Ísafold - 23.07.1904, Side 2

Ísafold - 23.07.1904, Side 2
194 spori. Á mjög mörgum heimilum hér í bænum, smáum og sfcórum, eru gólf í göngum, dagverustofum, eldhúsum og svefnherbergjum þvegin á hverjum degi, en aldrei sópuð. Fyrirmælin um gólfræstingu hljóta að baka mönnum nokkurn kostnað, til þess að auðvelt verði að þvo þau. En sá kostnaður getur hvergi numið svo mikiu, að kvart- anir af þeirri ástæðu geti átt nokkurn rétt á sér, sé veittur hæfilegur frestur til að umbæta gólfin, svo sem með því að fernísera þau eða leggja á þau línóleum, en það munu heilbrigðis- nefndir sjálfsagt gera. Hér er að ræða um almennings heill, mikilsvert atriði í vörn gegn voða- lega3ta sjúkdóminum á landinu. Mannalát Hér í bsenum andaðist 17. þ. m. frú Olafía Olafsdófctir, kona síra Lárusar Benediktssonar, fyrrum prests í Selárdál, en dóttir síra Olafs heit. Páls- sonar prófasts og dómkirkjuprests og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur Step- hensen frá Viðey, f. 12. jan. 1849. Hún var tvígift, og var fyrri maður hennar Páll prestur Jónsson á Hesti, Eiríksson- ar frá Stóranúpi, er andaðist 1875 eftir fárra ára hjúskap, barnlaus; þau höfðu eignast 2 börn, er dóu bæði ung. Síra Lárusi giftist hún 1878. Þau eignuðust 9 börn, er 5 lifa, 1 sonur (í skóla) og 4 dætur, 3 heima í föðurhúsum, en 1 gift á Norðurlandi. Frú Ólafía sái. var atgerfiskona, vel að sér til munns og handa, mætavel látin jafnan, ástrík eig- inkona og móðir, hjáipfús og hjartagóð. Hinn 24. júní þ. á. andaðist að Fjós- um í Myrdal Guðmundur Páls- s o n, 25 ára að aldri, fyrirvinna hjá móður sinni þar. Hann stundaði nám við gagnfræða- og kennaraskólann í Flensborg tvo undanfarna vetur, en varð að hætta við nám sitt um miðjan vetur sem leið vegna fráfalls sjúpföður síns Gottsveins bónda Oddssonar í Fjós- um, er andaðist um það leyti. Guðmundur sál. var sérlega vandaður maður, stiltur í lund, greindur, tryggur og vinfastur. Hans er því alment sárt saknað af öilum þeim, er nokkur kynni höfðu af honum. — Banamein hans var hálsbólga. E. Hinn 7. þ. m. andaðist hjá tengda- syni sínum Ásgeiri Guðmundssyni skipa- smið í Vestmanneyjum úr lungnabólgu á 82. ári Magnús Jónsson. Hann var fæddur á þorraþræl 1823, og var elzta barn Jóns Þorsteinssonar, bónda á Miðkekki, með fyrri konu hans Kristínu Þorsteinsdóttur frá Kilhrauni, en Þor- steinn iæknir í Vestmanneyjum yngsta barn með síðari konu hans. Ymsir hafa orðið langlífir í þessari ætt. Jón Þ. dó á 90. ári 1888, Margrét móðir hans níræð 1865, en þær voru systkinadætur, Halla Magnúsdóttir í Skálmholtshrauni, sem varð meira en 100 ára, og Margrét. Magnús var og enn svo ern og hraustur, að alt útlit var fyrir, að hann gæti náð aldri föður síns, en þá varð hann votur og ofkæld- ist á ferð upp í Landeyjar og fekk fyr- ir það lungnabólguna. Magnús heitinn bjó fyrst á Skíð- bakka í Austur-Landeyjum og því næst um langan tíma góðu búi í Berjanesi í Vestur-Landeyjum, en þar var hann uppfóstraður hjá móðurbróður sínum Jóni bónda Þorsteinssyni. Magnús átti mörg börn með konu sinni, 5 þeirra komust á fullorðins aldur, 4 dsetur lifa, en 1 sonur látinn. Magnús heitinn var fjörmaður og dugmaður, mjög ræðinn og skemtinn, og gat frá mörgu sagt af langri lífsleið, enda var hanu greindur vel og minnið gott, og í allri samvinnu og félagsskap hvarvetna vel virtur sómamaður. p. Hinn 28. apríl síðastl. andaðist að heimili sínu Hvassahrauni í Vatnsleysu- strandarhreppi bændaöldungurinn E i n- ar Þorláksson, 79 ára að aldri. Einar sál. var fæddur að Neðradal í Biskupstungum 25. nóvbr. 