Ísafold - 02.04.1904, Síða 1
ISAFOLD.
Reykjavík langardaginn 2. apríl 1904
Kemur nt ýmist einu sinni eÖa
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa
1 */, doll.; borgist fyrir miðjan
-úli (erlendis fyrir fram).
XXXI. árg.
Júióstadá jfta/ujaAíiv
I 0. 0. F. 85425‘/2. L
Augnlcekning ókeypis 1. og 8. þrd. á
hverjum mán. kl. 11—1 í gpitalanum.
Forngripaxafn opið mvd. og ld 11
—12.
Frilcekning á gamla spitalanum (lækna-
•kólanum) á þriðjudögum og föstndögnm
kl. 11 — 12.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverium degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
sunnudagskveldi kl. 8'/s siðd.
Landakotskirkja. G-uðsþjónnsta ki. 9
og kl. 8 á hverjum helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj-
endur kl. 10'/»—12 og 4—(i.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjörn við kl. 12—1.
Bankastjóri við kl. 11—2.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12-3 og kl. 6-8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud,
og ld. kl 12—1.
Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið
á sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b
1. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1.
„Leikfélag Reykjavikur“
leikur á annan páskadag
Hneyklsið,
sjónleik í fjórum þáttum eftir
lAlfred Benzon.
Að eins leikið þetta eina skifti.
Af ófriöinum.
18,—24. marz.
Það ná fréttirnar síðustu,
En tíðindi hafa nauðalítil orðið þá
vikuna.
Nema að Japanar gengu á þing, lög-
gjafarþingið í Tokio, og var svo mikið
viðhaft, að keisari setti það sjálfur, í
fyrsta skifti.
Hann flutti stutta hásætisræðu og
gagnorða.
Því var veitt sérstakieg eftirtekt, að ekki
var þar vikið einu orði að sigursæld Jap-
ana það sem af er ófriðinum. Ekkert
raupsyrði eða neitt í þá átt. Þann veg
sagt frá upptökum ófriðarins, að Japan-
ar hafi neyðst til að taka til vopna fyr-
ir sakir óeinlægni Rússa. En nú stoð-
aði ekki að létta fyr en því væri fram-
gengt orðið, er fyrir væri barist. Og
skorað á þjóðina að vinna vel saman
að því, að auka frægð og frama Japans-
ríkis.
Gerður var mikill rómur að máli
keisarans. Enginn flokkarígur á þingi
að svo 8töddu; allir eins hugar um að
bjarga landinu úr voða, undan klóm
Hússa.
Engin orusta orðin enn á landi. Jap-
-anar eru að feta sig norður eftir Kór-
eu, úr ýmsum áttum; og vita menn út
í frá ógjörla mjög, hvað þeim líður. Þeir
kunna manna bezt að leyna því, sem þeir
hafa fyrir stafni, snögtum betur en
Rússum. Stjórnin í Kóreu befir skipað
hóraðsvaldsmönnum, að greiða sem bezt
ferð Japana, gera við vegi og liðsinna
yfirleitt her Japanskeisara.
Borg heitir Ping-Yang, í Kóreu norö-
anverðri, miðja vegu milli Söul, höfuð-
borgarinnar, og Yalu-elfar eða útnorður-
landamæra Kóreu. Hana kváðu Japan-
ar nú hafa á sínu valdi og hafa búið
þar um sig vel til frekari framsóknar.
Það er um 20 mílur danskar norðurfrá
Söul og viðlíka langt frá Yalu-elfi. En
miðja vegu milli hennar og Ping-Yang
er önnur borg, er nefnist An-ju. Þang-
að áttu Rússar að hafa verið komnir
fyrir nokkru, en hörfað aftur norður
fyrir landamæri, er þeir urðu Japana
varir á næstu grösum.
Kvartað um vetrarríki mikið í Kóreu
norðanverðri. Það þola Japanar lakara
en Rússar. Nú taka og við vorleysing-
ar, og verður þá mjög ilt yfirferðar,
með því og að land er fjöllótt og tor-
sótt; vegleysur og ógöngur. Helzt bú-
ist við, að höfuðorustur verði engar fyr en
sumrar. Seinfarið fyrir Japönum, en
Rússar fegnir hverri vikunni, er undan
dregur, til þess að auka liðsafnað sinn
austur þar.
Uppvíst varð nýlega um liðsforingja
einn í höfuðforustusveit Rússa, er nú
mun vera í Mukden í Mandsjúríu (sjá
hernaðarsvæðisuppdráttinn í ísafold 19.
f. m.), að hann hafi gert tilraun til að
selja Japönum nákvæma leyniráðagerð
um liðssafnað Rússa og viðbúnað allan.
