Ísafold - 25.05.1904, Side 2

Ísafold - 25.05.1904, Side 2
130 margir hafa reynt að láta hann selja fynr sig, en án mikils árangurs. |>essi uppgötvun getur því ekki verið ný fyrir þá; en auðvitað eru það mjög mikil meðmæli með hr. S. J., að þing- eyrabóndinn telur hann þann »rétta mann á réttum stað«, þ. e. hinn rétta umboðsmann íslenzku saltkjötsverzlun- arinnar. Hætt er þó við, að sala hr. S. J. á tilraunakjötinu, sem áður er skýrt frá, dragi nokkuð úr meðmæl- unum, því fáir raunu vilja eiga undir því, að kjöt þeirra só selt á 8 aura pd. eða minna. Kaupmenn, sem vita hve lítill saltkjötsmarkaður er í Dan- mörku, mun renna grun í, að ef hr. S. J. fær 2000 tn., þá hefir hann salt- kjötsmarkaðinn alveg í h^ndi sinni, og er því í sjálfs vald sett, hvað hann gefur fyrir kjötið. f>að er því allólík- legt, að margir kaupmenn vilji að raunarlausu verða til þess að kasta kjöti sínu út í slíka tvísýnu. Hér að framan hefir verið minst á aðalefnið í skýrslu Hermanns; en með því að hún hefir ekki gefið tilefni til að minnast á aðalkjarna málsins, þyk- ir mér ástæða til að fara um það nokkrum orðum. f>að sem sórstaklega þurfti og þarf að rannsaka í þessu máli er : 1. Hvar er aðal-nútíðar og fram- tíðarmarkaðurinn fyrir íslenzkt salt- kjöt? þessari spurningu hefir hr. H. alls ekki reynt að svara. Hann skýrir ekki einu sinni frá því, hvar íslenzkt saltkjöt er aðallega selt nú, sem þó hefði ekki þurft að kosta hann neina fyrirhöfn, er teljandi væri. Árin 1899 og 1900 var samkvæmt landshagsskýrslunum fiutt út um 10 þús. tn. af kjöti hvort árið. Hvað mikið hefir verið flutt út seinustu 3 árin, oru ekki skýrslur til um; en líklega hefir það verið svipað. Árið 1900 voru fluttar til Noregs rúm- ar 4000 tn., eftir skýrslu yfirkonBÚlsins danska í Kristjaníu (á landshagsskýrsl- unum er ekkert að byggja í þessu efni), og árið 1902 um 8000 tn. Af þessu er auðsætt, að aðalmarkaðurinn fyrir íslenzkt saltkjöt er í Noregi, en ekki í Danmörku, eins og H. virðist ætla og sjá má á því meðal annars, að hann dvelur hér um bil allan tím- ann í Khöfn; skreppur að eins til Nor- egs rétt áður en hann fer heim. 2. Hvernig á að flokka og merkja kjötið til þess að fá sem hæst verð fyrir það ? Um þetta átti hr. H. að koma með ákveðnar tillögur. 3. Hverir eru það sem neyta salt- kjötsins ? Bru það aðallega sjómenn, eða kaupstaðarbúar og sveitamenn ? Og hvernig vilja hverir um sig, að kjötið sé saltað ? Br ekki hægt að salta kjöt til útflutnings, sem ekki á að hafa á skip, með svo þunnurn pækli, að ekki þurfi að afvatna það ? |>etta er gjört á einstöku stöðum hér á landi og gefst vel, oghefirþann stóra kost, að þá þarf ekki að smá- höggva kjötið. Bngri af þessum spurningum hefir hr. H. reynt að svara, eða svarað svo, að neitt sé á að græða. 4. Er ekki hægt að flytja kjötið nýtt (ósaltað) til útlanda? Um þetta hefir verið rætt og ritað mikið síðustu 2 árin, og því er merkilegt, að maður sem sendur er é alraennings kostnað, með rífum farareyri, til að rannsaka kjötsöluhorfurnar, skuli leyfa sér að ganga þegjandi fram hjá því. Stofnað var í fyrra stórt hlutafélag í New York til þess að gera tilraunir með að flytja kælt sauðakjöt frá Ame- ríku til Englands — sbr. The Scotch Commercial Kecord 1903 n^. 