Ísafold - 05.05.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.05.1904, Blaðsíða 1
Xemnr nt ýmist einn sinni eöa tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa lVa doll.; borgist fyrir miöjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viÖ áramót, ógild nema komin sá til útgefanda fyrir 1. október. AfgreiÖslnstofa blaösins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík fimtudaginn 5. maí 1904 27. blað. jÝíudfadi jMaAýaAÍ'Th I 0. 0. F. 86568'/2. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spitalanum. Forngripasnfn opiO mvd. og ld 11 —12. Frílœkning á gamla spítalanum (lækna- akólanum) á þriðjudögum og föstudögum 41. 11-12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- án á hve.rium degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og *annnudagskveldi kl. 8*/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 <og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- •ssndur kl. 10'/2—12 og 4—ö. Landsbankinn opinn hvern virkan dag iíltl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag ik). 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. •í3g ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið <4 sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypis í Pósthusstræti 14b 1. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1. Stj órnar-andst ö ðuflokkur. Sumir líta svo á, að bezt fari á því og æskilegast sé, að landstjórn hvar -sem er eigi sér enga andstæðinga eða sngan ar.dstöðu f 1 o k k að minsta kosti. |>að 8é mikið ólán, ef til slíkr- ar flokksmyndunar þurfi að taka, og að sneiða beri hjá því í lengstu lög. Af henni kvikni misklíðir og ófriður. En friðinn beri mest að meta og flest til hans að vinna. jpetta er bernska. Engin siðuð þjóð er sú til með þingbundinni stjórn, að þar sé ekki stjórnar-andstöðuflokkur. Svo er og svo verður, um ókominn aldur svo langt, sem huga fáum vér rent að svo komnu. Svo er og svo verður meðan menn- irnir eru ekki eins og þeir ættu að vera. Svo h 1 ý t u r að vera og svo þ a r f að vera alla þá tíð. Alla þá tíð er stjórnarandstöðu-flokk- ur jafn-sjálfsagður, jafn-ómissandi eins og stjórnin sjálf. Hann er ómissandi vegna lands og lýðs. Hann er ómissandi vegna stjórnar- innar sjálfrar ekki síður en þeirra er á að stjórna. Hvernig fer um hana ella? Hún spillist bráðlega, verður tómlát, miðlungi vönd að athöfnum sfnum, orðum og gjörðum, sjálfbirg, dramb- söm og drotnunargjörn um skör fram, ef ekki 3ætir stöðugu eftirliti og að- haldi. En slíkt eftirlit og aðhald er ekki til öðru vísi í neinu landi sjálfu sér ráðandi. far á stjórn sér engan yfirboðara. Beglulegur andstöðuflokkur, árvakur og skyldurækinn, er eina ráð- ið til slíks aðhalds. Engin stjórn er bvo fullkomin, svo fýtalaus, svo vönd- uð, að hún þarfnist ekki þess. Hún þarfnast þess alla tíð, meðan hún er við lýði, frá vöggu til grafar. AÍdrei er borið við annað í nokkru félagi, sem fé hefir milli handa, en að kjósa endurskoðendur til að yfirfara reikninga félagsstjórnarinnar, og það er vanalega hylst til, að hafa þá ekki úr hóp nánustu vina hennar og vanda- manna. Stjórnar-flokknum er ekki trú- andi til í neinu landi að hafa á hendi endurskoðun gjörða hennar. f>að er andstöðuflokkurinn, sem það verður að gera, ef slík endurskoðun á að verða annað en kák og hégómi. Heimsins elzta þingstjórnarríki, Eng- iand, metur andstöðuflokk stjórnarinn- ar, hver sem hún er, jafnmikils og stjórnina sjálfa. Sú skoðun er þar svo rík og rótföst, að það er orðið að