Ísafold


Ísafold - 25.06.1904, Qupperneq 3

Ísafold - 25.06.1904, Qupperneq 3
167 Ferðapistill frá Berlín. iii. (Niðurl.). Miklar eögur ganga víða af rudda- skap og ójöfnuði þýzkra hermanna og lögregluliðs við alþýðu. Vel getur vsr- ið, að eicthvað sé til um það; en sjálf- sagt eru sögurnar mjög ýktar. |>ann tíma, sem eg var í Berlín, varð eg einskis þvílíks var, og heyrði aldrei um það kvartað. Eg þurfti oft að tala við þýzka lögregluþjóna, því það er eitt af skylduverkum þeirra, að vísa ókunnugum til vegar í bænum, enda skyldi aldrei aðra til vegar spyrja en lögregluþjóna, hvar sem maður er staddur. f>eir sem eg hitti fyrir voru hver öðrum liprari og þýðari, og að því leyti mjög líkir stóttarbræðrum sínum í Englandi, sem orðlagðir eru fyrir, hvað vel þeir koma fram við ókunn- uga. Eg sá fjölda fólks gera þetta, og lögregluþjónana bregðast æfinlega eins við. Eg sá þá oftar en einu sinni afstýra hættu á fjölförnum svæðum, og koma yfirleitt svo fram hvarvetna, að þeir áynnu sér traust og hylli al- mennings. Hermönnunum í Berlín mætir maður í öðruhverju spori og á öllum 8amkomustöðum er fram undir helming allra karlmanna í hermanna- búningi. En aldrei 8á eg neinn ójöfn- uð til þeirra heldur. fá er k e i s a r i n n. Ef nokkurs- staðar er hægt að sjá, að almenuingi þyki vænt um þjóðhöfðingja sinn, þá er það í Berlín. Hann á það og skil- ið að mörgu leyti. Hann befir mjög mikinn áhuga á framförum og vellíð- an þegna sinna, er gáfumaður mikill og skörungur, og má sjálfsagt telja hann að manngildi fremstan þjóðhöfðingja þeirra, er nú eru uppi. En þó gengur dálæti það, sem Berlínarmenn hafa á honum, nærri úr hófi fram. Hvað lítið sem hann hreyfir sig út úr höll sinni, og það gerir hann oft, því hann unir illa kyrsetum, — þá er þar kominn óðara múgur og margmenni, og raðar sér þar fram með á tvær hendur, sem leið hans liggur, til þess að sjá hann og votta honum hollustu sína. Mynd- ir af keisaranum eru á öllum sköpuð- um hlutum, og í gluggunum á bóka- búðunum liggja til sölu stórar bækur um hann. Ekki man eg eftir að eg kæmi inn á nokkurn þann veitinga- stað í Berlín, að ekki væri þar mynd af keisaranum, annaðhvort veggja- mynd eða brjóstmynd úr gipsi eða eir. Alt hið glæsilegasta í öllum varn ingi er kent við keisarann, og hver keppir við annan að hnoða andlits- ntynd keisarans inn í auglýsingar sín- ar- Einu 8Ínni gekk eg fram hjá slátrarabúð. þar voru auðvitað nauts- krof 0g svínsskrokkar hengdir út í gluggann til sýnis, og innan um þá var blikkskjöldur með mynd af keis- aranum! Sagt er, að honum þyki sjálfum mjög vænt um þetta alþýðu- dálæti, og þegar hann vill votta mönn- um eða stofnunum velvild sína, þá sendir hann venjulega mynd af sér. Viðburður gerðist í Berlín í húsi skamt þaðan, sem eg átti heima, sem er jafnvel sjaldgæfur f stórborgum. Heil fjölskylda, fimm manns, róð sér þar bana í einni þvögu. það voru hjón °g Þrjú börn þeirra, tveir synir og ein dóttir. Húsbóndinn var gamall her- foringi, og var kominn í fjárkröggur; hann hafði falsað skjöl, og hlaut það að koroaat upp innan skamms. Afmælis- dagur