1824, og dvaldist hjá foreldrum sínum þang- að til hann árið 1855 fluttist að Hvassa- hrauni og kvæntist sama ár hinn 9. júlí eftirlifandi eiginkonu sinni Ingi- björgu Pálsdóttur. Þau hófu þar sama ár búskap og bjuggu þar nær 49 ár í hinu ánægjulegasta hjónabandi. Þau eignuðust 9 börn; þeirra eru 6 dáin, en 3 á lífi, eitt þeirra er Þórunn húsfreyja í Hvassahrauni. I æsku lærði Einar sál. söðlásmíði, og stundaði þá iðn á- samt búskap sínum hin fyrstu búskap- arár sín. Hann var mjög fjölhæfur maður og smiður á flest, hinn mesti iðju- og atorkumaður, meðan heilsan leyfði. Hann var ágætur heimilisfaðir og stjórnaði heimili sínu, sem var sfcórt lengst af, með framúrskarandi lipurð, reglusemi og hógværð. Hann var mað- ur einkar-gestrisinn, skemtinn í viðræð- um, enda fróður um margt, og minn- ugur vel, eíns og hann átti kyn til. Hann var fögur fyrirmynd að stillingu, kurteisi og háttprýði. Enginn af hin- um mörgu, sem þektu hann, veit til, að hann hafi nokkurn tíma skift skapi sínu, eða gert á nokkurs manns hluta, hvorki í orði né verki, og mun það dæmafátt. Hann var því virtur og elskaður af öllum, sem kynni höfðu af honum. — Hann lifði og dó sem sann- arlegt guðsbarn. A. p. Alþlngiskosningaundirbúuingur er nú byrjaður, þ. e. hinn lögboðni undirbúningur. Landstjórnin látið búa til kjörseðla og sent þá í morgun með Skálholti yfirkjörstjórnunum á Isafirði, Akureyri og í Eyjafjarðarsj^slu. Til Seyðisfjarðar munu þeir verða sendir með Hólutn næst eða Ceres. Kosning á fram að fara 10. sept., svo sem kunn- ugt er, í 5 kjördæmuœ: kaupstöðum landsins 4 og Eyjafjarðarsýslu. Hér kaus bæjarstjórn í fyrra dag yfirkjörstjórn fyrir kaupstaðinn og 3 undirkjörstjórnir, með þvi hún ákvað að skifta kjósendum í 3 kjördeildir, eftir sfcafrófsröð, sem er raunar sjálfsagt of lítið, ef kosningarathöfninni á að verða lokið á hæfilegum tíma. Kjós- endur eru hér um 1200, og má gera ráð fyrir, að þar af neyti 7—800 kosn- ingarréttar síns. Þeir verða yfirleitt býsna-lengi að athafna sig hver um sig, að minsta kosti nú, fyista skiftið. Það eru ekki færri en 7 viðvik, sem kjósendur þurfa að gera hver um sig: 1. að ganga inn í kjörstjórnarherbergið — það má ekki gera nema einn þeirra í einu, sá næsti ekki koma inn fyr en hinn er búinn að lúka sér af og farinn út; 2. að taka við kjörseðli af oddvita kjörstjórnar; 3. að ganga með hann inn 1 afherbergi, kjörklefann; 4. að rita þar á hann atkvæði sitt, þ. e. gera kross við nafn þess þingmannsefnis á seðlinum prentuðum, sem sá vill kosið hafa; 5. að ganga raeð seðilinn aftur saman brotinn út úr kjörklefanum og að kjörborðinu; 6. að stinga honum þar niður i þar til gerðan kassa, um rifu; 7. að ganga út síðan úr kjörstjórnarstofunni. Þar við bætist tími sá, er fer til leiðbeiningar af kjörstjórnar