Ísafold - 18.06.1904, Síða 3

Ísafold - 18.06.1904, Síða 3
159 Innan skamrua koma fiskiskipin að vestan. Á þeim verða hafðar strangar gæt- ur. Alþýða manna verður að varast að eiga nokkur minstu mök við skipin fyr en skipsmenn hafa fengið leyfi sóttvarnarnefndar til að fara á land. MÍ8lingarnir 1882 voru hvergi eins skæðir eins og hér í bænum. Hvers vegna? Astæðan er vafalaust sú, að húsa- kynni alþýðumanna hér í bæ eru yfir- leitt þrengri en húsakynni sveitamanna, innanhúsþrifnaður lakari vegna erfiðrar vatnssóknar, og óþrifnaður utanhúss miklu áþreifanlegri — andrúmsloft ó- hreinna bæði úti og inni. |>essi mein hafa ekki batnað; þau hafa stórum ágerst síðan 1882. |>að mun sanni næst, að framt að því helmingur af öllum fjölskyldum hór í bænum hafi ekki nema eitt eða tvö herbergi til íbúðar, og þau víðast smá. Vatnsskorturinn hefir stórum aukist; óþrifnaður þess vegna ágerst. Utanhúss eru dauuíllar skolprásir og sorphaugar um allan bæinn, víða líka illa gerðar áburðargryfjur. það er ekki til neins að vera að kroppa utan af þessum sannindum. Bærinn er sem urinn akur fyrir hvers konar farsóttir. það er ekki til nein bólusetningar- aðferð við mislingum. f>að eru ekki til nein. meðul við mislingum, er stöðvað geti sjúkdóm- inn í þeim, sem fá hann, eða gert hann að nokkrum mun vægari en hann mundi annars verða. Og þó er unt að hrífa fjölda sjúk- linga úr dauðans klóm, lækka dauðra- töluna að stórum muti. því er þannig farið : Menn deyja úr mislingum oftast af því, að mislingakvefið snýst í lungna- bólgu; stundum líka, einkum börn, af því, að sóttin hefir oft í för með sér ill kynjað garnakvef. En reynslan hefir sannað, að úr þessu má bæta að stórum mun. Ef sjúklingarnir eru hafðir í h r e i n u andrúmslofti og þeim haldið í rúminu vikutíma eftir að sóttin er um garð gengin, þá ber það sjaldan við, að þeir fái lungnabólgu; þá er og miklu síður hætt við að þeir taki berklaveiki meðan á mislingunum stendur, ef þessa er vandlega gætt. Ef sjúklingarnir fá hreina og létta fæðu, mjólk og annað ný- meti, mjólkin flóuð, drykkjarvatn soð- ið, þá er hættan miklu minni, að þeir fái garnakvef. 1 París eru ávalt mislingar; þar murka þeir líf úr mörgum börnum á hverju ári, eins og í öðrum útlendum bæjum. þegar þjóðverjar sátu um borgina fyrir rúmum 30 árum, var þar mikill matarskortur, eymd og óþrifn- aðar. |>á dóu 30 af hverjum hundr- að börnum, sem mislinga fengu. þegar mislingarnir gengu hér síðast, mun því lítið hafa verið sint, að þrífa bæinn. Meðferð alþýðu manna á sjúklingunum mun hafa verið lík um land alt, þeir byrgðir uiður í rúmi meðan þeir voru þyngst haldnir, öll- um smugum lokað og grafarblæjur breiddar fyrir alla glugga. Hreinlæt- ið af skornum skamti. Andrúmsloft- ið eins og í líkhúsi. Og ef þeir lifðu þetta af, mun þeim víðast hafa verið bleypt á fætur óðar en sóttin hvarf. Fullorðnu fólki er vorkunn, ef annir kalla að; en hitt er vorkunnarlaust, að láta börn liggja nógu lengi. f>að er vonandi, að mislingarnir verði stöðvaðir fyrir vestan; envalt er þó að