Ísafold - 23.04.1904, Qupperneq 1
Kemnr nt ýmist einu sinni eöa
tviav. i vikn. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa
l1/, doll.; borgist fyrir miöjan
’úlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin viö
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslnstofa blaösins er
Austurstrœti 8.
XXXI. árg.
Keykjavík laugardagimi 23. apríl 1904
23. blað.
0. 0. F. 864298'/,.
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á
kverjnm rnán. kl. 11—1 i sprtalanum.
Forngripasafn opið mvd. og Id 11
—12.
Frllækning á gamla spitalanum (lækna-
ekólanum) á þriðjndogum og föstndögum
kl. 11—12.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
«n á hverjum degi kl. 8 árd. til kl.lOsiðd.
Almennir fundir á liverju föstudags- og
íSnnnudagskveldi kl. 8V9 siðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9
Fjg kl. 8 á hverjum helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj-
<endur kl. 10*/2—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
vt' 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Bankastjóri við kl. 11—2.
Landsbókasafopið hvern virkan dag
Ai. 12—3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud.
tog ld. kl 12—1.
Ndttúrugripasafn, i Yeaturgötu 10, opið
á sd. kl. 2—3.
Tannlækning ókeypisi Pósthússtræti 14b
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Laglega riðið úr lilaði
Heldur mun mörgum bregða í brún,
er les það eða heyrir, sem yfirdómari
Jón Jensson ekýrir frá í síðasta tbl.
Ingólfs: að hann hefir komist. fyrir þaS,
að ráðherrann vor Islendinga hinn nýi,
sérráðherrann yfir íslandsmálum, hefir
verið skipaður hvorki með undirskrift
hins fráfarandi fyrirrennara, hans nó hans
sjálfs, sem og hef'ði rótt verið, heldur með
undirskrift forsætisráðherrans
danska, Deuntzers, alveg eins og hin-
ir ráðgjafarnir, hinir aldönsku, sem lúta
grundvallarlögunum dönsku og ekki
stjórnarskrá vorri.
Framsóknarflokknum hafði aldrei ver-
ið vel við ríkisráðssetu-boðorðið. Það er
kunnugt, að það fekk e k k i. að komast
inn í stjórnarskrárfrumvarpið, meðan
h a n n mátti ráða. Það var þá fyrst,
er andstæðingar hans, stjórnarflokkurinn,
sem nú er, komst í meiri hluta á þingi,
— það var þá fyrst, er því var hleypt
að.
Framsóknarflokkurinn samþykti það
loks með hinum, þótt þvernauðugt væri,
bæði vegná þess, að hans atkvæði þar í
móti hreif ekki hót, og vegna hins, að
hann gekk að því alveg vísu, að ís-
landsráðgjafinn yrði látinn hafa þá sér-
stöðu, þótt sæti ætti í ríkisráðinu, að
hann yrði því jafnóháður og ef hann
kæmi þar aldrei. Grundvallarlögin kæmi
honum ekki við, heldur að eins stjórn-
arskráin íslenzka. Samkvæmt h e n n i
yrði hann og skipaður, og öðru vísi ekki.
Það var meira að segja látið í veðri
vaka af stjórnarflokknum, sem nú er,
meðhöfðingjann sjálfan í broddi fylkingar,
ráðherrann, sem nú er orðinn, að þetta
væri alveg róttur skilningur á því máli.
Stjórnarskrármálsnefndirnar i báðum
þingdeildum í sumar er ieið, sem skip-
aðar voru mönnum úr báðum flokkum,
urðu sammála um það, að Islandsráð-
gjafinn mundi verða »skipaður samkvæmt
stjórnarskrá Islands, en e k k i samkvæmt
grundvallarlögum Daua<t.
Það var hr. Hannes Hafstein sjálfur,
sem samdi nefndarálitið í neðri deild.
En þar segir svo meðal annars:
)>Enda göngum vór að því vísu, að
hann (ráðgj.) verði skipaður af konungin-
um með undirskrift ráðgjaf-
a n s f y r i r í s 1 a n d «.
En hvernig fer?
Hvað verður úr þessu, þegar áreynir?
Blátt áfram það, að hr. H. H. »strik-
ar yfir stóru orðin« og — höndlar ráð-
lierratignina þann veg, að það er alls
e k k i íslandsráðgjafiun, heldur forsæt-
isráðherrann danski, sem undirskrifar
með konungi skipun hans !
