. hefir verið tómur barlómur. |>ví nú fór Landsbankinn og stofnaði annað útbúið, það á ísafirði. Nú hafði haDn vel efni á því. Landsbankastjórinn brá sér í skyndi og svo lítið bar á vestur á ísafjörð í því skyni. Flýtirinn og fumið var svo mikið, að hann gieymdi Lands- bankalyklunum í vasanum. Almenn,- ingur vissi ekki annað en að hann færi eingöngu í þjónustu ráðherraefnis- ins, svo sem ráðherra-Iífvarðar-foringi hans. |>etta gat Landsbankinn þá. Og af hverju gat hann það? Af því, að Hlutabankinn var tekinn til að undirbúa útbú á ísafirði. H o n u m er það því að þakka, Hlutabankanum, að Landsbankinn hef ir nú reist útbú á ísafirði. feir höfðu orðið samferða hingað frá Kaupmannahöfn, ráðherraefnið og Hlutabankastjórinn danski, ungur mað- ur og óreyndur, bláókunnugur öllu og öllum hér. Hvað er þá eðlilegra en að hann ráðgaðist við sjálft ráðherra- efnið, 8egði honum allan sinn hug, öll sín áform og þeirra félaga, Hluta- bankastofnendanna, bæði um útbúið á ísafirði og annað? Ekki sízt, er -efnið tjáði sig Hlutabankanum hlyntan af lífi og sál, kvað sig hafa borið hann fyrir brjósti frá upphafi, hafa haft hann fram á þingi við ill- an leik, og þar fram eftir götunum. Um nána frændsemi þeirra ráðherra- efnisins og Landsbankastjórans hafði hinn útlendi maður alls enga hug- mynd. Ella hefði honum líklega brugðið minna í brún, er á því bólaði skömmu eftir að þeir voru Btignir hér á land, innan um kerlingareldana frá Eiðs- granda, að Landsbankastjórinn vissi alt, sem þ e i r vissu um það mál, og að hann var rokinn vestur á Isafjörð að vörmu spori, en Hlutabankastjór- inn látinn sitja hér eftir grafkyr, — þó a ð áform hans hefði eimnitt verið að halda ferðinni áfram til ísafjarðar méð ráðherraefninu og vinna að því þá þegar, með hans tilstyrk vitanlega, að koma útbúinu þar á laggir. Bókmentafélagið. Skýrt var frá á fyrri ársfundi deild- arinnar hér í fyrra dag fjárhag henn- ar og öðrum ástæðum. Hún á í baukavaxtabréfum 15000 kr., í sparisjóði 1613 kr., í útistand- andi skuldum 2040 kr. 95 a., helm- ing af skuldabréfi Landsbókasafnsins fyrir handrit félagsins, sem er alls 19000 kr., og loks 74,879 kr. í óseld- um bókum. Samþyktar voru eftir tillögu neíndar um það mál frá í fyrra — framsögu- maður Guðm. Björnsson héraðslæknir — þessar ályktanir: 1. »Sameina skal við næstu áramót Skírni og Tímarit hina ísl. Bókmenta- félags í eitt tímarit, er heiti S k í r n i r, tímarit hins ísl. Bókmentafélags, og komi út 4 sinnum á ári, í 6 arka heft- um, í Skírnis-broti, og verði selt utan- félagsmönnum, er gerast fastir áskrif- endur, á 3 kr. árgangurinn, en í lausa- sölu 4 kr. (1 kr. hvert hefti). 2. Fundurinn felur stjórn félagsins að ráða mann til að vera ritstjóri tíma- ritsins gegn 600 kr. þóknun á ári. — og 7g netto-andvirðis þess, er selst fram yfir 1000 borguð eintók (til fé- lagsmanna og áskrifenda samtals) —. (þetta, milli þankastrikanna, var við- aukatillaga, er fram kom á fundinum). Skal ráða ritstjórann til 2 ára í senn með l/2 árs uppsagnarfresti frá hans hálfu. 