Ísafold - 05.05.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.05.1904, Blaðsíða 3
107 væntanlegu (sbr. siðasta bl) fekk alls ekki neitt atkvæði. End'a varð hann heldur seinn á fundinn — hafði verið »forfallaður«,og hafði þó tekið að sér framsdguna á fundin- nm i móti gömlu sóknarnefndinni. Varð nú fyrir hragðið ekkert úr neinum umræðum um kosninguna, heldur var tekið þegar til að greiða atkvæði. Þá er kjósendnr voru fyr- ir nokkru teknir til að rita atkvæðin, kem- nr Gísli og vill fá að takatilmáls. Eund- arstjóri, dómkirkjupresturinn, var svo góð- samur að leyfa það. Efnið í ræðu »framsögumannsins« var það, að það mundi leiða til sundrungar og faraldurs i þióðkirkjunni, ef sóknarnefnd- in væri endurkosin; fjöldí þjóðkirkjumanna mundi þyrpast yfir í fríkirkjuna. Þessar fortólur voru frammi hafðar e f t- i r að flestir fundarmennn voru búnir að skrásetja kosningu sina! Efti r aðkosningunni var lokið, tók banka- stjóri Tr. Gunnarssov til máls og hafði npp aftur ræðu framsi gumanns! Jónas Jónsson frá Steinsholti svaraði honnm og sagði, að illa sæti á þingmanni höfuðstaðarins, að reyna að æsa söfnuðinn npp til sundrungar. Fundarmaður. Refetor Bjöi-n M. Olsen hefir fengið lausn í náð frá embætti. Gaddavírsgiröiiiííar og girðinga-teinar. Búfræðiakandídat Guðjón Guðmunds son hefir í 4. hefti Freys ritað grein om túngirðingalögin. Leitaet hann þar við að sanna, að girðingateinar þeir, er notaðir hafa ver- ið til girðinga nú upp á síðkastið, séu alls ekki notandi til þess. I stað þeirra eigi að nota hentuga girðingastólpa. Hefir hann í því skyni gert uppdrátt af stólpum eins og hann álítur þá hentugasta; er það T-myndaðir stólp- ar úr deigu járni með götum fyrir þar til gerða kengi, til þess að festa strengj- unum við stólpana. Uppdráttinn sendi hann út og hefir hann nú fengið stólpa til sýnÍH. Hann er af svipaðri gerð og stólparnir eða öllu heldur teinarnir (droppers) á Kauðavatnsgirðingunni. Með því að eg er annarar skoðun- ar en hinn heiðraði höfundur og hefi nokkra reynslu við að styðjast, vil eg hér fara nokkrum orðum um þetta mál og gaddavírsgirðingar yfirleitt. Eru þá fyrst girðingar án teina. I þeim girðingum eru alstaðar hafð- ir stólpar til að halda strengjunum, en hvergi teinar. Stólparnir eru ýmist úr tré, eins ogt.d. þingvallagirðingin, eða úr járni, og eru þeir þá festir { steina. Slíkum girðingum lýsir síra Vilhjálmur Briem í Búnaðarritinu 14. útg. þessar járnstólpagirðingar má sjá hér á stöku stað. Bilið á milli stólp- anna í þessari girðingu fer eftir þeirri sveiflu, er strengirnir taka á sig. Hún má ekki vera svo mikil, að skepnur fyrir þá sök geti komist undir neðsta strenginn eða milli strengja. f>á eru girðingar með teinum, sem fest- ir eru á strengina milli stólpa, lausir frá jörð. þessi aðferð er ódýrari, af því að með henni má spara mikið af stólp- um með því að nota teina í þeirra stað. Bilið á milli stólpanna og tein- anna og milli teinanna sjálfra má vera sama og frekast getur verið milli stólpa, þegar ekki eru notaðir teinar. Teinarnir eru úr járni og af ymsri gerð. Stundum er hafður vír í þeirra stað, en það gefst ekki vel; vírinn er ekki nógu stinnur. Stólparnir eru aft- ur á móti ýmist úr tré eða járni. Járn- atólparnir eru ýmist festir í steina eða í jörð, og eru þeir þá með