Ísafold - 23.07.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.07.1904, Blaðsíða 1
ÍSAFOLD Uppsögn (skrifleg) bnndin viÖ iramót, ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaösins er Austurstrœti 8. Reykjavík laugardaginn 23. júlí 1904 49. blað. Kemnr út ýmist einn sinni eöa tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/2 doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). XXXI. árg. JtuóÁu/óJta'iýOsiMi |. 0. C F. 867229 I Augnlœltning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spitalannm. Forngripasafn opið mánnd., mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—8 og K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- ,dn á hverium degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og ,snnnudagskveldi kl. 8‘/s siðd. Lgndakotskirkja. Gnðsþjónusta kl. 9 «eg kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- andur kl. 10'/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag :kl 11—2. Bankastjórn, við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag ki. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnió opið á þrd., fimtud. og ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, í Vesturgötu 10, opið í sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Eftirlit með embættismönnum. i. Eftirlitsleysi með embættismönnum -sr einn háskalegur annmarki á stjórn- aratferli voru og hefir lengi verið. Varla er til sú ósvinna eða óregla, hirðuleysi og hvers konar vanræksla, að þeim haldist það ekki uppi, sem 3vo eru gerðir. Hinir, sem stunda sitt embætti með jafn-nákvæmri vandvirkni og sam- vizkusemi, hvort sem nokkuð er eftir þeim litið eða ekki, — það er ura þá eins og þar stendur, að heilir þurfa ekki læknis við. f>að er ánægja, að vita slíka menn vera til hér í öllum embættisstéttum landsins, fleiri eða færri. En jafn-raunalegt er til þess að vita, hve margt er um hina, hve stóran hóp af handónýtum mönnum þessi þjóð er látin ala í embættum, og suma þeirra meira en ónýta, beinlínis háskagripi, — látin ala þá af fátækt sinni, kappala þá snma, þó að þeir geri annaðhvort miklu meira ilt en gott, eða þá að þeirra séu nauðalítil sem engin not. Ólagið byrjar að jafnaði á því, að inn í embætti er hleypt alþektum van- metakindum, óreglumönnum frá æsku- árum jafnvel, ýmist af því, að þá er ekki á öðrum völ og talið er betra að veifa röngu tré en engu, sem er þó rneira en vafasamt oft og tíðum, eða hinu, sem miklu er algengara, að þeir þarfnast framfæris. f>ar kemur þá þegar til skjalanna hín al- ræmda stjórnarvalda-meginregla, að betra sé að allir líði fyrir einn en einn fyrir alla. Sjálfsagt að Iáta hag almennings, þjóðarinnar, lúta í lægra haldi fyrir hag einstaklingsins, em- bættismannsefnis, sem þarfnast fram- færis. Stundum á það einhverja mik- ils háttar menn að, vini eða vandamenn, sem embættisveitingarvaldið fær ekki af sér 8taðið. Embættisprófsskilyrðið, sem er vitaskuld ekki nema sjálfsagt, en átti í upphafi að vera og er eftir eðli sínu að eins einn af mörgum kostum, er sá þarf að hafa, sem á að geta embætti gegnt viðunanlega, — það er að kalla má látið eitt duga, hvað sem öllu öðru líður, og er sú heimska svo rík orðin, að liggur við að hver sá þykist eiga skýlaust og skilmálalaust tilkall til embættis, er því skilyrði fullnægir að nafni til. Eftirlitsskorturinn og alvöruleysið er byrjað löngu áður en þar að kemur, við stofnanirnar, sem undirbúa em- bættismannaefnin. Ofdrykkjuóreglan er það mein, er lengst og mest hefir bagað