hálfu við þá mörgu, sem þess munu þarfnast, eru ófimir að átta sig, gera eitthvað skakt o. s. frv. Loks kemur enn til greina sú töf, er það veldur, ef kjörstjórn þekkir ekki kjós- auda, sem oft getur að borið, svo mik- ið fjölmenni sem hér er, og hann þarf því að útvega sér vitni að þvi, að hann só sá, sem hann kveðst vera. Kosinti var í yfirkjörstjórn hér fyrir bæinn með bæjarfógeta úr bæjarstjórn Jón Magnússon skrifstofustjóri og utan bæjarstjórnar Eiríkur Briem prestaskóla- kennari; en til vara úr bæjarstjórn Kristján Jónsson yfirdómari og utan bæjarstjórnar Hannes Thorsteinson cand. jur. og bankaritari. Þá voru kjörnir í undirkjörstjórn í 1. kjördeild L. E. Sveinbjörnsson háyfir- dómari, Magnús Einarsson dýralæknir og bæjarfulltrúi, og Sighv. Bjarnason bankastjóri og bæjarfulltrúi. Kjörstjórn í 2. kjördeild er skipuð þeim Birni Jónssyni ritstjóra, Eggert Briem skrifstofustjóra og Halldóri Jóns- syni bankagjaldkera og bæjarfulltrúa. Þriðju kjördeildar kjörstjórn voru kosnir í þeir Ásgeir Sigurðsson kaup- maður, Mortea Hansen skólastjóri og Sigurður Briem póstmeistari. Til sveita er undirkjörstjórn í hverj- um hreppi og kosið þar á hverjum þingstað. Yfirkjörstjórn kemur ekki nærri sjálfri kosningarathöfninni, hvorki hér nó þar. Hennar hlutverk er að telja saman atkvæðin eftir á, hór væntan- lega daginn eftir kjördag, en í sveitum varla fyr en viku síðar eða meira. Und- irkjörstjórnirnar senda þeim atkvæða- kássana óopnaða í forsigluðum uinbúð- um. Þingmannsefni verða að hafa sent yfirkjörstjórnum framboð sín svo snemma, að þau séu í þeirra hóndum 4 vikum fyrir kjördag. Nú eru þá síðustu forvöð 13. ágúst að kveldi. Framboði hverju á að fylgja yfirlýsing 12 kjós- enda í minsta lagi um, að þeir styðji kosningu frambjóðanda. Bæjarstjórn Reykjavíkur afsalaði sér á fundi i fyrra dag forkaupsrétti að sneið þeirri af Rauðarártúni, sem liggur fyrir sunnan þjóðveginn, en skika þann ætlar eigandinn, Yilhjálmur hóndi Bjarn- arson á Rauðará, að selja fyrir 4500 kr. Sömuleiðis afsalaði hún sér forkaupsrétti að erfðafestulandi því á Melunum, sem dánarbú Sigtryggs Sigurðssonar á þar og það ætlar að selja fyrir 300 kr. Til erfðafestunefndar var vísað bænum um erfðafestulönd frá Guðmundi Jakohs- syni, Magnúsi Blöndahl og Jóni Thorsten- sen. Sömuleiðis heiðni frá þeim Carl Frederiksen, 01. Th. Guðmundssyni og Einari Finnssyni nm leirbakkann við Marka- læk í Kleppslandi til tiglsteinshrensln. Thor Jensen kaupm.tilkynti, að bann hefði gengið að skilmálum bæjarstjórnar fyrir erfðafestulandi, er hann hafði beðið um. Til veganefndar var vísað beiðni frá C. Frederiksen yfirhakara um aukavatns- veitu úr Skálholtskotslind. Samþykt var að taka framkomnum til- hoðum frá búendum við Austurstræti um styrk til rennugerðar þar, kaupa nauðsyn- lega lóðarræmu af Ólafi Sveinssyni fyrir 2 kr. feralin hverja, og leggja nú þegar rennuna. Kostnaður er áætlaður um 1000 kr., og skyldi verja nauðsynlegu fé til þess af fjárhæð þeirri, er bærinn á i vændum frá Hlutabankanum fyrir lóðarkaup. Bæjarstjórn vildi ekki banna að sinni sandtöku inni á Kirkjusandi, en fól vega- nefnd að hafa eftirlit með henni og veita því eftirtekt, hvort