3. Fundurinn samþykkir, að verja megi til uppjafnaðar 40 kr. á hverja örk í tímaritin til ritlauna og próf- arkalesturs«. Kostnaður til slíks rits áætlaður 3000 kr. á ári, með upplagi 1440, og tald- ist svo til, að það væri 1600 kr. kostn- aðarauki á ári fram yfir útgáfukostnað þann, sem nú er á Skírnir og Tíma- ritinu. Forsöti lét þess getið, að hér væri um svo stórt fyrirtæki að ræða, að samþykki Hafnardeildarinnar þyrfti til, til þess að þetta kæmist til fram- kvæmdar. Alþingiskosningar. Samkvæmt konungsúrskurði 4. þ. mán. eiga kosningar til alþingis fram að fara 10. septbr. í 4 kaupstöðum landsins á þeim viðbótarþingmönnum, er stjórnarskráin fyrirskipar, í Reykja- vík, ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði, 1 þingmanni í hverjum stað. Mannalát. Látinn er a Isafirði 8. þ. m. M a g n- ú s kaupra. J ochumsson, bróðir síra Matthfasar skálds og þeirra mörgu syst- kina. Hann mun hafa verið kominn yfir ’ sjötugt. Hann var allvel skáld- mæltur, góðmenni og greindarmaður. Sonur hans er Magnús prestur í Norre Ömme á Jótlandi. Ásgeir stórkaupmaður Ásgeirsson í Kaupmannahöfn (frá ísafirði) misti konu sína um miðjan f. m. Hún hét Laura, f. H o 1 m, dóttur Holms, er lengi var faktor á ísafirði, góð kona ogvelmetin. Hún dó úr fótarmeini. Rjomabúin Og smjörsöluhorfurnar. iii. 1. Bústýrurnar. það er mik_ ið undir þeim komið, hvernig smjör. gerðin hepnast og því ríður á, að þær séu starfi sínu vaxnar. |>ví miður eru þær ef til vill ekki svo færar sem skyldi; en það varðar miklu í þessu efni, að þær hafi áhuga á starfi sínu og ræki það með alúð og trúmensku. Bjómabúin eiga að borga bústýrunum sómasamlega, og þess þarf einnig að gæta, að þær hafi næga vinnuhjálp við rjómabússtörfin. En á hinn bóginn mega þær ekki vera of kröfuharðar í kaupgjaldi, því það getur spilt fyrir þeim síðar meir. En þær eiga þar á móti að vera kröfu- harðar að því er allan útbúnað snert- ir; heimta að það sé alt í lagi, og að rjóminn sé hreinn og óskemdur. Yfir höfuð ríður á að auka áhuga bústýranna á starfi sínu, vekja hjá þeim löngun og kepni til að leysa það sem bezt af hendi. Til þess að hafa áhrif á bústýrurn. ar í þessa átt mundi gott að koma á smjörsýningum, og veita verðlaun fyrir bezt verkað smjör. þær þyrftu helzt að vera sjálfar viðstaddar á sýn- ingunum, svo þeim gæfist kostur á að bera saman smjörið frá hinum ýmsu búum eftir að búið væri að prófa það og gefa því einkunn. EÍDnig ætti að veita rjómabústýrum þeim, sem öðrum fremur búa til gott smjör og standa að öðru leyti vel í stöðu sinni, styrk til utanfarar, svo sem 4—6 mánaða tíma, útvega þeim stað á góðu mjólkurbúi í Danmörku, þar sem þær taki þátt í öllum störf- um búsins o. s. frv. Með þessu er það unnið, að þær verða betur að sér í smjörgerð, og áhuginn á bví starfi eykst og þróast. Hjá þessum bústýrum gætu svo stúlkur, sem ætla sér að stunda smjör- gerð, lært og æft sig í starfinu, og þó einkum þær, er gerast vilja síðar meir rjómabúatýrur. 2. Gæði rjómans hafa mikla þýðingu fyrir smjörverkunina. Sé rjóminn stír eða óhreinn, er hann kem- ur til búsins, þá er hann í rauninni lítt hæfur til smjörgerðar. því er það mjög áríðandi, að hver félagsmaður vandi rjóma sÍDn sem bezt, og leitist við að hafa hann bæði hreinan og ósúran. þ>að ríður á að hirða vel um flutningaföturnar, þvo þær í hvert skifti og búið er að tæma þær, og nota kalk við þvottinn. Einnig þarf að gæta þess, að ekki 8é reykjarbragð að rjómanum. Ætti því helzt aldrei að fara með hann í eldhús. Ef mjólkin er orðin köld áður en hún er skilin, þá þarf að sjálfsögðu að hica hana.en á þann hátt, að sjóðhita fyrst vatn í potti, hella síðan mjóikinni í tin eða blikk- fötu með loki, 'hita því næst mjólk- ina í þessari fötu með því að setja hana ofan í ajóðheitt vatnið í pottin- um, sem er á hlóðunum. Kemst þá engin reykjargufa að mjólkinni, og rjóminn verður laus við reykjarbragð. Skilvindur mega heldur aldrei vera í eldhúsi eða þar sem eldhúsreykur kemur nærri þeim. 3. M j a 11 i r n a r hafa mikið