Ísafold - 25.06.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.06.1904, Blaðsíða 2
166 Helgi Kr. Jónsson mintist á, hve mikið færi af skepnum í hættur bæði á afréttum og ekki síður í heimahögum, 8vo sem dý, keldur, skurði. Hann vildi láta heita verðlaunum fyrir það, sem gert væri til að aftra slíku. Björn Bjamarson taldi það óráð, með því að þá væri hætt við, að bændur hættu að laga slíkar hættur öðruvísi en fyr- ir borgun; en mikið að því gert ella nú þegar. Ymsir fundarmenn voru þessu sammála. Fundurinn var fásóttur. Orfáir ut- anbæjarmenn. Bftir fundinn s ý n d i sænskur skilvindusali, Palmér ingenieur, Alfa- Laval-s kilvindur vinnandi, þar í fundarsalnum, og sömuleiðis s t r o k k, með nýju lagi. Hann bjó til þar fyr- ir augum fundarmanna og margra á- horfenda annara, einkum kvenna, tvær allvænar smjörskökur, úr nokkr- um tugum potta af mjólk. Skilvind. an skildi rjómann frá undanrennunni og strokkurinn strokkaði hann jafn- harðan, 10 pd. af rjóma í einu, á ör- stuttum tíma, 13 mínútum, ætlaðist hann til, en varð nokkuð lengur, með því bæði að rjóminn var heldurþunn- ur og margir skiftust á um að strokka og gerðu það misbratt auðvitað. Ekki er strokkurinn erfiðari en það, að set- ið er á stól og snúið sveif með ekki meira átaki en að barn getur það með einum fingri. Einnig er ákaflega létt að snúa skilvindunni, viðllka hér um bil. Hæfilega hratt snúið hvoru um sig, að 1 snúningur komi á sek- úndu. Hr. Palmér sýndi vandlega, hvernig skilvindan er saman sett, lim fyrir lim, og einkum, hvernig ætti að fara að hreinsa hana. Hann tók hana í sundur og þvoði vandlega úr heitu vatni og þurkaði á rúmum 3 mínútum. Búða er á strokknum ofurlítil, kring- • lótt. Hún segir til, þegar fullskekið er; þá er hún skír. Strokkurinn síar sjálfur frá sér áirn- ar. Síðan er tekið af honum með tré- spöðum upp á strokklokið öfugt; það er á hjörum. f>ví næst þvegið úr smjörinu það sem eftir var af áum í því, stráð í það salti og þá hnoðað með kefli. Aldrei drepið fingri við mjólk, rjóma eða smjöri frá upphafi til enda. Rjóminn mældur með hitamæli áð- ur en farið er að strokka. Engu má skakka um hita, ef vel á að fara. Öllum handtökum fylgdu greinileg- ar skýringar. Auk þ^s ávarpaði hr. Palmér áhorfendur nokkrum orðum fyrir og eftir. þeim þótti sýnilega mikið gaman að sjá þetta og heyra alt saman, og snöggum mun meira í varið en fundinn sjálfan. Ef þér farið svona að búa til smjör- ið, kvað hr. Palmér, og fjölgið kúnum hjá yður eftir mætti, þá verður það eins gott eins og danskt smjör og þér fáið fyrir það ógrynni gulls frá Eng- landi. Hann lýsti því og rækilega, hve áríðandi væri sem mest hreinlæti, þegar mjólkað væri. Vel hrein mjólk- urílát. Hreinar hendur, þegar mjólk- að er. Hreinir spenar. »Ekki dýfa ó- hreinum fingrunum (né hreinum held- ur) niður í mjólkina og svo á spen- ana, eins og þær gerðu, stúlkurnar hjá henni mömmu minni. Og ekki að vera að smakka á strokknum með fingrunum eða smjörinu, eins og hún gerði«. Svona gott smjör fæst ekki nema úr fyrirtaks-mjólk, mælti hann, er hann og aðrir brögðuðu á smjörinu á eftir. f>að hlýtur að vera dæmalaust gott undir bú