landspjöll geta orðið af þvi sandnámi. Jóni Hannessyni i Austurkoti i Kaplaskjólí var heimilað að taka grjót í fjörunni suð- ur undan kálgarði hans til varnargarðs- hleðslu. Að öðru leyti vildi bæjarstjórn ekki sinna beiðni hans. Tilkynt var, að þ. á. kæmi til úthlutun- ai af alþýðustyrktarsjóðsfé nálægt 320 kr. Ræddur var II. kafli frumvarps til heil- brigðissamþyktar fyrir bæinn, og nann samþyktur með örlitlum breytingum. Tilboð um vatnsveitu fyrir bæinn hafði bæjarstjórn borist frá firma Holst-Möller í Kaupmannahöfn. Það var afhent vatns- veitunefndinni. Frá nefnd út af uppástungu um girðing Fossvogs til kúabeitar var komin sú vit- neskja um álit kúaeigenda, að alls einn þeirra mundi vilja nota þar kúabeit. Þar með var það mál látið niður falla. Samþykt var brunabótavirðing á þessum húseignum: Páls Árnasonar og Árna Jóns- sonar við Lindargötu 6706 kr.; Árna Gíslasonar pósts að Lækjarbakka 6877; Sigurðar Þórarinssonar við Framnesveg 3668; Sæmundar Sveiussonar við Holtsgötu 3250 kr. Ennfremur á fundinum næsta á undan: Geymsluhús Gróðrarstöðvarinnar 3135 og sólubúð Jóns Eyólfssonar (Lauga- veg 59) 2368. Fjarverandi: Björn Kristjánsson, Sigr Thoroddsen og Þórh. Bjarnarson. TJru rektorsembættið hafa sótt: yfirirkennari Steingr.. Thorsteinsson, adjunktGeir T. Zoega, Sfcefán Stefánsson gagnfræðaskólakenn- ari á Akureyri, dr. Jón þorkelsson landskjalavörður í Reykjavík, Jón Helgason prestaskólakennari og Guðm- Finnbogason cand. mag. (En ekki Svb. Sveinbjarnarson, adjunkt í Ár- ósum). Umsóknarfresfcur var útrunn- inn 16. þ. m. Sæmdarviðurkenning. Þeir hafa fengið mikla sæmdarviðurkenning hjá Þýzkalandskeisara, er hjálp og hjúkrun veittu skipbrotsmönnum af fiskiskipinu Friedrioh Albert, er strandaði i fyrra vetur í Meðallandi. Bóndinn á Orrustustöðum, er fyrstur veitti skipbrotsmönnum hjálp, hefir fengið 300 kr. verðlaun. Guðrún Jónsdóttir, yfirsetukona á Breiða- bólsstað á Siðu, er stundaði skipbrotsmenn þá, er kalið hafði og taka varð af limi^ hefir fengið dýrindis-brjóstnál, gulli setta og gimsteinum, með fangamarki keisarans (W með keisarakórónu yfir), sjálfsagt mörg liundruð króna virði. Þetta hvorttveggja er beint gjöf frá keisaranum sjálfum, en ekki stjórninni þýzku. Læknana báða, er stunduðu hina sjúku skipbrotsmenn og tóku af þeim limi m. m., þá Bjarna Jensson og Þorgrím Þórðarson, hefir keisaíi sæmt riddarakrossi hinnar rauðu arnar (IY. fl.). Rafmagnslýsing í Hafnaríirði. Tré8míðaverk8miðju með vélarafli, vatnsafli, komu Hafnfirðingar upp í fyrra. Nú eru þeir komnir á flugstíg með að nota sama vatnsaflið til að raflýsa kauptúnið að einhverju leyti, í bráð. Loke er þar á prjónum ráðagerð um vatnsveitu fyrir bæinn. Fyr má nú vera framfaraskrið en þetta, á 1—2 missirum. það er sami maður, sem raflýsing- unni kemur upp og sá sem setti á stofn trésmiðaverksmiðjuna í fyrra, Jón Reykdal trésmiður. Hann gerir það með ráði og fulltingi rafmagnsfræð- ingsins nýja, Halldórs Guðmundsson- ar. Hann kvað hafa pantað þegar á- höld til þess nú með póstskipinu 20. þ. m. Hugsað er um 150 rafljós með 16 kerta ljósmagni hverfc, sum úti og

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.