jarðplötum. Herra skógræktarfræðingur Flens- borg hefir haft þessa girðingaraðferð við Kauðavatn. Hefir hann 3 teina milli stólpa, stólparnir eru úr járni og festir í jörð með jarðplötum. Milli teinanna í þessari girðing má ekki vera lengra en svo, að skepnum sé varnað að komast milli strengja. Bilið á milli stólpanna fer aftur eftir því, hvað sveigjan á girðingunni má vera mikil, án þess að skepnur kom ist undir hana. Loks eru girðingar með teinum, er ganga í jörð. Teinarnir verða þá að vera lengri og verða fyrir þá sök dýr ari, en það vinst meir en upp með því, að stólpana má þá hafa þeim mun færri. Stólpa þarf þá að eins til að strengja við og styðja girðinguna. jpessi aðferð hefir reynst mjög ódýr og að öðru leyti hefir hún reynst mér mjög vel. Síðan vorið 1902, er eg setti upp slíka girðingu, hef eg ekkert gert henni til bóta, nema fest betur einu mátt arstólpa og rétt 3 eða 4 teina. Eru þó sumstaðar frá 100—120 faðmar milli stólpa. Af þv( eg hafði ekki ástæðu til að girða fyrir sauðfé, hafði eg ýmist 3 eða 2 strengi. Til bráðabirgða hef eg líka girt með einum streng á spækjum. jpað hefir ekki gefist vel. Ymist henda gripirnir sig yfir strenginn, eða þeir fara undir hann. En 2 strengir hafa reynst mér vel gripheldir. f>ó mun víðast vissara, að hafa þá 3 til varnar hestum, er gjarnir eru á að stökkva yfir girðingar. Eg þykist hafa tekið eftir því, að það sem helzt á brestur og mestu varðar, sé, að hafa neðsta strenginn nógu neðariega. Hann má ekki vera ofar en svo, að þær skepn- ur, sem girt er fyrir, komi ekki hausn- um undir hann. A jafnsléttu má hann vera hærra frá jörð en hann má vera frá garði eða skurðbakka. Skepnurn- ar eiga þeim mun hægra með að koma 8ér við, sem þær þurfa minna að lúta. Varast þarf að mold eða mosi fest- ist í göddunum meðan verið er að girða. |>að heldur raka að þeim og gaddarn- ir ryðga fremur. f>að er og árfðandi, að á vírinn komist hvorki selta né sót, né heldur ryð eða önnur þau efni, er galvaníserað járn ryðbrennur undan. Teinarnir í girðingunni hér eru sí- valir, 3/8 þuml. í þvermál. f>eim er stungið milli þáttanna í gaddavírnum. Að vísu líkaði mér það ekki þegar í byrjun;#en það var einfaldast þá í svipinn. Fyrsta sumarið var vírinn svo fastur á teinunum, að ekki var hægt að ýta honum til á þeim, nema með talsverðu átaki, og víða þurfti högg til þess fast við teininn. En nú hefir lítið eitt tognað á strengjunum og fyrir það hafa þeir losnað um tein- ana. Aðallega mun hafa slaknað á strengjunum, vegna þess, að jarðveg- urínn hefir látið lítið eitt undan grjót- inu, sem máttarstólparnir eru skorð- aðir með. Sé hert á strengjunum, fest- ist vírinn á teinunum, því eigi er að óttast, að áreynslan á þættina, þar sem þeir liggja utan um teininn, verði svo mÍ8jöfn, að annar þátturinn bresti fyr- ir þá sök. Marg ir vír er auk þess svo illa þættur, að áreynslan verður oft meiri á öðrum þættinum. Sumir hafa blýfest strengina við teinanameð því að snúa svo mikið á vírinn beggja megin við þá með flatkjöftu, að ekki rakni úr snúningnum. Og enn aðrir festa strengina á teinana með galvaní- seruðum vír. Sumir hafa það á móti teinunum, að þeir þoli ekki, að strengt sé við þá; svo er þó vitanlega ekki til- ætlast. f>egar vírgirðing er sett upp, er vírinn jafnan fullstrengdur við mátt- arstólpa áður en