embætta- lýð vorn, og hefir þar legið sérstaklega óorð á prestastéttinni íslenzku. Hún hefir lagast mikið í því 9fni síðari árin. En þó er enn mikils á vant, að vel sé. Margir höfðu þá trú, að prestkosningalögin mundu gera óreglu- mönnum ómögulegt að komast í em- bætti eða óregluprestum að fá nýtt brauð. En þau lög hafa valdið mikl- um vonbrigðum 1 því sem öðru. þess eru dæmi, að söfnuðir hafa stórreiðst veitingarvaldi, hafi það bægt hneykslis- óreglumönnum frá kjöri. ^ Meira hefir og sjálfsagt verið stund- um um drykkjumenn í sýslumanna- embættum en nú gerist. En til eru þeir eun, og þaö vandræðamenn. En það er yngsta embættismanna- stéttin, læknastéttin, sem nú er bág- bornust. — jbað gat ekki heitið nein stétt til skamms tíma, meðan hér voru ekki nema fjórðungslæknar eða því sem næst. — f>að fullyrða þeir, sem því eru kunnugastir, að þriðjungur lækna vorra séu eða þar um bil drykkjumenn. þeir eru sumstaðar í þéttri þvögu, svo að varla sér út yfir. Gagninu, sem slíkir læknar gera marg- ir hverir, þarf ekki að lýsa. f>að seg- ir sig sjálft. Enda eru sannar sögur af hátterni þeirra sum»r svo hörmu- legar, að þeir, sem fyrir hafa orðið, mega ekki ógrátandi á slíkt minnast. Hver veit, hve mörg mannslíf slíkir læknar sumir hafa á samvizku sinni, beinlínis eða óbeinlínis? Slíkt er sjaldnast hægt neítt um að segja á- kveðið, og því síður a.ð sanna það. En sannleikur e r það eigi að síður. En fleiri eru vanmetin til en drykkju- skaparóreglan. Ymist margvísleg van- ræksla og hirðuleysi, eða rangsleitni og ójöfnuður, ofdramb og rosti. Vitanlega þarf engan það að kynja, að embættismenn hafi sömu breBti sem aðrir menn. En það er svo um þá sem aðra, að sæmilegt eftirlit og aðhald knýr þá til að laga bresti BÍna, bæta úr því, sem er ábótavant, o. s. frv. Hitt spillir þeim enn meir, er þeir vita sig hafa ekkert að óttast, hvernig sem þeir haga sér. Skriffinskan svo nefnd hefir lengi verið lítt ræmd. Hún getur varla á hærra stig komist en þegar hún snýr mestöllu eftirliti með embættismönnum upp í tómt skrifstofueftirlit, gerir það nær eingöngu bréflegt, það lítið sem það er. Norskur fræðimaður. Fyrirlestur um Biörnstjerne Björnson. Líklega seint í næstu viku kemur hingað (með Kong Trygve) frá Khöfn Norðmaður, er þar á heima, en hefir verið prestur áður í Noregi, og heitir O . P. M o n r a d , fagurfræðing- ur nafnkendur og fyrirlestramaður mik- ill. Það er frændsemis-kyntiisför hingað fyrst og fremst, og hugsar hann til um leið að kynna oss rækilegar en annars er kostur hinn mesta afreks- og ágætis- mann sinnar þjóðár, sem nú er uppi, skáldsnillinginn heimsfræga, Björnstjerne Björnson, með fyrirlestrum um hann, 3 eða 4 kveld hór í bænum. Hr. 0. P. Monrad er mikill fyrirlestra- maður, nafnkendur fyrir pað bæði heima í Noregi og í Dantnörku. Hann var pantaður þangað í þeim erindum 7 sum- ur í röð áður en hann fiuttist til Khafnar. Hann er vel kunnugur Björnstjerne Björnson sjálfum, og mun kunna margt frá honutn að segja, sem ekki stendur í bókum. Hann ljfsir honum ekki ein- ungis sem skáldi, heldur og sent manni, stjórnmálaskörung o. fi. lýsir öllu hittu margháttaða og mikla æfistarfi hans. Það er öllum kunnugt, að hantt er einn hinn glæsilegasti afreksmaður, er nokk- urn tíma hefir uppi verið í Noregi. Og hefir þó það land tnargt ntikilmenni alið, fyrst í fornöld, á söguöldinui, sem vér köllum og oss er kunnugast um, af fornsögum vorum, og því næst á end- urreisrtaröld þeirri, er hófst með skiln- aðinum við Dani