Ísafold - 05.05.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.05.1904, Blaðsíða 2
106 mikill fjöldi farþega, þar á meðal banka— stjórafrú Emil Scbou og sonur þeirra ung- ur, frk. Þóra Friðriksson, frk. Soffia Daní- elsson, frk. Bentzen (heitmey síra Bjarna Hjaltested), frk. Sigríður Sigurðardóttir^ kaupmennirnir Pétur J. Thorsteinsson frá Bildudal, R. Riis frá Borðeyri og P. W. Rnmohr frá Hamborg; Reykjavíkurkaup- mennirnir Pétur Hjaltesteð úrsmiður og Siggeir Torfason; C. Flensborg skógfræð- ingur og cand. polyt. Jón Þorláksson; húsfrú Dórunn Bjarnadóttir (kona Arnhj. f. vitavarðar); verzlunarmennirnir Finnur Ólafsson (frá Fellsenda) og Þórður Lýðsson; sænskur málfræðingur, er Sadig heitir;. Andersen lyfsalasveinn o. fl. Flutningur búnaöarskólanna. |>að hefir ávalt verið sannfæring mín, og er það óbreytt enn, að það væri landbúnaðinum og landinu í heild sinni til m e s t a t j ó n 8 og niður- dreps, ef búnaðnrskólarnir væru flutt- ir úr sveitinni í kaupstaðiua. Eg er fyllilega samdóma öllu því, er stend- ur í hinum ágætu greinum í Isafold eftir skólastjóra Torfa Bjarnason í Ólafsdal. Eg vil að eins taka það fram, að þótt eg álíti, að betra sé, að verkleg kensla fari fram á búnaðarskólasetr- unum, þá vil eg einnig, að þeir skól- ar, t. d. Hólaskóli, þar sem ekki er nein verkleg tilsögn, séu alls ekbi flutt- ir í kaupstað. Auk alls þess, sem hr. Torfi telur að mæli móti því, vil eg enn nefna eina ástæðu, sem er sú, að samband- ið á milli kennaranna og píltanna verður miklu á s t ú ð 1 e g r a og i n n i 1 e g r a, þegar þeir eru allir á sama heimili í sveit. þeir hafa miklu meira saman að sælda. Góðir kennarar geta þá haft miklu meiri áhrif á vilja og tilfinningar pilta^ þeir geta þá miklu betur en annars vabið og glætt alt gott og göfugt með piltum, þegar ekkert glepjandi og spill- andi bæjarlíf er annars vegar til þess að freista þeirra. Eg legg mikla áherzlu á þetta. Kennarar skólanna ættu betur hér eftir en hingað tií að 1 e g g j a r æ k t við vilja og tilfinningalíf nemendanna, þar eð þetta er að mínu áliti afarmikilsvert fyrir lífið. Vildi eg gjarnan geta skýrt þetta bet- ur síðar; því að þessu hefir verið gefinn alt of lítill gaumur. Allir málsmetandi menn í mínu bygðarlagi, þeir er eg hefi átt tal viðr hafa þá skoðun, að alls ekki ætti að flytja búnaðarskólana í kaupstaði. Eg skal geta þess, að í búnaðar- skólanum á Hólum eru nú béðan úr sveit nokkrir piltar, sem hefðu alls ekbi í hann farið, ef hann hefði verið í baupstað. Viðvík 6. april 1904. Z. Halldórsson. svo lítið og svo örðugt að ná því, að kostnaðurinn verður meiri en að kaupa kalkstein erlendis og flytja til lands- ins. Mér vitanlega hefir ekki fundist kalk annarsstaðar á landinu, og ekki hef eg orðið var við það á ferðum mínum. Kalk er ákaflega dýrt í verzlunum hér og hefir víst alt af verið það; af- leiðingin hefir auðvitað orðið sú, að það befir verið mjög lítið notað. Sum- staðar erlendis, þar sem gott grjóttak er, er alsiða að gera sér hús úr grjóti, höggnu eða klofnu, en auðvitað er það lagt í steinlím; þetta er mjög fá- títt hér á landi, og er það því að kenna fyrst og fremst, að þótt grjótið