Ísafold - 25.06.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.06.1904, Blaðsíða 1
Kemnr út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. JtuéJadi jfíaAýwlMv I. 0. 0. F. 86789 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 i spltalannm. Forngripascifn opið mánnd., mvd. og ld. 11—12. Hlutábankinn opinn kl. 10—3 og «7*-77*. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fnndir á hverjn föstudags- og aunnndagskveldi kl. 872 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á bverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- -endnr kl. 1072—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag Sl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafii opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. og ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið 4 sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisí Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Y eitingar-lögleysan. Harla litlu skiftir þ a ð í sjálfu sér og eitt út af fyrir sig, hvort hann heitir Ólafur, Páll eða Pétur, sem skip- aður er til að gegna bókarastarfinu við Landsbankann, og eins hitt, hvort hann er heldur stjórnarflokksmaður, fram- sóknarflokksmaður eða landvarnarmaður, sé hann á annaS borð stöðunni vaxinn; en um það hefir enginn heyrst efast, að Ólafur þessi só frá Yopnafirði, er hún hefir verið veitt verið. Enginn efast um, að hann só svo vel aS sér í skrift og reikningi, að hann sé fullfær um, að gegna umræddu bókarastarfi. — í>að segir sig sjálft, að frá því sjónar- miSi er enginn skapaSur hlutur við það að athuga, að þessi maður er til þess kjörinn. Og þó aS hann væri siðri í þeirri grein eti aðrir umsækjendur, þá bitnar það á bankanum og stjórn hans, en öðrum líklega ekki verulega. Það má segja, að hinum hefði þá veriS gert rangt til, aö taka hann fram yfir þá. En slíkt og því líkt getur lengi verið álitamál. bar getur sitt sýnst hverjum. Hér er ekki um neitt slíkt að tefla. það sent hér er um að tefla og vítt hefir verið og víta ber, það er hin skýlausa og greinilega lögleysa, sem frarnin hefir verið, er sýslan þessi var veitt, eins og margbúið er aS sýna fratn á. Annaðhvort vísvitandi lögleysa, fram- in að fyrirhuguðu og ásettu ráði, eða það hefir verið gert af aðgæzluleysi, af athugaleysi ttm, hvað lög mæla fyrir þar um, en reynt svo að verja það eftir á, l>út í vitleysu«, sem maður segir. 0g enn er áminst lögleysa þó í sjálfri sér og út af fyrir sig engintt stórvoði. Það eru brotin lög á þeim eina manni, er löglegt tilkall atti til að fá stöðuna, af því að meiri hluti bankastjórnar- innar hafði tilnefnt hann lögum sam- kvæmt; lögin segja, að eftir meiri hlutans tillögum s k u 1 i veita starfiö. Reykjavík langardaginn 25. júní 1904 42. blað. Honum, þessum manni, er og gerður stórskaði með því. Það er hart fyrir hanu og hans. En ekkert allsherjar- tjón er með því unniö. Það eru ekki beinar, heldur óbeinar afleiðingar af þessari lögleysu, þessu bersýnilega lagabroti, sem miklu meira máli skifta. Það er þetta, að eiga yfir höfði sér slíkar og því b'kar lögleysur eins í því er allsherjar-velferð er undir komin. Því sú er afleiðingin, ef það er látiö víta- laust, að fremja svona lögleysu, þótt ekki snerti h ú n almenningshag. Það er enn fremur árás sú á óspilta róttarmeðvitund þjóðarinnar, sem lög- leysan felur í sór, þegar hún er framin af þeim, sem yfir er skipaöur alla gæzlumenu laga og róttar í landinu. — Ekki sízt, þegar farið er si'San að verja þetta, gera lýðnum hvers konar sjón- hverfingar til þess að gera hann blind- an