Geta má nærri, að reynt muni verða
í málgögnum stjórnarinnar að verja
þetta atferli, þessi sviplegu sinnaskifti,
og telja almenningi trú um, að hér l/si
sér fylsta samræmi í orðum og gjörðum
yfirhöfðingja þeirra. Það sé öðru nær
en að hann hafi hopað á hæl, eráhólm-
inn kom, eða gengið aftur úr skaftinu,
er beita skyldi hann sér í fyrsta skifti.
Þau munu reyna að bera það fyrir,
að stjórnarskráin hafi ekki verið gengin
í gildi, þegar skipun hans í embættið
var undirskrifuð. Það hafi gerst 31.
jan., en gildi stjórnarskrárinnar teljist
frá 1. febr. að eins.
En hegómi er það eitiber.
Það er stjórnarskráin nýja, sem því
veldur, að hann er skipaður ráðherra,
með þeirri sérstöðu, sem honum er þar
ætluð. Hann á að verða stjórnarskrár-
ráðherra, en ekki grundvaliarlaga-ráð-
herra. Hann á að þjóna embættinu
samkvæmt henni, en ekki þeim. Auk
þess hafði þingið lýst yfir svo skýlaus-
um vilja sínum og eindregnum um það
mál, að það var að traðka honum ger-
samlega, að haga ráðherraskipuninni
svona, eins og gert var. Þeir traðka
honum allir þrír 1 senn: forsætisráð-
gjafinn, sem undirskrifar ráðherraskip-
unina; Islandsráðgjafinn, sem þá var
að fara frá og lætur það gott heita;
og loks ekki sfzt íslandsráðherrann nýi,
er tekur við skipuninni í embættið svona
meingallaðri, — hann, sem hefir það
hlutverk einmitt öllum framar, að sjá um,
að e k k i só gengið á vorn hlut, og e k k i
traðkað vilja þingsins að raunarlausu, og
það þeim vilja, sem nann hefir verið
sjálfur einna fremstur í flokki að lýsa yfir.
Önnur viðbára hjá stjórnarmálgögn-
unum mun verða sú, að hr. H. H. hafi
verið hvergi nærri staddur, er hann var
skipaður ráðherra, og því ekki átt kost
á, að mótmæla þessari aðferð.
En þar til liggja þau svör, að hann
hafði þó fundið þá að máli löngu áður,
er þessu róðu, beint þar til kvaddur,
og átt þá kost á, að minnast á þetta.
Og hafði meira að segja brýna hvöt til
þess þá, og til að gera það að skilyrði
fyrir því, að taka að sór embættið, að
engum óiögum væri beitt þá, heldur
höfð sú aðferð, er hann hafði sjálfur
gert ráð fyrir og talið eina rótta.
Annað er það, að þegar hann kemur
til Khafnar, fáeinum vikum eftir 31.
jan., þá var honum enn innan handar,
að afsegja að taka það gilt, sem gert
hafði verið. Þá hefði mátt til að breyta
þeirri gjörð, enda verið hægðarleikur.
Það hefði ekki verið »gustuk«, að
ómaka konginn með því, eða jafnvel
angra, blessaðau konginn háaldraðan og
oss svo einstaklega góðviljaðan. —
Þetta eða því um líkt verður sjálf-
sagt ein mótbáran, — af furðu-mikilli
einfelani tilbúin þó, eða þá einfeldningum
ætluð sérstaklega.
Því hvaðan hafa þeir það, að kongi
mundi hafa verið angur í því? Hvar
var þá góðvildin í vorn garð? Og á
að meta meira ímyndaða geðþekni kon-
ungs en áríðandi stjórnarfarslegar megin-
reglur?
Hér var hægt að geta sér góðan orðstír
með því að koma dálítið einarðlegar
fram en hr. H. H. virðist hafa gert.
Þá hefði verið ve) byrjað af hans hendi
að því leyti til.
* Og ekki er hætt við að nokkur mað-
ur annar, er þá kynni að hafa verið
leitað til um að taka embættið að sór,
hefði dirfst að gera annað en feta í
sömu fótspor, ef svo einarðlega hefði
verið á undan gengið og drengilega
fram fylgt rétti vorum og vilja þingsins.
En hvað segir þjóðin um þ e 11 a?
--------------- ■ ■ ■'
Settur brejarfógetl ú Akureyri og
sýslnmaður í Eyjafjarðarsýslu kvað standa
til að verði cand. juris Páll VidalinBjarna-
son (sýslumanns Magnússonar) í Kaup-
maunahöfn. Hann er og hefir verið nokk-
ur ár aðstoðarmaður hjá bæjarfógetanum i
Khöfn, sem svo er nú kallaðnr, en áður
konungsfógeti.
