Ísafold - 09.07.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.07.1904, Blaðsíða 2
182 mentafólags«, frá næstu áramótum, þótt eigi sé komið samþykki Hafnardeildar- innar, og skyldi samþykki hennar eigi fást, að halda þó fyrirtækinu áfram eigi að síður, þó svo, að beinn kostn- aður við það fari eigi 1000 kr. fram úr því, er útgáfa Skírnis og Tímarit/- ins hefir áður kostað. Tillaga þessi var eftir töluverðar um' ræður samþykt með 20 samhljóða at- kvæðum. 5. Þá las forseti upp bróf frá síra Bjarna Þorsteinssyni á Siglufirði til Hafnardeildarinnar, þar sem hann byð- ur henni til prentunar rit um íslenzk- an söng að fornu og nyju, er hann' hefði nú lokið víð að semja, en Hafn- ardeildin hafði frá sér vísað til Reykja- víkurdeildarinnar. Eftir lauslegri áætl- un mundi sú útgáfa kosta 3—4000 kr. Forseti lysti þeirri skoðun stjórnar- innar, að félaginu væri langt of vaxið að ráðast í jafnkostnaðarsamt fyrirtæki að svo stöddu og nema stórmikill styrk- ur væri til þess veittur af almannafé. Þó samþykti fundurinn eftir nokkrar umræður, að kjósa 3 manna nefnd til að yfirfara ritið o. s. frv., svo sem lög mæla fyrir. Kosningu hlutu: síra Jón Helgason með 22 atkv., Björ.i Kristj- ánsson kaupmaður með 14 atkv. og Jón Jónsson sagnfr. með 10 atkv. 6. Þá var kosið í stjórn félagsdeild- arinnar. Þeir fengu fyrst alveg jöfn atkvæði í forsetaembættið, Landsbankagæzlustjór- arnir, Eiríkur Briem prestaskólakennari og Kristján Jónsson yfirdómari, 14 hvor; Páll amtm, Briem 1. Þá var kos- ið aftur, og hlaut Kristján Jóns- son þá 16 atkv. en Eir. Briem 13. Féhirðir var kosinn Geir T. Zoega adjunkt, í stað Björns heit. Jenssonar, og skrifari Pálmi l’álsson adjunkt (í stað lektors Þóhalls Bjarnarsonar) og var Pálmi áður varaskrifari; en bókavörður endurkosinn Morten Hansen skólastjóri. Eiríkur Briem hafði verið forseti deildarinnar 4 ár og Þórhallur lektor skrifari 16 ár. Varaforseti var endurkosinn Steingr. Thorsteinsson yfirkennari, og varaféhirðir Halldór Jónsson bankagjaldkeri, vara- skrifari kosinn síra Jón Helgason og varabókavörður endurkosinn Sigurður Kristjánsson bóksali. 7. Eftir tillögu stjórnarinnar var Jón Borgfirðingur kosinn heiðursfélagi. Félaginu bættust á fundinum 4 nýir félagar. Bæjarstjórn Reykjavikur mælti með því á fnndinum í fyrra kveld, að veittur yrði áður nmgetnum beiðendum 15 ára einkaréttur til að hafa telefónmiðstöð með telefúnsamböndum um bæinn við þp miðstöð, með þeim kjörum, sem ekki séu lakari fyrir bæjarbúa en til eru tekin 1 bónarbréfinu. Gert hafði verið yfirmat á lóðarræmu úr Rauðarártúni, er taka þarf undir Hverf- isgötu og vegna hennar. Yfirmatsmenn höfðu komist að sömu niðurstöðu sem hinir fyrri matsmenn, 12.89 anra fyrir feralin hverja. Bæjarstjórn samþykti þá tillögu vega- nefndar, að hún leitaði styrks hjá búendum við Austurstræti til aðgerðar að rennunni i norðanverðri götunni. Til veganefndar var visað erindi frá Jóni Hannessyni í Austurkoti i Kaplaskjóli um varnargarð fyrir sjávargangi. Bæjarstjórn vildi ekki nota forkaupsrétt sinn að erfðafestulandinu Norðurmýrarblett nr. 8, er H. Th. A. Thomsen á og ætlar að selja fyrir 715 kr. Bæjarstjórnin gekk að þeim skilmálum fyrir kaupum á Klapparlóð, er landstjórn- in hafði