Ísafold - 22.06.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.06.1904, Blaðsíða 1
Kemnr út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */» doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. AfgreiÖslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Mwífadá JftaAýaAMh J. 0. 0. F. 866249 Augnlœlcning ókeypis 1. og 3. þrd. á överjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opiÖ mánud., mvd. og ld. H-12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og '«7*-7 V.. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjnm degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8‘/8 siðd. Landakotskirkja. GuÖsþjónusta kl. 9 og kl. 8 á bverjum helgnm degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- •endur kl. 10‘/s—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 11—2. Kankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafh opið hvern virkan dag %l. 12—3 og fel. ö—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtnd. >og ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypÍB i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Þjóðhátlö Reykjavikur verður haldin á Landakotstúninu einB og að undanförnu 2. ágúst 1904. Nánara auglýat síðar. í aðalnefnd þjóðhátíðarinnar. Reykjavík 22. júní 1904. Kristján Þorgrímsson. Indriði Einarsson. Hannes Hafliðason. Pétur Jónsson. Guðmundur Jakobsson. Af óíriöinum Fréttir af ófriðinum m. fl. ná til miðvikudags 15. þ. m. Flugufróttin um að Port Arthur væri unnin (10. þ. m.) alveg til- h æ f u 1 a u 8 . Japanar eiga enn langa leið að borginni. Helzta viðureign þeirra og Rússa nýlega varð mánudag og þriðjudag í vikunni aem leið, 13. og 14. þ. mán., nærri Port Adams, meira en 11 mílur danskar fyrir norðan Port Arthur. Rússar báru lægra hlut. Mannfall þó ekki mikið. Sömu dagana höfðu Japanar skotið af sjó á Rússa norðar á ströndinni Bömu, við Liatung-flóa, og atökt þeim A flótta. Nær 700 lík rússnesk hafa Japanar fundið í valnum eftir orustuna 25. f. mán. við Nanshan (eða Kin-tsjá) og jarðað þau með virktum. Búist við höfuðorustu þá og þegar norður í Mandsjúriu, þar sem þeir horfast í augu, Kuropatkin og Kuroki. Kuropatkin treystir sér ekki til að veita Port Arthur neitt fulltingi. Japanar náðu nýlega mörgum vista- Bkútum, er voru á leið til Port Arthur. Regluleg umsát um Port Arthur á óefað langt í land enn, hvað þá meira. Plotadeild Rússa í Vladivostock hafði Reykjavík miðvikudaginn 22. júní 1904 41. blað. komistút þaðan ogvar tekin til að skjóta á bæi og virki Japana heima fyrir, næst sundinu milli Japans og Kóreuskaga sunnan til. þar komu herskip Japana í móti þeim og heyrðist skothríð þang- að nærri ey, sem heitir Ibi-shima. það var fyrra þriðjudag, 14. þ. m., og var ófrétt, hvernig þeirri viðureign hefir lokið. Rússar áttu sór 3 bryndreka í Vladivostock, mikla og hraðskreiða, Rossia, Gromoboi og Rurik, 11—12 þús. smálestir. það er haft fyrir satt, að ferðinni hafi heitið verið til Port Arthur, og er djarft í ráðist. þangað er á 2. hundrað vikur sjávar úr Kóreu- sundi og meginfloti Japana þar í leið fyrir. Skrydloff aðmíráll hafði verið kom- inn nýlega til Vladivostock. Hann hefir þe8su ráðið sjálfsagt. Hann átti að taka við af Makaroff aðmfrál, sem féll 13. apríl eða sökk með Petropaul- ovsk; en komst aldrei til Port Arthur. Eitthvað á Rússum að hafa tekist að losa um hafnarteppuna fyrir Port Arthur, og talað um, að einn bryn- dreki, Novik, hafi komist út. En það kemur þeim að litlu haldi, erJapanar sitja úti fyrir með margt skipa. þeir hleypa og niður sprengivélum úti fyr- ir