treysta því, að þeir komist ekki hingað. Og það er of seint að herklæðast þegar á hólminn er komið. Bæjarbúar verða að vera við búnir ef sóttin skyldi koma. f>að þarf að þrífa bæinn. þrifnaður er bezta vörnin, bezta hervæðing gegn öllum næmuu sóttum, bezta ráðið til að draga úr manndauð- anum, sem af þeim hlýzt. Húsmæður í bænum verða að hefj ast handa, hreinsa hús og föt, hvern krók og kyma, hverja spjör, ef óhreint er. Og húsbændurnir verða að þrífa til kringum húsin, að svo miklu leyti sem unt er. Mislingasjúklinga skal hafa i svo rúmgóðu herbergi, sem föng frekast leyta. Herbergið skal vera hreint og fágað. Gólf skal þvo daglega, en aldrei sópa. Glugga skal hafa opinn nótt og dag, gættina misvíða eftir því, hvernig úti blæs. Hreinn gustur verður engum að bana. En óhreinindi andrúmsloftsins í þröngum og óhreinum húsakvnnum drepa fjölda fólks á hverju ári, þá flest, er farsóttir ganga. Myrkur er óholt og óþarft fyrir augu sjúkling anna, en rétt er að draga úr birtunni, og þá bezt að hafa ljósrauð tjöld fyr- ir gluggum. Mataræði skal haga á þann hátt, sem áður er greint. Og halda skal sjúklingunum í rúm- inu vikutíma, eftir að sóttin er úr þeim, ef þess er nokkur kostur. Ef þessum ráðum er rækilega fylgt, verður manndauðinn margfalt minni en ella. Á því er enginn efi. Allur meðalaforði landsins er sama sem einskis virði á við þessa meðferð á sjúklingunum. Bæjarbúar eru nú sjálfráðir, hvort þeir vilja fara að ráðum mínum, búa sig undir að taka á móti mislingum. Ráðin eru einföld. Ef þeim er fylgt, þá ætti ekki misl- ingatjónið í þetta sinn að verða að neinum mun meira hér en annarsstað ar á landinu, og vonandi miklu minna en síðast. Ef menn virða þau lítils. |>á það. Ekki veldur sá, er varir. Bæjarstjórn Reykjavíkur veitti á fundinum i fyrra kveld Skógræktarfélag- inu 200 kr. styrk úr bæjarsjóði þ. á. Magnúsi Vigfússyni á Miðseli gefiun kostur á að borga umbeðna lóð þar i tún- inu á 6 árum með 40 kr. ú ári auk 4°/0 vaxta af eftirstöðvum lóðarverðsins. Samþykt var að kaupa lóðarræmu af Gunnari Gunnarssyni kaupmanni meðfram fyrir austurstræti sama verð sem hann keypti á sínum tima feralin hverja af Landsbankanum. Samþykt var, að verja alt að 175 kr. til þess að gera norðurbrún Amtmannsstígs beina frá Þingboltsstræti niður eftir. Til veganefndar var visað erindi frá Sturlu kaupmanni Jónssyni o. fl. um að gerð að nyrðri rennunni i Austurstræti. Eftir beiðni frá Tbor Jensen kaupmanni var samþykt að feila úr tilteknum skilyrð- um á siðasta fundi fyrir útmæling á erfða- festulandi handa honum i Bráðræðismýri orðin: eða öðru landi við Eiðstjörn. Kosnir voru i nefnd til að íhuga erindi frá Benedikt S. Þórarinssyni, Jes Zimsen, Jóni Ólafssyni og Ásgeiri Sigurðssyni um 25 ára einkarétt til að koma hér upp tele- fón-miðstöð i bænum og leggja telefóna þar út frá þeir Kristján Jónsson, Jón Magn- ússon og Sighvatur Bjarnason. Tilkynt var mat á jarðarhúsum ú Bú- stöðum, sem feld verða niður — baðstofu, búri og bæjardýrum. Matið var alls, að viðlögðu álagi, 165 