sett, með þeim fyrirvara, að fé- lagið Völundur gangi inn i kaupið með þeim skilmálum, er áður hafa verið ráð- gerðir. Rætt var frumvarp til nýrrar heilbrigð- issamþyktar fyrir bæinn og samþyktur fyrsti kafli hennar. Samþyktar voru þesSar brunabótavirðing- ar: húseign Jóhannesar Magnússonar við Bræðraborgarstíg 5972 kr., Vilhjálms Ingv- arssonar við Suðurgötu 4459. Knud Zimsen bæjarverkfræðingur fekk leyfi til utanfarar sökum vanheilsu konu hans, frú 9. júlí til 7. ágúst. Bæjarstjórnin samþykti og þá ráðstöfun, að Guðm. Jak- obsson gegndi byggingarfulltrúastarfi haus á meðan. Um búnaöarskölaflutninginn. Enn berast Isafold smáhugvekjur um það mál úr ýmsum áttum, og verður að láta sér nægja að vinza úr þeim að eins — í þetta sinn t. d. sína af hvor- j um landsenda að kalla má, og hina þriðju frá Islendingi erlendis. S i g u r ð u r prestur P. Sívertsen á Hofi í Vopnafirði skrifar: Eg get alls ekki hugsað mér flutn- ing búnaðarskólanna til Reykjavíkur. Fyndist, að eins mætti þá flytja upp í sveit sjómannaskólann, sem býr menn undir að stunda sem bezt hinn aðalatvinnuveg landsius, fískiveiðarn- ar. Starfssvið búfræðinganna verður al- veg að breytast, ef æskilegt á að verða að flytja búnaðarskóla vora í kaup- staðina. Að undanförnu hafa flestir búfræð- ingar vorir að afloknu námi unnið hjá bændum að búnaðarvinnu, t. d. túnasléttun, garðhleðslu, skurðgreftri o. fl. Hafa þeir með þeirri vinnu uun- ið þarft verk, sem víða mundi ella hafa verið ógert. Er nú líklegt, að skólanám í Reykjavík gjöri unga menn hæfilegri til þessarar vinnu en bún- aðarskólanám til sveita? Eg álít síður en svo sé. Auk þessa er eitt, sem búfræðingar hafa síðar mikla þörf á að kunna og þeir ættu að geta lært í búnaðarskóla til sveita, en alls ekki lærist í skóla í kaupstað. f>að er verkstjórn. Hana læra nemendur af duglegum og stjórnsömum skólastjóra í sveit eða yfirleitt á myndarlegu skólabúi. en alls ekki í kaupstaðarskóla, Bem enga um- sjón hefir með neinni búnaðarvinnu. Búnaðarskólar eru að mínu áliti þeir skólar, sem bezt eru settir til sveita og helzt ættu hvergi annarsstaðar að vera. Og það er sannfæring mín, að ef áhugi ungra manna á búnaðarfram- kvæmdum eykst ekki við að dvelja við nám á fyrirmyndarsveita- búum — því það eiga skólabúin að vera —, þá muni hann ekki aukast við dvöl í kaupstað, þar sem ekkert búnaði viðvíkjandi ber daglega fyrir auga nemandans. En búnaðarskóla vora ætti að gera sem fullkomnasta, og væri æskilegt, að tilraunastöðvum væri komið upp f sambandi við þá. Ef slíkt er ekki kleift kostnaðarins vegna, nema með fækkun búnaðarskólauna, tel eg það vel gjörlegt. Þá ritar S t e f á n hreppstjóri G u ð- mundsson á Fitjum: Að minni hyggju var fásinna að stofna svona marga búnaðarskóla sem eru, áður en nokkur íslenzk búnaðarvís- indi voru til. Hugsað hefir verið, að nægja mundi að kenna sömu greinar, sem kendar eru erlendis, en hins ekki gætt, sem sórstaklegt er fyrir þetta land; við þessu er mönnum fullhætt enn. Af þessu er það, að búnaðarskól- arnir hafa ekki náð almennings hylli eða áliti. En úr þessu fer nú vonandi að rætast, er vór höfum fengið gróðrar- stöðvar og efnarannsóknastofa er á ferðinni. Betri trú hefi eg á því, að láta verk- lega kenslu