Ísafold - 22.06.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.06.1904, Blaðsíða 3
163 Kárastöðum i Borgarhreppi (sem nýlega er dáinn), og frú Margrétar, síðari konu f>or- steins prófasts Hjálmarsen i Hítardal. Hjá Sigurði ólst Jón upp, þangað til hann var 18 ára gamall, og naut þar góðs nppeldis, eftir þvi sem tiðkaðist meðal bænda á þeim timum. — Eftir að Jón fór frá fóstra sinum, vann hann fyrir sér i vinnumensku i 11 ár. — Árið 1851 giftist hann Ragnheiði Olafs- dóttur frá Helgastöðum, og tók þá við búi eftir föður sinn, í Tungu. En ekki hjó hann þar nema fa ár. Sjálfur var hann félítill. Hann varð þvi að hætta búskap, og bafðist við i lausamensku eða húsmensku á ymsum stöðum. Konu sina misti hann snemma á árinu lSttí, en haustið 1866 kvæntist hann aftur Þóru Magnúsdóttur, ættaðri úr Snæfellsnessýslu. Hún er enn á lifi. Með hvorugri konu sinni varð hon- um harna auðið, en i siðara hjónahandinu tók hann til uppfósturs 2 munaðarlaus börn, mjög ung, og gaf þeim alt eítir sinn dag. — Með siðari konunni bjó hann lö úr undir Eagraskógarí'jalli, 7 ár á Tjaldbrekku og loks 12 ár i Hitardal. Vorið 1901 fekk hann húið í hendur fóstursyni sinum, Þorleifi Jónssyni, og dvaldist hjá honum til dauðadags. Á siðari árum grseddist hon- fé að mun, einkum meðan hann hjó í Hit- ardal, svo að hann var orðinn allvel efnað- ur maður. Jón heitinn gat að mörgu leyti talist merkismaður. Hann var sæmilega vel að sér, greindur í hetra lagi og dável hag- mæltur. Hann var gætinn og stiltur vel, en þó glaðvær og gamausamur. Hann var siðprúður maður og hinn reglusamasti, og ávalt mjög yfirlætislaus. S1/f, 1904 S. Um mislingana vestra segir |>jóðv. bvo frá, en rit- stjóri hans kom um daginn vestan af ísafirði eftir mánaðar veru þar, að þeir hafi komið upp s n e m m a í m a i m á n. á hvalveiðastöðinni Lang- eyri við Álftafjörð. jþað vs.r Norð- maður, sem veiktist þar, sjálfsagt ný- kominn frá Norvegi og hefir borið í sér veikina. Eitthvað hafði verið fengist við að sóttkvía Langeyrina. — En hefir verið tómt kák, eins og oft vill verða hér. f>ví laust eftir miðjan mánuðinn voru 6 orðnir veikir í Eyr- ardal, næsta bæ við hvalveiðistöðina. Héraðslæknis var ekk; vitjað. Enda fór hann eigi inn í Álftafjörð fyr en 6. júní, líklega fullum mánuði eftir að sóttin var byrjuð. |>á var hún komin út um allan fjörð (Álftafjörð), og í næstu firði, Seyðisfjörð, Hestfjörð og Skötufjörð. f>á dagana rétt á eftir var það, sem hingað kora til landsstjórnarinnar loksins tilkynning um veikina, fyrir greiðvirkni yfirmannsins á Heklu. — Hefði sjálfsagt dregist ella, hver veit hvað lengi. Sóttin hefir eftir þessu haft bezta næði til að berast út, hver veit hvað langt. Af framkvæmd sóttkvíunarinnar á ísafirði segir ritstj. þjóðviljans svo frá, að dagana áður en hann fór þaðan, 13. þ. mán., hafi legið þar á höfninni meira en 30 þilskip, innlend og útlend, og hafi hann eigi betur séð en að skipsmenn gengju þar á land rétt eina og þeir ætluðu sér, og færi allra sinna ferða, »enda þótt einn eða tveir menn, til settir af lögreglustjóra, og án nokk urs lögreglueinkennisbúnings, væri eitthvað að banda á móti eða sussa að þeim«. |>essu líkt er búist við að varð- haldið hafi verið