Ísafold - 11.04.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.04.1904, Blaðsíða 3
að gutlar ! vatuinu og heyrist hringla í gler- broturn. Ferðamaðurinn stynur upp: Þér hljótið að hafa barið með hamri á sendinguna mína. Eg krefst þess . . . Það er b a n n a ð að krefjast nokkurs hér. Þarna er hanmrinn af sendingunni yðar; takið þér við! Það ætlar að liða yfir ferðamanninn. Það er b a n n a ð að láta liða yfir sig inni í keisaralegu pósthúsi, segir sá horða- lagði. Tvö búnaðarmál. i. Flutningur búnaðarskólanna. Bæði eg og bændur hér i kring eru eindregið á móti flutuingi skólanna til Rvíkur, eða kaupstaðanna, sem nú er farið að halda fram í blöðum og tíma- ritum, og erum í því efni alveg sam- mála br. skólastjóra T. B (sbr. ísa- fold 16. marz þ. á.). Vér köunumst við, að bókfræðis- kenslan g e t i verið meiri í Reykja- vík, vegna meiri kenslukrafta o. fl., og hefðum ekki mjög á móti flutningi hennar þangað og aðgréiningi bóklegu fræðslunnar, e f verklega kenslan gæti þá einnig verið í góðu lagi; en sann- færing vor er, að verklega kenslan verði þá á hakanum; því margir eru tregan á að læra hana, og hana yrði hvergi að hafa í lagi. Eða hvaða bændur hér á laDdi hafa, eins og nú stendur, sérþekkingu í öllum verkleg- um búnaðargreinum, og um leið efni, ástæður og vilja til að kenna? Ekki er ólíklegt, að því yrði líkt farið um bændur á búnaðarskólajörð- unum, þegar hætt er að styrkja þá, þótt þær jarðir byðust. En að halda þeim skólum við líka, með styrk, og taka frá þeim (bób)vitið, er tæplega hyggilegt. Bóklega fræðslan nægir ekki ein- göngu; þeirri verklegu má með engu móti sleppa. |>að er eins eg skáldið segir: Sumir nefna rnentun, sumir verklegt starf, en sannleikurinn er, að hvorutveggja þarf. Yrði veiklega búnaðarkenslan alveg út undan, þá yrðu nemendur ekki nema hálfmentaðir í búfræði- |>eim færist þá ef til vill lítið betur en sveitamanuinum, sem kvaðst geta róið út á sjóinu, af þvi hann hefði lært það í sveitinni með tilsögn. En þegar til skipsins kom, þá mundi hann ekki eða vissi ekki, um hvorn enda árinnar hann átti að halda. »Sjón er sögu ríkari«, og að temja sér vinnubrögðin er víðast talið svo nauðsynlegt, að skifting vinnunDar er, ekki sízt þess vegna, talin ein með mestu framförum síðari tíma. Hið lága menningarstig vort mun stafa raeira af því, hvað jarðræktin er arðlítil, og hinu, að oss vantar verk- lega reynslu fyrir því, hver jarðyrkju- aðferð á hér við, heldur en af almennri fáfræði eða þekkingarleysi á aðferð annarra þjóða. Vissulega er nú meiri hörgull á mönn- um, sem vilja vinna hjá bændum að alls konar jarðyrkju- og búnaðarstörf- um, svo vel sé, heldur en hinum, sem vilja fræða þá f ræðum og ritum. Ekki skilst oss, að flutningur bún- aðarskólanna til Reykjavíkur yrði til að bæta úr þessu, eða til að laða nemendurna fremur að landbúnaðin- um. Oss virðist alt benda í gagn- stæða átt. Naumast mundi það heldur varða til þess að hvetja lagvirka og áhuga- mikla atorku- og framkvæmdarmenn til að læra búfræði eða öllu heldur búnaðarstörf, en letja ónytju uppskafn- inga til þess. Dæmi lærða skólans bendir til þess, að varasamt geti verið að