höfninni til frekari tryggingar. f>að er mælt, að Rússar hafi tekið fallbyssur af skipum sínum flestum, sem inni eru á höfninni, skemdum og óskemdum, og flutt á land 1 virki þar. Ymsar eru spár um það, hve lengi Port Arthur muni fá varist. Sumir segja fram á haust. En ekki eru nein- ar reiður á slíku að henda, hvorki af né á. Hitt kemur öllum saman um, að mjög séu virkin traust og mikil. þau hafa verið sögð alveg óvinnandi. En hreysti Japanna og herkænska hefir og sýnt sig vera frábæra. þess ber þó að gæta, að stórum liðfleiri hafa þeir verið að jafnaði, er fundum hefir saman borið við Rússa til þessa, einkum í höfuðorustunum tveimur, við Yaluelfi og Kint sjá. Rússum er marg- falt óbægra um liðsafnaðinn en Jap- önum. það er þeirra mesta meín. En enginn frýr þeim hreysti heldur. Eink- um eru þeir orðlagðir fyrir þrautseigju. Tala setuliðs Rússa i Port Arthur eða varnarhers þar leikur á 25—38 þús. En sóknarher Japana á næstu grösum er meiri en 100,000. Hitt munar og miklu, hve hægra er að verja en sækja öflugan kastala. Sum- ir segja vistaskort mikinn og veikindi í Port Arthur. Aðir bera í móti. jpað eru kínverskir flóttamenn þaðan, er tíðindi bera helzt, og segir sitt hver. Rús3ar höfðu sig á brott úr Dalny þegar eftir orustunavið Kin tsjá. Jap- anar settust þar á öðrum degi eftir. Rússar böfðu hleypt út afbrotamönn- um úr tugthúsi borgarinnar. ; feir rupluðu og rændu, og lögðu eld í bæ- inn víða. Japanar tóku þar í tauma. Nokkurn veginn óskemdar hittu Jap- anar fyrir skipakvíar þær hinar miklu, er Rússaf höfðu þar gera látið með ærnum kostnaði. það kemur þeim vel. far geta þeir bætt skip sín, ef á Iiggur. Vistaskortur mikill í Vladivostock, og var að verða ljósmetislaust. Ribbaldaháttur enskra botn- vörpunga. Sýnd, en ekki gefin gæs. Svo má landssjóður segja og yfir- völdin hér, er kemur til botnvörpungsins, þessa sem getið var um daginn að höndlaður hefði verið suður í Keflavik 14. þ. m. Hekla fór suður síðan daginn eftir, 15. þ. m., að tilmælum sýslumanns, og mældi mið þau, er landsmenn (kær- endur) höfðu séð sökudólg á; reyndust þau vera langsamlega í landhelgi. Skipstjóri þrætti fyrir brotið. En vitni voru nóg í móti honum, Hann hafði haft botnvörpudrátt dögum sam- an úti í Leirusjó langsamlega í land- helgi. Sýslumaður dæmdi hann þá í 100 pd. aterl. (=1800 kr.) og afla upptækan og veiðarfæri. Skipið var hlaðið fiski og albúið til heimferðar. Skipstjóri áfrýjaði dóminum. Hekla fór með skipið inn í Hafnar- fjörð til halds þar. Sýslumaður vildi' að mælt er fá 2 Heklumenn lánaða til varðgæzlu á skipinu meðan það væri f haldi. það fekst ekki. f>á fór hann fram á, að vélmeistari 6 Heklu tæki stykki úr gangvélum botnvörpungs og gerði hann þarmeð óskriðfæran. Vélmeistarinn af- sagði það, eftir að þeir höfðu borið sam- an ráð sín, hann og yfirmaðurinn á Heklu. Mun hafa talið sér það of mikinn ábyrgðarhluta, ef skipinu yrði háski búinn á legunni í stórviðri. Slíkt er þó raunar óhugsunanlegt á jafngóðri höfn sem Hafnarfjörður er um hásumar og með meira en nógum legufærum. Auk þess bar Býslumaður ábyrgðina og ekki vélmeistarinn. f>etta var eina örugga ráðið til þess að hafa skipið í haldi, og mun vera alsiða er- lendis, sérstaklega einmitt á Eng- landi. Hekla hraðaði sér á brott til Reykja- víkur. Henni lá á að komast til Fær- eyja fyrir 23. þ. m. Hún hafði þó raunar fyrir sér fulla viku til þess. f>ví þetta var 16. þ. mán., fimtudag- inn að var. f>á setti sýslumaður 4 Hafnfirðinga út í skipið í varðgæzlu skyni. Laugardagskveldið var fær skipstjóri talskeyti héðan frá yfirmanni