Ísafold - 02.04.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.04.1904, Blaðsíða 3
71 Ný bók. Faarebogen, af Johan Schumann. 72 bls. 4. Með 76 myndum. Cbria 1903. (Höf.). Eftir sama höfund er áður út koœ- ið »Faarehold i Norge«, í 23 heftum 131 örk í stóru 4 bl. broti. Enn hefir hinn ötuli fjárræktarfröm- uður Norðmanna Joh. Schumann gefið út nýtt rit um sauðfjárrækt, sem hann kallar Faarebogen. Bók þessi er samdráttur úr fyrri ritum hans, og ræðir eingöngu um sauðfjárrækt, eius og nafn hennar bendir til. Hann ætlast til að hún só eins og uokkurs konar handbók fyrir þá, 3em eSgja fyrir sig sauðfjárrækt, um leið °g bafa megi hana fyrir skólabók. Bókin er rituð með höfundarins ein- ennilegu léttu og lipru framsetning, eins og hann mæli af munni fram þann sem les bókina, og með svo miklum innileika og hlýleik um sauð- íéð, að það er regluleg unun að lesa ált sem hann ritar. Faarebogen er sérlega góð fyrir þá sem vilja útvega Bér góða undirstöðu- þekkingu í sauðfjárrækt, veitir glögt yfirlit yfir. þann kynferðismun, sem getur komið fram í sauðfénu við æxl- ^n þess og kynblöndun, sem fer fram eftir föstum ákveðnum reglum. Um leið og hún gefur bendingu um, að þsð eru mennirnir, sem geta ráðið kost- um þess og kynferði með áhrifum si'n- um, með »vali«, komi þeir sér í góða samvinnu, og beini vali sínu og áhrif- um á æxlun þess eftir því sem nátt- úru-hlutföllin — náttúruskilyrðin — benda til og krefjast; eins með því uð bæta lífsskilyrði þau, sem náttúr- an hefir því að bjóða, og kostir þeir breíjast, sem mennirnir framleiða með Vali sínu í fjárstofninn. Bókin er mjög ódýr; kostar að eins 1 kr. Hún kemur í beztu þarfir hér, með því 088 vantar tilfinnanlega nú orðið bók, sem leiðbeini bændum í sauðfjárrækt. Eldri rit um það efni, eru orðin ófáanleg, enda að mörgu leyti úrelt. Páll Stefánsson, (frá Þverá). Útrýming fjárkláðans. Svo er að heyra sem kláðaframkvæmd- arstjórinn, NorðmaSurinn O. Myklestad, reki sitt erindi ekki einungis með mestu elju og atorku, eins og kunnugt er um áður, heldur hafi honum einnig lánast það sem mest er um vert, að vekja og glæða með almenningi einlægan áhuga á að ganga fyllilega og dyggilega milli bols og höfuðs á þeirri skaðræðisóvætt. Hann hefir rétt lag á því: fer að fólki með stakri lipurð, en lætur það þreifa á alvöru um leið og sannfærast um, að hann er ekki vinna fyrir laun- unum aðallega, heldur að honum sjálf- um, útlendingnum, er fullkomið alúðar- og áhugamál, að iðja hans í þarfir lands vors beri tilætlaðan ávöxt. Hann fer í grein í Norðurl. 19. f. m. bónarveg að bændum um að veita sér þá aðstoð til útrýmingar fjárkláðans, — og hann auðvitað ókeypis, eins og þeir hafi gert í Noregi, — að skoða fé sitt sjálfir nokkrum sinnum nú til vorsins, 0g sér í lagi veita þvínákvæmlega eftir- tekt við væntanlegar rúningar .