Ísafold - 23.03.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.03.1904, Blaðsíða 3
59 Vér 8kulum nú allir vona og vinna að því, að þessi spá rætiet. S. S. Bankastjóraskipunin. ii. Síðari kafli: Ekki átti til að sleppa, þegar danski bankastjórinn kom hingað fyrst í vet~ Ur, að hitt bankastjóraembættið lenti í rétt trúaðra höndum og valdið yfir Hlutabankanum þarmeð hjáþeimhinum 8ömu sem yfir Landsbankanum. Hann hafði raunar alls ekkert vald til að ráða manninn. En það munu þeir hafa í m y n d a ð sór, eða þá að mjög öikils mundu mega tillögur hans. |>eir söfnuðust að honum eins og hrafn- ar að hestskrokb. þeir báru það eink- um fyrir brjósti, að hann hefði ekki of mikil mök við fólk af öðru sauða- húsi. Sumir segja, að þeir hafi haft menn á vakki dag og nótt til þess að líta eftir, hvað hann færi, eða að hann viltist ekki á fund skaðamannanna hinumegin. Hann þarfnaðist kennara í íslenzku, og var séð um, að hann færi ekki til bezta kennarans og van- asta, þess, er kent hefir útlendingum að jafnaði, með því að sá var og er ekki rétt trúaður. Betra að hafa laklegan kennara rétt trúaðan en góð- an, ef sá hinn sami hefir verið villu- trúarmaður í stjórnbótarbaráttunni. J>ar við þarf e n n alt að miða, Mátti svo að orði kveða, að skipuð væri skjaldborg um manninn. En nú voru margir munnaruir um brauðið, sem var því miður ekki nema eitt þá. Hvernig átti að bjarga þvi við? En að gera brauðin tvö! Nemahvað? Svo fóru og leikar, að tillaga kom til Khafnar, til bankastofnendanna þar, um að bankastjórarnir skyldu vera þrír alls. Skyldi annar vera einn af starfsmönnum Landsbankans, en hinn átti að vera einn máttarstólpi hstj liðs ins og þó við Landsbanbann riðinn líka. En þær bollaleggingar allar voru einskis virðar, er þar kom'. jpeim var hafnað gersamlega. íslenzki bankastjórinn skyldi að eins vera einn, og hann hvorugur þeirra, er hér hafði verið til ætlast. J>á var það, sem Páll Briem amt- maður var ráðinn í einu hljóði, með öllum 6 atkvæðum bankastofnunarfé- lagsins. f>ví hefir áður lýst verið, hverri breyting sú ráðsályktun tók síðar, og hvernig henni mum hafa verið til leið ar snúið. f>ví má bæta við, að það hefir að sjálfsögðu verið hinn óhemju-voldugi nýi ráðherra, sem hefir h e i m t a ð með harðri hendi breytingu gerða á hinni fyrri ráðsályktun og að banka- stjórastaðan yrði falin fyrv. skrifara sínum, þessum sem hann hafði haldið fast 'fram áður og *móðurbróðirinn« trúði bezt, þótt hann 1 é t i sem hann mætti með engu móti missa hann. Hvað átti og að verða ella um ráðberra- bróðurinn þarna suður í Kaupmanna- höfn? Var ekki embætti Sighv. Bj., þetta sem hækkað var í sumar upp í 3x/o þús., einmitt ætlað honum? Ætl- að honum fáein ár, þangað til hann tæki við af móðurbróðurnum og gerð- ist aðalforstjóri Landsbankans. Svona var og er öllu visdómslega niður raðað. Að Páll Briem kæmist á hornið, hefir orðið að flakka með, til þess að banka mönnunum rynni hitt niður. það sak- aði og minna, úr því að stía mátti honum frá fyrsta missirið, eða til 1. okt., roeðan verið væri að koma öllu í réttar skorður, ráða alla starfsmenn að bankanum, skipa útbúa-forstjóra og því um líkt. En hvað er þá að segja um þessa bankastjóra hina íslenzku? Páli Briem þarf raunar ekki að lýsa. Hann er þjóðkunnur nytsemdarmaður, eljumaður og atorku, mesti áhugamað- ur um landsins gagn og nauðsynjar, maður sem veit hvað hann vill og vill það sem hann veit að bezt gegnir. Hann hefir og til að bera óvenjumik- inn kunnugleika á högum lands og lýðs. Um hinn, Sighvat Bjarnason, er og