Ísafold - 09.07.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.07.1904, Blaðsíða 3
183 ‘kvinta-fabrikanU. (Sbr. 12 sönglögin bans, þar sem úir og grúir af jafn- leiddum kvintum, t. d. ur. 1, 2.—3. takt, milli 2. ten. og 2. bas.; nr. 3, 4.—5. takt, milli sömu radda; nr. 7, 9.—10. takt og 11.—12. takt, milli sömu radda; nr. 8, 3.—4. takt frá endi, milli 1. ten. og 1. bas.; nr. 10, 2. takt, á »stormur«. milli 2. ten. og 2. bas.; sama lag, 2.—3. takt, milli 1. og 2. bas.; báðar þessar villur eru tví- teknar í laginu; nr. 11, 7.—8. takt frá endi, milli 1. og 2. bas.). Báðar aðfinslurnar við nr. 47 eru ástæðulausar. Aðfinslan við nr. 50, 15. takt, er á engum rökum bygð, enda er þessi takt þannig raddsettur í nýlegri, mjög vandaðri sænskri sálma- lagabók eftir L. Aug. Lundb. |>að sem fundið er að við 10. takt frá endi í sama lagi, álít eg að afsakist af hendingaskiftunum og dráttarbogan- um. Aðfinslan við nr. 71, 12. takt frá eudi, er öldungis ástæðulaus, því þar eru raddirnar færðar alveg rétt. Spurningin: *Hvers vegna er bass- anum ekki haldið áfram upp á við ?« finst mér blátt áfram barnaleg. Hvers vegna heldur bassinn ekki áfram upp á við t. d. á þessari setningu bjá Otto Lindblad; »Men dess bild jag i mit hjerta bár« ? t nr. 91, 3. takti frá endi, telur Sigfús það »óliðlega« raddsett, án þess að vera beinlínis rangt, að láta sis í tenór ganga niður á o í staðinn fyrir upp á d; en hann verður að rekast í þessu við prófersor Berggreen sáluga, því þetta stendur a 1 v e g e i n s í hans bók, og fann eg enga ástæðu til að brevta því. j?að var leitt, að Berggreen skyldi vera dáinn, því aun- ars hefði hann getað fengið tilsögn hjá Sigfúsi, og þá befði bæði þetta og fleira ekki orðið svona *óliðlegt«. þá er næsta aðfinsla, »að niðurlags- hljómar í enda laga og setninga séu mjög víða óeðlilegir, af því að radd- irnar fari allar samhliða niður á við«. Vesalings Berggreen ! Ymist er það »óliðlegt« hjá honum eða »óeðlilegt«, því þannig raddsetur hann v i ð a í endi laga og setninga, t. d. tvisvar í laginu: Sæti Jesú, sjá oss hér, og meðal annars í þessum lögum : Vakna Zíons verðir kalla; Nýja skrúðið ný- færð í; Hjartkæri Jesú, af bjarta eg þrái (tvisvar); Rís upp raín sál að nýju nú; J>ann signaða dag; Enn í trausti; og miklu víðar. Einnig er slíkt í Bielefeldts salipasöngsbók, t. d. nr. 37, 53 og víðar. |>á er enn eitt: Sigfúsi þykir tenór- inn ganga »óþarflega« hátt t. d. f nr. 156; en það er að eins h á 1 f u t ó n - b i 1 i hærra en í sarna lagi í Berg- greens bók. Ef hann hefir ekki séð háa tenóra fyrri, þá get eg vísað hon- um t. d. í Berggreens hefti II. 6: Det evige, og II. 34: Ære være Gud. J>á þykir honum bassinn fara »baga- fega« djúpt t. d. í nr. 47, þar sem bftnn sé »neyddur niður á stóra e 8«. í’yrst er það að athuga, að bassinn 6í alls ekki »neyddur« þangað, því Vffl má taka þetta e s áttund ofar; og svo get eg bent honum á djúpa bassa í fleiri sálmasöngsbókum, t. d. í nr. 4, 27, 67, 87 og 118 hjá Bielefeldt, en sú bók er nú einna mest notuð í Danmörku. það má lengi þrátta, og það árangurslaust, hvort eitt lag fari bet- ur í þessari tóntegund eða hinni. Eg skal að eins taka það fram viðvíkj- andi nr. 103 (Konung David), að margir, sem eg hef talað við, hafa verið BÖmu skoðunar og eg, að það lag væri of erfitt og of hátt í G-dúr, en færi miklu betur í F-dúr; sömu- leiðis nr. 148. Fremur held eg það só fljótfærnis- lega ályktað og miður góðgjarnlega, að kenna mér að nokkru leyti um hinn seina kirkjusöng á íslandi, því það sem eg hefi skift mér af því máli, bendir algjörlega í gagnstæða átt. Um það geta þeir sannfærst, sem nenna að lesa fyrirlestur þann um safnaðarsöng, er eg hélt á prestafundi á Sauðárkrók í fyrra og var prentað- ur síðar í »Norðurlandi«, og sörouleið- is