Ísafold - 27.08.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.08.1904, Blaðsíða 1
Xemur út ýmist einn sinni eBa tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/, doll.; borgist fycir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé tit átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árg. Beykjavík laugardaginn 27. ágúst 1904 56. blað. I. 0. 0. F. 86929 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 i spltaíannm. Forngripasafn opið mánud., mvd. og ld 11—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og '6,/s-7 >/.. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- vn á hverium degi kl. 8 árd. til kl.lOsíðd. .Almennir fnndir á hverju föstndags- og annnndagskveldi kl. 8*/, siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 tig kl. ti á hverjum helgnm degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjákravitj- .endur kl. 10*/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ■ittl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafit opið hvern virkan dag 12-3 og kl. 6—8. Landsskjalasafni.ð opið á þrd., fimtud. *»g ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, i VeBturgötu 10, opið í sd. kl. 2—3. Tannlækning ókeypisiPósthásstræti 14b l. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Afsetning ankakennarans (B. J.) við lærða skólann. f>að er ein nýleg stjórnarráðatöfun, er vakið hefir umtal og landstjórnin fengið ámæli fyrir árfleiriátten einni: að hún hefir mpð ráði rektors og stifts- yfirvalda tekið af cand. mag. Bjarna Jónssyni (frá Vogi) aukakennarastarf það við latínuskólann, er hann hefir á hendi haft þar 10 ár samfleytt, — fyrir drykkjuskaparóreglu. Ekki er sú ráðstöfun ámælisverð í sjálfri sér, heldur þá fyrst, ef stjórn- in lætur þar við lenda og heldur í embættum áfram engu minni óreglu- mönnum og öllu háskaraeiri jafnvel, þar sem eru sumir héraðslæknarnir íslenzku t. a. m. f> á er full vorkunn, þótt mönnum verði á að ímynda sér, að ekki mundi hafa verið hreyft hót við þessum manni, ef ekki hefði stað- ið svo á, að hann hefir haft á hendi jafnhliða kenslustarfinu ritstjórn á blaði, sem er stjórninni mjög svo ó- geSfelt og andstætt. Annað er það, að allir vita, hver hefir löngum verið lenzka hér um ó reglumenn í embættum, þá sjaldan er embættið hefir verið af þeim tekið fyrir þær sakir seint og síðar meír, eftir að þeim hefir sýnt verið langt- um meira langlundargeð en þessum manni. £>að hefir verið órjúfanleg regla, það er frekast rekur minni til, að láta slíkar hneykslisskepnur og gallagripi sækja um Iausn í náð og að veita þeim síðan full eftirlaun. Dæmi þess jafnvel, að landssjóður hefir ver- ið látinn ala slíka menn og ala þá vel heilan mannsaldur eftir það er þeir höfðu gert sig sjálfir allsendis ófæra til að vinna landinu nokkurt handar- vik til gagns. Bn þessum manni er fleygt út á klakann, sem kallað er, með fjölskyldu sinni, miskunnarlaust og fyrirvaralaust að kalla. |>ví verður svarað svo, vitanlega, að hann hafi ekki verið reglulegur em- bættismaður, heldur að eins settur sýslunarmaður við skólann með fjár- laga-launaþóknun. En í sjálfri sér er meðferðin á honum enn harðneskju- legri fyrir það að því leyti til, sem hann hefir verið látinn vinna 10 ár samfleytt fyrir sem svarar helmingi þess kaups, er aðrir kennarar við sömu stofnun vinna ella fyrir yfirleitt. Hann er fjölhæfur gáfumaður, með ágætum undirbúningi undir sína stöðu, enda ekki verið hlíft, þegar skift hefir ver- ið störfum milli kennaranna; jafnvel bætt við hann á síðasta skólaári miðju nýrri kenslugrein, erfiðri og vanda- samri, og ber það vott um sæmilegt traust á honum frá skólastjórnarinnar hálfu, og því trausti mun hann alls ekki hafa brugðist að þekkingu eða kensluhæfileikum. Hann hefir komið sér mætavel við pilta; og loks er