vera samfara bóknámi í hverju sem er,t ef hægc er að koma því við. Eg rotla að bezt þyki t. d. að kenua eðlisfræði samfara tilraunum, grasafræði með því að skoða jafnframt grösin sjálf, jarðfræði með því að kyin.S"* sór jarð- lagamyndanir o. s. frv.; og svo mnn vera í flestum greinum, að, úklu síðra þyki að lesa sór þekkinguna upp úr bókum einum. Sama ætla eg að engu síður eigi heima um búfræðina, nema fremur sé. Só nú ekki, eins og viðurkent er, hægt að sameina verklegu kensluna við hina bóklegu, við þanu allsherjarskóla, sem nú er farið að halda fram að stofna ætti í Reykjavík í stað búnaðarskólanna, sem nú eru, virðist mér að kenslan yrði ónotasæl. Til þess að bæta úr þessu er ráðið til að útvega námsveinum Reykjavíkur- skólans verklegu fræðsluna hjá bændum. En só svo, sem oft heyrist klingja, að þjóð vor standi á lágu stigi í öllu verklegu, yrði líklega vandkvæði á að fá nægilega staði, sem hefði ástæður og kunnáttu, sem boðleg þætti sprenglærð- um bókabéusum úr Reýkjavíkurbunað- arskóla. Hve margir bændur geta kent plægingar? Margir hlaða vegg, og hirða fónað; en hve margir kunna það svo vel sé? Sæmst held eg væri að bjargast við búnaðarskólana, úr því þeir eru komnir á, og sjá hvort þeir verða ekki smám saman viðunanlegri, eftir því sem ís- lenzk búvísindi þróast, sem ætti að verða, er gróðrarstöðvarnar fara að starfa, ásamt efnarannsóknarstöðinni. Persónulegu áhrifin kennaranna á nem- endur yrði líklega rninni 4 í' .Revkjavík en í sveitaskola. Það mun reynast, að því fleiri sem maður umgengst, því minni verða persónulegu áhrifin frá hverjum einum. Vitanlega eru þau að þvl skapi meira virði, sem kennarinn er mikil- hæfari. Þessi Islendingur erlendis, sem fyr var getið og er búfræðingur, segir svo: Enginn vottur sýnist vera af skyn- semi í þeirri hugmynd, að leggja alla búnaðarskólana niður og flytja í kaup- stað (Reykjavík). Það er víst, að gott væri að hafa einn búnaðar-h á s k ó 1 a í landinu, e f vér værum þvx' vaxnir, að hafa hann svo útbúinn, að orðið gæti þjóðinni bæði til gagns og sóma. En til þess eigum vór langt í land; það er heimska að dyljast þess. Slíkur skóli mætti auðvitað gjarn- an vera í Reykjavík. En fyrir það mætti landið fyrir engan mun missa verklegu búnaðarskólana sína. Það er reglan í Danmörku, að búfræðingaefni læra fyrst í sveitabúnaðarskólunum alt hið verklega, og síðan hið bóklega í landbúnaðarháskólanum. Sumir láta sér að vísu nægja, að læra landbúnað- inn á einhverju fyrirmyndarbúi, og þá hjá ágætlega mentuðum mönnum í þeirri grein. Það getur auðvitað verið alveg eins gott og að ganga í búnað- arskóla. En slíka bændur höfum vér alls eigi á Fróni. Skólarnir eru því bráðnauðsynlegir þar enn að svo stöddu. Með 8trandf.bat Hólum fóru í raorg- un austur um margir farþegar, auk annara Björn Kristjánsson kaupm. til Hornafjarðar, Steingr. Jónsson sýslum á Húsavik og systir hans frú Rebekka (frá Gufudal); síra Guttormur próf. Vigfússon á Stöð og dótt- ir hans frk. Guðriður; J. Caroc verksmiðjustj. frá Ktöfn, til þess að skifta sér eitthvað af Lagarfljótshrúnni, er kvisast hefir að enn gangi í basli með. Ritdómur Sigfúsar um sálmasöngsbókina. Sigfús stúdent Einarsson í Kaup- mannahöfn hefir tekið sér íyrir hend- ur