Ísafold - 18.06.1904, Síða 1

Ísafold - 18.06.1904, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni etTa tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1'/, doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viö áramót, ógild nema komin sé ti) itgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Aunturstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík laugardaginn 18. júní 1904 40. blað. f. 0. 0. F. 866249 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spitalanum. Forngripasafn opið mánud., mvd. og ld. 11-12. Hlutabankinn opinn kl. 10—U og •f57,-7V8. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og •sunnudagskveldi kl. 87s siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. ti á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjákravitj- -^sndur kl. 107s—12 og 4—6. Landsbankjnn opinn hvern virkan dag Jíkl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag '41.12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. -og ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið i sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b l. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Liafélag Reykjavíkuf hefir ákveðið (að öllu forfallalausu), að iara skemtiferð með gufubátnum »Reykjavík« -sunnudaginn 26. þ. m. vestur að Ökrum i Mýrasýslu Farseðlar verða seldir frá 23. þ. m. í verzlunum Sturlu JÓDsaonar og Siggeirs Torfasonar, og kosta 2 kr. Burtfarartími kl. 7 árd. Að dómi þeirra sem til þekkja eru Akrar sá fegursti staður þar vest- ur um sveitir, og gefst mönnum kost ur á að dvelja þar 6 klukkustundir eér til skemtunar. Banka-umboðsdeild i Kaupm.höfn. |>að mun hafa stafað af síðustu for- vaða ráðabreytninni í vetur um að hafa Hlutabankastjórana 3, að hætt var a ð s i n n i, að hafa umboðsdeild fyrir bankann eða erindrekastofu f Kaupmannahöfn, þó að ráð sé tyrir henni gert í reglugerð bankans, og þó að þjóðbankinn í Kaupmannahöfn væri henni meðmæltur á sínum tíma, er leitað var álits haDS um stofnun Hlutabankans. Hefir líklega vakað fyrir stofnunarnefndinni, að þann veg mætti spara kostnaðinn, sem fer til launa handa 3. bankastjóranum, auk þess sem ekki var nema eðlilegt, að þeir nefndarmenn, sem eru í stjórn Pri- vatbankans í Kaupmannahöfn, kynnu fult eins vel við, að sá banki nyti sjálfur arðsins af erindrekstrinum þar fyrir Hlutabankann, eÍD8 og að sáarð- ur færi í vasa einhvers annars. þeim hefir þótt eiga vel við, að ár því að annar banki í Khöfn, Landmands- baDkinn, hefir þess kyns umboð fyrir Landsbankann, fyrir töluverða þóknun, þá nyti Privatbankinn samsvarandi smáhlunninda af útlendum viðskiftum Hlutabankans. Hér var og ekkert gripið fram fyrir hendur á væDtanleg- um, réttum umráðendum Hlutabank- ans, bankaráðinu. þetta átti að eins að gilda fyrst um sinn, þangað til það tæki annað ráð og stofnsetti þessa umboðsdeild. f>ví mundi vera til trú- andi að gera það, ef hér þætti þess vera þörf. Mál þetta var ekki tekið til með- ferðar á fyrsta bankaráðsfundinum, þeim í vor, líklega af því, að ekki hef- ir þótt liggja svo mjög á því þá þegar. Hitt höfum vér þó fyrir satt, að bankastjórarnir telji áminsta umboðs- deild nauðsynlega heldur fyr en sfðar. Fyrir því munu og vera mjög góðar og gildar ástæður, svo sem hér skal verða á vikið lauslega. f>að væri mikil framför að því fyrir v e r z 1 u n vora og verzlunarstétt, ef hún gæti orðið sem allra minst upp á aðra komin en sjálfa sig. Til þess þarf hún að verða miklu óháðari en nú gerist útlendum umboðsmönnum. Leiðin að því er fyrst og fremst, að þurfa ekki að leita þeirra um