að segja; en því miður er þeim víða mjög ábótavant. |>að, sem einkum þarf að breytast, er m j a 11 a I a g i ð . p að á að hætta þeim ósið aðtoga spenana á kúnum, í stað þess að kreysta mjólkina niður úr þeim. |>á er og sjálfsagt að mjólka með þurrum höndum, og hætta að bera feiti á spenana á ð u r en byrj- að er að mjólka. Mjaltakonan á að hafa með sér þurra strigadulu og þurka með henni öll lauB hár og alt rusl af kviðnum, júgrinu og spenunum o. s. frv. Fatan, sem mjólkað er í, á að vera hrein og undir eins og búið er að mjólka hverja kú, á að hella úr henni í aðra fötu — blikkfötu — og sía mjólkina um leið. |>etta er mjög á- ríðandi og má ekki gleymast. 4. V a t n i ð, sem notað er við smjörgerðina, þarf að vera hreint og bragðlaust. Ef ekki er til uppsprettu- lind við mjólkurskálann eða nálægt houum, þá er sjálfsagt að taka brunn. Bezt væri að leiða vatnið úr brunn- inum inn í skálann eftir járnpípum, ef þess er kostur. Sé ekki unt að fá gott og hreint vatn, þá þarf að sía það, eða öllu heldur að sjóðhita. Yf- ir höfuð hefir það mikla þýðingufyrir smjörgerðina, að vatnið sé hreint og gott, sem notað er, og því er það sjálfsögð skylda, aö sjá búunum fyrir góðu vatni. 5. Niðursetning áhaldanna f mjólkurskálann er vandasöm, enda varðar miklu, að hún sé í lagi. Hún þarf að vera svo úr garði gerð, að ekki reki sig hvað á annað, og að öll. vinna í skálanum geti gengið sem greiðast. Stundum hefir það viljað til, að strokkunin hefir ataðið yfir 1—2 tíma og jafnvel lengur í stað 25—30 mín.; aðeins af þvf, að strokk- urinn var settur skakt niður. f>egar langur tfrai fer til þess að strokka hvern strokk, þá líður smjörið mjög við það, og getur þá naumast heitið útflutningsvara. f>ví er það svo áríð- andi, að alt sé í bezta lagi, og að strokkunin geti gengið fljótt. Sýring rjómans hefir mikil áhrif á gæði smjörsins, og er hún ef til vill það atriði smjörgerðarinnar, em einna mestur vandi fylg r, enda kvarta oft vanir smjörvinslumenn und- an þvf, hve hún sé erfið viðfangs. f>að er betra að smjörið sé ósýrt ert að það hafi verið sýrt með vondri sýru. Eg ætla ekki að lýsa því, hvernig á að búa til sýru að sýra með rjóm- ann; en eg viidi að eins minna menn á þetta þýðingarmikla atriði í smjör- gerðinni, og að það er árfðandi, að búatýrurnar hafi vakandi auga í þessu efni. 7. Hitun rjómans í 85 stig (Cels.) er viðurkend að vera eitt af aðalskilyrðunum fyrir góðri smjörgerð, En hingað til hefi eg eigi séð fært að ráða rjómabúunum til þess að taka upp þessa nýbreytni, af því að hún hefir ærinn kostnað í för með sér og vantað hefir hentug áhöld fyrir oss til að hita í rjómann, en það raknar vouandi úr þessu bráðlega. Burmeister & Wain hafa búið til á- hald í þessu skyni og hefir H. Grön- feldt reynt það í vetur í mjólkurskól- anum og líkað vel. Verð áhaldanna er mismunandi og fer eftir stærð þeirra. Áhald, sem hita má í 520 pd. mjólkur á klukku- stund, kostar 400 kr., 350 pd. áhald 350 kr., 260 pd. áhald 225 kr. Jafn- framt áhaldinu þarf kælingarvél. Litl- ar kælingarvélar kosta 200—400 kr. Auk þessara áhalda hefir hitun rjóm- ans ýmsan annan kostnað í för með sér, aukinn eldivið, vinnukraft o. fl. Eg hefi þá minst á nokkur atriði, er atutt geta að því, að auka smjör- framleiðsluna og bæta smjörgerðina og læt nú hér við lenda. Að eins skal eg enn geta, þess, að áður en eg fór á þennan fund, var þvf spáð, að eftir 5 ár muni smjörframleiðslan nema J miljón punda en eftir 10 ár miljón pd.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.