á rétt og rangt, láta hann vaða í villu og svíma um, hvort hann er lög- um beittur eða ólögum. Reyna að gera hann ringlaðan, og loks tilfinning- arlausan á það, hvað við hanu er átt, hvernig með hann er farið. Það er vitaskuld girnilegt þeim, sem svo eru geröir, að vilja helzt drotna einir og alvaldir yfir skynlitlum verum, nógu skynlitlum til þess, að alt láti sór standa á sama. Heilbrigðum mönnum og óbrjáluðum þykir sér annars vanalega gerð tölu- verð móðgun með því, ef einhver segir upp í opið geðið á þeim, að 2 og 2 séu 5, og ætlast til, að þeir samsinni því. — Það er stundum gert til að friða og spekja vitskerta menn, að samsinna hvaða fjarstæðu sem þeir koma með. Oörum þykir ekki slíkt sæmandi eða boðlegt með neinu móti. Með því að enn er látist vera i' stjórn- armálgögnunum að skýra lagastaði þá, er hér koma til greina, um veitingu hinna meiri háttar sýslana við lands- bankann, og reynt að ranghverfa þeim þangað til, að þeir geri margnefnda lögleysu löglega, þá er einfaldast, að prenta þá hér orörótta. Það er þá fyrst lögin um stofnun landsbanka frá 18. sept. 1885, þau segja svo í 23. gr. : Landshöfðingi [nú ráðgjafi] skipar bók- ara og féhirði bankans og víknr þeim frá, hvorttveggja eftir tillögum forstjórnarinnar Hvað er forstjórn bankansl Því svarar 19. gr. sömu laga, sbr. 20. gr. Þar segir svo : I stjórn bankans skal vera einn fram- kvæmdarstjóri, er landshöfðingi [nú ráð- gjafi] skipar með hálfs árs uppsagnarfresti, og tveir gæzlustjórar, er kosnir eru sinn af hvorri deild aldingis til fjögra ára. — — Landshöfðingi getur vikið hverjum forstjóra bankans frá um stundarsakir. Hór sóst, að orðin »stjórn bankans«, »forstjórar« og »forstjórn« þýða hið sama öll. Loks segir svo í reglugerð bankans 8. apríl 1894, 8. gr. Bankastjóramir útkljá í sameiningu þau málefni, sem varða bankann, en greini þá á, ræður atkvæðafjöldi; getur þá hver þeirra beimtað ágreiningsatkvæði sitt ritað i gjörðahók og skrifa hankastjórarnir allir undir það, sem bókað er. Ekki þarf fram- kvæmdarstjóri þó að framkvæma ákvörðun gæzlustjóranna, þegar hann álítur, að bankinn geti haft tjón af henni, en aldrei má hann framkvæma neitt það, er háðir gæzlustjórarnir hafa neitað að leggja sam- þykki sitt á. Það er svo sem ekki gott að koma hér að neinum vafa, e f rétt er haft eft- ir blátt áfram það, sem lögin segja. E f t i r tillögum bankastjórnarinnar segja þau, að veita s k u 1 i sýslanirnar. Þar með segja þau um leið sæmilega greinilega, að ekki megi veita þær m ó t i tillögum hennar. Bankastjórn segja þau að þýði sama sem meiri hluti banka- s t j ó r n a r, þegar bankastjórana grein- ir á. Hvort veitingarvald ráðgjafans verð- ur hér mikiö eða lítið á vog, kemur eng- um við öðrum en þeim, sem þessi lög hafa sett. Úr því þau segja, að það skuli ekki vera meira en þetta, ekki meira en að staöfesta ályktun meiri hluta bankastjórnarinnar og gefa þeim veitingabréf, er hún tilnefnir, þá v e r ð- u r að gera það, fara eftir því, meðan lögin eru í gildi. Enda er í r a u n- i n n i vald ráðgjafans miklu meira, ef að er gætt, með því að hann getur »vik- ið hverjum forstjóra bankans frá«, eins og stendur í tilvitnaSri 20. gr. banka- laganna; því valdi getur hann beitt, ef honum finst þeir »leggja til« einhverja óliæfu eða fjarstæðu um skipan bókara eða féhirðis. Það er þó æði-sterkt að- hald. Getur varla sterkara veriS. Ekki getur hann gert það við söfnuð, meiri hluta safnaöa, sem vill hafa annan prest en honum líkar. Þar er þá vald hans e n n minna, og engin markleysa talin þó. Og hlýða verður