fjár- magn til að reka verzlun sína, heldur að eiga kost á því í sínu landi, og því næst hitt, að geta fengið nauðsyn- lega leiðbeiningu við erlend viðskifti 8Ín öðru ví8i en að verða að selja frelsi sitt að kalla má hinum og þess- um milligöngumönnum og láta þá taka um leið óbærilegan toll af viðskiftun um í sinn vasa. Slíka viðskiftaleiðbeiningu ætti um- boðsdeild bankans að geta veitt. Forstöðumaður hennar ætti aðganga verzlandi löndum héðan í konsúls stað þar í Danmörku, vera þeim verzlunar- ræðismaður, öllum óháður nema banka- stjórninni hér, sem lætur hann reka sitt erindi. Fyrirkomulagið yrði þá það, að um- boðsdeildin yrði látin hafa í höndum skilríki frá bankanum og útbúum hans hér um alla kaupmenn og verzlanir hér á landi og aðra atvinnurekendur, svo að þeir þyrftu eigi annað en að vísa þangað, er þeir vildu komast í einhver viðskifti erlendis. Umboðs- deildin mundi auk þess greiða þá fyr ir, að þeir fengju vörur gegn víxlum, í stað þess að neyða þá til að taka hjá umboðssala eða fyrir hans milli- göngu peningalán til vörukaupanna með ymsum afarkostum; og eins mundi hún annast fyrir þá innheimtu á víxlum er. lendis fyrir fslenzka vöru. Loks mundi hún leiðbeina þeim til að leita uppi sem beztan markað fyrir sína vöru, og eins um það, hvar þeir ættu fyrir sér að leita til þess að ná í góð kaup. Hún mundi enga freistingu hafa til annars en að bera sem mest fyrir brjósti hag viðskiftamannsins, með því að hún yrði engum háð, nema bankanum hér; en hans hagsmunum hentar bezt, að við- skiftamönnum hans farnist vel, — að hagur þeirra blómgist sem mest. Nærri má geta, að ekki mundi Pri- vatbankinn eða hver annar mikils háttar banki erlendis, er umboð hefði fyrir bankann hér, fara að leggja sig niður við slíkt. Hann mundi líta mjög svo langt niður fyrir sig niður á bankaholuna hér; hún mundi verða f hans augum ekkert annað en útbú frá honum, sem ætti að láta mjólka h o d u m, heimabúinu, eftir því sem hægt væri. þaun hlut mundi hann og vilja taka á þurru landi, enda eiga hægt með það, er klafinn væri einu sinni laglega við gripinn lagður. f>að yrði brátt fullkominn skylduskattur í hans augum, sera ekki gæti komið til nokkurra raála að leggja á sig neina kvöð fyrir, svo sem með leiðbeining- um við íslenzka verzlara eða útvegun á lánstrausti handa þeim. Hann mundi og alls engan tfma vilja eða geta gefið sér til þess. Öll íslenzku viðskiftin væru í hans augum eins og lítill dropi f reginhafi, er ekki væri eyðandi til neinum tíma eða fyrirhöfn. Alt öðru máli mundi verða að gegna um sérstakan erindreka fyrir íslenzka bankann, er hefði ekki annað að hugsa eða starfa. Hinn útlendi banki mundi loks bera mest fyrir brjósti umboðsmennina gömlu, landa sína, sfna gömlu og góðu viðskiftamenn, sem eru auk þess sumir hverir einmitt meiri háttar hlut- hafar í Privatbankanum. Hann mundi vilja helzt halda öllu í gamlahorfinu. Með þeim hætti mundu lítil sem eDgin breyting verða yfirleitt á ástand- inu sem nú er. f> á mundi haldast sama Hafnar-stjórnin sem nú er í peningamálum verzlunar- stéttar vorrar. Heimastjórn f þeim málum fáum vér þá fyrst, er bankar hér gerast nokkurn veginn óháðir Khafnar-peningavaldinu. En það geta þeir orðið því að eins, að þeir séu húsbændur erindreka sinna þar, en ekki hjú þeirra eða undirtyllur. f>ess vegna er Hlutabankanum bráðnauðsynleg honum háð umboðs- deild erlendis, og þá þar fyrst og helzt, sem mest er um íslenzk verzl- unarviðskifti. f>á er þessu næst enginn samjöfn- uður á því, hversu vegur bank- a n s hér, og þar með landsins alls, mundi vaxa með því lagi í augum