Ísafold - 22.06.1904, Page 2

Ísafold - 22.06.1904, Page 2
162 var dálaglegur umbúnaður. J>ar var saman komið á 5. hdr. manns, margt úr Eeykjavík. Um byggingarefni og húsagerð. Eftir Stefán Guðmundsson á Fit.jum. Eftir að eg hafði lesið í f. á. Bún- aðarriti hina einkar-ljósu og vel rituðu grein cand. poJyt. Jóns forlákssonar ura steinsteypuhús, þóttist eg skynja, að leitun mundi verða á þeim nýjum innlendum byggingarefnum, er almenn- iugi yrði ekki ofvaxið að nota. Eg hefi því verið að velta því fyrir mér, hvort ekki mundi mega með ein- hverju móti nota torf að miklu leyti til bygginga. Nú sé eg í ísafold 28.—29. tbl., að hr. J. J>. kemst að líkri niðurstöðu og mér hafði hugkvæmst. En þó get eg ekki verið honum að öllu leyti samdóma. Eg vil því biðja ísafold fyrir nokkrar bendingar í þessa átt, til athugunar þeim, er vilja. Hr. J. f>. telur, að vatnshelt þak þurfi að ná út á ytri brún torfveggja, svo að þeir fái vörn fyrir vatni að of- an. Eg veit til, að þetta hefir verið gert, En veggirnir hafa sífelt viljað síga, og hefir þá orðið glufa eða gætt milli þaks og veggjar. f>ar hefir lagt um dragsúg og hann valdið kulda og raka. f>ví er það, að til þéss að umtals- mál geti orðið, að hafa veggi úr torfi og fá þá hlýja og endingargóða, þá þarf torfið að vera svo mikið fergt, að það geti alls ekki sigið, og svo þurt, að það geti a 11 s e k k i f r o s i ð. Eg hef þegar bent á, hverju það veldur, ef veggir síga, sera sé kulda og raka. En geti veggir frosið, þó ekki sé nema allra yzt, þá raskast hann og verður rakur, fúnar sjálfur og feyir viðu frá sér. Ekki er auðvelt að segja, hvernig hentast væri að fergja torf til veggja. Að hlaða því í stakk er einfaldast. En ætti torfið að fergjast til hlítar, tel eg víst, að hlaða þyrfti því í stakk að vori til, og láta hann standa sum- arlangt með miklu grjótfargi á. |>á er vetrar, frýs stakkurinn svo og svo langt inn á alla vegu og getur ekki sigið úr því, fyr en klaki fer úr næsta vor; en þá þarf að þurka torfið úr stakknum líkt og heytorf. Gæti þá verið talsvert liðið af sumri, er fara mætti að hlaða úr torfinu; en þá mætti, þó vera búið að undirbúa og vinna margt að húsagerðinni að öðru leyti. Mér dettur í hug að beina þeirri spurningu að verkfræðingunum, hvort ekki væri hugsanlegt áhald, sem í mætti fergja torf fljótlega. Ekki er auðvelt að segja, hve mikið þarf að fergja torfið til þess að það geti ekki sigið í vegg. f>að fer auðvitað nokkuð eftir hæð veggja. Mér hefir virzt, að torf neðarlega í gömlum veggjum, hér um bil 3 álna háum, væri nálægt því hálfu þynnra er nýrist torf er haft. Ebki er einhlítt, þótt torfið komist þurt í vegginn. Hann þarf að fá vörn fyrir jarðraka og regni, eins og hr. J. f>. tekur fram. En til þess sé eg ekkert örugt ráð annað en járn- verju og steingrunn. Hr. J. f>. gerir ráð fyrir, að höfð séu torfþök, en súðin varin bleytu með pappa eða járni. Eg hef reynslu fyrir, að slíkt þak er ekki gott. Bæði er það, að torfþak, sem ekki hefir viðBpyrnu af veggjum, vill skríða niður og slitna um mæni, ef nokkurt verulegt ris er á þaki. Hitt er þó enn verra, að torf- þakið, rennblautt af haustrigningum, gaddfrýs