teinarnir eru festir við hann. Til 8tuðnings girðingunni hygg eg að mætti hafa tréstólpa úr traustu efni, er væru svo sem 2 þuml. annars vegar og um 4 þuml. á hinn veginn. f>ar sem þv( yrði kornið við, mætti reka þá með sleggju svo djúpt, að þeir Standi niður úr klaka. Að þetta megi vel duga, ræð eg af því, að slíkur stólpi hefur nú 2 ár dugað ágætlega hjá mér. Girðingin liggur þar yfir slakka og heldur slólpinn henni þar niðri. Stuðningsstólpa má jafnan setja í girðinguna, ef mönnum sýnist svo. Sumir hafa haft íyrir reglu, að láta hvergi vera meir en 25 faðma rnilli þeirra. Stólpana, sem strengt er við, hefi eg úr tré. Einn hornstólpi með skakk- stífu hefir dregist dálítið upp. f>á slaknaði á strengjunutn, er við hann voru strengdir. Stólpi þessi var þó grafinn l3/4 alin í jörð, en hann er f votri mýri, sem látið hefir talsvert und- an steinunum, sem hann var skorðað- ur með. f>egar því losnaði um stólp- ann, hefir hann dregist upp, því skakk- stífan hefir ekki haldið honum niðri, heldur að eins verið til styrktar. Mun svo venjulega vera um skakkstífur, að þær halda ekki stólpunum niðri. f>etta var fært í lag með því, að strengja stag út frá stólpanum. f>á réttist hann við, og var þá jafnframt rekinn eins djúpt og hann stóð upphaflega. Jafn- framt þessu hertist svo á strengjun- um, að ekki þurfti um að bæta; þeir festust á teinunum og brustu hvergi. Sívölu teinar þeir, er eg hef notað, hafa reynst nægilega sterkir, og hefir engiun þeirra brotnað. Að vísu hefir borið við, að teinn hefir bognað við sérstaka áreynslu á girðinguna, en það hefir ekkert sakað. Fyrir því fæ eg eigi annað sóð, en að það sé óþarfur kostnaður, að hafa T-stólpa þá, er Guðjón skrifar um. f>eir eru galvaníseraðir alt að helm- ingi dýrari en sívölu teinarnir galvaní- seraðir. Væru hvorirtveggju bikaðir, mundi og verða viðlíka verðmunur á þeim. Svo lítur út, sem höfundur ger1 ráð fyrir, að lengra megi vera milli T- stólpanna en sívölu teinanna. Af á- stæðum, er þegar hafa verið teknar fram, er augljóst, að svo er eigi, ogþví einkis sparnaðar að vænta í því efni. f>ar sem girða skal fyrir sauðfé, en þó ekki með gaddavír, t. d. fram með vegi, mætti gera það raeð fjárvörzlu- netum úr galvaníseruðum vír (Galvani- zed Sheep Netting). f>að er altítt á Bretlandi. Netin kosta misjafnlega mikið, eftir því, hvað vírinn í þeim er gildur. Viðey í apríl 1904. Eggert Briem. Hlutabankinn of? sparisjóðirnir. Það hefir gerst í ferð hr. bankastjóra Emil Schou, austur um land og norður, að sparisjóðurinn á Seyðis- firði og báðir sparisjóðirnir á Akureyri eiga að renua saman við fyrirhuguð út- bú bankans á þeim stöðum. Segir svo frá í Norðurl. 23. f. m.: »Miðvikudaginn var átti hann (o: bankastjóri E. Sehou) fund með ábyrgð- armönnum amtssparisjóðsi.is og hélt þar ágæta ræðu meðal annars um væntan- lega starfsemi bankans. Nefnd var kos- in til þess að íhuga þessa málaleitun: Magnús Kristjánsson, Jón Norðmann. Þorv. Davíðsson, Snorri Jónsson og Ein- ar Hjörleifsson«. Niðurstaðan varð fullkomið samkomu- lag. HlutabankaráOsfundur á að verða hór á laugardaginn, 7. þ. m., hinn fyrsti. Þar verða allir hér- lendir bankaráðsmenn, meiri hlutinn: ráðherrann, póstmeistari Sigurður Briem, s/slum. Lárus II. Bjarnason og Sigfús Eymundsson bóksali. Ennfremur verða þar viðstaddir