dótturinnar var notaður til þeBsa hroða-tiltækis. Bræðumir voru í her- mannaskóla og var þeitn boðið heim. f>að er haldið, að þöim hafi verið gefið inn eitur, svo þeir vissu eigi af. Stúlk- an tók eitrið viljandi. Hún skrifaði nokkur bréf vinstúlkum sínum, áður en hún tók inn eitrið. Um morgun- inn kom hraðskeytaþjónn með ham- ingjuóskir frá einhverjum vinum og vaudamönnum þessa fólks, vegna af- mælis stúlkunnar. þá lá öll fjölskyld- an dauð í rúmum sínum. Heldur er það að fara í vöxt, að íslendingar komi til Berlínar. Einu sinni voru þar staddir í vetur 6 land- ar í senn. Tveir þeirra eru ungir og efnilegir iðnaðarmenn, sem eru búnir að vera þar nokkuð lengi og eru nú fullnuma í iðn sinni, enda hugsa bráð- um til heimferðar. það eru þeir Hall- dór Guðmundsson rafmagnsfræðingur, og Baldvin Björnsson gullsmiður frá ísafirði. Hinir íslendingarnir, sem þar voru staddir samtímis mér, voru þeir Ágúst Bjarnason cand. mag. (heím- spekingur), Jón þorláksson verkfræð- ingur og Asgrímur Jónsson málari. Eftir þessa dvöl í Berlín er eg að vísu dálítið fróðari um borgina en áður. En það sem eg veit, er þó sjálfsagt harla lítið í samanburði við það, sem eg veit e k k i. Ferðamaður, sem kom til Eóm, spurði Albert Thorvaldsen, hve lengi hann þyrfti að vera þar til að kynn- ast borginni til hlítar. »Eg veit það ekki«, svaraði Thor- valdsen. »Eg hefi ekki verið hér n e m a 2 0 á r«. Svo er sagt um Par/s, að hún sé ekki b o r g, heldur heill h e i m u r. Likt mun mega segja um Berlín nú orðið. Dresden í aprílm. 1904. Guðm. Magnússon. ^obrikoff myrtur Bobrikoff hershöfðingja, yfirland- stjóra yfir Finnlandi, hinum alræmda rússneska harðstjóra þar, var veitt banatilræði fyrra fimtudag, 16. þ. m., með skotum, og lézt hann af sárum daginn eftir (17.). Sá, sem verkið framdi, réð sér sjálf- um bana samstundis. Hann hét Eugen Schaumann, ung- ur lagamaður og assistent í einni stjórnardeildinni í Helsingfors, höfuð- staðnum á Finnlandi og stjórnarsetri. Bobrikoff fekk 3 skot, eitt í háls- inn, annað á brjóstið, hið þriðja í kviðinn neðan til. það var þriðja skotið, 8em reið honum að fullu. Kúi- unni þeirri tókst læknum að ná, hin- ar höfðu að eius veitt honum svöðu- sár; en sárið leiddi hann þó til bana. þetta þykir Eússum ill tíðindi. En Finnum síður sjálfsagt, nema að því leyti sem þeir mega líklega búast við engu minna harðræði eftir. Liæknaskólinn. þar luku í gær embættisprófi þeir Mattías Einarsson með I. einkunn (186^/g st.) og J ó n 0. E ó s- enkranz með II. eink. (1472/3 st.). Sveitakennarar munu ekki hafa veitt því eftirtekt nema sumir, að þingið í fyrra setti þau skilyrði fyrir styrkveitingu þeim til handa úr landssjóði, að þeir fái »úr sveitarsjóði eða annarsstaðar að, auk fæðis, helming á móts við landssjóðs- styrkinn*, sem má vera 80 kr. mest. þeir þurfa með öðrum orðum að láta fylgja umsóknum sínum um Iands- sjóðsstyrkinn, stíluðum til stiftsyfir- valdanna, skilríki fyrir því, að þeir hafi fengið helmingskaup á við hinn umboðna styrk, auk fæðis. Og þessar umsóknir kváðu eiga að vera komnar til stiftsyfirvaldanna