inn að viðum. Stendur af því svo mikill kuldi, að súð verður blaut af raka, nema alt að 20 stiga hiti sé inni, en til þess þarf nokkuð mikinn eldivið í sæmilega rúmgóðum herbergjum. Tvímælalaust verður því járnþak að vera yzt, en m i 11 i þess og súðar væri sjálfsagt ágætt að leggja vel skarað, þurt og þykt torfþak. Eg skal nú leyfa mér að skýra stuttlega frá, hvernig eg hugsa mér bæ gerðan að veggjum og þaki. Fyrst er að hlaða grunn af sömu gerð og hr. J. f>. segir fyrir: 3 feta þykkan, efsta lag steinlímt og jarðbik- að (asfalterað), og hafa grunninu jafn- breiðan veggþyktinni. Síðan er grind reist á ytri brún grunnsins af sömu gerð sem væn grind í bæ. f>á er fest langböndum utan í stafina hæfilega mörgum og sterkum, og á þau neglt bárujárn. Að því búnu eru hlaðnir 1 al. þykk- ir veggir úr fergðu og þurru torfi alt um kring innan við járnþilið. Gæta skal þess, ef torfið hefir verið fergt í stakk, að því sé hlaðið sem næst í sömu röð og það var í stakkn- um: það sem var neðst í stakk, komi neðst í vegg. Vel skal þess gætt, að fella torfið sem bezt saman á alla vega, enda skal það vera jafnþykt í randir sem í miðju. f>egar veggir eru fullhlaðnir, skal sperrur reisa. Ekki má sperrukjálki mjórri vera en 5 þml. f>á skal negla súð úr plægðum borð- um innan á sperrurnar, leggja að því búnu vel þurt skara-torfþak, unz sperru- kjálkar eru söknir. f>ví næst skal negla langbönd utan á sperrur og fylla jafnt upp með þeim torfi, og negla þakjárni á þau að því búnu. Ætlast er til, að torfþakið leggist á torfvegginn úr því er súð sleppur; verður það þá eins og áframhald veggjanna. Vissast væri að leggja þaktorfur upp og ofan svo, að þótt veggurinn sigi lítið eitt, að torfendarnir fylgdu hou- um og beygðust fyrir súðarskörina. f>að sést á því, er nú hefir sagt ver- ið, að eg ætlast til, að torfið komi í stað útþilja, pappalags og fyllingar, eða alls annars, er nú er vant að hata í tirnburhús, en grindar, járnþils, innþils og lofts, og að það vinni þess alls hlut- verk enn betur. Vel gerðir, þéttir, þurrir torfveggir álnar þykkir hljóta að veita kulda á- gætt viðnám og halda hita inni. Býst eg því við, að ekki þyrfti að jafnaði að kosta miklu til hitunar á slíku húsi, nema herbergi væri því stærri. f>að er mikill kostur, þar sem jafn- mikill skortur er á eldsneyti og víðast gerist hér á landi. Ekki býst eg hvort sem er við, að það fái alment fylgi, né til þess sé ráðandi, að nota hitunaráhöld Skaft- fellinga, þau er hr. J. f>. getur um. Full erfitt er að verjast óþrifnaðinum án þess. Eigi verður hjá því komist, að hafa manna-híbýli járnvarin á alla vegu. Verður því þeim mun dýrara, sem járn- verðinu nemur, að hafa þau eins og hér er ráð fyrir gert, heldur en venju- legir bæir kosta, að því við bættu, er grindarviða þarf lengri, sökum þess, að veggir eiga að vera innan grindar, en ekki utan, eins og tíðkast hefir; getur hver sem vill gert áætlun um þann kostnaðarmun. En óhugsandi er, að verulegar um- bætur í þessu efni fremur en öðru geti fengist nema með nokkrum til- kostnaði. Hitt verður að reyna, að hafa hann sem rainstan, en spara þó ekki sér í mein. Eg tek það ennfram, að