orðtaki, að tala um »Hans Hátignar andstöðuflokk*, eins og talað er ann- ars um »stjórn Hans Hátignar*. f>ar með er gefið greiuilega í skyn, að kon- ungur, ímynd þjóðvaldsins og þjóð- tignarinnar, helgi sér hvorttveggja jafnt, — að hvorttveggja vinni í lands- ins, ríkisins þarfir. Hitt segir sig sjálft, að stjórninni sjálfri, —- henni er ekki neitt hugleikið að hafa andstöðuflokk í móti sér, og það því síður, sem henni e’r meira á- fátt. Hún neytir eðlilega allrar orku til að efla s i n n flokb sem allra mest, með leyfilegum hætti og óleyfilegum, vandaðri aðferð og óvandaðri. Hún rær að jafnaði að því öllum árum, að sem flestir verði til að veita henni örugt fylgi, hvað svo sem hún gerir, hvort heldur er rétt eða rangt. Hún hefir miklu meiri og betri tök á því en mótstöðumenn hennar. Hún á vald á embættum og öðrum frama, skipun í milliþinganefndir og hinum og þessum fríðindum öðrum. f>ví ásæknari sem hún hefir verið í völdin og því gráðugri sem hún er í að halda þeim sem allralengst, því minna skiftir hún sér af verðleikum og hæfileikum. Flokksfylgið er henni fyrir öllu. Hún beitir valdí sínu aðallega til þess að úthluta fylgifiskum sínum trúrra þjóna verðlaunum. Viti hún eiuhverjum undanviliugjarnt I hjörðinni, vefur hún þann hinn sama að sér með kjassmáium og blíðuatlot- um og lætur hann gegn-bakast við brennheita geisla landsföðurlegrar náð- ar sinnar. Hversu illvíg sem hún hefir verið, meðan hún var að brjótast til valda og engu eirt þá, engu unað þá öðru en að alt væri í logandi ófriðarbáli, þá lýtur alt hennar tal og hennar málgagna eftir það að friði og sátt- semi. H e n n i kemur skiljanlega þ á bezt, að þeir, sem hún er yfir sett og ekki beyra til gæðingahjörðinni, hagi sér eins og sinnulausar rolur og gungur jarmandi eftir þeim friðarsóninn og gerandi hvorki að æmta né skræmta, hvað sem við þá er gert, og hvort sem gætt er viðunanlega hagsmuna lands og lýðs eða alls ekki. Stjórnar-andstöðuflokkur er jafn- ómissandi í hverju landi eins og stjórn- in sjálf. f>að er sannleikur, sem allir þurfa að láta sér skiljast og hafa hugfastan. Ekki sízt þjóðstjórnar-frumbýlingar. En fjandsamleg þarf andspyrnan alls ekki að vera. Æskilegast, að hún sé það ekki. Hún getur verið full- alvarleg án þess og komið að góðu haldi. f>að er mest undir stjórninni komið, hvern brag hún hefir á sér sjálf. Hvort hún sýnir heldur af sér hóglæti og óhlutdrægni, alúð og elju, eða það sem því er gagnstætt, svo sem ofstopa og þó einurðarleysi, einþykni og þó ráðaleysi, undirferli og þó kjassmælgi. Einarðlegri og alvarlegri stjórnar- andstöðu getur fylgt og á helzt að vera samfara alúðarfylgi af andstöðu- flokksins hálfu í öllu því, er stjórn vinnur til nytsemdar að skyngóðum almannarómi. Að landsins hag er öll- um skylt að vinna, og á öllum að vera ljúft að vinna, hver sem fyrir því beitist. En hitt þurfa allir að hafa hugfast alla tíð, a ð andstöðu-leysi leiðir til andvara-Ieysis. Byggingarefnarannsóknir og byggingartilraunirnar. Eftir cand. polyt. Jón Þorláksson. I. f>að er mörgum kunnugt, að Guðm. héraðsl. Hannesson vakti fyrstur manna máls á því af alvöru (vorið 1899), að eitthvað yrði að gera til þess að koma húsagerð hér á landi í við unanlegra horf en hún er nú; hann fekk því framgengt, með fylgi nokk- urra ötulla manna, að alþingi veitti sumarið 1899 fé »til rannsóknar á byggingarefnum landsins og leiðbein- ingar i húsagerð«. Til þess að hafa starf þetta með höndum var ráðinn Sigurður Péturs- son mannvirkjafræðingur; en