að rita langan dóm um hina nýju Sálmasöngsbók, i 18. bl. ísaf. þ. á., og er það, út af fyrir sig, sízt að lasta; en ritdómurinn hefir tvo stóra galla; annar er sá, að sumar aðfinslurnar eru á alU engum rökum bygðar, og sumt, sem að er fundið, er svo lítil- f jörlegt, að tæplega er vert að hleypa í sig miklum vindi út af þvi; en hitt er þó verra, að í ritdómnum bregður eigi óvíða fyrir töluverðum kala og jafnvel óvild, að eg ekki segi illgirni. Einnig virðist ritdómurinn gerður af mjög rýrum föngum að hjálparmeðul- um til, því svo er að sjá, sem mað- urinn hafi ekki haft annað við að styðjast en eíntóma Jónasar-bók; ekki einu sinni Viðbæti Björus og sr. Ste- fáns, — að eg ekki tali um Berggreens- bók og aðrar slíkar sjaldgæfar! bækur. En hvað um það; langan ritdóm þurfti hann að rita; og að mörgu þurfti hann að finna. Eitt er það, að sum af nýju lögun- um, er eg hefi tekið upp, séu mjög svo #léleg«, og nefnir hanu þar til nr. 108 og nr. 117. Um þetta og annað eins má þrátta til eilífðar. Minn smekkur er nú sá, að mér þykir nr. 108 fallegt og einkar-viðfeldið lag, og eiga mjög vel við ýmsa sálma í Sálma- bókinni með lagboðanum: Alt eins og blómBtrið eina, eins og eg hef tekið fram í formálanum. En um lagið nr. 117, sem Sigfúsi þykir svo ákaflega »lólegt«, skal eg fræða hann á því, að það er eftir hið heimsfræga tónskáld H ii n d e 1, og er mjög víða prentað (þar á meðal í Stapfs: Harmonium Album, lli. lö.). Aumiugja HkndDl, að búa til s v o n a 1 é 1 e g t lag og fá þarna loksins sinn maklega dóm! Aðalgalli bókarinnar þykir Sigfúsi sá, að »ótækar misfellur« séu eigi óvíða á raddfærslunni, og er það meira en meinlegt, að eg skuli vera á öðru máli en hann um flestar af þessum »mis- fellum«. Eg tel raddfærsluna í fremsta laginu, 1.—2. takti, fullkomlega leyfi- lega og rétta, — eins og líka Sigfús játar sjálfur x öðru veifinu, þar sem hann segir, að »parallele kvarter séu oft leyfilegir, og h é r séu þeir leyfilegir, af því sá seinni sé stækkað- ur«. Nr. 13,13. takt; þarerþ í milli- rödd í staðinn fyrir fis; en þetta er p r e n t v i 11 a, sem eg hef fyrir löngu beðið útgefandann að leiðrétta; sama er að segja um nr. 37, 2.—3. takt, þar er prentvilla, es í bassa í staðinn fyrir c; í 8. takti í sama lagi er önn- ur prentvilla, c í bassa í staðinn fyrir d, en ekki hefir Sigfús rekið sig á það. þe8sar prentvillur veit eg ekki betur en útgefandinn sé búinn að leiðrétta, og er leiðinlegt að vera að rekast í því missiri síðar. Ekki er aðfinsla Sigfúsar við nr. 15, 2. takt, á neinum rökum bygð, og er þar alveg hár-rétt raddsett, en það er ekki mér að þakka, því þetta, sem hann er að reyna að fetta flngur út f, er alveg eins í ensku sálmasöngsbókinni, sem lagið er tekið úr, og verður Sigfús því að snúa sér með þessa »misfellu« til Sir William Henry Monk, Professor of vocal Music in King’s College, London. f>á eru tvær aðfiDslur, sem eru á rökum bygðar, og það er við nr. 41, 6.—5. takt frá endi, og nr. 100, 3. takt frá endi; á báðum Btöðunum eru óléyfilegir kvintar; og þótt ekki sé það mikið í stórri bók, þá er leitt að svo skyldi vera. En ekki hélt eg að Sigfúsi mínum þyrfti að ofbjóða það, öðrum eins

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.