utanríkisþjóða, er vér höfum mök við, heldur en ef binda á öll peningavið- skifti vor við þær við einhvern banka í Danmörku; það tjóður yrði í þeirra augum greinilegasta innlimunarmark; ekki mundu þær þ á hafa nokkurt hugboð um, að vér værum neitt ann- að en aldanskur landshluti, eins og Borgundarhólmur eða Láland, o. s. frv., og að danskir bankar og dönsk verzl- un hefði hér að eins í seli. En með umboðsdeild f Kaupmanna- höfn mundi Hlutabankinn geta komist f beint viðskiftasamband við helztu banka í ymsum verzlunarhöfuðstöðum utanrfkis. f>ar með gæti hann aflað sér og landinu lánstrausts þar, og átt fyr- ir það kost á, ef á lægi, að eiga við ódýrasta peningamarkaðinn i það og það skifti, og fá sér þar lán, ef svo bæri undir; og eins hitt, að koma fé- mætum munum sínum, verðbréfum eða þess háttar, þar út, sem bezt gegnir. Hitt liggur f augum uppi, að ef danskur banki á að annast það, er alt undir því komið, hvernig hann er staddur eða á honum liggur. Hann gæti og skamtað þar íslenzka bank- anum kjör og kosti alveg eftir sinni geðþekni. f>að er skilyrði fyrir öllum frjálsum viðskiftum, að vera e kk i k 1 a f a - bundinn á einum stað, við eina verzlun eða eina peningastofnun. Slíkt frelsí er íslenzkum banka mjög mjög svo nauðsynlegt. Hann á meira að segja ekki að þurfa að vera bund- inn við peningamarkað eins og hins sama lands. Honum á að vera al- veg frjálst að skifta við hvern sem hann vill, við hvaða banka annan og hvaða land, sem hann vill. Væri hann bundinn dönskum banka, er mjög hætt við, að það frelsi yrði af skornum skamti. f>að er hætt við, að stjórn þess banka leyfði sér þá, að hafa nokkurs konar yfirumsjón með viðskiftunum út á við. En bankastjórnin hér á ekki að þurfa að standa neinum reikning ráðsmensku sinuar nema bankaráðinu og hlut- höfum á aðalfundi. V a r a s j ó ð bankans ríður á að tryggilega sé um búið. f>ar mega ekki komast að nema örugg úrvals-verðbréf. Eigi danskur banki að annast kaup á þeim, getur enginn ábyrgst, að hann meti ekki mest verðbréf frá sjálfum sér, hvort sem fulltryggileg væri eða ekki, hlutdrægnislaust metið. Bæði landstjórnin og einstakir fram- kvæmdamenn geta þurft á aðfengnu lánsfé að halda, frá öðrum löndum, eins og algengt er um þjóðir á upp- vaxtarskeiði, og það þótt efnaðri séu en vér. Ekkert vit er í öðru en að bankinn hafi sjálfur sinn erindreka fyrir sig til að standa í þess kyns útvegum. Danskur banki, sem hefir nóg að annast annað, mundi naumast reka þess kyns erindi með miklu fylgi, auk þess sem hans hagsmunir kynnu ef til vill þá og þá í bili að fara í bága við það, sem íslenzka bankanum hentaði bezt. Orðugt mundi mjög fyrir bankann hér að vita jafnóðum, hvað gerist á heimsmarkaðinum, peninga- markaðinum úti í löndum. f>að er eitt, sem gerir umboðsdeild erlendis ómissandi fyrir hann. f>ví fer mjög fjarri, að bonum geti komið þar að notum sú vitneskja, er danskir bank- ar afia sér f sfnar þarfir. Kostnaður til umboðsdeildar í Kaupmannahöfn mundi að öllum lík- indum verða heldur minni en meiri en umboðs- eða ómakslaunin til Pri- vatbankans. Fyrir því yrði alls enginn sparnað- ur að því, að hafa enga umboðsdeild í Kaupmannahöfn. Hins vegar er fyrir að gangast stór- miklum óbeinum hagnaði fyrir bank- ann og landið alt, svo sem nú hafa verið leidd að yms rök, er ekki verða vefengd, og mætti þó fleiri til tína. Brugðið hefir fyrir einhverjum guBt þeirrar áttar, að vegna þess að for- staða umboðsdeildarinnar í Kaup mannahöfn mundi vera ætluö aðal- frumkvöðli og frömuði Hlutabankans,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.