hafa einn búnaðarskóla, og að samkepnin er ekki einskisverð. Eins og nú er högum háttað um laudbúnaðinn má fullyrða, að bændur hefðu alment meiri not af nemendum frá fjórum amtsskólum, er dreifðust út um landið í verkamanna stöðu og bænda, heldur en af nokkrum vel lærðum og hver veit hvað »fínum« og dýrum búfræðingum úr Reykjavíkur búnaðarskóla. Réttast mun að viðhalda amtsskól- unum, endurbæta þá svo sem hægt er, og auka styrkinn til þeirra að nokkru. Væri stofnaður búnaðar-h á s k ó 1 i, þá ætti h a n n að vera í Reykjavík. En það er langt um of snemt að fara að ræða um hann að svo stöddu. II. Túngirðingalögin. Nokkuð eru skiftar skoðanir manna hér í kring um gaddavírinn. Margir hyggja þó vera framfara von að hon- um og þykir sjálfsagt að reyna hann til hlítar. En túngirðinga eða gadda- vírs-lögÍD frá síðasta þingi eru bænd- ur óánægðir með. Marga galla þeirra hefir þegar ver- ið bent á í blöðunum, ekki sízt af hr. f>orláki Guðmundssyni 1 Isafold 19. raarz þ. á. En þeir eru enn fleiri. f>au lög skerða tilfinnanlega rétt og frehi manna, einkum jarðeiganda, sem má þvinga til að leggja fram mikið fé til girðÍDganna, og leiguliða, sem má neyða til að taka á móti girðing- um til ábyrgðar og eftirgjalds (sjá 15. gr.),8vo og eiganda með eftirlitsskyld- unni, og loks allra búanda, er lánið nota, með þvf að vera sífelt háðir lög- reglueftirliti (sjá 13. gr.). Slæm skuldabönd, fyrir útlent efni, mundum vér og leggja á oss og eftir- komendur vora í 41 ár með lántök- unni, og stórt kollhlaup væri það, ef vírinn reyndist ekki hæfur, eða entist ekki hálfan þaDn tíma, eins og sumir hafa gizkað á. En óvarlegt er hlaupið, meðan næga reynslu vantar, hvernig sem fer. Slæmur galli er og það, að lögin veita enga hvöt til þess að færa út eða stækka túnm, um leið og þau eru girt, og væri þess þó full þörf. f>au meira að segja hegna þeim, sem það gjöra, með ýmsu móti. f>au heimta, að þeir svari fyrirfram út öllu verðinu fyrir efDÍð, er til út- færslunnar þarf, og þau einskorða, að túnið fáið jafnsnemma fulla vörn þrátt fyrir útfærsluna (þ. e. eftir 2 ár frá því efDÍð kom). Eátæklingum verður því alls ókleift að stækka þau. f>eir þurfa emnig að svara miklu öðru út fyrirfram, og mjög víða að flytja fén- aðarhús burtu af túnunum vegna lag- anna. Sízt hvetja lögin þó eigendur til þe8s að færa út túnin á jörðum leigu- liða sinna. Girði eigandinn kringum túnið á sinn kostnað, og stækki það um leið, þá getur hann leigt ábúanda alt sem hann lagði til, nema það, sem gekk til út- færslunnar (samanber 6. og 15. gr.). En girði leiguliði kringum túnið og stækki það, og leggi til alt sem hon- um ber eftir lögunum, (sem er 1/i af verði vírgirðingarinnar, eða garð undir hana, hlið og máttarstólpa og alt efn- ið til útfærslunnar), þá getur hann heimtað endurgjald fyrir þetta af eig- anda, þegar hann fer frá jörðinni. En eigandi hefir aftur engan rétt til þess að fá leigu eftir það hjá næsta ábú- anda, eða að ná því hjá honum á annan hátt, ef ekki hefir verið sér- staklega um það samið fyrirfram. Útfærslukostnaðinn hefir fráfarandi þó að vÍ8U ekki rétt til að heimta af eiganda, og verður hann þá