Ísafold - 18.05.1904, Page 1

Ísafold - 18.05.1904, Page 1
ISAFOLD. Reykjavík miðvikudaginn 18. maí 1904 Kemur út ýmist einu sinni eða tviav. i viku. VerO árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/s doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). XXXI. árg. I 0. 0. F. 865279 Augnlœkning ókeypis 1. oir ii. þrd. á bverjum mán. kl. 11—1 i spitalanum. Fnrngripaxafn opið mánud., mvd. og Id. 11-12. Frilœkning á gamla spítalanum (lækna- -skólanum) á þriðjudögnm og föstudögnm kl. 11 — 12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverjn föstudags- og <«nnnudagskveldi kl. 8’/k síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónnsta ki. 9 ig kl. 8 á hverjum helgnm degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- •<sndur kl. 10‘/2—12 og 4—6. Landshankinn opinn hvern virkan dag 11—2. Bankastjórn við ki. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókattafn opið hvern virkan dag kk 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. «og ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, I Vestnrgötu 10, opið * sd. kl. 2—3. Tanntœkning ókeypisiPósthússtræti 14b ; og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Millilanda-póstferðirnar. Eitt er þ a ð af mörgu, er hin nýja iandstjórn vor þarf að reyna sig á að koma í annað lag og betra en nú gerist. Landi vor einn, er staddur var suð- ur í Lundúnum nýlega, var spurður þar, hve tíðar væri póstskipssamgöng- ur hér við land frá Danmörku eða öðrum næstu löndum. — Tvisvar í mánuði, svaraði land- inn. það voru ýkjur vitanlega; því fer najög fjarri til jafnaðar. þær eru ekki svo tíðar nema þegar bezt lætur. Stundum líða 4—5 vikur í milli póst- ferða handan um haf, og jafnvel 6—7 vikur einu sinni, um háveturinn. ®n hvað haldið þér að Englending- urmn hafi sagt við svari landans, sem fjtirvarð sig að segja sins og var, heldur gerði póstsamgöngur hingað töluvert tíðari? \ður hefir orðið niismæli, sagði hann; þér hafið ætlað að segja tvis- var f viku. það er ekki í fyrsta skifti, sem út- fendingar geta með engu móti gert sér í bugarlund, hve óskaplega vér erum fangt á eftir tímanum, aftur úr því, sem gerist annarsstaðar um hinn ment- aða heim. Englendingar hafa löngu komið á hér um bil daglegum póstskipsferðum milh Skotlauds og Hjaltlands. Rit- síma lögðu þeir þangað fyrir 35 árum (1869) og milli eynna þar 2 árum síðar. Hvemig eiga þ e i r að skilja í öðr- um eins ósköpum og þes8u samgöngu- leysi ? Merkilegast í þessu máli er það, að nú er orðið svo mikið um gufuskips- ferðir hór milli landa, að varla mundi þurfa að f j ö 1 g a þeim neitt til þess, að koma mætti póstsendingum milli landa og ferðamönnum 1 sinni í viku alt árið. Galdurinn er sá allur, að fá þeim r a ð a ð svo, að þetta gæti komist á. En í stað þes3 eru 2 eða fleiri skip frá hinni landssjóðsstyrktu póstskipa- útgerð látin verða þrásinnis að kalla má alveg samferða hingað og héðan aftur. Fyrstu vikuna í þessum mánuði komu hingað 3 gufuskip þess félags frá útlöndum, 2 þeirra sama daginn eða sama sem það; ennfremur 4. skip- ið frá annari landsjóðsstyrktri útgerð (gufub. Reykjavík), og loks hið 5. frá Thore félaginu. En svo kemur ekkert 4 vikur sam- fleytt, nema ef það verður af tilviljun ! Er nú ekki þetta herfileg ómynd? Mundi stjórn nokkurs lands vera í rónni öðru vísi en að gera sitt sárasta til þess að koma einhverri lögun á slíkt ? ískyggileg veðrabrigði í búnaðarskólamálinu. sVerður það eern varir og ekki varir«. Síðan með nýári hefir dregið upp þá