Ísafold - 09.07.1904, Síða 1

Ísafold - 09.07.1904, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eöa tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa VI, doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viO áramót, ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. október. AfgreiÖslnstofa blaösins er Austurstrceti 8. XXXI. ár?. Beykjavík laugardaginn 9. júlí 1904 46. blað. MuAstadi jHaAýaAÍrb I 0. 0. F. 867229 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á bverjnm mán. kl. 11—1 í spitalannm. Forngripasafn opið mánud., mvd. og Id. 11 —12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og •«7*-77 >■ K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og snnnndagskveldi kl. 8'/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ■og kl. fci á hverjnm helgum degi. Landakotsspltali opinn fyrir sjúkravitj- ■ *ndnr kl. 10‘/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 'kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag k!. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. >og ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Baejarbygrgingar °g byjjrgingarefnarannsóknir. Eitgerð sú, sem birtist í 27.—29. tbl. ísafoldar þ. á., eftir hr. mann- virkjafræðing J. J>., um byggingarefna- rannsóknir og byggingartilraunir, kem- ur mér til að skrifa þessar línur. Eg gerði mér vonir um, að fram- kvæmanleg eDdurbót á sveitabæjum alment og sérstaklega á hinum bág- bornu veggjum mundi finnast með rannsókninni. En eg held að sú von hafi brugðist til þessa. Eigi er þó svo að skilja, að ekkert hafi unnist við rannsóknina. Hún og allar markverðar umræður um það mál eru ráð við þeim meinum. í grein þeirri er líka raargt rétt og vel sagt, og vottur þess, að höf- undurinn hefir kynt sér bæði ástæður og efnahag bænda, erfiðleikana með byggingarefnið hér á landi og með eldsneytið til hitunar híbýlum manna, og vandhæfið á umbótunum án skóla reynslunnar. Torfveggi ráðgerir hr. J. jþ. að hafa að eins 1—2 al. á þykt. Hann vill bæði pressa torfið í þá og verja þá öllu vatni að ofan. J>að er rétt hvorttveggja og mikilsvert. En þar sem hann segir: Erfiðara verður að verja veggina vatDÍ að utan, og að öllum líkindum frágangssök að gera það fyr en veggurinn er fullsiginn; en ekki er ólíklegt að þá mætti kalka hann, leggja á hann þakpappa að ut- an og má ef til vill reyna fleira —þá henaat minn skilningur ekki þar að. Því seint mundi að fara að verja þann vegg vatni að utan, þegar hann er fullsiginn. Eða hve nær ætli svo þunnur torf- veggur hætti að síga, meðan rignt get- ur utan á hann? Ætli nokkur torfveggur hér á landi hafi orðið svo gamall, að hann hafi hætt að síga? Mundi kalkið ekki festast illa við 'torfvegginu ? Eða mundi vetrarfrostið ekki losa hann og aflaga árlega og fara með hann áður en hann hættir að síga? Höf. ráðgerir einnig að binda þessa þunnu veggi við stoðirnar með járnvír, svo þeir kastist ekki frá grindinni, og 8egir svo: Vírinn mundi, býst eg við, ryðga sundur með tímanum, en þá væri veggurinn fullsiginn og gæti úr því staðið af vana. Gætum vér komist upp á að láta veggina standa af vana, þá væri mik- ilsvert atriði fundið. En hræddur er eg um, að vér verðum tornæmir á þau vísindi. Eða hvað gamlir mundu þeir þurfa að vera til þess að vaninn fari að styðja þá? Ef vér ættum að hafa tómt tort í alla veggi, en ekki þykka kekki eða mold, og torf að eins til að binda vegginn með, þá yrðu veggirnir miklu dýrari en nú gerast þeir, og auk þess væri það miklu meiri skemd á hinum fáu, rótargóðu, sléttu grasblettum, sem til eru. Og væri þar að auki undir- staðan undir torfveggina fylt upp með tómu