því mið- naut hans skamma stund við; hann dó haustið 1900, áður en fyrsta starfs- ár hans var á enda. f>á fekst enginn til að halda starf- inu áfram, og lá það því niðri þar til um ársbyrjun 1903, að mér var falið starfið á hendi samkvæmt tillögum Búnaðarfélags íslands. Síðan hef eg verið að kynna mér það sem hcr að lýtur, húsagerð og byggingarefni, bæði innanlands og utan, og vil eg nú leyfa mér að gera stuttlega grein fyr- ir, í hverju starfið er fólgið, og hvern- ig eg ætla að verði að haga fram- kvæmdumum til þess að von sé um góðan árangur. Fyrsta atriðið er rannsókn á bygg- ingarefnum landsins. f>að eru, sem bunnugt er, ekki mörg innlend efni, -sem kostur hefir verið á til húsagerðar til þessa: grjót, sem víðast hvar er slæmt, torf, sem í sjálfu sér hefir mikla ókosti, sandur til þess að blanda með steinlím, og reka- viður, sem tæplega getur talist með innlendum byggingarefnum og er nú á þrotum víðast hvar. Hrís, melstöng og hey er sumstað- ar notað undir torf í þök og er að vísu betra en ekkert, en getur þó tæplega með byggingarefnum talist. Sú spurning, sem flestum verður fyrst fyrir, er því þessi, hvort ekki sé hægt að finna nein n ý byggingarefni í landinu sjálfu, sem geti komið að nokkru leyti í stað hinna útlendu efna, sem nú eru notuð, og að nokkru leyti í stað hinna innlendu efna, t. d. torfsins, sem eru brúkuð nú, en hafa reynst miður vel að ýmsu leyti. Ekki er svo að sjá, að um auðugau garð sé að gresja, er leitað er að nýj- um byggingarefnum. Yíða erlendis eru flest hús gerð úr tigulsteini að veggjum, en tigulsteinn er búinn til úr leir eða deigulmó. Ekki er ólíklegt að hægt sé að búa til tigulstein úr íslenzkum deigulmó, og er þá von um að þar með fáist nýtt innlent byggingarefni; en þó efn- ið sé iunlent, er ekki svo að skilja, að það kosti ekki neitt; tigulsteinn verð- ur ekki ódýrari á Islandi en annars- staðar, heldur hitt; og meðan vegir og samgöngufæri eru í svipuðu Iagi og nú, má heita frágangssök að flytja þann tigulstein, sem þarf í heil hús eða bæi, svo langan veg á landi, að nokkru nemi. Er nú óhætt að segja, að þó að tigulsteinsbrensla komist á við stærri kaupstaði og í sjávarpláss- um, þá hlýtur það að minsta kosti að eiga langt í land, að alment verði að byggja úr tigulsteini upp til sveita; til þess að það gæti orðið verulega hagkvæmt, þyrfti að búa til tigulstein því nær á hverjum bæ, en á því eru býsna-miklir örðugleikar. Fyrst og fremst mun leirinn hvergi nærri vera alstaðar til, og svo eru mjög miklir örðugleikar á því að brenna tigulBtein í smáum mæli, þar sem veð- urfar er eins óstöðugt og rigningasamt og hór á landi gerist; það þarf að hafa nokkurn veginn fullkominn út- búnað, og til þess að það geti borgað sig, verður tigulsteinsgerðin að vera í nokkuð stórum mæli. Ef gera á veggi úr tigulsteini er ekki heldur nóg að hafa steininn sjálf an, heldur þarf einnig steinlím til að leggja hann í; steinlímið getur annað- hvort verið slökt kalk og sandur, eða sement og sandur; sement er búið til úr kalki og leir. J>ví er það, að hvernig sem stein- límið er haft, þá er kalk dýrasta efn- ið í því. En nú virðist svo, sem landið sé gjörsnautt að kalki, og eru þá litlar líkur til, að fá megi innlent steinlím. Raunar hefir fundist ofurlítið af kalki 1 Esjunni á Kjalarnesi, og var það unnið nokkur ár, flutt til Reykja- víkur og brent þar; samt varð ekki framhald af þessu, enda var þessebki von, með því að kalkið virðist vera

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.