5. Ef þessi tilraun hefir tekist eða tekst, er augljóst, að vér getum flutt kjötið kælt til Englands, og þar með er lokið saltkjötssölunni íslenzku. Málið er því sannarlega þess vert, að því sé veitt athygli. Af því, sem að framan er sagt, virð- ist auðsætt, að Hermanni hafi því miður ekki lánast að bæta kjötverzlun vora, enda var naumast við því að búast. Hins vegar þykir mér líklegt, að honum hafi tekist nokkurn veginn að sjá fyrir þeim 2000 kr., sem veitt- ar voru til kjötsölutilraunanna. f>að er þó í sjálfu sér aukaatriði, þótt því fé hafi verið á glæ kastað. Hitt er meira um vert, að hann hefir m e ð því að trana sér fram til starfs, sem hann er öldungis óhæfur til, stórspilt fyrir mjög mikilsverðu máli, eða að minata kosti tafið fyrir skynsamlegum framkvæmdum á því um óákveðinn tíma, og þar með að líkindum skaðað landbúnað vorn um fé, er nemur svo tugum þúsunda skiftir. Reykjavík 9. maí 1904. Guðjón Guðmundsson. Hvað vér erum, og hvað vér viljum verða. Bæjarstjórn Reykjavikur hélt heiðurs- samsæti 18. þ. mán. vatnsveitumönnunum ensku, þeim Mr. Depree og Mr. Ware. Þar mælti héraðslæknir Guðm. Björnsson fyrir minni heiðursgestanna á þessa leið, á ensku. f>ér komið ú r því landi, þar sem þjóðfrelsi hefir átt sér lengstan aldur og borið fegursta ávexti. f>ér komið t il lands, þar sem þjóð- frelsi er metið meir en öll önnur gæði; þetta land var numið fyrir rúmum 1000 árum af mönnum frá Noregi, sem kusu heldur að yfirgefa óðul sín en lúta harðstjóranum, sem þá brauzt þar til valda. Erelsisást var aðalein- kenni forfeðra vorra, og aðaleinkenni hverrar kynslóðar haldast miklu leng- ur eu 1000 ár. Prelsisástin er oss ís- lendingum meðfædd. Eg þykist vita, að yður sé kunnugt, að ísland var í fyrstu lýðveldi, komst síðar undir Noreg og með Noregi und- ir Danmörku og var smám saman svift frelsi sínu og sjálfstjórn. Afleið- ingin varð sú, að þjóðin lenti í eymd og volæði. Snemma á öldinni sem leið vakn- aði þjóðin til meðvitundar um forn réttindi sín og hefir síðan öllu öðru framar haft hug á því, að fá aftur fult stjórnfrelsi. Stjórnarskrá fengum vér árið 1874. Samkvæmt henni eigum vór nú þing, er setur lög með samþykkí konungs og ræður öllum fjármálum. Stjórnin, ráðherra íslands, sat áður í Kaup- mannahöfn, en nú á síðastliðnu ári fengum vér breytingu á stjómarskránni, sem mælir svo fyrir meðal annars, að stjórnin skuli vera í landinu sjálfu — ráðherrann sitja í Reykjavík; og þar með höfum vér þá fengið heimastjórn. ísland er hluti af Danaveldi og þjóð- in er vel ánægð með það hlutskifti, þar eð hún hefir nú fengið sjálfstjórn, líkt og enskar lýðlendur, t. d. Canada. |>ér bafið vafalaust lesið eínhverjar ferðabækur um ísland eftir landa yð- ar, sem hór hafa komið — ísland er að verða ferðamannaland. Eg hefi líka lesið þessar bækur, og þess vegna hata eg allar ferðabækur; eg sé, að þær segja skakt frá flestu; og úr því að íslenzkar ferðabækur eru fullar af