að hafa sinn skaða svo búinn. En ef það væri lagt undir dóm úttektarmanna, mætti ef til vill íremur búast við að þeir neyddust til að taka sér bessa leyfi til að dæma eigandann til.að endurgjalda hann líka. þvi mjög rang- látt 3r að hafa hann undanskilinn, einkum ef eigandi er svo forsjáll, að gjöra fyrirfram samning um leigu á því við viðtakanda. En þetta er svo óvíst. J>ví verður einnig varlegra fyrir hvorutveggju, að forðast að stækka túnin. Gaddavírinn er sumstaðar nauðsyn- legri en hér í sýslu. Meiri hluta tún anna hér er afgirtur, sumpart með grjót- görðum, en mest með torfgörðum og nokkuð með skurðum. Hér mun víð- ast þar, sem ekki næst ^ grjót lil giið- ingar, hentugast að nota gaddavírinn ofan á lága toifgarða og ofan á laglega látið upprót innan við skurði. En ilt er að koma honum fyrir á þeim tún- görðum, sem nú eru, vegna þess, hvað þeir eru víða í bogu<u og krókum. Verður þá að hlaða nýja garða undir vírinn. En þá er mjög misráðið, að færa túnin ekki út um leið. Upphvatningu til að girða túnin og ekki síður til að stækka þau og bæta þyrftu allir búendur að hafa með öðr- um lögum en gaddavírslögunum. Næsta alþingi þyrfti að fella gadda- vírslögin úr gildi, en semja önnur lög, er stefndu í þá átt. Vér bændur unum því ekki sem bezt, að fulltrúar vorir semji mikils háttar lög, án þess að lofa þjóðinni að vita af þeim, hugsa þau og ræða, og án þe8s að skifta Bér ofurlítið af, hvað hún vill. Ef þing og stjórn fara að búa fyrir oss i mörgum greinum, þá mundi það fara með sjálfstæði vora og framsókn- arhuga. En það megum vér sízt missa. J>jóðin vill hafa sinn rétt og frelsi í friði fyrir Dönum. Vér viljum hafa vorn rétt og frelsi í friði fyrir löggjöf og landsstjórn. Eg bæði óska og vona, að gadda- vírslánið verði hér lítið notað, en að gaddavírinn verði annars keyptur og notaður á skynsamlegan hátt, eins og frjálsum mönnum samir. Helli 2. apríl 1904. Sig. Guðmundsson >Dánnmaðnr< sektaður. Á fundi sýslunefndarinnar í Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu, er haldinn var 23. og 24. dag marzmánaðar f. á., fór sýslumaður L á r u s H. B j a r n a- s o n svo feldum orðum um síra Helga Árnason í Ólafsvík, og bókaði þau í gjörðabók sýslunefndar- innar: »Að hann hefði reynst sér alt annað en góður oddviti; hann hafi sýnt af sér óhlýðni, vankunnáttu, trassaskap, er bakað hefði hreppnum tilfinnanlegan skaða og jafnvel farið með ósannindio, og sýslufundargjörðir þessar, með þannig löguðum ummæl- um, lét Lárus H. Bjarnason síðan prenta, enda þótt sýslufundar- gjörðir aldrei hefðu áður verið prent- aðar í hans embættistíð. Út af þessum ærumeiðandi ummæl- um höfðaði síra Helgi Árnason mál gegn L á r u s i sýslumanni, eftir skipun biskupsins yfir Islandi og að fenginni gjafsókn, og var sýslumaður Halldór BjarnasoDá Patreks- firði skipaður setudómari í því máli, og kvað hann, 21. janúar síðastl., upp svo feldan dóm í máli þessu: »|>ví dæmist rétt að vera: Hin framangreindu meiðandi og móðgandi ummæli um stefnandann, H e 1 g a prest Á r n a s o n, eiga að vera dauð og ómerk. Stefndi, sýslumaður Lárus H. Bjarnason, á að greiða 80 kr. sekt til landssjóðs, eða sæta 24 daga einföldu fangelsi, verði sektin eigi greidd ÍDDan ákveðins tíma; svo á hann og að greiða allan kostnað málsins að skaðlausu, eins og málið eigi heíði verið gjafsóknarmál. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans undir aðför að lögum«. (Eftir þjóðvilj.). Ýms erleud tíðiudi. Mikið gekk á í Khöfn í f. mán. út af b æ j a r s t j ó r n a r k o s n i n g u m. Bæjarfulltrúar eru þar 42 að tölu, og kosnir 7 hvert ár. Fyrir 2 árum voru sósíalistar og bandamenn þeirra af vinstri- mönnum ovðnir þar í miklum meiri hluta, og réðu því, að borgmeistari var kjörinn í fyrra vetur einn af forkólfum sósíalista, Jensen að nafni. Þá tóku margir vinstrimenn hinir hóglátari hönd- um saman við hægrimenn í borginni, og réðu því, að þá komust þeirra liðar í bæjarstjórn, 7 að tölu, í lok marz- mán. í fyrra. Þetta bandalag stóð enn og bar nú hærra hlut á nýjan leik, þótt ekki munaði miklu, um 700 at- kvæðam af nál. 32,000; það voru hér am bil ®/'4 allra kjósenda í borginni, og er það einsdæmi, að kjörfundir séu svo kappsamlega sóttir. Svo vel var liði safnað af hvorumtveggja. Nú eru í bæj- arstjórn 15 sósíalistar og 10 bandamenn þeirra af liði vinstrimanna, en hinir 17, sem þar standa í móti, samsteypa af hægrimönnum og vinstri. Þau komu til Khafnar 30. f. mán., konungshjónin frá Englandi, og æt.luðn að standa þar við fram yfir afmælisdag konungs vors, hinn 86. Von var og á anti- ari dóttur hans, keisaraekkjunni rúss- ttesku, og fleira frændfólki, en ettgum þjóðhöfðingjum öðrum en Játvarði kon- ungi. Vilhjálmur keisari var kominn suður í Miðjarðarhaf að skemta sér. Umhýðingarfrumvarpið, sem Alberti dómsmálaráðgjafi er frumkvöð- ull að, varð mikil rimma í fólks- þinginu fyrir páskana. Það flaut þar með skömm, nteð 54 atkv. gegn 50. Þessi 4 atkv. um fram helming voru atkvæði Alberti sjálfs og 3 ráðgjafa ann- arra. Forsætisráðhetrann, Deuntzer, gekk af fundi á undan atkvæðagreiíslunni; og það gerðu fleiri, sent eru ella fylgismenn stjórnarinnar. Þingi átti að slíta fyrir páskana. En því réð nú Alberti, að það átti að halda áfram eftir páska, til þess að landsþitigið ætti kost á að lúka við hýðingarfrum varpið. Honum er það mesta kappsmál, Alberti, og mun líkleg- ast fara frá völdum, ef það hefst ekki frarn. Deuntzer er málinu alveg mót- fallinn. En hann er sá vanskörungur,. að hann lætur Alberti ráða. Þakka ntá fyrir, ef þetta mál veldur ekki klofning í liði vinstrimanna á þittgi, eða þá hinu, að ráðaneytið sjúlt't fari í mola. P á f i n n nýi hefir skorist í leik um ófriðinn rnilli stjórnatinnar í París og klaustramanna á Frakklandi, þeirra er við alþýðukenslu fást og sætt hafa mörg ár undanfariu þungum búsifjum af stjórnarinnar hálfu. Hartn vítir harðlega allar þær aðfarir. Þá var stungið upp á því á þinginu í París, að kveðja heim sendiherra Frakka við páfahirðina, — með öðrurn orðum, að lýsa fullurn fjandskap á hendur páfa. En ekki varð af því að svo stöddu. Dáinn er nýlega í Lundúnum (24. f, nt.) mikill merkismaður enskttr, Edwin Arnold, ritstjóri stórblaðsins Daily Telegraph og heimsfrægur rithöfundur,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.