það við hann að virða, sem er harla mik- ilsvert, að hann hefir um skyldu fram kent piltum að tala eitt hinna lifandi mála, sem tilsögn er í veitt við skól- ann, þýzkuna, en það hefir enginn gert á undan honum. Fyrir það eitt er því, hvað sem öðru líður, mjög mikil eftirsjá í honum frá skólanum, og harla óvíst, hvort það skarð verð- ur fylt að svo stöddu viðunanlega. Af þessum ástæðum og fleira er ekki öllum Ijóst, að frágangssök hefði verið að fresta afsetningu þessa kenn- ara litla stund, og heyra, hvað nýr rektor segði um að reyna manninn enn næsta vetur. Hann hefir verið fullkominn reglumaður með köflum, löngum köflum, jafnvel alt fram á síð- asta missiri, og er margt ólíklegra, meira að segja, en að óstandið í skól- anum síðasta vetur og kali milli hans og rektors hafi átt sinn þátt í að glæða ofdrykkjutilhneiging hans, og að miklu betur hefði gengið með nýj- um rektor og betra lagi á skólanum. f>á hefði og ekki þurft að verða nein rekistefna út úr fjárlaga-launaþóknun hans, það sem eftir er fjárlagatíma- bilsins, svo sem nú horfir helzt við, með því að hann hetði þá að sjálf- sögðu engin meðmæli getað fengið til nýrrar fjárveitingar á næsta þingi, ef tilraunin með hann næsta vetur hefði mishepnast. Mundl þess vera mörg dœmi um hinn siðaða heim, að maður væri látinn halda embætti eftir það er réttlættur væri með dómi sá áburður á hann, að hann hefði sem Bkiftaráð- andi róið að því öllum árum, að dán- arbú, er hann hefði undir höndum, misti 1000 kr., og það honum sjálfum í hag? Að honum væri ekki einu sinni vikið frá embætti um stundar sakir, meðan verið væri að bíða eftir hæsta- réttardómi í málinu, en til fullnaðar, ef þar yrðu söm málalok? Ósannindi á þingi. Óhreinleiki og ósannindi er alstað- ar ilt, og þegar fulltrúar þjóðarinnar reyna að beita því á alþingi, sjálfum sér eða öðrum til hagsmuna, og horfa ekki í að féfletta landssjóð í því skyni, þá er þetta svo skaðlegt, að það má ekki vera óátalið. Hermann alþingismaður Jónasson á |>ingeyrum lét svo á síðasta þingi, að hann væri mótfailinn því að selja þjóðjarðir, nema alaeg sérstaklega stæði á, t. d. jarðir, sem lægju »afsíðis og hefðu ekki neinar framtiðarhorfuri. |>etta varð að búa til og hafa fyrir ástæðu, þegar hann vildi fá þingið til að selja kunningja sínum einum þjóð- jörðina Ægissíðu hér í sýslu fyrir of lftið verð. jpingmaðurinn Iýsti því næst jörð- inni fyrir hinum ókunnugu samdeild- armönnum sínum, og gat þess um leið til áréttingar, að hann væri »sjálfur kunnugur þessari jörði! Einmitt það — því ófyrirgefanlegra var að skýra jafn-rangt frá og hann gerði. í lýsingu hans er þetta meðal ann- ars (Alþt. B bls. 113): »Engjarnar eru erfiðar, og svo slætúar, að ekki er hægt að slá þær nema annaðhvort ár». Túnið segir hann að sé »þýfti — leynir því, að þar eru sléttur allmiklar — »og svo ó - h o 11 t a ð a af því, a ð hún þykir lítt k ý r g æ f (!). f>að er því svo langt frá því, að það sé rétt farið með hjá umboðsmanninum, að hey á þessari jörð séu holl, að það er a I v e g ö f - ugt við það, sem satt er«. Umrnæli mín um þessar jarðarnytj- ar, í umsögn minni til sýslunefndar- innar, sem þm. gefur þennan vitnis- burð, eru þannig: •Utheyisslægjurnar úr túni, mjög miklar að víðáttu og grasgefnar, mest- part greiðfærar, og vanalega slegið sitt árið hvað. Hey holl og þrifagóð til gjafai. jpetta er svo hvað á móti öðru hjá þingmanninum og mér, að það er fljót- séð, að annarhvor okkar fer með ó- sannindi. Vegna allra þeirra, sem kunnugir eru, er hreinasti óþarfi fyrir mig að sýna fram á, h v o r okkar það er. En það er vegna ókunnugra — sérstaklega þeirra sem hann bar þetta á borð fyrir — sem eg álít skyldu mína að gera það. Eg hygg að það verði bezt gert raeð eftirfarandi vott- orðum nákunnugra og áreiðanlegra manna, sem eru