sé víða við hendina, þá verður stein- límið of dýrt. Nú er hætt við, að sama yrði ofan á, þótt tigulsteinn fengist fyrir lítið verð til þess að gera; margir mundu ekki hafa efni á að byggja úr honum, af því að steinlímið er of dýrt. Eg vil þó geta þess, að það hlýtur að vera hægt að fá steinlím ódýrara en nú gerist. Sement er selt með sanngjörnu verði, að minsta kosti í Reykjavík; það kostar þar 8 kr. tunn- an eða jafnvel dálítið minna, og það er ekki hægt að selja það ódýrara, ef nokkur hagur á að vera að verzlun- inni. En kalkið kostar þetta um 14 kr. tunnan og jafnvel meir; verðið gæti að vísu verið nokkuð lægra, en verð- hæðin hlýtur að vera því að kenna, að kalkið er flutt til laudsins brent og hálfslökt (mjölkalk), en það er vara- samur flutningur vegna eldhættu, og þarf því dýr ílát undir það (steinolíu- tunnur), og flutningsgjaldið er hátt. Betra væri að flytja óbrendan kalk- stein í heilum skipsförmum, og brenna svo kalkið í einföldum kalkofnum jafn- óðum og þarf að nota það eða hægt er að selja það; þá væri hægt að selja kalktunnuna á 7—8 kr. með sæmi- legum hagnaði; sá ávinningur mundi og fylgja því, að þá yrði kalkið mik- ið betra, er það væri slökt nýbrent; nú er það vanalega orðið töluvert skemt, þegar farið er að nota það. Ein tunna af góðu kalki jafngildir að minsta kosti tveim tunnum af sementi til steinlímingar í ofanjarðarveggjum. f>etta yrði því töluvert ódýrara en að hafa til þess sement, eins og nú ger- ist, að minsta kosti fyrir þá sem eiga ekki mjög langt að sækja til kalk- ofnsins. Af innlendum efnum er það fátt annað en leirinn, sem komið getur til mála að gera úr byggingarefni. Er því nokkurn veginn auðséð, að ef ekki væri gert annað en að leita að nýj- um byggingarefnum, þá stæðu flestir litlu nær en áður með húsagerð sína; flesta mundi skorta bæði fé og þekk- ingu til þess að nota sér þessi efni, og afleiðingin yrði sú, að almenning- ur bjargaðist eins og hingað til og mundi byggja úr torfi af litlum efn- um og enn þá minni þekkingu, en framfaranna ekki gæta nema í kaup- stöðunum og hjá einstöku efnamönn- um. f>að er því fyrirsjáanlegt, að ef veru- legt og alment gagn á að verða að byggingarefnarannsóknunum, má ekki láta hér staðar numið; það verður einnig að rannsaka, hvort ekki muni vera hægt að byggja viðunanlega úr þeim efnum, innlendum og útlendum, sem nú höfum vér, og það verður að kenna þjóðinni að byggja; hvorttveggja þetta er vandasamt starf og hlýtur að þurfa til þess langan tíma, mikla elju og íyrirhöfn. Alþýða hér á landi stendur alveg sérstaklega að vígi við húsagerð. Land- ið er tiltölulega snautt að þeim bygg- ingarefnum, sem aðrar þjóðir nota; veðráttan er köld og rigningasöm, og þess vegna óhjákvæmilegt að hafa hlý og vatnsheld húsakynni; landið elds- neytissnautt víða; efnahagurinn ekki í svo góðu lagi, að landsmenn geti keypt að góð byggingarefni, eða nóg elds- neyti; þjóðin hins vegar á því menn- ingar8tigi, að hún gerir tilkall til sæmilegra húsakynna; ofan á alt hitt bætist, að í sumum héruðum má eiga von á laud8skjá]ftum, sem öllu um- turna. Eru því alveg óvenjulegir örð- ugleikar á því að kenna alþýðu hér húsagerð. Enginn veit