hjá ykkur. Grasið á íslandi hlýtnr að vera fyrirtaks-kjarn- gott. Svo s a g ð i hann. En ekki er þetta selt dýrara en keypt var. Atlantseyjar Banaríkis. Maður einn í stjórn Atlantseyjafélagsins hefir beðið ísafold fyr- ir þessa grein. Nýlega, hefir verið stofnað félag í Danmörku, er svo heitir; það hefirsent út áskorun til manna, er svo hljóðar: Efalaust er það, að hinir firnari rík- ishlutar, er heyra undir Danakonung, Færeyjar, Island, Grænland og Vest- urheimseyjar, fela í skauti sér ýmsar uppsprettur auðs og framfara í búnaði og velsæld. Til þess að styrkja þessar framfarir og vekja og styðja menningu þessara ríkishluta yfir höfuð og bróður- legan samhuga meðal íbúa ríkisins hefir félagið »Atlantseyjar Danaríkis« verið stofnað. Það ætlar sér að vinna að þessu marki, er nú var nefnt — meðal ann- ars með því, að útvega skyrslur til að styrkja efnahag þessara ríkishluta og breiða út þekkingu um það mál meðal íbúa ríkisins, og vekja athygli þeirra á búnaði þeirra og menningu; ennfremur með því, að leiðbeina ókeypis hverjum þeim, er snýr sér að félaginu með ósk um skýrslur, er snerta þessa ríkishluta, og með því að leitast við að fá bótum á komið, eftir því sem þurfa þætti. Fé- lagið ætlar sór, þótt víðtækara sé, að vinna á líkan hátt og »Hið konunglega danska landbúnaðarfélag« og józka heiða- félagið og lætur stjórninni sína hjálp í té. Það er nauðsynlegt, að almenningur styrki þetta félag og styðji, til þess að það geti unnið að marki sínu með full- um krafti og styrkt félagsskap og sam- heldni með öllum hlutum Danmerkur- ríkis. Þess vegna skorar stjóru sú, er hér er undirrituð, á meðborgara vora að segja sig inn í þetta félag. Hver mað- ur og hver kona getur gerst félagi; tillagið er 5 kr. á ári, eða 200 kr. eitt skifti fyrir öll, og er þar í falin borgun fyrir fólagablaðið. Menn geta snúið sér að skrifara fólagsins, hr. cand. polit. H. Hertel, »Hið konungl. danska landbún- aðarfélag« Vestre Boulevard 34, Köben- havn, B. I lögum þeim, sem samþykt hafa ver- ið, stendur það sama um markmið félags- ins, er hór stendur í ávarpi þessu. Það er einfalt og óbrotið; eingöngu það, að styrkja allar framfarir í hverjum ríkis- hlutanum, íbúum hvers fyrir sig til góðs og frama, af velvildarhug og sér- plægnislaust. Tilgangurinn er e k k i sá, að Danir sjálfir ætli sér að leggja atvinnuvegi undir sig til þess að græða á. Hvort félaginu verður ágengt, er að miklu leyti komið undir þeirri samvinnu, er það getur fengið við íbúa, t. d. við íslendinga sjálfa, og er þeim óhætt að leita til félagsins með fyrirspurnir og ráðaleitanir. Ef alt verður sem það á að vera, er ekkert vafamál, að félag þetta getur afrekað margt og mikið til blessunar fyrir land og lýð. Fólagsstjórninni er skift í 4 deildir; í íslandsdeild mega vera alt að 18, og er hún stærst. Formaður hennar er kam- merherra R. Sehested, og í henni eru af Islendingum þeir prófessor, dr. Þorvaldur Thoroddsen, pró- fessor dr. F i n n u r J ó n s s o n, cand. juris Páll V. Bjarnason, docent dr. Valtýr Guðmundsson og stórkaupmaður Th. Tulinius. Motorvagn kom konsúll D. Thomsen með um daginn á Tryggva kongi, samkvæmt 2000 