mjög áríð- andi er, að torf í veggi, þá er eg á við, sé svo vel fergt sem unt er og vel þurt. Sé svo, ættu veggir hvorki að snarast né síga, þó að þeir væri jafnvel þynnri ec 1 alin, sem þó mun naumast mega minna vera, einkum séu þeir háir, eins og t. a. m. á loít- húsum. Eg felsb á, að torf í veggi ætti að vera af líkri gerð og hr. J. f>. leggur til, og svo þykt, sem ristan leyfir. Eg býst við að ekki þyrfti að vera seigara í torfinu en svo, að það þyldi liðlega meðferð. Hitt þykist eg vita, að mjög leirborið torf verji lakar kulda en reiðingstorf; en þéttara get- ur það orðið og því súgheldara. Engu síður yrðu svona torfhús þyngri fyrir veðrum en t. a. m. timburhús, því torfveggir mundu liggja á endum gólfslánna og á bitaendum í lofthús- um; en þörf gæti verið þess vegna, að hafa stoðir undir þeim inuan veggja, ef veggur getur nokkuð sigið. En grannar mættu þær vera. Betra væri að haga svo til, að auð- velt væri að ná lausum innþiljum skemdalaust, svo að fylla mætti kring um bita, ef veggir sigju, og ofan á veggina, ef til kæmi. Eg tel víst, að svona torfveggir ent- ust mjög lengi. Stafi mætti vefja bikpappa til frek- ari rakavarnar o. s. frv. Mjög þarf að vanda umbúnað um glugga, svo að hvorki geti regnvatn né héluleki bleytt torfveggi undir þeim né kringum þá. Torfpressan er viðfangs- efni, sem vert væri rann- sóknar. Mannalát. Hér andaðist í fyrra kveld eftir langa legu og þunga ekkjufrú S y 1 v i a Thorgrimsen, hálfníræð að kalla, f. 22. júlí 1819. jpað voru krabba- mein, sem hana leiddi til bana. Hún hafði verið rúmföst frá því snemma í haust. Faðir hennar hét Nielsen, danskur maður, og var verzlunarstjóri á Siglufirði. Móðirin íslenzk. J>au dóu bæði meðan hún var ung, og ólst hún upp hjá stjúpa föður síns, Bogoe kaupmanni á Húsavík og síðan í Beykjavík. Hans dóttir og föðursystir frú Sylvíu sálugu sammæðra var Jak- obína, er átti Jón heitinn Hjaltalín landlæknir. Meðal systkina frú Sylvíu var Lovísa, kona f>orláks heit. á Stórutjörnum, en þeirra synir voru þeir Páll og Steingrímur þorlákssynir, prestar í Ameríku, Páll löngu dámn, en hinn á lífi. Hún giftist í Kaupmannahöfn 1847 Guðmundi kaupmanni Thorgrimsen, og fluttist með honum sama ár að Eyrarbakka, en þar stóð hann 40 ár samfleytt fyrir einni stærstu verzlun landsins og gerðist hinn mesti höfð- ingi, en hún manni sínum mjög sam- hent og jafnsnjöll að sinni hálfu að gera þann garð svo frægan, sem hann varð, fyrir prúðmannlegan höfðings- hátt, fyrirmyndarheimilisstjórn og göf- ugmannlega alúðargestrisni, er eigi sást fyrir og lengi mun í minnum höfð. f>ar var í þann tíð (og er énn raunar) ákaflegt aðstreymi gesta, innan héraðs og utan, auk fjölda meiri háttar út- lendinga, er þótti sem þar hitti þeir fyrir það sem líktist að mörgu leyti stór- þjóða höfðingjasetri og sízt höfðu þeir við búist hér á köldum og hrjóstrugum hala veraldar. Með þeim hætti raá með sanni segja, að þau gerðu landi voru mikinn sóma. f>að var einróma mál manna, að listin sú að fagna gestum væri þeim hjónum báðum jafn- lagin, og að engum vissu þeir láta hún betur. Yar og jafnframt sem eigi vissi þau annað yndi meira sjálfum sér