bliku í búnaðarskólamáli voru, sem búast má við allsnörpu éli úr, láti landsmenn sig annars það mál nokkuru skifta. Stefán kennari Stefánsson leggur það til, í 17. tbl. Horðurlands, að Hvauneyrarskólinn sé fluttur til Reykja- víkur. því næst varpar sýslunefnd Eyfirðinga því fram í 20. tbl. sama blaðs, að Hólaskóli ætti sera fyrst að flytjast til Akureyrar eða í grend við hana, og 12. f. m. óskar aukafundur í Búnaðarfélagi íslands þess, að sett verði a fót í Revkjavík bókleg búnað- arkensla. Með næsta pósti má búast við að frétta, að flutningur Eiðaskól- ans til Seyðisfjarðar sé í aðsigi; er þá ekki eftir nema Ólafsdalsskólinn, sem líklega fær að lognast út af þar sem hann er kominr. Eftir þeBsu má þá ef til vilí búast við, að allir búnaðarskólarnir verði innan skamms fluttir í kaupstsð. þangað liggja líka flest sporin frá landbúnaðinum um þessar mundir. Hingað til höfum vér viljað hafa búnaðarskóla ekki einungis til að kenna búnaðarvísindi, heldur og til að kenna hinar algengustu greinir verk- legrar búfræði, kenna bændaefnum vorum að vinna. þess vegna höfum vér að dæmi ann- arra þjóða talið það bezt samsvara ætlunarverki skólanna, að þeim væri vel í sveit komið, á góðum og hentug- um jörðum. Nú þurfum vér búnaðarskóla að eins til að kenna bækur; það er mergur- inn málsins í þessum kaupstaðarflutn- ingi skólanna. Hvað skyldu Norðmenn segja, ef einhver segði þeim, að einu góðan veðurdag ætti að flytja alla búnaðar- skóla úr sveitum þar til kaupstað- anna? Skyldu þeir telja það vel af sér vik- ið fyrir landbúnað sinn? En sleppum því. En sú spurning hlýtur að vakna hjá hverjum þeim, er nokkuð hugsar um mál þetta, hver nauðsyn sé á þessum flutningi búnaðarskólanna á kaupstaða- mölina. Búnaðarskólar vorir hafa að flestu leyti verið sniðnir eftir amtsbúnaðar- skólum Norðmanna, sem allir eru í sveit, allir með bóklegri og verklegri kenslu og tveggja ára og þaðan af styttri námstíma. Hefir nú reynslan sýnt, að þetta fyrirkomulag geti ekki blessast hér hjá oss eins og Norðmönnum? Eg held ekki. Hitt er annað mál, þótt skólum vorum hafi í ýmsu verið áfátt. |>að hefir ekki stafað af þvi, að þeir eru í sveit, né heldur af því, að kenslan hefir verið bæði bókleg og verkleg, heldur af því, að þá hefir vantað fé, til þess að geta fullnægt kröfum þeim, er gjöfa verður til sæmilegra búnað- arskóla. Svona hefir og verið um norsku búnaðarskólana. En þeir hafa samt ekki verið rifnir niður og fluttir í kaupstað. Norðmenn hafa tímt að gjöra þá svo úr garði, að þeir geta samsvarað öllum réttmætum kröfum. f>etta er oss líka í lófa lagið. Gætum vér einhvern tíma losast við hreppa-pólitíkina í búnaðarskólamáli voru og komið oss saman um, hve marga bvmaðarskóla oss er uauðsyn á að halda, þá er oss sannarlega innan handar að styrkja þá svo ríflega, að þeir geti fullnægt þörfum vorum, þótt ekki hlaupum vér til að flytja þá í kaupstað. En þá er að líta á ástæðurnar fyrir þessum flutningi. þær eru einkum þrjár, og eiga eink- um við fiutning Hvanneyrarskólans til Reykjavíkur. Fjölbreyttari og betri kensla; ment- andi áhrif kaupstaðanna á nemend- urna; og fjársparnaður. Bókleg kensla getur sjálfsagt orðið fjölbreyttari í Reykjavík en upp til sveita. En ekki er víst, að kenslan hljóti að verða betri fyrir það, eða að ekki megi gjöra búnaðarskólana svo úr garði, þótt í sveít sé, að bóklega kenslan geti orðið góð og samsvarað þörfum vorum. Eg get ekki séð nein tormerki á því, að kenna í sveit margt það, sem ekki hefir hingað til verið kent