algerlega óviðriðnir þetta mál: Við undirritaðir vottum hér með, að jörðin Ægissiða í Þverárhreppi hefir mjög nærtækar og hægar engjar, og.að öll hey eru sérlega holl og þrifagóðj/ en nokkuð mikilgæf. Þó eru þar til á smáhlettum veruleg krafthey. Taða er nálega í meðallagi að gæðum. Þetta getum við vottað eftir mikilli þekkingu á jörðinni, þvi annar okkar hefir húið á henni 16 ár, en hinn verið I grend við hana yfir 30 ár og fleirnm sinnum fengið þar lánaðar slægjur. Vesturhópshólum og Gottorp 28. marz 1904. Þ. S. Þorláksson. M. Kristinsson. Eg hefi verið 55 ár i Þverárhreppi 1 grend við þjóðjörðina Ægissíðu, og 12 ái á næsta bæ við hana. Þekki eg því jörð þessa mjög vel. Eftir þvi sem kallað er í því bygðarlagi, er þar óþrjótandi hey- skapur, slægjur allar út úr túni og viða. Þurkað hey i engi i þurkasumrum. Eitt sumar man eg, að þegar búið var að heyja þar 1100 hesta af útheyi, þá horfði eg yf- ir engið úr fjallinu þar fyrir ofan, og sá, að mikill meiri hluti af því stóð óslegið. Þar má sjáifsagt gera ráð fyrir 1000 hesta heyskap árlega, þó skift sé — slegið sitt árið hvað. Heyin ern mjög holl og þrifa- góð, en viða fremur létt. Þó eru þar krafthey sumstaðar. Silungsveiði er þar töluverð. Bakka, i júlimán. 1904. Friðrik Eggertsson. Vottorðum þessum ber þá nákvæm- lega saman við lýsing mína. |>að sem þau ná, og þó þau séu ekki víðtæk — hefðu þau getað verið miklu víðtæk- ari — taka þau samt af allan vafa um það, að það er Hermann á f>ing- eyrum, en ekki eg, sem hefir um þetta efni sagt það, sem » e r alveg öf- ugt við það sem satt er«. Með öðrum orðum: það er Hermann sem fer hér með ósannindi, og það sem verst er — það verður ekki ann- að séð en að bann geri það v í s v i t- a n d i, af því hann segist þekkja jörð- ina » s j á 1 f u r «. Með því að líta á Uppdrátt íslands, getur hver sem vill séð sjálfur, hvað jörð þessi er »afskekt«, þar sem hún liggur innarlega á Vatnsnesi austan- verðu, eða sem næst innan við miðj- an Húnaflóa. f>á er það æði-broslegt, að halda því fram, að sú jörð, sem hefir mikið land, mestalt grasi vafið, »hafi engar framtíðarhorfuri!, og hroðaleg ósam- kvæmni er það hjá manni, sem þykist hafa sterka trú á framför landsins okkar, og þykist með lífi og sál vilja vinna að framförum þess. Auðvitað er það, að engin jörð á íslandi hefði •neinar framtíðarhorfur*, ef þær væru setnar eins og Hermann situr sína jörð. En því er betur, að svo er ekki. Alt það sem þingmaður þessi sagði um Ægissíðu, er af sama toga spunnið, nefnilega að rýra álit jarðarinnar í augum ókunnugra manna og blekkja þá; hann vildi t. d. ekki heldur gera neitt úr silungsveiðinni þar, sem eg hafði getið um að væri til góðra muna. f>að er alt af sama sannleiksástin! A sama þinginu gerði Hermann Jón- asson aðra tilraun að hafa fé af lands- sjóði, með því að flytja frumvarp um makaskifti á þjóðjörðinni Árbakka og bændaeigninni Yztagili með jöfnu verði, en þar rak hann sig svo óþægilega á kunnugleik 1. þm. Skagfirðinga (Ól. Br.), að honum þótti ráðlegast að þagna. Sýndi þá þingdeildin orðum hans hafilegt traust með því að fella frumvarpið með 15 atkv. gegn 3; t v o fekk hann þó með sér. Hvammi 11. ágúst 1904. B. G. Blöndal. Falleg gjöf. Húsfrú Sigurbjörg Helgadóttir, sem kom i sumar aftur frá Ameriku eftir nokkurra ára dvöl þar, hef- ir gefið Keykholtsdals- og Hálsahreppum 300 krónur, til stofnunar sjúkllngasjóðs, og á af þeim sjóði að veita styrk fátækum mönnum, sem hágstaddir eru vegna heilsu- bilunar. Hún hafði gegnt yfirsetukonu- störfum og hjúkrunarstörfum i þessum sveit- um og siðan i Ameriku, og hefir nú á þennan hátt svo rausnarlega látið sjúkling- ana njóta þess, að henni lúnaðist vel vest- urförin. Betra að margir léti sér fara svona vel.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.