Bœtt úr soðningarleysi
hefir Asgeir kaupm. Sigurðsson dável
í bráð hér í bænum, með því að semja
við enskan botnvörpung um kaup á
málsfiski til Spánarverkunar, en sroælk-
ið kaupa aðrir mjög litlu verði, og selja
bæjarmönnum mikið sanngjarnlega, bæði
kola, smáfisk og ýsu. Botnvörpungur
þessi aflar mest þorsk, og þykir styttra
og eins hagfelt að flytja hann hingað
til sölu og til Færeyja, Hjaltlands eða
Skotlands, sem aðrir gera.
Veður er
kalsamikið hór þessa dagana, ýmist
útsunnan eða landsunnan, með nokkru
fjúki, sem festir þó ekki að mun.
Verzlunarstéttin íslenzka
Hér vantar stórsala
Mælt fyrir minni hennar i Reykjavík á
verzlunarfrelsisafmælinu 15. apríl af
Ben. S. Þórarinssyni.
Engin þjóð getur þrifist án alinn-
lendrar verzlunarstéttar.
Engin stéit mannfélagsins hefir átt
drýgri þútt í því, að koma menninga
út um heiminn, en einmitt verzlunar-
atéttin. Hún hefir beint veg þjóða í
milli listum og vísindum, landa- og
náttúruþekkingu, alls húttar iðnaði
og uppgötvunum, þjóðháttum og venj-
um í öllum sínum myndum og mynd-
breytingum; já, meira að segja skúld-
legum hugsjónum.
Hafi verzlunarstéttin ekki gert þetta
beinlínie, þá hefir hún gert það óbein-
línis með því að ryðja menningunni
brautir. — Utan um bústaði verzlun-
arstéttarinnar hafa vaxið borgir og
bæir. Hún hefir jafnan þótt framsýn
að velja sér þar búetaði, sem sam-
göngufærin hafa verið bezt á sjó og
landi. Stóru verzlunarborgirnar hafa
orðið að miðdepli allrar mentunar og
siðmenningar. Verzlunarstéttin kennir
viðskiftamönnum sínum að nota og
auka efni sín og framleiða meira og
meira. Verzlunarstéttin hefir stund-
um mátt sín mikils við konunga og
aðra þjóðhöfðingja, og þeir hafa jafn-
vel orðið henni háðir, svo sem var oft
um Hansastaðakaupmenn. Kristján
IV. vasaðist í mörgu og var oft í fjár-
kröggum; hann vildi einu sinni veð-
setja ísland Hamborgarkaupmönnum
fyrir 700,000 dala láni.
A þjóðveldistímunum gerðu íslend-
ingar sér ekki verzlunina að æfistarfi,
eins og vér gerum nú, eða þá mjög
sjaldan.
Ungir og efnilegir bænda- og höfð-
ingjasynir keyptu sér skip eða hlut
í skipi og fóru utan í kaupferðir, að
leita sér fjár og frama; það var þá
svo kallað. Framinn fekst með því,
að vera með konungum og jörlum og
öðru stórmenni og læra siðu þeirra og
háttu, vera með þeim í bardögum og
geta sér góðan orðstír. Féð fekst
með víking8ferðum og kaupferðum.
þá var víking svo samvaxin kaupferð-
um, að sami maðurinn fór í víking,
hjó strandhögg og nam nesnám, brendi
bæi og eyddi, og — fór með friðsamleg-
an kaupskap. Svo gerði Egill Skalla-
grfmsson.
Fyrst lögðu hinir ötulu farmenn,
forfeður vorir, út á sjóinn til Noregs,
því að sú leiðin var þeim kunnust.
þar sátu þeir vetrarlangt, ýmist með
konungum og jörlum, eöa frændum
sfnum og vinum. Með vorinu fóru
þeir annaðhvort í víking eða ' í
kaupferðir vestur til Englands, Skot-
lands og írlands og annarra vestur-
landa, eða suður til Danmerkur og
austur til Svíþjóðar, Garðaríkis og
annarra Eystrasaltslanda. í vestur-
löndunum þóttust þeir jafnan fá betri
kaup. þaðan fluttu þeir : hveiti, malt,
mjöl, vín, léreft og klæði o. fl. 1
vesturlöndum, einkanlega á Irlaudi, var
| miklu meiri mentun og menning á
I þeim tímum en á Norðurlöndum.