í bún- aðarskólum vorum. Mundi t. d. vera nokkuð óhægra í sveit en kaupstað, að gjöra tilraunir með ýms áburðarefni, kenna að þekkja helztu fóðurjurtir vorar og fóðurgildi þeirra, skapnað jurta og dýra, meðferð mjólkur, smjörtilbúning o. 8. frv. En þótt svo væri, að þessi bóklega kensla gæti orðið fjölbreyttari í Reykjavík, sökum sérfræðingafjölda hennar í búnaðarvísindum, þá nær það naumast til hins kaupstaðarins, sem Hólaskóli á að flytjast í. Eg fyrir mitt leyti vil í búnaðar- kenslu vorri hafa fyrir augum hina gömlu, góðu reglu: »fikkimargten mik- ið«; bændaefnum vorum ríður meira á Uppsögn (skrifleg) bnndin vi6 áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrii 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. 31. blað. að læra vel það, sem hverjum bónda á Islandi liggur mest á að vita og kunna, en að fara yfir margt, og kunna svo ef til vill ekki neitt að gagni í neinu, eins og því miður er alt of títt í mörgum skólum vorum. Hvort bóklega kenslan í búnaðar- skólunum er góð eða vond, er ekki svo mjög komið undir því, hvar þeir standa, heldur hinu, hvernig kensl- unni er hagað og hvort kennararnir eru góðir eða ónýtir. Trygging fyrir góðri kenslu fæst því ekki með flutningi skólanna til kaupstað- anna. En það er fleira en bókvitið, sem búnaðarskólanemendur vorir þurfa að fá. f>eim ríður engu minna á verk- legri kunnáttu og æfing í algengum jarðyrkju- og landbúnaðarstörfum. Vér þurfum að hafa áreiðanlega trygging fyrir því, að bændaefni vor geti átt kost á verklegri búnaðarkenslu engu síður en bóklegri. En sú trygging er eins og hér hag- ar til því nær ófáanleg, nema með búnaðarskólum, er kenni verklega búfræði. En hvernig er nú hinni verklegu grein búnaðarkenslunnar borgið í þessum kaupstaðarskólum ? f>eir eiga ekkert að kenna og geta heldur ekkert kent í þeirri grein, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir eru á mölinni. Af þessum flutningi Jeiðir, að bænd- ur eiga sér enga kenslustofnun, er veitt geti verklega búnaðarkenslu; með öllu sínu fjölbreytta bókviti kunna kaup- staðabúfræðingar ekki að víkja hendi eða fæti við þúfnasléttun, skurðgröft, ^arðhleðslu, auk heldur önnur vanda- samari verk. Er nú þetta framför fyrir landbún- að vorn ? En kaupstaðarskólarnir eiga að út- vega nemendum sínum kenslu og æf- ing í vandasömum bústörfum hjá sveita- bændum; í því er öll tryggingin fyrir verklegu búnaðarkenslunni. Hún má sannarlega ekki minni vera. Landbúnaði vorum væri lengra kom- ið en er, væri góð völ á þeim bænd- um, sem tekið gæti að sér slíka kenslu. Fyrst og fremst munu þeir bændurnir næsta fáir, sem til þess eru færir, og því færri þeir, sem missa mega tíma sinn frá búskaparönnunum til þessar- ar kenslu. Kaupstaðarskólamennina hefir mint, er þeir vörpuðu þessu fram, að þeir væru horfnir úr einyrkjabúskapnum ís- lenzka suður í Danmörku, þar sem bú- fræðislega hámentaðir stórbændur og stóreignamenn eru á hverju strái, sem kallað er. En þót't svo væri, að hola mætti niður nokkurum piltum á þennan hátt, hvaða eftirlit verður þá haft með þess- ari kenslu víðs vegar um land? Kennendur skólans, sem öðrum frem- ur ætti að vera ant um að piltarnir lærðu eitthvað, geta alls ekki litiðeft- ir henni að nokkru gagni, þótt þeir væri á þönum alt sumarið. Náms- mönnunum er á þennan hátt varpað út í algerða óvissu, og skólarnir geta litlu sem engu um það ráðið, hvort þeir læra nokkuð eða ekkert. Eða hvaðan eiga að koma færir bændur

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.