fyrir miðjan ágúst. Isafjardarsýsla og bæjarfógetaembættið á ísafirði er veitt M a g n ú s i sýslumanni T o r f a- s y n i í Árbæ. Voöaslys. það er sannfrétt, að um 1000 manna, barna og fullorðinna, týndi lífi fyrra miðvikudag (15. þ. m.) í New York, með þeim hætti, að eldur kviknaði í skemtiskipi General Slocum, er þar var á ferð nærri höfninni, fullhlöðnu af fólki, mest skólabörnum. Skipið var þar statt, er heitir Hellgate [Vít- ishlið], og eru hamrar á 2 «hendur. Fólkið gerði ýmist að brenna, kafna af reyk eða drukna. Alls einn maður druknaði af sjálfri skipshöfninni. það þykir bera vott um, að hún hafi hugs- að töluvert minna um farþega en sjálfa sig. SíðdegisgnÖJ-þjón. á morgun kl. 5 (B- H.) 8. A. G. prédikar i hádegismessunni. Messað i frikirkjunni á morgun. Forspjalls-visiiidaprof (eða heim- spekispróf) hafa leyst af hendi í Khöfn ný- lega þessir íslenzkir stúdentar: Bogi Brynj- ólfsson og Jónas Einarsson með úgætiseink., Qieir Zoega, Creorg Ólafsson, Gisli Sveinsson, (juðm Guðmundsson, Guðm. Hannesson og Vigfús Einarsson með I. eink.; Guðm. Ólafs- son og Konráð Stetánsson með III. eink. (Enginn með II. eink.). Veðnrathuganir i Reykjavik, eftir Sigríði Björnsdóttur. 1904 júnf Loftvog millim. Hiti (C.) Átt < <x> cx 3 ZT 8 ov Skjmagn| Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld 18 8 752,4 7,2 0 5 2 751,6 11,6 NW 1 8 9 10,1 0 6 Sd. 19 8 752,0 7,0 0 5 2 751,1 11,3 WNW 1 7 9 750,0 10,1 0 9 .Vld20 8 747,4 7,2 8 1 10 6,2 2 751,9 10,4 SW 1 9 9 752,2 8,1 sw 1 9 Þd21. 8 752,9 7,0 0 4 1,1 2 756,4 11,0 8W 1 3 9 760,2 9,4 N 1 2 Md22.8 765,9 8,2 0 0 2 764,0 11,9 NW 1 1 9 764,1 11,9 NW 1 1 Ed 23.8 763,9 13,0 0 2 2 762,0 16,8 NE 1 3 9 761,3 14,7 NE 1 5 Fd 24.8 763,5 13,6 NW 1 3 2 761,1 13,6 NW 1 5 9 761,1 11,7 NW 1 8 Eyrnainyndir með fjármörkum °g ruglingur á markanöfnum. í markaskrá fyrir Borgarfjarðarsýslu, sem nú er nýprentuð, eru samnefnd sum fjármörk, svo sem hoðf jaðrað-and^/aðrað. 4>ar væri þörf á að sýna uppdregið eyra með þessu marki, því, næstu sýslu marka- skrá er boðfjaðrað og i enn annari andfjaðr- að. Sömuleiðis þyrfti að sýna oddfjaðr- að og oddfjöður, sem eru nokkuð algeng mörk i næstu sýslum. Enn fremur eru fleiri mörk i næstu sýslum, þó ekki séu hér í Borgarfjarðarsýsiu, sem ekki munu vera hverjum manni þekkjanleg, og væri ekki vanþörf á, að sýna eyru með þeim, svo sem: geirskorið, jaðarskorið, laufskorið, hófbiti, hnífsbragð, netnál, sitg (eitt, tvö, þrjú) vaglrifað, vaglskora. Öll þessi mörk og máske fleiri þyrfti að vera sem flestum mönnum sem þekkjanleg- nst, minsta kosti til að geta lýst þeim, og ættu jafnan að þekkjast undir sama nafni í næstu sýslum. T. d. ef boðfjaðrað er sama sem andfjaðrað, ætti að nefna það svo í öllum maikaskrám. Hamrað ætti hetur við að kenna ætíð við það sem eíst er á eyranu: hamar-stýft, hamar-sýlt, ham- arsneitt eða heilhamrað. Hvað er annars hamarskorið? Hver er munurinn á hófi og hófbita, eða hvernig er hann? eða hvernig er geirskorið, jaðarskorið, eða laufskorið? Hnifsbragð og hragð mun vera hið sama. Netnál er fágæt og þvi fremur