ekki nema alt gott að segja, það sem til nær. Hann er reglumaður. Hann er iðjumaður. Hann er lipur og lag- inn að koma að sér fólki. Hann styggir engan mann. Hann er og óefað svo vel að sér og vanur orðinn banka- bókarastörfum, að hann mundi vera ágætur yfirbókari við Hlutabankann. Hann er og vafalaust meiri dreng- sknparmsður en það, að þeim muni verða kápan úr því klæðinu, sem hafa hugsað sér hann svo sem nokkurs konar njósnara frá Landsbankanum, eða sem þann, er Landsbankahöfð- ingjarnir mundu geta haft í vasanum, sér til hægriverka í samkepninni við Hlutabankann. — f>essa kosti hefir hann alla til að bera, og fleiri þó sjálfsagt. En eitt skortir hann. Hann skortir einn kost eða yfirburði, sem er mjög mikils um vert. Eigi banki að koma að tilætluðum notum, þá stoðar ekki að stjórna hon- um eins og veðprangsstofnun (Pante- laanerforretning) eða eftir þeim ein- um meginreglum, er tíðkuðust íyrir 50—100 árum og þá þóttu góðar. Sá sem það eitt hefir lært, getur ekki orðið góður bankastjóri nú á tímum. Eitt hið mikilvægasta og vandamesta hlutverk bankastjóra nú á tímum er að kunna að láta fé bankans v i n n a, — vinna sór og öðrum til hagsmuna, til stuðnings framfarafyrirtækjum í landinu, bæði almennings og einstakra manna. Til þess þarf mikla útsjón- arsemi, miklaframsýni og fyrirhyggju, og mjög mikinn kunnugleik á högum og háttum lands og lýðs. Eitt af því sem notað hefir verið hvað ósleitilegast í undirróðrinum og andróðrinum gegn Hlutabankanum, er kenningin um, að bann mundi verða og hlyti að verða okurbanki. þetta ætti að verða gróðafyrirtæki útlendra auðkýfinga; en grætt gæti bankinn ekki öðru vísi en með því að taka okur- vexti. Margir notuðu þessa mótbáru gegn honum falslaust, af fullkominm saun- færingu, eða í helgri einfeldni, sem SVO er kallað. Hinir hafa þó sjálfsagt til verið, sem gerðu það að hrekkvísi og mót betri vitund. því fáir g e t a verið svo ófróðir nú á tímum eða það utan við heiminn, að þeir hafi ekki rekið sig á skýrslur frá bönkum eða um banka svo tugurn skiftir eða hundruðum jafnvel, sem gefa af sér segjum 6—10% í hreinan arð, en taka þó ekki yfirleitt nema 3, 4 eða í mesta lagi 5% í vöxtu. Hvernig stendur á því? það kemur af því, að þeir kunna þá list og stunda þá list, að láta pen- inga sína og lánstraust v i n n a; vinna með fleira móti en beinum, algengustu peningalánum. Enginn getur orðið g ó ð u r banka- stjóri í þess orðs réitri merkingu nema hann sé meðal annars nákunnugur hag a 11 r a stétta í landinu og það sem kallað er innlífaður > hugsunarhætti þeirra. Hann þarf helzt að vita af reynslu, hvernig fólk fer að bjarga sér, bæði fátæklingar og efnamenn, — hvernig þeir leggja það sjálfir niður fyrir sér og hvaða skilyrði þeir hafa yfirleitt til þess að klífa fram úr því, sem þeir ráðast í. Slíkrar þekkingar getur ekki hr. S. B. hafa aflað sér, maður, sem engu hefir vanist alla æfi nema að vinna á sknfstofum. Hið alkunna eða öllu fremur alræmdu forsjóna r-lag Landsbankans hefir hann að vísu átt kost á að læra, þetta, að veita af náð, alt af n á ð, t. d. 600 kr. lán, þegar lánþegi hefir ekki gagn af minna en 1000 kr., og til 4 mánaða, þegar hon- um dugar ekki skemmri tími en 6 mánuðir, og skilamenn jafnt sem ó- skilamenn, efnamenn jafnt sem fátæk- lingar orðið ef til vill einmitt þess vegna fyrir því, að lenda i kröggum með fyrirtæki sín og með að standa í skilum, eða þá orðið að hætta við nyt- samleg og arðvænleg áform sín. J>að er naumast til nokkur staða hér á landi, sem vandfengnari er maður í eða menn en