á enska herskipinu, Bellona, er hér lá á höfn- inni, að finna sig tafarlaust hingað. Hann bregður við þegar sunnan að gangandi. Skömmu síðar vill stýrimaður kom- ast á land af botnvörpungnum. Seg- ist vera frá sér af tóbaksleysi. |>etta er látið eftir honum og rær varðmað- urinn einn hinn íslenzki stýrimann til lands. Honum dvelst þar alllengi. Loks kemur hann út aftur á stolinni kænu. |>að varlöngu eftirháttatíma. Að lítilli stundu liðinni taka þeir eftir því, varðmennirnir íslenzku, að farið er að kynda undir gufukatlinum. Síðan er létt akkerum og lagt á stað út fjörð. það var kl. um eða undir 2 um nótt- ina. f>egar komið er út í Leir svo nefndan, utarlega í fjörðinn, veita skipverjar varðmönnum atgöngu og skipa þeim niður í kænuna stolnu. f>eir þorðu ekki annað en að hlýða. Einn þæfðist þó fyrir. Honum hrunda þeir niður. f>að var tæpast, að fleyt- an bæri þá alla 4. Og ekki var árin nema ein. Veður var kyrt ogkomustþeir til lands seint og síðar meir, eitthvað nálægt Hvaleyrarhöfða. f>eir hröðuðu sér inn i Fjörð og áfund sýslumanns; vöktu hann upp. j?á var kl. orðin 4 um nóttina. Hann brá þegar við inn til Reykjavíkur fótgangandi. Mun hafa ætlað að hafa uppi á skipstjóra. En hann var hvergi hér að finna. Hitt kuunu menn honum að tjá hér, að enskur botnvörpungur, er hór var staddur, hefði lagt út um kveldið seint, skömmu eftir að skipstjórinn seki var hingað kominn; og þótti þá enginn efi á þvf leika, að þar mundi hann hafa tekið sér far og hitt sína menn einhversstaðar úti í flóa, en þeir haldið sem hraðast til hafs og kveðið kátir: brast snaran, burt sluppum vér. Botnvörpungur þessi heitir Carry Anna, frá Grimsby (G. Y.4), og skipstjóri Henry BaBkcomb, bróðir aðalútgerðar- mannsins og meðeigandi í útgerðinni. Hefir því verið ant um í meira lagi, að komast úr greipum réttvísinnar hér. Kvað hann og hafa gerst hér brotleg- ur áður, fyrir mörgum árum og verið sektaður. Skipskjölum heldur sýslumaður eftir. Ekki er hætt við fyrir það, að vér fá- um neina rétting þessa máls. Yfir- maður á Bellónu kvað vera allur á bandi sökudólgs, trúir því sem hann segir um sakleysi sitt eða læzt trúa. Ekki líklegt þó, að hann hafi verið beint í ráðum um hrekkjabrögð þau, er hér voru höfð í frammi, þótt grun- samt só um þessi skilaboð eftir skip- stjóra. Hinn seki skipstjóri verður auðvit- að látinn skifta um skip og jafnvel skipshöfnin öll. f>á verður ilt að finna hann eða þá félaga, þótt hér yrðu við land síðar méir. Auk þess er haft eftir honum, að hann hafi verið alráðinn að hætta sjóferðum. þetta hefði átt að verða síðasta ferðin hvort sem var. Fénaðarsýning var haldin að Varmá í Mosfellssveit sunnud. var, fyrir þann hrepp og Kjal- arne8. f>ar var af sauðfé ura 90, margt af kúm, 8 naut, 17 hryssur og 2 folar. Eggert bóndi Briem í Viðey hlaut 1. verðlaun, 15 kr., fyrir 3 miss- ira bola. Fyrir kýr hlutu þeir, Guð- mundur bóndi á Esjubergi Kolbeins- son og Sturla kaupm. Jónsson (Braut- arholtsbúið) fyrstu verðlaun, 12 kr. Fyrir hross voru ekki veitt nein fyrstu verðlaun; en önnur verðlaun, 10 kr., fekk Guðm. á Esjubergi fyrir 4 vetra fola, ættaðan úr Skagafirði. Einhver verðlaun voru veitt fyrir 30 kindur. Fyrir sýningunni stóðu þeir Guð- mundur bóndi í Elliðakoti Magnússon, Eggert í Viðey og Jón Jónatansson búfræð. f Brautarholti, auk Guðjóns Guðmundssonar búfræðiskand. og ráðu- nauts, er hefir umsjón með öllum fénaðarsýningum af Landsbúnaðarfé- lagsins hálfu. Sýningarsvæðið var á völlunum hjá ánni (Varmá) við þjóðbrautina. þar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.