hvernig á að byggja og mér vitanlega er hvergi hægt að læra það til hlítar, því hvergi stendur eins á og hjá oss, nema eftil vill með þjóðum, sem eru enn þá skemmra komnar áleiðis og una við enn þá laklegri húsakynni; en af þeim verður ekkert lært. Enginn má þó skilja þetta svo, að ekkí sé hægt að læra n e i 11 af öðr- um þjóðum. Almennar byggingarreglur eiga við hvar sem bygt er og hvernig sem það er gert og úr hverju sem bygt er, og þær verðum vér að læra af þeim, sem lengra eru komnir en vér; flestir — ef ekki allir — sem byggja hér á landi, margbrjóta þær í hvert skifti sem þeir byggja, og þá er ekki von að vel fari. F y r s t þurfum vér auðvitað að læra þessar almennu reglur fyrir húsa- gerð, en það er ekki nóg; sérstakleg- ar ástæður hér á landi valda margvís- legum vafa, sem vér getum hvergi feng- ið úr leyst. En vér v e r ð u m að fá leyst úr því. Vér megum til að koma upp viðun- anlegum húsakynnum og nokkurnveg- in endingargóðum, fyrir það sem aðr- ar þjóðir mundu kalla sama sem ekk- ert verð. Vér verðum að leysa úr þessum vafaatriðum sjálfir. það er býsna-margt, sem vér þurf- um að komast að niðurstöðu um. Veggirnir, þökin, milligerðirnar, glugg- arnir, stromparnir, hitunin, fyrirkomu- lagið innan —, alt þetta getur hvert um sig verið á marga vegu og hlýtur að kosta mikla umhugsun og reynslu, áður komist verður að viðunanlegri niðurstöðu. Til þe38 að skýra þótta vil eg koma með nokkrar sundurlausar athuga semdir um torfVeggi, torfþök og hita í sveitabæjum. Tryggvikongur (Kong Trygve), skip »Thore«-félags- ins, skipstjóri Emil Nielsen og fyrsti stýrimaður Egidiussen, báðir áður á »Scotland«, kom í morgun frá útlönd- Skipið hafði fengið mjög vont veður alla leið frá Leith, lá í gærdag allan við Vestmanneyjar í austanlandsynn- ingBroki, en fekk ekkert aðhafst þar. Farþegar hingað: Sveinn Sigfússon kaupmaður, ekkjufrú Köhler Christen- sen (áður verzlunarstjóra hér í bæn- um) með börn þeirra, fröken Thor- steinsen af ísafirði, þórður Magnús- son bókbindari og 6 Pólverjar? Farþegar segja skipið ágætt sjóskip og vel hraðskreitt, og farrými ágætt. Félagið hefir látið bæta við 1. far- rými 2 nýjum sölum, öðrum fyrir karl- menn og hinum fyrir kvenfólk; þar að auki nýjum Bvefnherbergjum. Nýir gufukatlar voru látnir í skipið í fyrra. Veðrátta. Nú er löks fariS að lina og hl/na nokkuð hér. Kuldi hafði verið ákaflega mikill og fannkingi fyrir norðan, er Vesta fór þar um. En hvergi sá þó neitt til hafíss. Sundlaugarmálið hefir bæjarstjórn til umræðu og á- lyktunar í dag. Nefndin í málinu hefir lokið starfi sínu. Formaður hennar og framsögu- maður er héraðslæknir Guðm. Björns- son. Hún leggur það til, erhérsegir: 1., að gerð sé ný sundlaug í barð- inu að vestanverðu við laugalækinn milli þvottahúsanna og Laugalands; 2., að laugin sé höfð 30 álnir á lengd og 15 á breidd, 2 álna djúp í annan endann og 4 álna í hinn, vegg- ir hlaðnir úr grjótinu í gömlu sund- lauginni, en steinarnir límdir saman með steinlími, gólfið steinsteypt og vatni veitt í laugina í járnpípum úr læknum fyrir ofan þvottalauginu og eins úr henni aftur; 3., a ð haft sé skýli yfir allri laug- inni, sundhús, er sé