vitleysum, býst eg við að ferðabækur um önnur lönd séu það líka. Eg fór einu sinni með ensku ferða- mannaskipi frá Leith til Eergen. Eng- inn af ensku farþegunum hafði komið til íslands. þeir fengu að vita, að eg var Islendingur, og svo störðu þeir á mig; eg sá að þeir voru mjög forviða á því, hvað eg var líkur þeim og öðr- um Norðurálfubúum. þetta kom mér ekki á óvart. Vér vitum það vel íslendingar, að sú skoðun er algeng meðal annarra þjóða, að vér séum hálfvilt þjóð, skyld- ir P78kimóum, búum í moldarholum, lif- um á úldnum fiski og kunnum flestir hvorki að lesa né skrifa. Margir halda að landið sé sífelt ísi girt og hulið snjó — dönsk hefðarfrú spurði einu sinni íslending að því, hvort það væri satt, að ísbirnir kæmu oft á land og löbbuðu um göturnar í Reykjavík. Eg veit að þið hafið ekki þessa skoðun á landi voru og þjóð — ann- ars hefðum vér ekki þá ánægju að sjá yður hér í kveld. En mér þykir trú- legt, að yður hafi litist illa á þennan blett af landinu, sem þér hafið séð, og býst við að þér farið héðan með þá skoðun, að hér séu ekki miklar líkur til að fólki geti fjölgað, atvinna og velmegun aukist. En þar sem þér þó hafið í hyggju, að eiga viðskifti við höfuðstað lands- ins, tel eg víst, að yður muni þykja fróðlegt að heyra, hvernig vér íslend- ingar sjálfir hugsum til ókomna tím- ans. þessar eru hugsanir vorar : Vér eigum mörg hundruð fermílur af landi, sem er ágætlega lagað til grasræktar. það sem þór hafið séð, nágrenni Reykjavíkur, er einn ófrjó- asti blettur landsins. Vér eigum vfða jökulár, sem flytja kynstur af ágætum áburði; með þeim mætti frjóvga stór- ar lendur. Jarðræktin er enn í bernsku, svo að á þeim atvinnuvegi lifa ekki nema rúm 40 þús. manna. En vér ætlum að rækta landið, færa yður smjör, einsgott og danska smjörið, og selja yður kjöt, og vér trúum því, að hér muni geta lifað fjöldi fólks, mörg hundruð þúsund, á jarðræktinni einni. Vér eigum engan iðnað, sem telj- andi sé, og engin kol í landinu. En vér eigum fjölda af vatnsmiklum ám og fossum, sem vér ætlum ekki að selja Englendingum eða öðrum þjóð- um, og vér eigum heljarflæmi af góðu mólandi; vér ætlum að láta fossana og móinn koma ístaðkola; vér hyggj- um, að þar eigum vér auðsuppspretíu, er orðið geti oss jafnmikils verð, sem kolin eru yður; vér lítum svo á, að þar sem aflið er ódýrt, þar hljóti ým- is konar iðnaður að geta þrifist. Vér ætlumst til, að hér geti með tímanum lifað jafnmargt manna á iðnaði sem á landbúnaði. Loks eigum vér í kringum strend- ur landsins einhver beztu og auðug- ustu fiskimið heimsins, óþrjótandi auðsuppsprettu, meira virði í vorum angum en gullnámurnar í Ástralíu. Gullnámurnar í Ástralíu munu þrjóta, en gullnámur íslands, fiskimiðin, eru óþrjótandi. Landar yðar og Erakkar hafa nú sem stendur meiri not af þeBsari auðsuppsprettu en vér sjálfir; hér lifa ekki full 30,000 manna á fiski- veiðum; en nú erum vér farnir að sjá, hvers virði fiskimiðin eru. Vér ætlum að nota þessi auðæfi sjálfir bet- ur eftirleiðis, og vér stöndum þar bezt að vígi, af því að vér erum næstir þeim. Vér trúum því, að hér geti lif- að