Aðfaranótt þriðjudags i fyiri viku,
22. marz, eigá Japanar að hafa gert
ítrekaðar tundurbáta-atlögur að Port
Arthur. Og er morgnaði, kom megin-
floti Japaúa í ljósmál og tók að skjóta
á borgarvirkin.
Rússar tjá sig hafa lagt sinui flota-
deild við Port Arthur út í móti þeim.
Hvort þar hefir orðið nokkuð tíðinda,
vita menn ekki að svo stöddu, með því
að þetta er frásögn Rússa, og var sög-
unni eigi lengra komið hjá þeim.
Qagnfrœðaskólinn
norðanlands, á Akureyri, er nú í und-
irbúningi, þ. e. skólahús. Landsstjórnin
hafði sent í vetur norður uppdrátt af
húsinu, eins og hún ætlast til að það
verði haft, eftir Sigtr. Jónsson, og segir
»Norðurl.« að komið hafi þrjú tilboð
um að reisa húsið eftir honum, eitt fyr-
ir 62 þús. kr., annað fyrir 57 þús. og
hið þriðja fyrir 55 þús. Hæsta tilboð-
ið er frá Sigtr. þessum JónsByni, mið-
tilboðið frá Snorra Jónssyni og hið
lægsta frá Sigtryggi Jóhannessyni og
Jónasi Gunnarssyni. En svo hefir
Snorri Jónsson gert enn nýjan uppdrátt,
er sendur verður landsstjóininni, og
segir Nl., að ef skólahiísið yrði gert
honum samkvæmt, mundi það samsvara
miklu betur því, sem til er ætlast með
lögunum, rúmið meira og tilhögun hent-
ugri, einkum til heimavistanna. Þá
mundi húsið kosta 59 þús.
Það munu flestir hygnir menn og
framsýnir taka undir með Nl., að ekki
só landsstjórninni annað ætlandi en að
hún taki hentugasta uppdráttinn, þótt
örlitlu muni í kostnaði. Það væri hó-
gómi, að láta það lítilræði standa fyrir
því, að húsið verði svo gott og hentugt,
sem á verður kosið eftir atvikum.
Snorri þessi Jónsson er orðlagður
fyrir ódýra húsagerð og þó góða.
Taugaveikin í Eeykjavík.
Kafli úr skýrslu héraðslæknis
Guðm. Björnssonar
til landlæknis um árið 1903.
Eg hefi margsinnis áður í skýrslum
mínum vikið að því, að það er óhugs*
andi, að taugaveikinni verði útrýmt hóð-
an úr bænum, meðan þrifnaðarástand-
ið er eins bágborið og það nú er.
Fólkinu fjölgar ár frá ári, húsakynni
fátæks fólks fara fremur versnandi en
batnandi, vatnsskorturinn er að verða
æ tilfinnanlegri og jarðvegurinn fyllist
æ meir og meir af óhreinindum, því að
mikill hluti bæjarins er alveg ræsalaus,
og þar sem ræsi eru að nafninu til,
þá má heita, að þau séu víðast sama
sem gagnslaus, aí því að þau eru ekki
lagarheld. það er því engin furða, þó
að hér beri talsvert á taugaveiki, og
það má telja víst, að hún muni óðum
fara í vöxt, ef ekkert er gert til að
bæta bæjarþrifnaðinn.
1897 voru skrásett 24 tilfelli
1898 — 10 —
1899 — — 11 —
1900 — — 14 —
1901 — — 16 —
1902 — — 21 —
1903 — — 35 —
Sóttvarnarlögin gengu í gildi 1. júlí
1896.
Fyrir þann tíma hafa læknar átt
mjög erfitt með að gera nokkuð að
gagni til varnar gegn útbreiðslu næmra
sjúkdóraa.
þar af leiddi aftur, að þegar þessi
lög komu í gildi, var alþýða manna
óvön öllum sóttvörnum og kunni ekki
að meta þær; læknarnir líka óvanir
því, að gera sóttvarnarráðstafanir.
Svo var það um mig og mitt hérað,
og svo mun það hafa verið víðast, eða
alstaðar annarsstaðar á landinu.
Hér var því meðal annars talsvert
mikið um taugaveiki fyrstu embættis*
ár mín (1896—1897); 1897 hefi eg
skrásett 24 sjúkiinga. En þetta hefir
alt breyzt, og nú er svo komið, að al-
þýða manna hér í bæ hefir meiri beyg
af taugaveiki en flestum öðrum sótt-
um; mi eru flestir sjúblingarnir fluttir
í sjúkrahúsið og heimilin ávalt sótt-
hreinsuð.
Og þó fer veikin stöðugt í vöxt.
Orsökin er sú, sem eg áður hefi
nefnt: vatnsskortur, ræsaleysi og þar
af leiðandi óþrifnaður.