í vor, hvort nokkur óþrif eða útbrot eru á fó þeirra. Og skyldi, mot von, einhvers slíks verða vart, þá að tilkynna það tafarlaust hreppstjóra og geyma hinar grunuðu kindur, þangað til hann hefir fengið tíma til að gera sínar ráðstafan- ir. Hreppstjóri á þá að útvega næsta mann, er lært hefir að finna kláða- maur, til að líta á útbrotakindurnar, og reynist þetta kláöi, þá aö láta baða þær tafarlaust eftir fyrirskipuðum regl- um. Hann segir, að þó að slíkar heima- skoðanir geti ekki að öllu leyti komið í stað opinberra skoðana, þá geti þær bæði hjálpað mikið til og sparað nokk- uð hinar kostnaðarsömu opinberu skoð- anir. Lækning á fjárkláða segir hann að hafi nú þegar fram farið í báðum Múla- sýslum, Þingeyjarsj'slu, Eyjafjarðarsýslu og nokkrum hluta Skagafjarðarsýslu. og baðanir gengið greiðlega alstaðar þar, sem hann hafi sjálfur komið eða þekt til. Sálmasöngsbókin nýja. íslenzk sálmasöngsbók með fjórum röddum. Bjarni Þor- steinsson,prestur á Siglufirði, hefir búið undir prentun. — Reykjavik 1903. í 66. og 67. tbl. ísafoldar f. á. er langur ritdómur um þessa bók eftir síra Jón Helgason. þar er þó fátt sagt um frágang hennar, — meðferð sjálfra laganna. Sfra J. H. hefir snúið sér aðallega að laga-valinu, en slept hinu viljandi. ‘ Svo býst eg við að fleirum fari, sem á bókina kunna að minnast, og liggja til þess eðlilegar orsakir. En ef gengið er fram hjá öllu öðru en valinu, þá er ekki nema hálf-sögð sagan. Eg tel miður farið, að sfra Bjarni þorsteinsson annaðist einn um útgáfu Kirkjusöngsbókarinnar, sem allri þjóð- inni er ætlað að nota og hún er að kalla má tilneydd til að nota um óá- kveðinn tíma. Víst er um það, að ekki hefir þótt óþarft, að fleiri en eiun maður sæi um útgáfu Sálmabókarinnar. Og hvort er meira vandaverk, útgáfa sálmabókar eða kirkjusöngsbókar, það er álitamál. Æskilegt hefði verið, að minsta kosti að síra B. J>. hefði lagt handrit sitt undir dóm sérmentaðra manna áður en það var sent til prentunar. En því er miður, að ým- islegt virðist benda á, að það hafi farist fyrir. Nærri liggur, að hafa kirkjusöngs- bók Jónasar Helgasonar og viðbæti þeirra Stefáns Thorarensens og Björns Kristjánssonar til hliðsjónar, þegar dæma skal um þessa nýju; því að þó að hún sé ekki »ný« útgáfa af þeim eða þeirri hvorri um sig, þá eru þær þó lagðar til grundvallar. því miður hefi eg ekki viðbæti þeirra St. Th. og B. Kr. við hendina, svo að hér getur ekki orðið samanburður nema við bók J. H. Síra B. þ. hefir slept nokkrum lög- um, sem voru í Jónasar-bók, og finst mér eigi veruleg eftirsjón að neinu þeirra. Hann hefir haft skifti á öðr- um og farið þar mjög eftir viðbæti St. Th. og B. Kr. Felst eg á flestar af þeim breytingum. Loks hefir hann bætt við nýjum lögum. En sum þeirra eru svo léleg, að mig furðar á, að honum skyldi koma til hugar, að velja þau í þessa bók. þar til vil eg nefna ur. 108, nr. 117 og 145, eins og hér er gengið frá því. Breytingar á raddfærslu tel eg mið- ur vel til fallnar í kirkjusöngsbók, nema þær séu til bersýnilegra umbóta. — Óþarfar breytingar gera ekki annað en auka erfiði, og koma losi á kirkju- sönginn. Menn kunna raddirnar eins og þær eru f eldri bókunum og veitir þá erfitt að læra þær nýju, og hættir við að rugla báðum saman. Síra B. J>. hefir, að mfnum dómi, breytt all- víða að óþörfu, og sumstaðar til hins verra ; sjá t. d. nr. 6 (1. takt), nr. 12 (9.—11. takt), nr. 13 yfirleitt, nr. 39 byrjun (l.—3. takt), nr. 50 (11.—14. takt), nr. 91 endir (1.—8. takt). Lakast er þó, að á raddfærslunni eru sigi óvíða ótækar misfellur, og skal eg ieiða nokkur rök að þessu. í nr. 1 (1.