kr. Bæjarstjórn hafði ekkert þar við að athuga. Samþyktar voru brunabótavirðingar á þeseum húseignum: Jónatans söðlasmiðs Þorsteinssonar 4112 kr.; Magnúsar R. Jóns- sonar 3500; Guðbjarnar Guöbrandssonar bókbindara 3081; Torfa Vigfússonar t.ré- smiðs 3014; Kristjáns Jónssonar 21..3. Þegar verja þarf lögleysu. Ilvort þeir tnuni ekki vita það sjálf- ir, ráðgjafinn og talsmenn hans, að skipun bankabókarans hér í vor var gerð þvert ofan í gildandi lög. Jú, það vita þeir mjög greinilega, eins greinilega eins og að 2 og 2 eru ekki 3, heldur 4. Lagafyrirmælin um það eru svo glögg og skýr, að þau getur enginn óbrjálaður maður misles- ið eða misskilið. Hitt er vel hugsanlegt, að ráðgjaf- inn hafi alls ekki a ð g æ 11 þessa lagastaði áður en hann gerði þetta, og ekki varað sig á, að þeir meinuðu sér að láta þennan mann fá stöðuna, sem þeir frændur höfðu hugsað sér löngu áður og búið mun hafa verið meira að segja að bjóða hana bein- línis löngu áður en umsóknarfrestur- inn var út runninn. |>að er miklu vægilegar til getið í hans garð en að hann hafi framið þetta lagabrot með opin augu og að fyrirhuguðu ráði. En svo, þegar b ú i ð er að fremja það, þá þykir auðvitað hlýða að reyna að verja það, og þá með því einu, sem þar kemst að, en það eru ósann- indi, ranghermi um það sem í lögun- um stendur, i því trausti, að þeim verði ekki flett upp, ryk og blekkingar. Lögin segja, bankareglugj. frá 1894, að þegar bankastjórana greini á, þá ráði atkvæðafjöldi. Hér voru 2 atkv. móti 1, og átti eftir því það að ráða, sem þeir 2 vildu. J>ar með var það mál útkljáð og úr því skorið til fulln- aðar eftir beinum fyrirmælum ný- nefndra laga. En hvað er svo við þetta gert? J>ví er skrökvað til, að málið hafi verið óútkljáð, a f þ v í að banka- stjórana hafi greint á, og þ á hafi ráð- gjafinn átt að ráða! Hitt vita allir þar að auki, að ekki er mál óútkljáð á þingi eða í nefndum m. fl., þó að ekki séu allir samdóma. |>ar skera atkvæði úr. J> a ð er útkljáð mál, sem meiri hluti er fyrir. Eyr- nefnds lagaákvæðis hefði því ekki við þurft. En því greinilegar er hér úr 8korið, sem það tekur þétta fram ber- um orðum. Niðurlag tilvitnaðrar 8. greinar: •Ekki þarf« o. s. frv., á bersýnilega ekki við um þetta mál. Hér er um enga framkvæmd að ræða af fram- kvæmdarstjóra hálfu, heldur að eins um bankastjórnar-á 1 y k t u n, sem öðru valdi, ráðgjafanum, er ætlað að gera framkvæmanlega. j?að er álykt- un, sem s k a 1 gera, en ekki neitt, sem bæði má gera og ógjört láta, svo sem lánveitingar eða því um líkt. Við þess konar »framkvæmdir« á á- minst greinarniðurlag bersýnilega, og annað ekki. — En vilji verjendur hér um ræddrar lögleysu láta þá klausu ná til ályktunarinnar um bankabók- aravalið, þá fer samt e n n v e r fyrir þeim. f>ví hvað stendur þar? J>ar stendur: En aldrei má hann (framkvæmdarstjórinn) fram- kvæma neitt það, er báðir gæzlustjórarnir hafa neitað aðleggjasamþykkisitt til. Hér neituðu einmitt báðir gæzlu- stjórarnir að leggja samþykki sitt til þess, að sá maður fengi stöðuna, sem