grjóti, lx/2 al. á þykt, sementuðu að ofan, og stafir hússins innan við torfveggina gerðir úr sementaðri stein- steypu, eins og hr. J. f>. talar um, þá yrðu það víða æðidýrir veggir, minsta kosti hér í sunnanverðri Rangárvalla- sýslu, sem verður að sækja grjótið nokkrar mjlur, vegar. |>ar sem er laus jarðvegur, þyrfti einnig mjög góðan frágang á þessum steyptu steinstöfum, ef þeir ættu að geta dugað til lengdar, þó að land- skjálftar létu þá í friði. Varanlegra mundi og líklega ekki dýrara að hafa veggina eingöngu úr sementaðri steinsteypu, svo eem 10— 12 þuml. þykkri, en lága, eins og flestir veggir eru hér og verða að vera. Mætti vafalaust skýla svo að þeim, að það væru nógu hlýir íbúðarhúsveggir, eða að húsin væru það stór, að geymslu- skúrar gætu verið út við steinveggina, en íbúðin í miðju húsi. J>að væri betra. þunnir og háir torfveggir hafa oss gefist mjög illa. Gljúpt torfið sígur og skælist á ymsar hliðar, og þegar vatnið, sem þeir drekka í sig, frýa á vetrum, ganga þeir allir úr lagi. Að vísu sígur torfhleðsla mjög mis- jafnt, eftir því, hvernig jarðvegurinn er; en að jafnaði sígur torfið miklu meira en vel troðin mold, sem oftast er höfð upp í veggina. f>eir torfveggir hafa oss gefist bezt, sem eru vel þykkir að neðan og á- atöðugóðir. Hleðslurnar bundnar Bam- an eða sem bezt inn í veggina, svo þeir klofni ekki, og vandlega þaktir að ofan með þakjárni. Oft eru veggirnir hlaðnir að utan eingöngu með grassniddu, en séu þeir háir og flái lítið, geta þeir ekki orðið endingargóðir. Endingarbetra væri að hafa fláann á moldinni alt að 45° og tyrfa hann likt og hliðar á vegum. En þá þyrfti að verja veggina skepn- um t. d. með gaddavír, mjóumvírnet- um, trérimlum eða þess háttar í miðj- um vegg, og að sjálfsögðu að verja þá vatni að innan; þá entust þeir sjálf- sagt lengi. En það mundi ekki þykja sélegt og þess vegna ekki nýtilegt. Réttara væri þó að nota þetta, meðan ekki er hægt að koma upp endingar- góðum veggjum, heldur en að deyja úr ráðaleysi með veggina. Grjótveggi eða moldarveggi með grjóthleðslu að innanverðu nefnir hr. J. f>. ekki. þeir eru þó betri en torf- veggir, þegar hleðslugrjótið er gott og vel bygt úr því. Grjótið er ending- arbetra en torfið; það sígur ekki, veld- ur ekki eins raka og gerir miklu minni jarðspell. jp ö k á húsum er miklu hægra að bæta en veggina. Vel má vera, að moldarþök þau með pappa eða papp- írslögum undir og eins konar lími á milli, sem hr. J. þ. talar um, geti átt hér við, sé vandlega frá þeim geng- ið, þótt sú litla reynsla, sem kunnugt er um hér á landi, hafi ekki sýnt það. En ef þau þök eru höfð mjög flöt, þá þarf við þau hærri veggi. í þök vildi eg helzt mæla með þykku þakjárni; það ver húsin bezt fyrir regnvatninu og er endingargott. Með því er líka hentugt að þekja af grind hússins og nógu langt út á vegg- ina, og láca ytri brún járnsins síga með veggnum, svo að ekki opnist bil milli þaks og veggjar, eins og venju- legt er um hús með torfveggjum. J>á er og hentugt að hafa geymsluskúr milli hússin8 og veggjarins, en enga stafi út við vegginn, heldur láta sperru- kjálkana Iiggja á veggnum og síga með honum. Vegna þess, hvað þakjárnið er kalt, mun hentugast að hafa geymsluhús uppi undir járnþakinu, en íbúðina niðri og loftið tvöfalt eða þrefalt, og vel fylt í milli. Til fyllingar er ódýrast og líklega bezt að hafa mold með pappa undir. En ekki má láta svo þykt lag af henni í einu, að hún geti ekki gegnþornað fljótlega. H 1 ý i n d i í manna híbýlum telur hr. J. J>. eitt af því, sem verst er við að fást. |>að er satt. Að kynda ofna segir hann að mörg- um þyki ókleift fyrir kostnaðar sakir, nema