á fiskiveiðum eins margt fólk eins og á landbúnaðí og iðnaði samanlögð- um. Vér trúum því, að eftir 20 ár verði 20,000 manna í Reykjavík. þér kunnið nú að segja, að þetta sóu hugsjónir og annað ekki. En farið og skoðið landið og þjóðina, betur en al- gengir ferðamenn. þér kunnið að segja, að vér íslend- ingar séum ekki menn til að nota landið, til að framkvæma alt þetta. það mun sjást á sínum tíma. þér hafið fengið hjá mér ýmsar skýrslur, sem sýna ljóslega, að þjóðin hefir tekið stórum þrifum síðan hún fekk sjálfstjórn. Og síðan eru ekki liðin nema 30 ár. Vér erun, rétt að byrja. þér Englendingar eruð voldugasta þjóð í heimi og hafið bezta stjórn. þér hafið sett yður það markmið, að ná yfirráðum yfir bezta hlutanum af nýlenduheiminum og hagnýta hann til hagsmuna fyrir heimalandið, og yður hefir miðað áfram að þessu takmarki með vaxandi hraða. það er yðar metnaður. Vér íslendingar erum minsta þjóð heimsins og vér höfum þá heldur ekki sett oss annað eða hærra mark og mið en það, að hafa hönd yfir voru eigin landi og að hagnýta það sem bezU. Vér elskum þetta land, og vór ætl- um að gera það að góðu heimkynni fyrir niðja vora; vér trúum því, að það muni lánast. Sá er metnaður vor. þegar þér komuð, var talað í bæn- um, að komnir væru tveir Englending- ar, annar mikill vexti, með peninga, hinn lítill, en með þekkingu. Eg hefi ekki séð peninga yðar; eg veit að þeir eru til; en eg hefi orðið þess var, að þér eruð gæddir mikilli þekkingu. Hvers vegna fórust fólkinu þannig orð? Af því að þetta er einmitt það, sem oss vanhagar um : peningar og þekking. Nú ætlum vér, að hægra sé fyrir þekkinguna að græða fé, en fyrir féð að græða þekkingu,—að þekkingin sé meira virði. þess vegna eru líka uppeldis- málin einhver mestu áhugamál þjóðar vorrar. Bæjarstjórn Reykjavíkur leitaði til yðar, af því að yðar land er næst voru og af því að vér vitum, aðíyðarlandi er gnægð af peningum og þekkingu. Mér veitist sú sæmd að tjá yður í nafni bæjarstjórnarinnar, að koma yð- ar hefir verið oss til mikillar ánægju og að vér vonum að hún verði til mikils gagns fyrir bæ vorn. Vér þökkum yður fyrir komu yðar og áhuga á því, að leysa úr þessu vandamáli bæjarins, vatnsveitunni. Vér söknum þess, að þér getið ekkl dvalið lengur meö oss. Vér óskum yður góðrar ferðar. Vér vonum að sjá yður aftur og að koma yðar þá verði til þess, að vér fáum gott vatn og þér arðsöm viðskifti. Franskur þilskipaafli. Konsúll Prakka hér í bænum, hr. C. Zimsen, hefir gert svo vel að láta ísafold í té eftirfarandi skýrslu um afla á frönsk fiskiskip þau, er hér hafa hafnað aig í vor, til 5. þ. m. En byrj- að munu þau hafa aflabrögð hér um mánaðamótin febr.—marz. Aflað hafa:- 2 skip 20 þús. hvert = 40,000 3 — 21 — _ =* 63,000 4 — 22 — — = 88,000 2 — 23 — — = 46,000 1 — 24 — = 24,000 4 — 25 — — = 100,000 2 — 26 — — = 52,000 3 — 27 — — 2E= 81,000 3 — 28 — — = 84,000 2 — 29 — — = 58,000 1 — 30 — = 30,000 2 — 31 — — r= 62,000 2 — 32 — — = 64,000 1 — 36 — — = 36,000 32 skip Afli alls 828,000 þorskar Meðalafli á skip 25,875.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.