framkvæmdarstjórinn vildi og ráðgjaf- inn síðar veitti hana. Hvernig er nú farið að verjaþstta? Með því að þ e g j a um tilvitnaða setningu, láta eins og hún sé ekki til! Hvað verður þá úr v e i t i n g a r- valdi ráðgjafans, spyrja þeir, ef hann er skyldur að veita stöðuna þeim ein- um, er meiri hluti bankastjórnar til- nefmr ? Alveg sama og þegar ráðgjafinn v e i t i r brauð þeim einum, er raeiri hluti safnaðar hefir tilnefnt löglega. |>að v e r ð u r hann að gera. Annað g e t u r hann ekki gert nema með því móti, að brjóta þau lög, prestkosninga- lögin. Eius g e tu r hann ekki veitt banka- bókarastöðuna öðrum en þeim, er banka- stjórnin til nefnir, hvort heldur er öll í einu hljóði eða meiri hluti hennar, — eins og einu gildir að því leyti til, hvort prestur er kosinn í einu hljóði eða að eins með meiri hluta atkvæða. Lagabrot er það, ef út af er brugð- ið í hvoru dæminu sem er. f>að er að verja vísvitandi rangt mál, að mæla bót hér um ræddu laga- broti. Hitt kemur ekkert lögum við eða lög- leysu, hvort maðurinn, sem staðan er veitt, er vel eða illa til fallinn, vel hæfur eða miður hæfur. En litlar líkur eru til, satt að segja, að gæzlu- stjórarnir hafi verið nákvæmlega sam- mála um báðir, að hafna hæfasta manninum og halda fram öðrum mið- ur hæfum. Lögleysur á ekki að láta óátaldar, þ ó a ð ráðgjafi fremji þær, og það á e k k i að láta neinura haldast uppi að verja þær með ósannindum, ryki og blekkingum. Hátt saltfisbsverð. Saltfiskm Iiéðan hefir komist í hærra verð ytra í vor en dæmi munu vera til áður nokkuru sinni, nema ef vera skyldi fyrir rúmum 20 árum, 1883. — Þá komst hann hér í 70 kr. og á ísa- firði jafnvel í 75 kr. En nú kvað hann hafa verið í 72 kr. um mánaðamótin síðustu,: stór fiskur óhnakkakýldur. 1 Engin Yörn, en nógur reykur. Maður hefir verið til fenginn að tína upp úr sorphrúgunni í höfuð-stjórnar- málgagninn hér það, sem þ a ð kallar rök fyrir því, að ísafold (28. f. m.) hafi rangt að mæla um margvíslegar ávirð- ingar hinnar nýju stjórnar vorrar, ekki lengra en liðið er síðan hún komst á laggir. En óskaplegur reykur er það alt frá upphafi til enda og óframbærilegt hverj- um heilskygnum manni. Þar ber vitaskuld tvent til. Það annað, að málstaðurinn er óverj- andi, en annað hitt, að amlóðahátturinn er óviðjafnanlegur. Svo sagði maðurinn, og ekki langt á að minuast: >'Annar talsmaðurinn er óskaplegur auli; en hinum trúir enginn«. Hór skal að þessu> sinni að eins vik- ið að því, er þar er minst á Pál Briem amtmann og hvernig á því stóð, að hann mátti hvorki verða bankastjóri nó landritari. Um landritarastöðuna segir svo í vörninni, að miklar 1 í k u r séu til, að hr. P. B. mundi eigi hafa þegið hana. En varast er að nefna þær líkur. Yerjanditm veit auðvitað, að þær eru tómur hugarburður og fyrirsláttur. Hitt er þó meira um vert, að hór þurfti alls ekki að bregða fyrir sig neinum líkindareikningi eða spádómi. Hór var auðfengin full vissa. Maður var send- ur gagngert héðan til Akureyrar að

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.