ef vera kynni móofna; en óþægi- legt að nota hitann frá eldavélum. þriðja leiðin er, segir hann, að nota fjóshitaun. J>að geri Skaftfell- ingar, og þyki ágætt. J>eir hafa fjós- in undir baðstofulofti, og sé ekkert að því að finna, ef vel er um búið. Ekki vil eg gera lítið úr þeirn hita fyrir það, þó að hann komi úr fjósinu. En ef svo vel væri um búið, að lykt eða hljóð bærist sem minst úr því upp í baðstofuna, eins og hr. J. J>. nefnir, þá bærist hitinn þangað ekki til muna heldur. Margra hluta vegna held eg miklu haganlegra að hafa eldavél undir bað- stofunni, eins og eg hefi minst á áður, og víðar leirpípur frá henni upp úr baðstofunni. f>ær pípur hitna ekki mikið, en gefa þægilegan yl frá sér og þurka húsin. 2. Almennir bæir. íbúðar- húsin undir einu þaki, helzt járnþaki. .Geymsluhús uppi undir þakinu. íbúð- in niðri í stofunum, kjallari undir þeim og geymsluskúrar utan við hús- ið, nema á suðurhlið, og þar sem gluggar þurfa að vera. Húsveggina 4 al. háa, úr timbri og pappa, en járni yzt, þar sem ekki eru skúrar. Ytri veggi skúranna úr því efni, sem bezt á við á hverjum stað og efni hvers eins leyfa, t. d. steini, járni og timbri, eða þá grjóti eða torfi. Grunnur helzt úr sementssteypu eða grjóti, sementuðu að utan og innan, upphleyptur um 1V2 ah, þegar kjallari er undir húsinu. 3. Ódýrustu bæir, með líkri gerð og almennir bæir, en sleppa má bæði kjallara og geymsluhúsi uppi. J>egar þakið er flatt, má vel tyrfa utan yfir það til skjóls með einu torf- þaki, en þá er betra að bika járnið, helzt með blakkfernis. Nokkurt ris er og betra að hafa á þeim bæjum, svo hægt sé að komast undir þakið og laga og umbæta fyllingu eftir þörf- um. Má þá skýla að íbúðarhúsuDum á allar hliðar, án þess að rífa bæina. Sveitabæi held eg því einna hentugast að hafa þannig: 1. JDýrustu bæir. Vönduð steinhús, eða timburhús, járnvarin, með góðri upphitun, þar sem efni bónda og bújörðin rís undir kostnaðinum. Auk bæjarins þarf víðast að vera rétt við hann eldiviðarhús með hlóð- um, og hjallur, eða þá skúr, sem snýr undan regnáttinni, til að þurka í. Bæði bæjarhús og fénaðarhús þurfa að vera undir sem fæstum þökum, til að spara veggi svo sem hægt er, og jafnframt til þess að geta umbætt þá. Sig. Guðmundsson (í Helli). Bókmentaféias:ið. Þetta gerðist heht á fundinum hór í gær, síðara aðalfundi deildarinnar þ. á, 1. Forseti, Eir. Briem, mintist þess, að forsetaskifti hefði orðið í Hafnardeild- inni, er Ólafur Halldórsson hefði færst undan eudurkosningu. Forseti þakk- aði honum fyrir góða samvinnu við vora deild, og tóku fundarmenn undir það með því að standa upp. 2. Þá skýrði forseti frá hag félagsins og las upp ársreikuing Hafnardeildarinnar. Hún á í sjóði kr. 20,881.44. 3. Frá landsbókaverði Hallgr. Melsteð hafði forseta borist framhald veraldar- sögu Páls Melsted, það er áður hefir verið boðið félaginu, en höf. hefir nú breytt og lagað. Handritið var afhent nefnd þeirri, er um það átti að fjalla áður. 4. Forseti skýrði frá því, að tíroarits- málið hefði verið borið undir stjórn Hafnardeildarinnar. Þar hefði verið sett í það á vorfundinum 3 manna nefnd til að íhuga það, og mætti ekki vænta úrslita þaðan fyr en seint í sumar eða haust. Því yrði að gera nú þegar ráð- stafanir til að halda málinu áfram sam- kvæmt ályktun fyrri fundar, ef sam- þykki hennar skyldi eigi fást. Hann las því næst upp svolátandi tillögu frá stjórninni: Fundurinn samþykkir að fela stjórn- inni að gera nauðsynlegan undirbúning til þess, að koma í framkvæmd ákvörð- unum síðasta aðalfundar um útkomu »Skírnis, tímarits hins íslenzka Bók-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.