kr. fjárveitingu í síðustu fjárlög- um, »til að reyna hann á akvegun- um hér«. Litið eitt er farið að reyna hann þessa dagana, en ekki til neinnar hlítar, og verður því ekki um hann ðæmt að svo stöddu. Y iðskifta-ódr eugskapur. Hér var hætt nýlega áfengisverzlun i 2 kauptúnum, hvoru öðru nálægum, og stórt hérað þar með hreinsað, í viðbót við mörg önnur, þarsem Bakk- us hefir áður verið gerður rækur. Kaupmaðurinn í öðru kauptúninu hefir sýnt, að honum var alvara með hreinsunina. Hann hefir ekkert á- fengi flutt síðan eða pantað, nema til sinna heimilisþarfa, og það sem minst þó. En í hinu kauptúninu lét aðalverzl- unin það berast óðara, að þeim, sem vildu skifta við hana, mundi verða veitt sæmileg úrlausn með áfengi eft- ir sem áður. Kaupmaðurinn sá hafði það svo, að hann pantaði sór 2—3 ámur af spritti og bjó til úr því minst 2000 potta af brennivíni, er hann gefur svo við- skiftamönnum sínum á ferðapelann eða hins vegar, — e f hann þá ekki selur það líka í laumi beinlínis. þetta eru furðumiklar birgðir ella, auk býsnamikilla vínfanga, er hann kvað hafa viðað að sér. Hann mun gera þetta aðallega í því skyni, að draga verzlun frá nágranna sínum, kaupmanninum í hinu kaup- túninu. Um það munu allir heiðvirðir menn lúka upp einum munni, að slíkt sé mjög lúaleg samkepnisaðferð, fullkom- inn ódrengskapur, er svona stendur á. |>að er ósvinna, þ ó a ð þetta væri regluleg gjöf. En einfeldningar einir trúa því, að svo sé. Aðrir vita mjög vel, að kaupmaður hefir nóg ráð að vinna »gjöfina« þá upp á öðru. Hann ginnir þá eins og þursa, sem svo eru heimskir, að gangast fyrir »gjöfinni« þeirri. f>að er fyrsta óhæfan, sem hann hef- ir í frammi. Hitt er enn verra, að hann velur í gjafir þessar hlut, er þeir, sem þiggja, hafa ekkert gott af, heldur ilt eitt yf- irleitt. Væri honum alvara að gera gott með gjöfinni, mundi hann velja til þess eitthvað annað, eitthvað það, sem gagn væri að, eða þá meinlaust þó og gefanda vansalaust. Pyrir því er næg reynsla fengin ann- arsstaðar, að þó að sumum viðskifta- mönnum kaupmanna hafi ekki verið vel við allra-fyrst í stað, að geta ekk- ert áfengi fengið í kaupstað, þá venj- ast þeir því undir eins og þykir vænt um það sjálfum, þegar frá líður. Margir drykkjumenn óska jafnvel þess f fullri einlægni og alvöru, að þeir sæi aldrei fyrir sér áfengi, til þess að freistast ekki. Ekki gerir hann þ e i m greiða, þessí kaupmaður, aem hér um ræðir, eða hans nótar. f>að er síður en svo. Hann hætti áfengisverzluninni, þessi kaupmaður, með því skilyrði, að ná- granni hans og keppinautur gerði það líka. f>á vissi hann, að ekkert væri að óttast, — að ekki þyrfti hann að vera hræddur við að missa viðskifta- menn til hins, af því að þeir gengjust fyrir áfengiskaupum hjá honum. Með þessu lagi svíkur hann þann mann í trygðum. Hann flekar hann til að afsala sér áfengissölu, en heldur henni sjálfur á- fram í raun réttri, og svíkur þá um leið þar á ofan landssjóð um lögboðið hátt árgjald af þeirri verzlun. |>etta háttalag er alt svo ljótt og ó- drengilegt, að það eitt ætti kaupmað- ur þessi á því að græða og hans lík- ar, ef einhverir eru, að hann misti