sjaldsén. Stig, hvernig á það samnefnt við vaglskoru? Vaglskorað og vaglrifað eru algeng mörk i næstu sýslum og mun aldrei vera annað yfirmai k á þvi eyra, sem vagl- skora er; nú er stig og stundum tvö stig undirben i Borgarfjarðarsýslu markaskrá— þá verður það að vera sitthvað: vaglskor- að i Árnessýslu og vaglskora (sama sem stig) í Borgarfjarðarsýslu. Áf þessum mörkum væri sannarlega þörf á að sýna myndir. Pað mundi því koma sér vel. að í öllum markaskrám væri prentaðar nokkrar eyrna- myndir með þessum vafalegu mörkum, eins og þau eru i lögun þar sem þau eru brúkuð, og varast að nefna eitt mark tveim- ur nöfnum eða tvö mörk sama nafni, þótt sitt i hverri sýslu sé. H J. Gjaíir og tillög til Prestekknasjóftsins árið 1903. I. Norður-Múlapróýastsdœmi: Einar próf. Jónsson ................... 5,00 2 Suður-Múlaprójast&dœmi'Jó- hann prófastur Sveinbjarnarson 5 kr: sira Benedikt Eyólfsson 4 kr.; síra Björn þorláksson 2 kr.; síra Jón Guðmundsson 2 kr. ...................... 18,00 3. Bangárvallaprófastsdœmi: Kjartan próf. Einarsson 3 kr.; síraEggert Pálsscn 3 kr.; BÍra Jes A. Gíslason (fyrir ’02 og ’03) 5 kr.; sira Ófeigur Vigfússon 3 kr.; síra Skúli Skúlason 3 kr...... 17,00 4. Árnespróýastsdœmi: Valdi- mar próf. Briem 3 kr.; síra Eggert Sigfússon 5 kr.; síra Jón Thorstensen 2 kr.; síra Olafur Briem 2 kr.; síra Steindór Briem 2 kr............................ 14,00 ð. Kjalarnesþing: Amtm. J. Havsten 25 kr.; Hallgrímur biskup Sveinsson 15 kr.; Jens próf. Pálsson 5 kr.; síra Árni ■þorsteinsson 2 kr.; síra Brynj- ólfur Gunnarsson 2 kr.; síra Halldór Jónsson 2 kr.; Jóhann próf. f>orkelsson 5 kr.; síra 0- lafur Stephensen 2 kr.; 3 safnað- arfulltrúar (nöfnin eigi greind) 2 kr. hver...................... 64,00 6. Borgarfjarðarpróýastsdæmi: Jón próf. Sveinsson 5 kr.; síra Aruór f>orláksson 2 kr.; síra Einar Thorlacius 4,06; Guðm. próf. Helgason 5 kr.; síra Sigurð- ur Jónsson 2 kr................. 18,06 7. Snœýellsnesprófastsdœmi: Sig- urður próf. Gunnarsson 5 kr.; síra Helgi Árnason 5 kr.; síra Jens V. Hjaltalín 5 kr......... 15,00 8. Barðastrandarprófastsdami: Bjarni próf. Símonarson 2 kr.; síra Jón Árnason 2 kr.; síra Lárus Benediktsson 3 kr.; síra f>orvaldur JakobsBon 3 kr. ... 10,00 9. Norður-ísaýjarðarpróýasts- dœmi: jþorvaldur próf. Jónsson 4 kr.; Páll próf. Ólafsson 6,28.10,28 10. Húnavatnsprófastsdœmi: Hjörleifur próf. Einarsson 3 kr.; síra Ásmundur Gíslason 2 kr. .. 5,00 II. Skagafjarðarprófastsdœmi: Zófonías próf. Halldórssou 3 kr.; síra Árni Björnsson 2 kr.; síra Björn L. Blöndal 2 kr.; síra Björn Jónsson 2 kr.; síra Jón Magnússon 3 kr.; síra Jónmund- ur Halldórsson 2 kr.; síra Pálmi f>óroddsson 2 kr.............. 16,00 12. Eyjaýjarðarpróýastsdœmi: Jónas próf. Jónasson 2 kr Davíð próf. Guðmundsson 2kr.; síra Emil Guðmundsson (fyrir ’Ol, ’02 og ’03) 8,88; síra Geir Sæmundsson 2 kr.; síra Jakob Björnsson 2 kr.; síra Stefán Kristjánsson 2 kr............. 18,88 13. Suður-þingeyjarpráfasts- dœmi: Árni próf. Jónsson 2 kr. Benedikt próf. Kristjánsson 2 kr.. 4,00

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.