á landi. J>að er eins og vant er. Góð lög gagnslaus fyrir árveknis skort og at- burðaleysi þeirra, sem þeim eiga að beita. Héraðslæknir hafði h a 1 d i ð fyrst, að veikin væri ekki annað en »rauðir hundar«. Við þá imyndun lætur hann lenda og alt eiga sig m a r g a r v i k- ur samfleytt. Hann ber ekkivið að fara að rannsaka þetta, ekki lengra en það er, á næsta fjörð, fyrir lítið annes. Síðan er tekið til að reyna að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í, og það með ærnum kostnaði, en líklegast árangurslaust. Dýr stjórn. Sægur embættismanna. Mergð laga og reglugjörða og stjórnar- bréfa og fyrirskipana. En hver er á- vöxturinn? Ferðapistill frá Berlín. ii. í einu horninu á þessum Thiergart- en stendur eitt Berlínarlistaverkið, og ekki þeirra minst. það er þinghúsið nýja. Áður en það var reist, var öllum helztu liúsameisturum ríkisins gerður kostur á að keppa um, hver komið gæti með fallegast sýnishorn, enda eru á húsgerðarlistasafninu í Charlott- enborg, sem er úthverfi Berlínar, all- mörg sýnishorn og uppástungur um þinghöllina, og er óhætt að fullyrða það, að ekki er það b e z t a sniðið, sem farið hefir verið eftir. Húsið er feykilega íburðarmikið að skrauti, með fjórum hornturnum og þakhvolfi, sem hefir þó heldur mistekist og sneyðir stórhýsi þetta mjög öllum svip. Ekki bætir það heldur úr skák, að hvolfið er með afarBtórum gluggum, líkum þeim sem vant er hafa á gróðrarskýl- um; en logagylt er á milli glugganna. Hann vill hafa alla skapaða hluti gylta, keisarinn. Mælt er, að nær 1 miljón króna hafi verið varið til að gylla þak- ið! Eitt mikilfenglegasta listaverk í Ber- líner National-Denkmal. f>að er minniavarði Vilhjálms keisara fyrsta, gegnt^ höfuðdyrum á keisarahöllinni. |>að var farið með þann minnisvarða eins og þinghúsið, að listamenn voru látnir keppa um hann, og er allfróð- legt að líta á sýnishornin; þau eru flest í mannvirkjaháskólanum í Char- lottenborg. Eitt er þannig lagað, mót- að í leir, að þar er Vilhjálmur keis- ari I á hestbaki, en Bismarck gengur og teymir undir honum ! f>að líkaði ekki stjórniuni, þ. e. keisaranum. Ekki er Berlín siður auðug af söfn- um og góðum mentastofnunum en listaverkum. Keisarinn ann mjög list- um og vísindum; enda munar um hann þar; ekki skortir rausnina og höfðings- skapinn. Til eru víða í söfnum í Berlín stórar deildir af dýrindisgripum, sem keisarinn hefir gefið sjálfur, auk þess sem hann hefir styrkt söfnin sem stjórnandi þjóðhöfðingi. Og dæmi keisarans er ekki látið eftirbreytnis- laust meðal stórmenna þýzkalands. f>að sem hann gerir, verður tízka. Enda hafa söfnin aukist og blómgast og sum meira að segja skapast af nýju, og listir og vísindi þróast mjög um hans daga. Eg ætla að vera fáorður um söfnin í Berlín, þó margt sé um þau að segja, og þar eyddi eg flestum stundum mín- um þá 22 daga, sem eg dvaldist í borg- inni. Ekki er það fyrir smáþjóðir, að eiga aðrar eins eignir. Allur sá auður, sem varið hefir verið til að skreyta borgina, er sjálfsagt lítið í samanburði við það sem söfnin kosta. f>ar er ekki til sparað. Og efalaust eru sum söfnjn að minsta kosti svo fullkomin sem framast er hugsanlegt, einkum nattúru- gripasöfnin og hernaðarsöfnin. Eitt safn