henni jafnlangt og jafnbreitt, með skúr frammeðann- ari hlið, og þar í 2 álna gangur að endilöngu, og fram með honum utan 15 laugarklefar; þar á að klæða sig úr og í. Kostnaður áætlaður 4500—5000 kr. Gizkað er á, að kosta mundi 3—4 þús. kr. að gera við gömlu sundlaug- ina til hlítar: hlaða upp veggina og steinlíma, leggja í hana steinsteypu- botn, reisa þar nýtt hús á líkri stærð og það, sem þar er nú og er orðið fúið; og fengist þó aldrei h r e i n t vatn í hana. f>essi fyrirhugaða umbót, ný laug með nýju húsi yfir henni allri, hefir stórmikla yfirburði yfir hitt: 1., hreint vatn í lauginni í stað hins grugguga og óhreina í þeirri gömlu; 2., hægt að nota sundlaugina a 11 á r i ð, í stað 4 mánaða, —og þó ekki það, ef óveðursdagar eru frá taldir; 3., hægt að k e n n a þar sund a 11 á r i ð, jafnt vetur og sumar. Ný laug svona gerð mundi gera tí- fa.lt gagn á við hina gömlu um fram- för í þrifnaði og sundkunnáttu. Synt geta í einu 25 menn í svona laug, þ. e. 30 x 15 álna; ósyndir þurfa miklu minna svæði, eða svo sem J/8 á við synda. f>að geta verið 4C manns í lauginni í einu, ef helmingurinn er syndur. Sé hún notuð 10 stundir á dag og J/2 stund ætluð hverjum manni, til sunds eða laugar, þá geta notað hana 800 manns á dag. þetta yrði hin ódýrasta stofnun til sunds og lauga, sem til er í nokkrum bæ í heimi líklega. Nóg vatn hitað kostar annarsstaðar geysimikið fé, en hér ekki neitt, nema dálítið af járn- pípum mjög stuttan spöl. Hér verður varla nefnd nokkur fram- farastofnun, er gera mundi nándar- nærri annað eins gagn með jafnlitl- um tilkostnaði. Skipströnd. Kaupskipið Á 8 t a frá Keflavík rak upp þar í gær og braut alveg, en mannbjörg varð. |>að var komið ný- lega frá útlöndum með alfermi af vör- um, og búið að eins að ná úr því þriðjung af þeim. Fiskiskútu frá Stykkishólmi, er Æ g i r hét, var bleypt til skipbrots nýlega upp í vörina á Látrum við Látrabjarg; nærri sokkið af leka. Skipshöfn komst á land þurrum fót- um, og kom heim til Stykkishólms frá Patreksfirði með Vestu. Skipstjóri, þorsteinn Jóhannsson, átti skipið móti Sæmundi kaupmanni Halldórssyni, f>að var keypt þangaö í fyrra frá Bíldudal. Með póstgafusk. Ceres, kapt. da Cnnha, sem hér kom i gærmorgun, kom Sóknanefndarkosningin hér i bæn- nm fór svo í fyrra dag, a(T þeir vorn allir end- urkosnir, sem verið höfðu í nefndinni, og sá maður i stað Valg. heitins Breiðfjörð, er gegnt hafði í forföllum annarra (Sig. Einarsson á Seli),— með um og yfir 40 atkvæðum, sem sé Krisiján Þorgrímsson kaupmaður, Knud Zimsen verkfræðingur, Ingjaldur Sigurðsson hreppstjóri, Sig- uróur Einarsson bóndi á Seli ogSigurð- ur Jónsson kennari. Þeim, sem steypa vildu gömlu nefndinni frá völdum, tókst að hafa saman um 2C atkvæði mest handa sínum mönnum, og höfðu þó haft mikið fyrir, látið prenta um 200 atkvæðaseðla með nöfnum þeirra og dreifa út nm allan hæ. Það hafði verið breytt til og hætt við bankamennina, en vinzað úr »lífverðinum« sæla, þessum sem fylgdi ráðlierranum og móðurbróðurnum til ísafjarðar i vetur. Bankastjórinn (Tr. G.) fekk þó 2 atkvæði En formaður sóknarnefndarinnar hinnar um.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.