Ekki er unt að segja, hversu miklu
meiri útbreiðsla veikinnar hefði orðið,
ef engum vörnum hefði verið beitt; en
vafalaust er munurinn mikill; það sann-
ar skýrsla sú, sem hér fer á eftir.
Alkunnugt er, að komi taugaveiki
á sveitaheimili, takur hún nær því á-
valt flesta heimamenn, þá er ekki hafa
haft hana áður, af því að þar er ekki
unt að sóttkvía fyrsta sjúklinginn eða
þá ekkert utn það hirt. Hér í bænum
mundi alt fara á sömu leið, ef engum
sóttvörnum væri beitt; þá mundu
margir að jafnaði sýkjast á hverju
heimili, þar sem veikin kæmi, og þá
mundi líka útbreiðsla veikinnar hús
úr húsi verða miklu meiri.
Árið 1903 kom taugaveikin á 26
heimlli hér í bænum.
Uppsögn (skrifleg) bnndin viÖ
áramót, ógild nema komin sé til
ntgefanda fyrir 1. október.
AfgreiÖslnstofa blaðsins er
Austurstrœti 8,
18. blað.
a) á 1 heimili veiktust 2 manneskjur
b) - 1 — — 2 —
c) - 1 — — 3 —
d) - 1 — — 6 —
e) -22 — — 1 —
þessar tölur sýna berlega, hversu
mikiis er vert um sóttvarnir.
Ef sá er tekinn burtu af heimilinu
í tíma, er fyrst veikist, fluttur á sjúkra-
húsið, en heimilið sótthreinsað, þá ber
varla við að fleiri sýkist.
þetta hefir tekist 22 sinnum (e);
tvisvar mistekist (a og b) að því leyti,
að ein manneskjan veiktist í viðbót,
en svo ekki meir; á einu heimili veikt-
ust þrjár manneskjur með svo litlu
millibili (ekki viku), að ekki gátu þær
hafa veikst hver af annari, heldur hljóta
þær allar að hafa fengið í sig sótt-
kveikjuna utan að (vatn? mjólk?).
En á einu heimili (d) veiktust 6
manneskjur, og þar var orsökin sú,
að þá er fyrsti sjúklingurinn lagðist,
vitjaði fólkið skottulæknis; hann sagði,
að sjúklingurinn hefði heilabólgu og
stundaði hann meðan hann lá — auð-
vitað var svo engin varúð höfð; þeg-
ar þessi sjúklingur var að komast á
fætur, eftir þriggja vikna legu, veiktist
annar, og þá var mín loks vitjað. Síð-
an veiktist hver af öðrum á örstuttum
tíma.
þetta dæmi sýnir ljóslega, hvernig
taugaveikin mundi haga sér á fátækt-
arheimilum bæjarins, ef hún væri lát*
in afskiftalaus.
Annars eru þessar nauðsynlegu varn-
ir gegn taugaveikinni afarþung byrði
á alþýðu manna; hún ber þessa byrði
— legukostnað sjúklinganna á spítala
— með þögn og þolinmæði, af því að
öllum er Ijóst, hversu áríðandi er, að
sjúklingarnir séu ekki hafðir í heima-
hÚ8um; en í raun og veru er það mjög
ranglátt, að láta véibindaheimilin bera
allan kostnaðinn; það er augljóslega í
þarfir alls bæjarfélagsins, að sjúkling-
arnir eru fluttir á spítala — það ver
því, að veikin berist á ö n n u r beim-
ili —, og þess vegna ætti bæjarfélagið
að bera megnið af kostnaðinum.
Mörg útlend bæjarfélög veita sjúk-
lingum, er hafa næma farsótt, alveg
ó k e y p i s spítalavist.
það má telja lán í óláni, að tauga-
veikin hefir undanfarin ár yfirleitt ver-
ið væg. Hversu fáir hafa dáið, er
þó meðfram því að þakka, að sjúk-
lingarnir hafa flestir fengið hjúkrun f
sjúkrahúsinu, miklu betri en unt hefði
verið að veita þeim í heimahúsum.
Járnbraut væntanleg,
Enskt félag eða skozkt kvað hafa leigt
Þeystareykjarnániur til brennisteinsnáms
og hugsa til að leggja þangaS járnbraut
frá Húsavík, um 4 mílur vegar, segir
Norðurl. Námurnar eru á afrótt Reyk-
dælahrepps og eru eign Grenjaðarstað-
prestakalls.
Aflabrögð.
Hæstur hlutur í Keflavík 130, í
Njarðvíkum 100, í Garði og Leiru
hærri hlutir; alt netafiskur. Mjög
lítill afli á Miðnesi og í Höfnum;
í Grindavlk aflalaust, enda mjög stirð-
ar gæftir. I Þorlákshöfn var farið að
fiskast þegar síðast fréttist, en gafekki
að róa nema einstöku sinnum.