er þar, sem mælt er að eigi sér hvergi sinn líka, og það er p ó s t s a f n i ð, þ. e. safn eða sýnishorn af öllum samgöngu- færum og viðskiftagögnum á sjó og landi frá allra elztu tímum til vorra daga. Meðal annars er þar sýndur allur útbúnaður við þráðlausa loftrit- un, ritsíma, pípupóst, — þar sem bréf eru send með loftþrýstingi eftir málmpípum langar leiðir, o. s. frv. Viö alla hluti eru fest spjöld með greiuilegum skýringum prentuðum. En þetta póstsafn er ekki nema ein grein af hiuu griðarmikla þjóð- safni. f>að er í 20—30 deildum alls, er standa hverjum manni opuar alveg endurgjaldslaust, og er þar margt að sjá aðdáanlegt. I sambandi við sum söfn- in eru lestrar- og vinnusalir fyrir al- menning, þar sem menn geta lesið, skrifað, dregið upp og málað allan daginn, og fá eudurgjaldslaust að kalla má alt sem þeir biðja um. Og inni í sjálfum söfnunum er ekki einungis leyft að teikna og mála, heldur meira að segja greitt fyrir því, að það sé gert. Fyrir þá sem leita sór fróðleiks eru þessi söfn sama sem skólar, sem eng- ir aðrir skólar jafnast á við og engar bækur hrokkva til að lýsa til fulls. f>ar eru það ekki lítilfjörlegar myndir, heldur hlutirnir sjálfir, sem lagðir eru fram til sýnis. Söfnin fræða um margt, sem er alls ekki untaðfáhug- mynd um annarsstaðar. Fljótt verður yfir sögu að fara í ferðabréfum; ella hefði mig sárlangað til að minnast á ýmislegt í þessum söfnum. Berlín er allra stórborga þrifalegust. f> a r er viðurkent fyrir löngu í orði og verki, að hreinlætið er fyrsta boð- orð heilsufræðinnar. Fyrir þá, sem vilja reyna að koma á einhverjum um- bótum í hreinlæti, væri ekki einskis- verc að kynna sér heilbrigðisreglur þar. f>að er fyrirboðið og lögð sekt við, að hrækja á gólfið í almennum samgöngu- stöðum, í biðsölum o. s. frv. f>ótt ekki só annað en stræti með þaki yfir, hvað þá sporvagnar, gripasöfn og sam- komusalir hverju nafni sem nefnast, þá eru þar hrákaker hvarvetna. f>jóð- verjar trúa því, að sýkingarháski standi af hrákum, þótt Reykvíkingar virðist ekki trúa því. Flestar götur eru lagð ar asfalti; og þær sem ekki eru það, eru svo vel steinlagðar, að auðvelt er að halda þeim hreinum. Asfaltið er jafnaðarlega spegilfagurt og tárhreint, því jafnóðum sem það óhreinkast af umferðinnni eru menn til taks að hreinsa það, og á nóttunni eru allar götur í hænum þ v e g n a r . f>að er handarvik, í jafnstórri borg, en það horfa þeir ekki í, Berlfnarbúar. Og það er ekki verið að gera íbúunum að skyldu að káka við þetta sjálfir. f>að eru sömu mennirnir sem gera það alt aE —- og kostnaðinn borgar bærinn. Kunnugir menn segja að framræslan undir bænum sé í svo góðu lagi, að fyrirmynd sé að, og sama er að segja um vatnsveitu. Ekki skortir vatn til hreinlætisins. Af þessu hreinlæti leið- ir það, að loftið í Berlín er furðuhreint, eftir því sem við er að búast í stór- borg; göturnar eru oftast nær ryk- lausar. f>að er t. d. ólíkt betra loft í Berlín en í Kaupmannahöfn. Mikið er um glaðværð í Berlín og skemtanir. Fólk er þar eins og víðar sárþyrst í skemtanir. Eg þekki þar nöfn á 30 leikhúsum, fyrir utan tvo stóra cirkusa, allmargar sönghallir og ótölulega mergð af minni háttar leik- húsum og söngkrám. Venjulega er þetta