bankastjóra- staðan. það v a r hægt að láta valið betur takast, að öllum ólöstuðum. En sjálfsagt er hór sem endrarnær að reyna að ala með sér beztu vonir, og fagna því af heilum hug, ef þær rætast. hún mátti ekkert aumt sjá, án þess að bæta það og græða. Heimili þeirra hjóna hefir alla tíð verið orðlagt fyrir góðvild og gestrisni og áttu þau bæði jafnan þátt i þvi, enda gafst þeim kostur á að sýna öðrum góðvild og gestrisni, því þau bjuggu allan sinn búskap i fjölfarinni þjóðbraut og mátti aldrei heita gestalaust á heimili þeirri. Olöfu sál. var mjög lagið að hlynna að sjúkum og leysti hún það starf af hendi með góðri þekkingu og hinni stökustn ná- kvæmni og samvizkusemi. Allan búskap- artíma sinn gegndi hún ljósmóðurstörfnm, og hepnaðist það mjög vel, þótt hún hefði eigi lært yfirsetufræði. Hún tók á móti hátt á 4. hundrað börnum, og má geta þess sem dæmis um það, hve sýnt henni var nm þann starfa, að þegar hún var 14 ára gömul, sat hún yfir móðnr sinni, og fórst það eins vel og lærðri ljósmóður. Hún var sönn trúkona, og bar þjáningar sinar í hinni löngu hanalegu, sem stóð hátt á annað missiri, mcð stakri þolinmæði og hugprýði; hún beið lansnar sinnar ró- leg og þráði heitt og innilega að fá að deyja. Minning hennar verður lengi geymd í heiðri ekki einnngis hjá eftirlifandi ástvin- um hennar, heidur og hjá öllum, sem þektu hana og nutu góðs af lífi hennar. x. Eftirmseli. flinn 25. janúarmán. sið- astl. andaðist að heimili sinu, Tjaldanesi i Saurbæ, merkiskonan Olöf Guðlaugsdóttir, 75 ára gömul, eftir ianga og þunga bana- legu. Hún var fædd 4. fehr. 1829 á Kolbeins- stöðum í Mýrasýslu. Foreldrar hennar voru merkishjónin Guð- laugur Sigurðsson og Halla Rannveig Jóns- dóttir. Var Guðlaugur sonur Sigurðar að- stoðarprests í Vatnsfirði Þorbjarnarsonar hins rika á Lundum i Stafholtstungum Olafssonar og konu hans, Ólafar Guðlaugs- dóttur prófasts i Vatnsfirði Sveinssonar. En Halla Rannveig var dóttir Jóns prent- ara Jónssonar og konn hans, Elinar Krist- inar Erlendsdóttur prests i Nesþingum Vig- fússonar, sem seinna varð fyrri kona Sig- urðar sýslumanns Guðlaugssonar. Var sira Erlendur bróðir Guðmandar ökonómusar Vigfússonar, föðurafa þeirra Guðmundar prófasts Vigfússonar á Melstað, Guðmund- ar sýsiumanns Pálssonar og Magnúsar sýslumanns Gíslasonar. Ólöf heitin ólst upp með foreldrum sin- um á Kolbeinsstöðum og Hreimsstöðum i Norðuráral fram að tvitugu, en fiuttist þá með þeim að Arngerðareyri i ísafjarðar- sýsln til móðursystur sinnar, Dagbjartar Sigurðardóttur sýslumanns Guðlaugssouar, er bjó þar með manni sinum, Guðmundi Asgeirssyni, bróður Ásgeirs heit. kaupm. á ísafirði, en vorið 1851 fluttist hún að Olafsdal, og ári síðar að Kleifum i Gils- firði, og giftist þar hinn 28. ágúst 1858 Magnúsi hreppstjóra Jónssyni óðalsbónda Ormssonar. ReÍBtu þau vorið eftir hú á Rakka i Geiradal, og bjuggu þar 2 ár; vorið 1861 fluttust þau búferlum að Múla Gilsfirði og bjuggu þar 5 ár, en vorið 1866 fluttust þau að Innri-Fagradal, og 3 árum siðar að Tjaldanesi, þar sem þan hafa siðan búið samfleytt 35 ár. Hefir MagBÚs nærfelt allan búskapartima sinn eða meir en 40 ár verið hreppstjóri í Geira- dals- og Saurbæjarhreppum, og þótt i flestu hinn mesti sæmdarmaður. Þau eignuðust 6 syni og 2 dætur; dón 4 þeirra i æsku, en 4 eru á lifi: Benedikt, kennari við búnaðarskólann i Olafsdal; Ketilbjörn, bóndi á Saurhóli, tvigiftur; Eggert gull- smiður, búandi í Tjaldanesi, giftur frænd- konu sinni, Hildi Eggertsdóttur frá Kleif- um; og Kristin, ekkja Árna snikkara Snorrasonar á Saurhóli, hefir