allir bankastjórarnir þrír: Emil Schou, Páll Briem amtmaður og Sighv. Bjarnasou bankabókari. Þar mun eiga nteðal annars að full- gera ráðning á starfstnönnum bankans. Af ófriðinum Nokkru fleiri höfðu bjargast af Petropaulowsk en fyrst fréttist, eða 58 alls; en á 7. hundrað týnat. f>eirra á meðal var, auk aðmírálauna Mak- aroffs og Molas, heimsfrægur málari rússneskur, er hét Verestschagin — frægastur fyrir orustumyndir. Af Japönum varð alls einn maður sár í þessari skæðu orrustu, 13. apríL E n g i n n féll. Við yfirforustu Kyrrahafsflotans rúsaneska eftir Makaroff látinn hefir tekið Skrydlow aðmíráll, er réð áður fyrir Svartahafsflota Rússa. Daginn eftir fall Makaroffs, eða 14. f. m., skaut Togo aðmíráll, yfirforingi japanska herskipaflotans, á kastalana við Port Arthur l1/^ kl.stund, en hvarf frá, er hann hafði þaggað nið- ur í þeim. Auk þeirra mörgu slysa, er Rússum hefir viljað til og fyr hefir verið frá sagt, mistu þeir fyrir nokkru gufubát, er var að koma fyrir eprengikúlum neðan sjávar. Hann rakst sjálfur á eina og sprakk í loft upp. þar týnd- ust 20 manns. f>að er mælt, að nú eigi að taka öll völd af Alexieff aðmíráli; hann hefir verið nokkurs konar varakeisari yfir Kyrrahafslöndum Rússa frá því í fyrra. Rússar hafa lokað fyrir öllum við- skiftum borginni Níútsvang, í Mands- júríu, við landnorðurhornið á Liao tongflóa (sjá afstöðuuppdráttinn íísa fold 19. marz). f>eir eru hræddir um árás á bæinn af Japana hálfu. Enda er mælt, að sést hafi til 100 japanskra flutningaskipa úti í Petsjílíflóa, og hafði japanska flotadeild sér til föru- neytÍB; hann er þar út af, — Liaotong- flói skerst inn úr honum. f>au hafa þá hætt sér fram hjá Port Arthur. Rússar hafa komist inn í Kóreu austan til norðan úr Mandsjúríu. En Japanar norður yfir Yalúelfi vestan til, að mælt er. Rússar höndluðu nýlega 2 liðsfor- ingja japanska suður í Mandsjúríu einhversstaðar. f>eir vorJ í dular- klæðum og höfðu í fórum sínum mik- ið af sprengitundri (dynamit). f>eir ætluðu að sprengja með því járn- brautarbrú fyrir Rússum. f>eir voru af lífi dæmdir og skotnir þegar. Tíðindamaður blaðsins Times hefir verið hvað eftir annað allnærri vétt- vangí, er þeir hafa ázt við, Rússar og Japanar, á leigugufuskipi, og loftritað þaðan jafnóðum öll tíðindin. f>að hef- ir Rússum komið illa og hafa nú hót- að að fara með hann og aðra tíðinda- menn sem njósnara, ef þeir hittist í landhelgi við Port Arthur, þ. e. skjóta þá tafarlaust. Kínverjar haga sér tortryggilega í garð Rússa. f>eir draga í ákafa lið að landamærum Mandsjúríu. Játvarður konungur hefir leitað hófanna um málamiðlun og sáttargerð með Rússum og Japönum. Hann byrjaði á því meðan hann dvaldist í Kaupmannahöfu, við sendiherra Rússa þar, Iswolsky. f>ví hefir ekki verið beint ílla tekið af Rússum, og er hald- ið, að þeir mundu ef til vill ekki ó- tilleiðanlógir, ef þeir ynnu þótt ekki væri nema einhvern smásigur á Jap- önum, sér til hugfróunar. Nú hefir einmitt Rússum hlotnast þið fyrsta happ í þessum ófriði (eftir að póstskip fór frá Khöfn). f>eir hafa átt sér, Rússar, dálitla flotadeild norður í Vladivostock, '4 bryndreka væna og nokkur skip smærri. Hún hefir lítið aðhafst, enda hafa bagað hana ísalög framan af. Mánudaginn fyrstan í sumri, þ. e.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.