—2. takti) koma fyrir jafnleiddar fjóruodir (parallele kvarter) í efri röddum. Auðvitað eru þær oft leyfilegar — hér, af því að sú seinni er stækkuð —; þó þykir jafnan þörf á, að bæta úr þeim svo sem hægt er með öðrum röddum. Hér er það illa gert, því neðri raddirnar mynda jafn- hliða sexundir, og c í bassanum er leitt upp á fimmund (/) næsta hljóms. Með þessum hætti tvöfaldast sá tónn er sízt skyldi (fimmundin) í fyrsta taktlið annars takts. Nr. 13, 13. takt, g í millirödd á þar ekki heima; grunn- tónninn er h. Nr. 15, 2. takt.. grur.n tónn (gis) fjórhljómsins er óuppleystur; í 4.—5. takti gengur diskant og tenór í leyndum áttundum (skjulte oktaver). í nr. 37, 2.-3. takti er bassinn leidd ur frá g til fimmundar næsta hljóms (es er fyrir í millirödd) og áfram í hreinum áttundum við milliröddina. Nr. 41, 6.—5. takt frá endi, millirödd og tenór ganga í hreinum fimmundum. Nr. 47, 13. takt g í tenór er ofaukið og f 3. takti frá enda myndar h i tenór þverstöðu (tværstand) við b í bassa. Nr. 50, 15. takt; neðri raddirnar ganga í leyndum fimraundum og í 10. takti frá endi eru ytri raddirnar leiddar í hreinum fimmundum og « f tenór niður á fimmund (g) seinni takt- hluta — g er fyrir í diskant —. Dráttarboginn (fermat) yfir fyrri takt- hluta afsakar þetta hvorttveggja ekki. Nr. 71, 12. takt frá endi; ytri radd- irnar eru færðar í leyndum áttundum. Hvers vegna er bassanum ekki haldið áfram upp á við ? í Nr. 100, 3. takti frá endi er millirödd og tenór leidd í hreinum fimmundum. Nr. 108, 8. takti. I fyrsta taktlið er as grunn tónn; b í tenór á þar ekki að vera. Nr. 129, 10. takt frá endi. Eg fæ ekki annað séð, en að grunntónninn í seinni taktliðnum eigi að vera e, en þá leiði eg minn hest frá neðri rödd- unum. Engu af þessu get eg talið neitt til málsbóta. Hér eru ekki taldir með staðir, þar sem raddirnar eru óliðlega færðar, án þess að vera beiulínis rangar (harm- oniskt). T. d. nefni eg nr. 27, 5. takt, þar liggja efri raddirnar mikiis til of fjarri þeim neðri (milliröddin í seinni taktliðnum undesímu og desímu frá tenór). Nr. 91, 3. takt frá endi, þar er cís i tenór fært niður á a í staðinn fyrir upp á d. Nr. 108, 8.—9. takt. Hér er a í tenór leitt niður á / (fimmund) í staðinn fyrir upp á b (grunntón). Hér við bætist, að niður- lagshljómar í enda laga og setninga eru rn^ög víða óeðlilegir af því að raddirnar fara allar samhliða (i lige bevægelse) niður á við, þó að sumar heimti að sjálfsögðu gagnleiðslu (mod- bevægelse). þetta kemur fyriráþrem 8töðum í nr. 13, svo að eg nefni eitt dæmi af mörgum. Síra B. getur þess í formálanum, að hann hafi haft vilja á að gera radd- setninguna léttari. þó hefi eg ekki orðið þess var, að hann hafi gert mik- ið að þvf. Hinu hefi eg tekið eftir, að raddfærsla sumra laga er hér flóknari en í Jónasar bók, sbr. nr. 34 og nr. 47 (endir). — í nokkrum lögum fer ten- órinn óþarflega hátt, sjá t. d. nr. 156 og bassinn bagalega djúpt; sjánr. 