fyrir 90 árum. Af mislingunum berast eigi nein frekari tiðindi, og virðist mega á því marka, að þeir færi eigi til muna út kvíarnar að svo stöddu. Ella mundu hafa verið send- ir hraðboðar hingað til landstjórnar- innar. Menn vita, að þeir hafa komist á 2 bæi í Gufudalssveit. þeir hafa ver- ið sóttkvíaðir og virðist sem það muni hafa orðið eigi árangurslaust. Héraðslæknirinn í Strandahéraði, sem taldi vera komna mislinga á 2 bæi í Steingrím8firði, Kirkjuból í Rtað- ardal og Ós við Steingr.fjörð, komst SÍðan á þá skoðun, að sér mundi hafa missýnst, með því að ekki tóku aðrir sótt á bæjum þessum, þótt þar væri margt barna. Létþví sýslumaður eftir hans áeggjan leggja niður vörðinn við Bitru og Gilsfjörð. En fám (8) stund um síðar kemur þar Dalavaldsmaður með mikilli rögg og skipar vörðinn aftur. Hann mun hafa nýfengið brýn- ingu héðan, frá landstjórninni. Hún lætur líklega halda vörzlu þar uppi meðan ekki er gengið til hlftar úr skugga um, að mislingalaust sé í Strandasýslu og að sóttin færist ekki suður á bóginn úr Gufudalssveitinni. Um gólfræsting. Eftir héraðsl. Guðm. Björnsson. í reglum þeim um hrákaílát og gólfræsting, sem landsstjórnin hefir sett samkvæmt 5. gr. laga 23. okt. 1903 ura varnir gegn berklaveiki, eru svo fyrir mælt um vinnustofur, búðir, gistihús, farþegaskip, saumahús og opinberar byggingar, þar Bem margt fólk kemur saman, t. d. kirkjur og skóla, að gólf skuli þvo úr heitu vatni að liðnum bverjum þeim degi, er húsin eða herbergin hafa verið brúkuð. Síðan þessar reglur komu út, hefi eg heyrt mjög marga kaupmenn kvarta yfir því, að skipað skuli vera að þvo gólf í búðum á bverjum degi. Eg býst við að fleirum muni þykja þessi krafa hörð, sbr. ísafold 14. þ. m., og yfirleitt erfitt að fullnægja henni. Lítum fyrst á nauðsynina. í búðir og önnur þau hús, þar sem margt kemur manna, þar koma líka margir brjóstveikir menn. fbeir eru enn mjög margir, sem hrækja á gólf í kringum hrákaílát hvar sem stendur, þrátt fyrir ítrekaðar áminningar, og þess verður líklega langt að bíða — því miður —, að öll alþýða láti af þeim ósið. En berklahráki, sem fer á gólf og fær að þorna og rykast upp, getur hæglega orðið manns bani. þess vegna er góð gólfræsting afar-nauðsyn- leg í búðum, bæði vegna búðarmanna) og eins vegna þeirra, sem koma til kaupa. Og sama er að segja um öll önnur hús, þar sem fjölkvæmt er. jpví fleiri sem ganga um hÚ9Ín, þess meiri voði af eins manns óþrifnaði, þeim mun meiri þörf á nostursþrifn- aði. Lítum svo á erfiðleikana. f>að er rétt, sem ísafold segir, að krafan um daglegan þvott á gólfum getur ekki náð neinni átt, ef gólf eru höfð eins og nú tíðkast í flestum búð- um og vinnustofnm, sem sé óferníser- uð trégólf. En þá er að breyta gólfunum. Og til þess ætlast landstjórnin ber- sýnilega, þar sem skipað er í reglunum, að »gólf skulu vera svo gerð, að auð- vélt sé að þvo þau«. Ferníseruð gólf er auðvelt að þvo, litlu eða engu meiri fvrirhöfn en að sópa. Svo er og um steingólf og línó- leumsgólf. Oll gó.lf í Jósefsspítalanum hér í bænum eru ferníseruð, og öll þvegin á hverjum degi — talin lítil fyrirböfn. Á öllum gólfum í Laugar- nesspítala er línóleum, þvegið á hverj- um degi; rajög lítil fyrirhöfn. í kjöt- Bölubúð Jóns kaupmanns þórðarsonar er steingólf; þvegið iðulega; mjög fljót- gert. Ef ferníseruð gólf eða línóle- umsgólf eða steingólf eru þvegin úr heitu vatni, þá er hvorttveggja, að fyr- irhöfnin er lítil og gólfin þur aðvörmu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.