alt fult, og fá færri inn að kom- ast en vilja. Allur er þessi leikhúsa- sægur á sífeldum veiðum eftir ein- hverju nýnæmi til að geta boðið gest- um sínum og staðist samkepnina, en á þeim markaði er eftirspurnin meiri en framleiðslan; og verður ekki sagt, að þýzkir rithöfundar beri ekki við að semja sjónleiki. G- M- (Niðurl.). Prestaskólinn. f>ar lauk embættisprófi í þetta sinn, 18. þ. mán., að eins 1 stúdent, Böðvar Eyólfsson frá Árnesi, með þriðju aðaleinkunn, 44 stigum. Verkefnin við skriflega prófiS voru þessi: Skýring N. tm.: Matt. 16, 24—28. Trúfræði: I hverju er opinberunin fólgin? Siðfræði: Að lýsa frumeðli syndar- innar og höfuðstefnum. Kirkjusaga: Að lýsa kenningu Aríusar og segja í ágripi söguna um trúardeiluna, sem sú kenning vakti. Prédikunartexti: Matt. 21, 28—32. Þýrkt herskip kom hingað í dag, með sjóforiugja- efni, hið sama og í fyrra, Ziethen. Tryggvi kongur,Tlioiefélagsgufuskip- ið, kapt Emil Nielsen, kom í fyrra dag, degi á nndan áætlun, frá Khöfn og Skot- landi. Farþegar voiu hingað meðal ann- arra D. Thomsen konsúll, H. Bryde stúr- kaupmaður, Guðm. Guðmundss. kaupmaður og dóttir hans, Sigfús Einarsson stúdent og sönglistamaðnr, Björn Sveinsson hókbindari o. fl. Skipið fer til Vestfjarða á morgun. Praini. Þýzkalandskeisari hefir gert konsúl D. Thomsen riddara af krónuorðunni Alimannia-Cyklar eru sterkir og vandaðir, búnir til úr góðu efni og létlir að stiga. Mjög ódýrir. — Verðskrár með myndum af þeim eru til sýnis hjá Friðftnni Guðjónssyni, Bókhlöðustig 9. Herbergi rneð rúmi og húsgögn- um óskast til leigu nú þegar á góðum stað. Ritstj. vísar á. Pakkaráv. Eg kom til Reykjavíknr öllum þar bláókunnug, og sjóninni svift að miklu, til að leita mér lækningar á henni, en árangurslaust, þrátt fyrir margar og ná- kvæmar læknistilrannir. Eg varð alveg sjónlaus og meira og noinna sár-þjáð viðar á likamanum. En þá auðsýndu mér allir svo kærleiksrika hluttekningn i mótlæti minu, bæði i orðum og gjörðum, mér til mestu gleði og huggunnar. Fyrir stuttleika sakir nafngreini eg hér að eins þær valin- kunnu systur frk. Kristínu og frk. Önnu Arasen, sem gengnst fyrir gjafa-samskot- um til mín áður en eg fór hingað norður, og gáfu mér sjálfar ýmislegt fleira sem mér var hent til ferðarinnar. Deim og öllnm minnm velgjörendum bið eg af hjarta algóðan guð að endurgjalda fyrir mig af rikdómi sinnar náðar, þegar þeim mest á liggur. Hugljúf Jóhannsdóttir Fljótum. Öllum þeim, sem með návist sinni heiðr- uðu jarðarför manns míns sál., Daniels Sí- monarsonar, og auðsýndu mér hluttekning og aðstoð við útför hans, votta eg fyrir mina og fjarverandi dóttur hans hönd mitt inni- legasta þakklæti. Reykjavik, 20. juní. 1904. Kristbjörg Heljradóttir. 2stúlkur geta fengið að læra kjóla- saum nú þegar. Þuríður Sigurðardóttir. í Veltusund nr. 1, SVO sem: man- chettskirtur vandaðar en ódýrar, flibb- ar, kragar, manchettur og hnappar til- heyrandi og alls konar slaufur. Skírn- arkjólar, bróderaðar blúndur, legginga- bönd,|millifatapeysurnar góðu, normal- nærfót handa kvenfólki og karlmönn- og margt fleira. Kristín Jónsdóttir Zeolínblekið góða aftur komið í afgreiðslu ísafoldar. prússnesku.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.