formálann fyrir sálmasöngsbók þeirri, sem hér er um að ræða. J>á gefur Sigfús það fullkomlega í skyn með sinni eðlilegn góðgirni, að eg viti ekki, hvað taktmarkið íj þýð- ir; en svo segir hann, vitringurinn : Íy merkir ekki annað en 2/2«. Eg vildi að Sigfús væri nær mér en hann er, þá gæti eg léð honum dálítið af nótnabókum, og meðal annars sýnt honum það, sem hann átti að vita, að (y getur líka þýtt 4/2. Eg skal t.d. nefna eitt söngverk nýlegt og mjög vandað, sem heitir: Musiken till svenska m á s s a n, útgefið af fjórum beztu söngfræðingum Svía, og löggilt til notkunar 1897 af rlskar konungi; inni- heldur það um 100 lög, eldri ogyngri og af þeim eru ekki færri en 30, — segi og skrifa þ r j á t í u lög, — þar sem taktvísirinn er íj^, takteiningin hálfnóta og takthlutarnir fjórir, — fjórar hálfnótur í taktinum, — einmitt það, sem Sigfús er að bera sig að finna að hjá mér. Sbr. einnig Oratorium eftir G. Wennerberg: Jesu födelse. J>egar syngja skal sálminn : Mín huggun og von undir Iaginu nr. 46, þá er, eins og Sigfús segir, »ósamræmi á hljóðfalli lags og texta«; en illhægt er að gefa m é r sök á því, heldur verður það að lenda á skáldinu, — ef á annað borð er nauðsynlegt að vera að rekast í slíkum smámunum. Sálm- urinn nr. 638 er rótt orktur eftir hljóð- falli lagsins, og lagið er rétt hjá mér, en ekki í Jónasar bók. Ekki líkar Sigfúsi taktinn hjá mér í fremsta laginu (Sælir er þeir), og segir að taktinn »hefði átt að vera« öðruvisi. Eg get ekkert sagt á móti þe8sum vitringi, sem talar með slík- um myndugleika. Eg verð að láta mér nægja að vitna í mér betri menn, og dettur mér þá fyrst í hug Gunnar Wennerberg, því svipaður takt kemur fyrir hjá honum, t. d. í þessu : cloé\;«'í lo'j jð'l Sta-bat I ma-ter do-lo Blessaður karlinn, að deyja snemma; annars hefði hann getað fengið leiðbeining um það hjá Sigfúsi, hvernig taktinn »hefði átt að vera« öðruvísi að Sigfúsar dómi. Eg enda svo þessar línur með því, að láta í ljósi það álit mitt og mjög margra annara, að þessi ritdómur Sig- fúsar »hefði átt að vera« öðruvísi. Mér þykir verst, hvað þeir verða illa úti, Berggreen, Hándel og Wenner- berg, og er eg, því miður, ekki fær um að bera hönd fyrir höfuð þeim sem skyldi; þeir verða að gjöra það sjálfir. J>að er grunur minn, að slíkur rit- dómur rýri hvorki álit bókarinnar né spilli fyrir útbreiðslu hennar; því það mun miklu frekara ráða forlögum hennar og framtíð, hvert álit organ- istar, prestar og söfnuðir landsins kunna að fá á henni, heldur en hitt, hvað Sigfús minn kann að gala þar suður í Kaupmannahöfn, hvort sem hann talar þar af sínu eigin, eða eft- ir undirlagi annars sér verri manns. Siglufirði 7. maí 1904. B. Þorsteinsson. Hádegismessa á morgun: síra Bjarni Hjaltested. — Engin síðdegisguðsþjónusta. i é a - ro-sa. svona HrossaUanpaskip L. Zollners, gufuskipið Fridthjof, fór í gærmorgun hóðan til Newcastle með 943 hross og hann sjalfan að auki. Nær 200 tirðu eftir og fara með Ceres í dag. LÆKNISVOTTORÐ. Hr. Waldemar Petersen Kaupmannahöfn. Sigurður sonur minn, sem í haust var altaf hálflasinn, er nú orðinn al heilbrigður eftir að hann hefir tekið inn úr þrem flöskum af K í n a- lífs-elixír yðar. Reykjavík 24. apríl 1903. Með virðingu L. P á 1 s s o n homöop. læknir. Með því að hinar miklu birgðir, er fluttar voru til Islauds fyrir tollhækk- unina af mínum hvarvetna eftirspurða og góðfræga Elixír, eru nú þrotnar, hefir verið búinn til nýr forði, en verð á honum er, stafandi af nefndri toll- hækkun, 2 kr. flaskan. En elixírinn er nú sterkari en áður, meira í hon- um af læknandi jurtaseyði, og verð- ur því verðhækkunin fyrir neytendur hans sama sem engin. Til þess að vera viss um að fá hinn ekta Kína-líf8-elixír, eru kaupendur ." v. p. beðnir að líta vel eftir því, að ~yT standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flö8kumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Peter- sen, Frederikshavn, Danmark. úr silki, ull og silki, ull og bómull. Vandaö úrval—mjög ódýrt. í verziun G. Zo'éga. Til heimalitunar viljum vér sér- staklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram, bæði að gæðum og litarfeg- urð. Sérhver, sem notar vora liti, má öruggur treysta því, að vel muni gefast. — í stað hellulits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, því þessi lit- ur er miklu fegurri og haldbetri en nokkur annar svartur litur. Leiðar- vísir á íslenzku fylgir hverjum pakka.— Litirnir fást hjá kaupmöunum alstað- ar á Islandi. Buchs Farvefabrik. SKANDINAVISK Exportkaffi-Surrogat Kjobenhavn. — F Hjorth & Co- alls konar, hvergi ódýrari, en í bóka- og pappírsverzlun IsafoldarprentBmiðju. Sisyfns-erfiöi. » . . . æ .ð við fjalls- i. s efsta ti dinn | ofan valt steinninn, svo mann- kindin | erfiðaði til ónýt- f is«. (Sig. Breiðfjörð). Aldrei verður það annað en Sisyfus- erfiði hjá Bjarna mínum -Tónssyni, að vilja hafa móti því, að íslenzkum al- þýðukennurum sé launað starf þeirra illa og að það standi þeim fyrir þrifum. það er lífsómögulegt að hrekja það með rökum, að sérhver einstakur mað- ur, sórhver stótt og sérhver þjóð hefir betri tök á því, að láta gott af sér leiða, sé efualega sjálfstæðið óskert. Efnalegt sjálfstæði islenzku alþýðu- kennaranna er skert að mun, séu kjör þeirra ekki bætt úr því, ssm nú er. Með sama fyrirkomulaginu njóta þeir sín á engan hátt sem kennarar. Hér hefir aldrei verið kenslumóla- stjórn, og kenslumálin eru í flagi hér á landi. því verður aldrei andmælt með rök- um, að æfistarf hvers emstaks manns þarf að veita honum það lífsuppeldi, að hann megi og geti lagt alla alúð við það. Hinu gagnstæða getur B. J. aldrei troðið inn í nokkurn lesanda, tæplega inn í nokkurn óvita. Hann hefi hér í móti sér sannleika sögunnar, daglega lifsreynslu og skoð- un allra sanngjarnra manna. Eg hirði ekki um að eltast við alla útúrsnúninga Bjarna í grein hans (f J>jóðvilj.), enda eru þeir lesendunum ljósir. Eg hefi sagt í grein minni, að æski- legast væri, að íslenzkir alþýðukennar- ar væru svo velmegandi, að þeir gætu fórnað kröftum sínum í þarfir uppeld- isins og fátæklinganna endurgjaldslaust. En eg só ekki, að það geti staðist. Löngunin til þess að skara eld að köku kennaranna ræður ekki í þessu atriði, heldur er lífsnauðsynin lögð hér til grundvallar. Dæmið um launamanninn og fátækl- inginn hjá greinarhöf. sannar ekkert alment, og var því varla ómaksins vert, að koma með það. Höfundur hefði ótt að koma með dæmi, sem sannaði málstað hans og gilti yfirleitt, en það má hann ekki hugsa til að geta, nema hann lyfti af sér a s k 1 o k i n u, rífi sig frá botnin- um og komi fram í víðsýnið og ljósi.ð Iiallgr. Jónsson. Laust prostakaH. Goðdalir i Skaga- fjarðarprófastsdæmi (tíoðdala og Ábæjar sóknir). Mat 686 kr. 91 a. Komi sérstakur prestur til brauðsins þetta fardagaár er þvi auk þessa lögð bráðabirgðauppbót 150 kr. Auglýst 6. jóli Umsóknarfrestur til 22. á úst. Veðuratliuíraiiii' i Reykjavík, eftir Sigriði Björnsdóttur. 1904 júlí Loftvog millim. Hiti (C.) >- <rt < 0) cx p er 8 c* w pr g 1 U rkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 2 8 748,2 13,1 N\V i 8 2 747,4 12,6 SW í 9 9 747,5 9,5 8w i 10 Sd. 3 8 747,2 11,9 8E i 10 2 745,3 10,6 E 2 10 9 742,5 10,9 8E 1 9 Md. 4.8 744,0 11,1 E 1 9 0,9 2 744,6 11,3 8E 1 9 9 744,0 10,7 E 1 9 Þd. 5. 8 745,2 12,9 0 ■5 2 746,3 11,6 0 S 9 743,5 10,8 NW 1 9 Md. 6.8 739,1 13,7 Nw 1 9 2 740,5 11,3 NW 2 8 9 743,8 10,1 N 1 10 Fd. 7.8 749,3 10,8 N 1 4 2 749,3 10,0 N 1 6 9 751,5 8,0 N 1 2 Fd. 8.8 757,3 11,7 NW 1 0 2 757,9 12,6 NW 1 3 9 759,9 11,7 N\V 1 1

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.