til handa. Svo var alúðin rnikil og nákvæmnin, og frábært lag á að láta gestina gleyma því, að þeir væri gestir. Söm var og alúðin við heima- menn, skylda og vandalausa, þar á meðal hinn mikla verzlunarþjónustu- lýð. Heimilisbragur allur hinn ánægju- legasti fyrir prúðmensku sakir, hvers konar menningarsniðs og glaðværðar. En innanhússtjórn á hinu scóra og fjölmenna heimili hlaut að vera aðal- lega hÚBfreyjunnar hlutverk, svo mikið sem hann hafði að annast utan húss. Hún leysti það starf sitt af bendi með binni mestu árvekni og elju, iðjusemi og stjórnsemi. Hún var örþreytt orð- in og farin að heil-u, er af henni létti því starfi og hún fluttist hingað með manni sínum fyrir 17 árum. En and- lega hress var hún og með óskertum sálarkröftum fram í banalegu. Hún hafði verið kona mjög fríð sýnum, og lét furðulítið á sjá í andliti með ell- inni. Síra Friðrik J. Bergmann lýsir henni svo fyrir fáum árum í ferðabók sinni, ísland um aldamótin (1899): »Hún er kona fremur lítil vexti, orðin fremur hrum af elli, þvf gigtin hefir gert hana halta. En þegar hún er sezt við borðið og gestirnir eru komn- ir kringum hana, ber hún sig eins og drotning, talar þá um alla heima og geima og er svo glöð og fjörug, ein3 og hún væri að byrja lífið. Mér var sannarlegt fagnaðarefni að tala við hana, því hún er sérlega guðhrædd og trúrækin kona«. Hún var fróð og minnug á það, er gerst hafði á yngri árum hennar. Mjög unnandi öllu fögru og góðu jafnan. Af 8 börnum þeirra hjóna lifir 1 sonur, Hans prestur Thorgrimsen í Ameríku, og 5 dætur : frú Jörgine S. M., kona L. E. Sveinbjörnson háyfirdóm- ara; frú Sylvia Ljunge, gift í Khöfn;. frú Jakobina Eugenia Nielsen (faktors) á Eyrarbakka; frú Asta Julia, ekkja Tómasar læknis Hallgrímssonar (t 1893); og frk. Solveig, er var með móður sinni til dauðadags. Mörg barnabörn átti hún orðíð og nokkur barnabarnabörn. Húu var ekkja rúm 9 ór. Tómas Helgason, héraðs- læknir í Mýrdalshéraði, andaðist 16. þ. m., rúmlega fertugur, f. 8. júní 1863 að Görðum á Álftanesi, sonur síra I Helga Hálfdánarsonar prestaskólafor- stöðumanns, er síðar varð (f 1894).. Hann útskrifaðist úr lærða skólanum 1884, og af læknaskólanum 1888 með I. einkunn, var eftir það nokkur ár héraðslæknir í Barðastrandarsýslu vest- anverðri, fekk lausn frá embætti þar, en síðan aftur þetta embætti, sem hann dó frá. Hann var búinn að vera lengi bilaður maður mjög og heilsu- tæpur. Hann var gáfumaður, sem hann átti ætt til, gegn og lipur, talinn heppinn læknir, meðan hann naut sín. Hann var kvæntur dóttur H. Thejll, er kaupmaður var í Stykkishólmi og veitingamaður, en nú í Khöfn. Hinn 4. þ. m. andaðist að Hitardal fyrr- utn bóndi þar Jón Ilannesson, kominn á níræðisaldur, f. i Tungu i Snóksdals- sókn 20 ágúst 1822, og voru foreldrar hans Hannes bóndi Hannesson i Tungu og kona hans Grnðný Jónsdóttir. Þau voru fátæk og áttu mörg börn. Fárra missira fluttist Jón heitinn til móðurbróður sins, Sigurðar bónda Jónssonar á Gautastöðum.. Sigurður bjó siðar á Tjaldbrekku i Hítar- dal, og var ávalt talinn merkismaður. Hann var faðir Sigurðar hreppstjóra 4

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.