hún verið heima hjá foreldrum sínum, síðan hún varð ekkja 1897. Ólöf sál. var fyrir margra hluta sakir sönn merkiskona, eins og hún átti kyn til. Lifsstarf hennar var langt og mikið, en það var lika fagurt og vel af liendi ltyst, því það var unnið í kærleika til guðs og manna. Það var trúin og kœrleikurinn, sem réðu lífsstefnu hennar og gerðu hana að hinni ástrikustu eiginkonu, að hlíðri og umhyggjusamri móður barna sinna, að góðri og nærgætinni húsmóður, að ástsælli og vel metinni konu í félagiuu. Lundar- far hennar var svo stilt og jafnt, að hún sást vart nokkurn tíma sinni hregða, og umgengni hennar þægileg og ástúðleg við alla. Hjartalag hennar var svo gott, að Afla-missögn m. fl. Hr. ritstjóri! Viljið þér gjöra svo vel og ljá eftirfarandi linum rúm í heiðruðu blaði yðar, með þvi að ritstj. »Rvíkur« hefir ekki þóknast, þrátt fyrir hátíðlegt loforð, að taka þær í blað sitt: Með þvi að í 11. tölubl.af »Rvík« ersagt frá afla á »Georg« og hvar og á hvað löngum tima hann hafi verið og fengið aflann, og hvers vegna hann hafi komið inn o. s. frv. og þetta á að vera gjört til fróðleiks fyrir aðra, þá vil eg leyfa mér að leiðiétta það, sem skakt er í þessum fróðleik. ý£Það er rétt, sem fyrst stendur igreininni um það, hvenær »Georg« hafi lagt út og komið inn aftur. Þar næst stendur, að hann hafi leitað fiskjar sunnanmegin við Snæfellsjökul og fengið þar 2500 fiska á sólarhring. Það er ekki rétt. Skipið lá tvo daga á fiski 3—5 milur vestur af Garðskaga (ekki vestur við Snæfellsjökul) ogfekkfyrri daginn 1800 fiska, en hinn siðari um þús- und, alls 2800 fiska. Þar næst stendur, að ólag hafi verið á eldavélinni og að skip- verjar hafi ekki getað eldað mat; og er um leið gefið í skyn, að þetta sé af eftirlitsleysi á skipinu. En í vetur, áður en skipið lagði Út, var keypt og sett i það ný, ljómandi falleg og dýr eldavél, og lögð niðnr sú, sem áður var og orðin nokkuð slitin; en ekki gafst færi á að reyna hana til hlitar fyr en komið var út i sjó, og reyndist þá tilhogun á vélinni svo, að ekki er liægt að nota hana á sjó, en getur verið allgóð á laudi fyrir þvi. Þá segir frá þvi, að stórseglið hafi dott- ið niður! Þetta er heldnr ekki satt. Svo stendur á þvi, að »Georg« kom inn aftur (var kominn út fyrir Akurey), að gaffaleyrað á stórgafli bilaði, og ekkert annað. Eins og allir sjómenn að minsta kosti vita, getur slíkt alt af við borið, og hefir auðvit- að i þetta skifti gerst i storminum, áður en skipið kom inn, og skipverjar ekki tek- ið eftir þvi áður en þeir lögðn út aftur, sem ekki var heldur von, þar sem snjór var á öllu. Að þetta sé af eftirlitsleysi áútbún- ingi skipsins, mun enginn samþykkja með ritstjóra »Rvíkur«. Þá segir, að eigandi þessa skips sé annar af þeim tveimnrmönn- um, sem hr. bæjarfógetinn hefir skipað eft- irlitsmenn þilskipa. En ritstj. hefir ekki munað eftir því, að þeir eru þrír eftirlits- mennirnir, sem bæjarfógetinn skipaði, skilj- anlega til þess bæði að skipa eigendurgeti valið um, tekið hverja 2 af 3 til að skoða skip sín, sem þeim sýnist, og einnig til þess að þeir skoðunarmenn, sem eiga skip sjálfir skuli ekki gefa þeim vottorð. Eg vona nú að hr. ritstj. »Rvikur« láti sannfærast um, að það sé ekki af eftirlits- leysi, þótt eitthvað kunni að bila á skipun- um út í sjó, og þess skal umleið getið, að eftirlitsmenn frá ábyrgðarfélaginu við Faxa- flóa með þessu skipi hafa þetta ár verið hr. skipasmiður Otti Guðmundsson og skip- stjóri Runólfur Ólafsson, og af landsstjórnar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.