viðskiftamenn hópum saman fyrir bragðið. Héraðsmenn eru ekki vandir að virðingu sinni, ef þeir taka ekki ein- mitt þann veg í streng. f>eir ættu að vera upp úr þvívaxn- ir, að láta beita sig slíkum brögðum og hafa < frammi við sig annan eins ósóma. f>eir eiga að líta meir á sigen það, að vilja vera gustukagrey og ölmusu- kindur svona óhlutvands kaupmanns, þiggja hjá honum í staupinu og á ferðapelann með þessu lagi og mála- vöxtum. Honum var frjálst að láta vera að afsala sér áfengissöluleyfi. En úr þv£ hann fór til þess, átti bann að efna áformið prettalaust. Honum dugar ekki að bera fyrir sig, að hann sé frjáls að sínu, hvað hann geri við það. Enginn ráðvandur mað- ur telur sér frjálst að beita frelsi sfnu til að véla frelsi af öðrum og vinna þeim mein ófyrirsynju. Af ófriðinum. Þrjú eða fjögur liðflutninga- og vöru- skip tókst rússnesku flotadeildinni frá Vladivostock að hremma fyrir Jöpunum og sökkva, í Japanshafi, og að skjótast síðan út úr greipum aðmíráls Japana, Kamimura, og norður í Vladivostock aftur. Hitt urðu Rússar að gefast upp viðr að komast vestur í Port Arthur. Það er mælt, að full 1000 manns hafi tynst af Jöpunum á skipunum,. sem sukku. Ein skipshöfnin þá grið af Rússum. En á hinum vildu Japanar engin grið þiggja og kusu heldur lífi að týna, er Rússar skutu skipin í kaf undir þeim. Skrydloff aðmíráll þótti hafa farið þar frægðarför allmikla. En Kammiura sleppifengur að því skapi, þótt vant sé þar um að dæma. Töluverð landorusta hafði staðið fyrra þriðjudag og miövikudag ofarlega nokk- uð á Líaótungskaga vestanverðum, og er ýmist kend við Wafankau eða Telisse; virðist vera sama orustan. Rússar fóru þar halloka enn sem íyrri, eftir mjög vasklega vörn þó. Fyrst fréttist, að þeir hefði mist þar 10,000 manna. — En síðari fregnir segja 3000. Japanar segjast hafa jarðað af þeim meira en 1500 á vígvellinum. Japanar kannast sjáifir við, að þeir hafi mist í þessari orustu full 900 manna. Hefir líklegast verið meira. Virkjagarð er nú mælt að Japanar hafi hlaðið um þvert nesið fyrir norðan Port Arthur, 10 mílur enskar noiður þaðan. Nær borginni en það eru þeir þá ekki komnir. Þeir skjóta á hana af sjó, en á svo löngu færi, að lítið sakar hana. Póstgufuskip Ceres (da Cunha) kom i dag beina leið frá Khöfn og Skotlandi og með því töluvert af farþegum, þar á meðal frá Khöfn frú Kirstín Pétursdóttir, frk. Thit Jensen rithöfundur, frk. Lovísa Johnsen (frá Sauðárkrók), cand. mag. Þor- kell Þorkelsson og þessir 7 stúdentart Brynjólfur Björnsson, Georg Olafsson, Guð- mundur Ólafsson, Halldór Júliusson, Kon- ráð Stefánsson, Sigurður Jónsson og Vern- harður Jóhannsson. Ennfremur 2 danskir vatnsveitumenn. Frá Leith dóttir Moritz Halldórssonar Friðrikssonar (frá Ameriku). Frá Vestmanneyjum stórkaupmaður II. Bryde, verzlunarfulltrúi N. B. Nielsen og sira Jes ,Gíslason. Frami. Konsúll C. D. Tulinius á Eski- firði hefir verið sæmdur af Svía konungi og Norðmanna I. fl. riddarakrossi St. Ólafs- orðnnnar. Fyrri hluta læknisprófs við há- skólann hefir nýleyst af hendi Sigurður J ó n s s o n frá Eyrarbakka með I. eink- unn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.