47, þar sem hann er neyddur niður á stóra cs. þá eru nokkur lög í annari tónteg- und hér en þau voru í bók J. H. Er sú breyting til batnaðar á nr. 84, nr. 93 og nr. 126. |>ar á móti eru nr. 36 og nr. 156 hækkuð að óþörfu og nr. 46 og nr. 157 óþarflega mikið. Nr 27 og nr. 103 eru lækkuð að óþörfu. — Diskantinn fer í nr. 103 hvergi hærra en á T og tenór 7, þó lagið sé í G- dúr. f>ar á móti fer t. d. nr. 17 eins og það er hér — hækkað- á tveim stöðum upp á 7 og tenór á fis þegar skift er um tóntegund, ber að hafa ná- kvæmar gætur á að velja einmitt þá tóntegund, sem á vel við anda laganna. Bæði þessi lög (nr. 27 og nr. 103) fara betur í G-dúr. Oft og alment er kvartað um, að kirkjusöngurinn á lslandi sé í seinna lagi. þeir, sem ganga frá kirkjusöngs- bókunum, eiga drjúgan þátt í þessu, og ekki er síra B. f>. að því leyti barn- anna beztur. Eg veit ekki hvað til þess kemur, að menn halda enn dauða- haldi í hálfnótnaritbáttinn (o: að skrifa heilnótur og hálfnótur, sem ætlast er þó til að séu sungnar og spilaðar sem hálfnótur, fjórðungsnótur o. s. frv.). f>að er alkunnugt, að mönnum hættir við að halda hálfnótunni tvö slög og heilnótunni fjögur, jafnvel þó að takt- einingin sé hálfnóta. f>ví meiri hætta er á þessu, sem mörgum er óljóst, hvað táknið merkir. f>etta gat síra B. ekki verið ókunnugt um, því hanu þurfti ekki annað en stinga hendinni í sjálfs 8Íns barm. (p merkir ekki annað en f, alveg eins og C í! það gefur með öðrum orðum til kynna, að takteiningin sé hálfnóta, takthlutarnir tveir. En síra B. setur (p víða, þar sem taktvísirinn ætti að vera f, af því einingin er hálfnóta, takthlutarnir/)ónr, sbr. t. d. nr. 34, nr. 60, nr. 65 o. fl. Síra B. hefir valið aðra lagboða en þá, er áður voru notaðir við nokkur lög, og var full þörf á því. f>ess verð- ur að geta, að ef nota skal versið: »Mín huggun og von« við lag nr. 46, verður að víkja taktinum ofurlítið við f fýrstu ljóðlínu, eins og gert er í Jónasarbók. Hér er ósamræmi á hljóð- falli lags og texta. Og ekki er lag- boðinn »Sólin rann, Ijós leið«, sérlega skemtilegur við »Integer vitæ« (nr. 147). Líkt má segja um hljómfallið í nr. 1 við orðin »Sælir eru þeir«. Taktinn hefði átt að vera á þessa leið : Cl I N N I I I I Sæl - ir er - n | þeir, sem | o. s. frv. Annars hefði eg heldur kosið lag Hartmanns gamla við þau orð en þessar »nótur«, er síra B. kall- ar svo sjálfur í formálanum. Niðurröðun laganna eftir ákveðinni reglu er bæði þörf og góð hér, að mér virðist. Og athugasemdirnar um upp- runa laganna er kostur á bókinni; en áreiðanlegleik þeirra læt eg öðrum eft- ir að dæma um og rannsaka. Til þess brestur mig þekkingu og tíma. Ytri frágangur á bókinni er vandaður. Eg býst við, að menn séu orðnir þreyttir á þessum upptalningum, enda skal eg nú láta hér staðar numið. Vel má vera, aó sumum þyki fund- ið að fullmörgu; en eg tel ekkert vinar- bragð að bera lof á menn fyrir það, sem ekki á lof skilið. Ef gefin væri út sálmabók með svo bágbornu rími á sálmunum, að son væri rímað á móti sem, sýn á móti rún, stuðlar og höfuðstafir settir víða af handahófi o. s. frv., þá mundi verða sagt sitthvað um það og ekki alt jafn- fagurt. En þá ætti engan að furða á þessum aðfinningum, því að margt það, sem að framan er talið, er ekki hót- inu betra í mínum augum. Á þessari kirkjusöngsbók eru svo margir gallar, að hún bætir að mínu áliti ekki viðunanlega úr þeirri þörf, sem er á góðri kirkjusöngsbók. Kaupmannahöfn, í janúar 1904. Sigfús Einarsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.