hann þeim fyrir- mælum, meðan þau eru í gildi. Hann hefir í báðurn dæmunum mikilsvert eft- irlitsvald, og þaS miklu þyngra á vog’ þó, er kemur til bankans. Sé það ekki gert, eru þau lög brotin, alveg eins og bankalögin eru brotin, ef skipaður er bankabókari eða bankagjald- keri móti tillögum bankastjórnar(meiri hlutans), úr því að þau segja, að skipa s k ti 1 i þá e f t i r tillögum hennar. Vatnsveita Reykjavíkur. það mál hetir vakið athygli í Dan mörku og eru nú hingað komnir í dag með Ceres 2 danskir verkfræð- ingar í þeim erindum, að litast hér um og gera einhverjar rannsóknir þar að lútandi, svo sem með boranatil- raunum m. m. Annar, Joh. Caroc, er fyrsti for- stjóri fyrir firma Smith, Mygind og Húttemeier, sem er eitt með stærstu og nafnkendustu stórsmíðastofnunum í Khöfn, hefir smíðað Lagarfljótsbrúna og ætlar að smíða brúna á Jökulsá í Axarfirði. Hinn heitir Petersen, lög- giltur »vand- og gasmester* í Khöfn og annar maður í firma Petersen og Brill, er fæst einnig við meiri háttar járnsmíðar, bæði vatnsveitu- og gas- veitu umbúnað, aðgerð á járnskipum o. fl. það er ágætt fyrir Eeykjavík, að von er á samkepni um vatnsveituna fyrirhuguðu. Landsbúnaðarfélagið. það hélt ársfund sinn 22. þ. m. í Iðnaðarmannahúsinu. Forseti, þórhallur lektor Bjarnarson, skýrði frá hag félagsins eftir framlögð- um f. á. reikningi, er bar með sér, að það átti í sjóði í árslok nokkuð meira en 31 þús. kr., meiri hluta þess nú orðið í bankavaxtabréfum, með því að gerð hafði verið gangskör að því að kalla inn veðskuldir hjá einstöku mönnum, þar eð bankavaxtabréfin gefa meira af sér í vöxtu. Hann skýrði og frá framkvæmdum félagsins og fyrirætlunum, þar á með- al kjötsölutilraununum, er hann virt- ist hafa trú á að bera mundu ávöxt: að markaður fengist í Danmörku fyrir vel verkað, linsaltað kjöt. Björn Bjarnarson búfr. frá Gröf hreyfði því, að ómissandi væri að fá áreiðanlega vitneskju um, hver skil- vindutegund mundi vera hentugust hér á landi. Alþýða vissi ekki, hverju hún ætti að trúa, er hún hefði ekki annað fyrir sér en auglýsingar skil- vindusalanna, hverja á móti annari. Porseti kvað stjórn félagsins ekki treysta sér til að kveða upp óyggjandi úrskurð um það mál, ekki telja sig færa um að leggja út í það. Líkt mundi verða ofan á, þó að farið væri að spyrja Landbúnaðarfélagið danska í Kaupmannahöfn. því mundi ekki þykja hlýða að gera það. Hitt væri annað mál, að það kynni að svara fyrirspurn um, hver skilvindutegund væri mest notuð þar í landi á smábú- um einkanlega. Kvað hann stjórn fé- lagsins hafa að géfnu tilefni skrifað einmitt nú danska félaginu slíka fyrir- spurn, og mundi geta orðið góð leið- beining að því fyrir almenning hér á landi, ef við þeirrí spurnig fengist á- kveðið svar. Með öllum þorra atkvæða var sam- þykt svolátandi tillaga frá Vigfúsi Bergsteinssyni á Brúnum: Pundurinn skorar á búnaðarþingið, að láta svo fljótt sem ástæður leyfa kenslu í plægingum fara fram að minsta kosti á einum stað í hverri af þeim sýslum landsins, sem hefir landbúnað að aðalatvinnuvegi. Samþykt var því næst í einu hljóði svofeld tillaga frá Birni Bjarnarsyni í Gröf: Fundurinn skorar á búnaðarþingið að hlynna með styrkveitingum að rækt- un landsins með grasfræsáningu, þegar reynsla er fengin fyrir, hverjar gras- frætegundir þrífast hér bezt. Vigfús Bergsteinsson skýrði frá, að hann hefði rifið nýlega meira en 20 ára gamalt hús með járnþaki undir torfi (torfþaki); það var rakalaust framhýsi og var járnið alveg óskemt eftir þann tíma.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.